Alþýðublaðið - 19.01.1950, Blaðsíða 5
Fimmíiidagur 19. janúar 1950.
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ
5
Alþýðuflokkurinn hœjarmílim
Pennan veg lagði ríkiö fyrir áratiíg síðan ...
ALÞÝÐUFLOKKURINN átelur, að enn skuli
ekki hafa verið gerðar rækilegar athuganir á því,
hvernig og úr hvaða efni götur verði gerðar endingar-
fbeztar við íslenzfkar aðstæður. Telur flckkurian, að
slíka athugun beri aö láta gera nú þegar, enda skuli
teinskis lát»a ófreistað til að draga úr hinum gífurlega
'Viðhaldsfcostnaði gatnanna. Flokkurinn telur, að afla
'þurfi fu'lfcomnari vinnuvéla til gatnagerðar, bæði til
ma'l'bikunar og steinsteypugerðar.
! Umferðaræðar fil úfhverfanna
Þá telur Alþýðuflokkurinn, að leggja beri aðaláherzlu á
teð maibika hið fyrsta eða steinsteypa umferðaræðarnar til
hinna stærri úthverfa, og gangi þær fyrir tninni umferðargöt-
iim, bæði í gamla bænum og úthverfunum. í þessu sambandi
bendir flokkurinn sérstaklega á umferðaræðarnar til Laugar-
ness- og Langholtshverfa, á Hringbraut og Miklubraut til
Hlíðahverfis, á Háteigsveg og Lönguhlíð til Rauðarárholts,
Nesveg til Kaplaskjóls og Suðurgötu til Grímstaðaholts og
Skyldinganessbyggða.
Loks er brýn nauðsyn þess að samræma vinnubrögð raf-
magnsveitu, síma og hitaveitu í sambandi við göturnar.
Raffcnúnfr sfrætisvagnar!
Alþýðuflokkurinn vill beita sér fyrir því, að athugaðir
verði möguleikar á að nota raíknúnar almenningsbifreiðir í
Reykjavík, og miðist athugunin við það, að slíkir vagnar væru
teknir í notkun. er nýja Sogsstöðin verður Tilbúin.
Fullfcomnari og befri vagnar
Flokkurinn vill átelja það, að eftir bifreiðaflóð undanfar-
inna ára skuli Strætisvagnar Reykjavíkur enn ekki eiga full-
komnari og betri vagna en raun ber vitni. Flokkurinn telur,
að skapa verði Strætisvögnunum aðstöðu til að kaupa aðeins
eina tegund bifreiða, og auðvelda á þann hátt viðhald og gera
rekstur vagnanna ódýrari en nú er. Þá þarf innrétting vagn-
anna að miðast við þau þægindi, að sem flestir farþegar sitji,
þótt ekki sé leið löng. Þá ber að beina sem flestum ferðum fram
hjá Lækjartorgi og hafa endastöðvar í úthverfum bæjarins.
Hvar eru sfræfisvagnaskýlin!
Loks átelur Alþýðuflokkurinn, að enn hefur ekki verið
reist eitt einasta farþegaskýli við leiðir strætisvagnanna, og
vill, að slíkum skýlum verði komið upp áji tafar.
Samvinna við almenning um skipulsg
Ljúka ,skal skipulagsuppdrætti að bænum og'leitað nán-
ara samstarfs við almenning með aukinni fræðslu um skipu-
lagsmál. Nýjar tillögur að skipulagsuppdráttum, bæði teikn-
ingar og líkön, skulu höfð almenningi til sýnis á aðgengilegum
stöðum í nokkrar vikur áður en uppdrættirnir eru endanlega
ræddir í bæjarstjórn, svo að almenningsálit nái að skapast og
koma fram.
