Alþýðublaðið - 19.01.1950, Side 6

Alþýðublaðið - 19.01.1950, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. janúar 1950. AÐSENT BRÉE. ALPHONSEDAUDET Filipus Bessasoa hreppstjóri: Ritstjóri sæll. Nú ligg ég í rekkju minni, get samt ekki sagt, að ég hafi það rtáðugl eða notalegt; sér sú gamla og geðilla piparjómfrú Gikt um það, að ég megi einskis næðis njóta, og illt er hverjum karli, sem kemst undir vöndin hjá því skassi. Ojæja, ég reyni nú að bera mig sæmilega; les töluvert og hugsa dálítið, en hvort tveggja er ómerkilegt, iesturinn og hugsanirnar og svo er það. Á stundum hefur mér kom- ið til hugar, að ekki væri þaö með öllu óskemmtilegt starf fyr- ir .sæmilega menntaðan manu sem einhverra hluta vegna hefði ekki mikið að gera, — lifði til dæmis á opinberu framfæri, annað hvort vegna gáfna sinna og prófa eða pólitískra terigsla, ■— að athuga gaumgæfilega bókaútgáfu á voru landi síð- estliðin áratug, — óhófstíma- bilið. Athuga hvers konar bók- menntir voru þá boðnar þjóð- inni, gera skrá yfir efni, inni- hald og stefnu bókanna, er síð- an mætti d'raga af ályktanir og iærdóma. Ég hygg, að sá fræð- ingur, er tæki sér þetta fyrir hendur og gerði það sæmilega, ætti fyllilega skilið að vera sæmdur einhverri þokkalegri nafnbót. Ég hef lesið nokkuð þeirra bóka, sem út hafa komið á þessu tímabili, skoðað aðrar, — held- ur lauslega að vísu rnargar hverjar, — og látið mér nægja eð líta á titilblaðið í sumum. Margar eru og þær sem ég að sjálfsögðu hvork’i, hef séð né heyrt. Get ég því ekki dregið neinar ályktanir af þeim kynn- um, en ekki hef ég komizt hjá því að mynda mér skoðanir, en þó auðvitað nieð þeim fyrir- vara að taka þær til rækilegr- ar athugunar, þegar, er niður- stöður fullnaðarrannsóknar lægju fyrir. Svo hefur mér virzt, sem veru iegur hiuti þeirra bóka, er út komu á nefndu tímabili, fjalli um ævi og störf einstaklir.ga, merkra og ómerkra, innlendra og útlendra. Er þar vissulega margan fróðleik að finna um menn og málefni; en hvað sjálfs ævisögurnar að minnsta kosti snertir, er sá galli á gjöf Njarð- ar, — að þar neyðist maður til fið lesa sögu allra atburða og manna, er um ræðir, með gler- augum söguritarans, og veltur vitanlega á ýmsu um það, hversu þau hæfa sjón lesand- ans. Þrátt fyrir það eru bækur þessar oft hinar skemmtíleg- ■pstu aflestrar. Þá ber töluvert á irinléndum skáldsögum og kvæðasöfuum. en fyrirferðarmestir eru þó er- lendu höfundarnir, — í misjöfn um þýðingum. Eru- það að sjálf- sögðu misjafnlega þroskandi og nytsamar bókmenntir, en sumt af þeim vel fallið til dægra- styttingar þeim, sem leiðisí að bíða tómhentum eftir matnum eða dauðanum. Og ekki verður svo um þetta rætt, að ekki sé kennsiubók- anna nokkuð getið, þeirra, er al menningi eru ætlaðar til sjálfs menntunar. Ber þar langmest á kennslubókum, er.um kynferðis legar framkvæmdir fjalla, — hef ég að vísu ekki lesið þær og má vel vera að öll sé sú fræðsla til framfara, •—- en hug- leiði maður hversu fyrirferðar- mikil sú bókmenntagrein er nú orðin á síðustu árum, getur manni vart orðið annað en undr ast það, hversu mikið hefur þó verið framkvæmt tilsagnarlaust á því sviði, og meira aö segja með sæmilegum árangri. Jæja, það er nú það. Margt flýgur manni þeim í þanka, sem liggur kvalinn í gikt. Skrifa þér meira við tækifæri. Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. RÁÐ VIÐ GJALDEYRIS- SKORTI FUNDÍÐ Oft fer svo, að minnsta at- hygli vekur það, sem markverð- ast er. Það sannast, svo að ekki verður um deilt, þegar maður hugleiðir þá ótrúlegu stað- reynd, að ekki hefur verið á það minnzt í blöðum eða út- varpi, að nú hefur verið fund- ið upp ráð við gjaldeyrisskorti, — 97% öruggt ráð, meira að segja. Svo hljótt er um þessa merkilegu uppgötvun, að al- menningur hefur ekki minnstu húgmynd um höfund hennar. Hefur þó oft verið manns getið fyrir minna. Er þetta að öllum líkindum einstaklega hógvær maður og laus við allt brambolt, eins og títt er um afburðamenn. Það er meira að segja alls- endis ólíklegt, að almenningur bafi veitt þessari bráðsnjöllu uppgötvun snillingsins athygli; ekki heldur ástæðulaust með öllu að ætla, að ráðamennirnir hafi enn ekki glögga vitneskju um hana; að minnsta kosti berja þeir enn lómihn og heita á þjóðina, en verið getur að þar ráði vaninn nokkru um. En hvað um það. Ráðið er fundið og þegar komið í fram- kvæind. Ef einhverjir hafa enn ekki komið auga á það, viljum vér benda þeim á, að það væri ekki úr vegi, að þeir hinir sömu renndu augum sínum, — að sjálfsögðu í mesta sakleysi, að vöngum ungu stúlknanna á göt- unni, því að þótt ótrúlegt sé, — riei, örlítið aftar-— á eyr- unum! Já, er það ekki merki- legt. Og svo einfalt. Bara að ílytja inn nóg af eyrnaskjólum, einkum með tilliti til vetrar- rigninganna, — og þá leysast öll gjaldeyrisvandræði af sjálfu sér. Hvað, —-----ömmur okkar, — þær komu þessu máli ekkert við! Þá voru nefnilega eng'in gjaldeyrisvandræði.---- Auglýsið í ! Alþýðublaðinu! iW'i'WV'W'PPP honum í merg og bein. Já, hann ætlaði að lýsa þessu öllu, allt til þessa dags, er hún greip hann á ný mitt í hamingju hans — í hinni áfengu sælu hans, þegar hann hélt, að hann hefði bjargazt. Dyrnar voru opnaðar. Fanny læddist hægt inn í herbergið til þess að vekja hann ekki. Hann virti hana fyrir sér und- an hálfluktum augnalokunum. Hún var röskleg og sterk. Hún hafði yngzt. Hún stóð við arin- eldinn og hitaði fæturna, sem voru rennblautir af snjónum í garðinum, Og öðru hverju snéri hún sér við og leit til hans. Og á andliti hennar hvíldi bá hið hálfmyndaða bros, sem riafði hvílt þar þegar þau rif- ust um morguninn. Hún tók pakkann af Maryland-tóbak- inu, sem var á sínum vanastað, vafði sér vindling og var að leggja af stað út úr herberginu, en hann kallaði í hana. „Ertu ekki sofandi?“ „Nei. Setztu hérna. Við skul- um tala saman.“ Hún settist á rúmbríkina dá- lítið undrandi vegna alvörunn- ar í rödd hans. „Fanny, við verðum að fara í burt.“ Hún hélt í fyrstu, að hann væri að gera að gamni sínu til þess að reyna hana. En hún ckipti um skoðun, er hann lýsti þessu fyrir henni í smáatriðum. Það beið laus staða í Ariea. Hann ætlaði að sækja um hana. Það var aðeins um hálfan mán- uð að ræða. Það var aðeins nógur tími til að búa um far- angurinn í ferðatöskunum. ,,Og hvað verður urn giftingu þína?“ ! „Við tölum ekki orð um það efni framar. Það, sem ég hef gert, er óbætanlegt. Ég sé það nógu skýrt, að því er öllu lokið ! í þeirri átt. Ég get ekki slitið ! rnig frá þér.“ j „Vesalings bébé! Vesalings krakkinn!“ sagði hún með dap- ! urlegri blíðu, sem ekki var laus | við fyrirlitningu. Svo tottaði hún vindlinginn nokkrum sinn- um og sagði síðan: „Er þessi staður langt í burtu, sem þú ert að tala um?“ „Arica? Mjög langt í burtu. Hann er í Perú. Flamant getur ekki náð til þín þar,“ bætti iiann við hvslandi. Hún sat þarna hugsandi og leyndardómsfull í tóbaksskýi sínu. Hann hélt enn um hönd henni og strauk nakinn hand- legg hennar. Vatnið, sem lak niður allt í kringum þau, hafði sefandi áhrif á hann. Hann lok- aði augunum og sökk mjúklega niður í kviksyndið. XV. KAFLI Gaussin hefur verið tvo daga í Marseilles. Hann er órólegur og óþolinmóður, er þegar kom- inn af stað í huganum, líkt og allir, sem eru að búa sig undir burtför. Fanny á að koma til hans í Marseilles og sigla síðan með honum. Allt er tilbúið. Hann hefur þegar pantað tvo skipsklefa á fyrsta farrými fyr- ir vararæðismanninn í Ariea og mágkonu hans. Og Jean þrammar fram og aftur um slitið gólfið í hótelherberginu í tvöfaldri eftirvæntingu vegna væntanlegrar komu ástmeyjar einnar og brottfararstundar- tnnar. Hann verður að þramma Cram og aftur og vinna þarna ! inni í herberginu til þess að lægja hugaræsingu sína, þar eð hann þorir ekki út. Strætin hafa þvingandi áhrif á hann, líkt og glæpamann, ■—■ lið- hlaupa —, hið iðandi líf á