öffmíffn fái sfóraufcin þægindi
.Skipulag bæjarins skal stefna að þvi að gera úthverfin að
nokkru leyti sjálfum sér nóg, skapa þau sem heildir. Skal
hvert þeirra hafa eins konar „miðbæ“, þar sem risið geti með
tímanum sérverzlanir, skemmtistaðir, svo sem kvikmyndahús
en svona eru aðalhrauúrnar
í Reykjavík íhaldsins í dag
Fyrir meira en áratug síðan
iagði ríkið steinsteyptan veg
frá Rej'kjavík inn að Elliða-
ám. Þessi vegarspotti er énn
þann dag í dag betri en nokkr-
ar götur í Reykjavík og hefur
kostað sama sem ekkert í við-
baldi, meðan eyða þarf hundr-
uðum þúsunda á hverju ein-
asta ári í viðhaldið á götum
eins og Laugaveginum. Þessi
ríkisvegur þoldi hið gífurlega
élag hernámsáranna og ber
enn þá af umferðaæðum bæj-
aríhaldsins. Myndin við hlið-
ina er af einni af aðalbraut-
unum í einu af stærstu hverf-
um bæjarins. Það má nærri
geta, að slíkar götur fara
hörmulega með farartækin,
sem um þau aka, og mundu
fullkomnar umferðaæðar á ör-
skömmum tíma spara þúsundir
í viðhaldi og endingu farar-
tækjanna, auk þess, sem við-
hald þeirra mundi stórminnka.
Listabókstafur Ál-
og samkomuhús, útibú pósthúss og símastöð, bifreiðastöðvar
og fleira slíkt, svo að hverfisbúar þurfi ekki að sækja álla hluti
til gamla bæjarins.
Gert sé ráð fyrir opnum svæðum í bænum, almennings-
görðum og leiksvæðum.
Endursfcipulag gamia bæjarins
Hraða skal endusskipulagningu gamla bæjarins, svo að
skipulagið tefji ekki endurbyggingu hans. Hugsað skal vand-
lega fyrir nægilegum bifreiðastæðum, og ef hentugt þykir at-
hugaðir möguleikar á bifreiðageymslum í miðbænum, þar sem
geyma megi bifreiðir um styttri eða lengri tíma, í stað þess
að leggja þeim við aðalgöturnar. Þá verði benzinstöðvar þegar
fiuttar úr miðbænum.
Reykjavíkurbær beiti sér fyrir því, að komið verði upp
umferðarmiðstöð fyrir langferðabifreiðir svo fljótt sem kostur
er á. Bærinn beiti sér fyrir því, að stöðin verði staðsett þannig,
að langíerðabifreiðar þurfi sem minnst að fara um mestu um-
ferðargötur í elztu hlutum bæjarins. Jafnframt verði séð um,
að tíðar og hentugar strætisvagnaferðir verði til stöðvarinnar
úr öllum helztu hverfum bæ jai-ins.
Þá skal það athugað, hvort eigi sé hægt að sameina þessa
j stöð afgreiðslu flugvéla á Reykjavíkurílugvelli.
LISTABÓKSTAFUR. AI-
þýðuflokksins við bæjarstjórn-
ar- og hreppsnefndakosningarn
ar 29. janúar næstkomandi
verður sem hér segir á hinum
ninstöku stöðum:
Kaupstaðir:
Reykjavík A-listi.
Hafnarfjörður A-listi
Akranes A-listi
ísafjörður A-listi
Sauðárkrókur A-listi
Siglufjörður A-listi
Ólafsfjörður A-listi
Akureyri A-listi
Seyðisfjörður A-listi
Neskaupstaður B-listi.
Vestmannaeyjar A-listi
Keflavík A-listi.
Kauptún:
Borgarnes A-listi
Ólafsvík A-listi
Stykkishólmur A-listi
Suðureyri A-listi
Flateyri A-listi
Súðavík A-listi
Bolungarvík -A-Iisti
Hvammstangi A-listi
Dalvík Á-listi
Djúpivogur A-listi
Fáskrúðsfjörður A-listi
Sandgerði A-listi
Sel'foss A-listi
Stokkseyri A-listi
Eyrarbakki A-listi
Kópavogshreppur A-listi
Seltjarnarneshreppur A-Iisti