troð- fullum götum Marseilles. Hon- tim finnst sem faðir sinn eða Bouehereau gamli muni birtast á hverju götuhorni, leggja hönd á öxl honum, taka hann hönd- um og fara með hann heim. Hann lifir þarna í einveru og snæðir í herbergi sínu, fer jafn- vel ekki niður til fastra mál- tíða. Hann les án þess að festa augun við blaðsíðurnar, varpar sér upp í rúm og starir sér til dægrastyttingar á myndirnar, sem skreyta veggina. Þær heita „Strand La Perouse“ og,„Dauði Cooks skipstjóra“ og eru þaktar flugnadriti. Svo hallar hann sér fram á handriðið á fúnum timb ursvölunum, sem skýlt er af gulu hengi, sem er eins marg- breytilega bætt og segl á fiski- báti. Þetta_ er gamalt 'gistihús, „Hotel du Jeune Anacharsis“ að nafni. Hann hafði séð þetta nafn í „Le Bottin“ af tilviljun, og nafnið freistaði hans, þegar hann ákvað stefnumótsstaðinn við Fanny. Þetta er alls ekki skrautlegt gistihús, jafnvel ekki hreinlegt um of. En það snýr að höfninni, og þar má finna ilminn af sæ og sjóferðum. Undir gluggunum á herbergi hans eru heil ósköp af fugla- búrum fuglasala nokkurs, sem verzlar þar undir beru lofti. Þar eru páfagaukar, kakadúar og kanarífuglar, sem fylla loft- ið sætu, óendanlegu kvaki. í Búrunum er staflað hverju upp á annað. Fuglarnir hylla dög- unina með dyn, líkt og heyra má í ósnortnum skógi. Hávað- inn í sambandi við vinnuna við höfnina yfirgnæfir og drekkir kvaki þeirra, eftir því serú líða tekur á daginn. En stóra klukk- an í Vorri Frúarkirkju mælir stundirnar. Hér heyrist hrærigrautur af bölvi á öllum tungum heims, ópum róðrarmanna, burðar- karla og skeljasala. Þar í bland- ast hamarsliöggin í skipavið- gerðarstöðvunum, ískur í lönd- unarhegrunum, hvell höggin í götugerðartækjunum, skips- klukkuhljómur og' blístur, stöð- ugt hljómfall dælanna og akk- erisvindnanna, hávaðinn frá vatni, sem rennur úr götum, og gufu, sem þrýstist út. Allur þessi hávaði dunar, tvöfaldað- ur og endurtekinn af bergrnál- inu frá nálægu yfirborði sjáv- arins. Utan af sjónum heyrist með nokkru millibili hást ösk- ur. Það er sem sjávarskrímsli céu að anda. Þessi öskur berast frá stóru hafskipi, sem stefnir til hafs. Og hinn margbreytilegi þef- ur lokkar fjarlæg lönd fram í dagsljósið, fjarlæga hafnar- bakka og bryggjur, þar sem sólin hellir niður ofsalegri geislum en hér. Það er verið að ■ skipa á land farmi af sandal- viði og öðrum trjáviði. Saman við ilminn af honum blandast Ilmur af sítrónum, appelsínum, pistachiohnetum og fíkjum. Hinn sterki ilmur stígur upp í annarlegum rykskýjum, upp í !oft, sem mettað er ilmi sjávar- seltu, brenndra jurta og fitu- kenndum reyk frá matsöluhús- unum. Þessi hávaði minnkar, þegar nóttin skellur á. Þá falla þessi þéttu efni í loftinu til jarðar og gufa upp. Og myrkrið hefur ró- andi áhrif á Jean. Hann aregur Upp gluggatjaldið og horfir niður til svarts sjávarflatarins, sem sefur fyrir neðan þéttriðið net siglutrjáa, ráa og bugspjóta. Og ekkert rýfur þögnina nema áraskvamp eða fjarlægt gelt í skipshundi úti á sjó, — langt úti á sjó. Og Ijósgeislarnir í Plaiiiervitanum sveiflast og varpa löngum, rauðum eða hvít- um bjarma, er smýgur í gegn um myrkrið og birtir sem ör- ckot skuggaþústir eyja, virkja og kletta. Og þessir glampandi leifturgeislar, er vísa aragrúa minnslífa hina réttu leið yfir bárurnar, beina einnig huga Jeans að ferðalögum. Þeir bjóða hann velkominn og lokka hann til sín, kveðja hann á braut í Fréttamyndir AP. Einhverjar beztu' erlendu fréttamýndir, sem birtast í íslenzkum bl'öS'Um, eru myndir AlþýSublaðsins frá Assoeiated Press, hinni miklu samvinnufréttastofu í New York. Ljósmyndarar AP fara um allan heim og frá New York eru myndir þeirra sendar um víða veröld. Alþýðu- blaSið hefur birt fréttamyndir, sem að- eins tveim dögum áður voru sendar frá New York. Aðeins í Álþ ý ðubl a ð i n u. Gerizt áskrifendur. -- Símar: 4900 & 4906.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.