Alþýðublaðið - 21.01.1950, Page 4

Alþýðublaðið - 21.01.1950, Page 4
4 ALfc»YmJBLAf>If> Laugardagur 21. janúar 1950. Úígefandi: Alþýðuflckkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Augiýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ÓþægiEegur saman- burlur fyrir íbaldii SIGURÐUR SIGURÐSSON berklayfirlæknir hefur komizt svo að orði í ræðu á Varðar- fundi, sem átti að verða opin- ber kjósendafundur, én var breytt í félagsfund vegna fá- mennis, að gagnrýni Alþýðu- blaðsins í garð íhaldsins fyrir aðgerðaleysi þess í sjúkrahús- málum höfuðstaðarins sé nei- kvæð og naumast svaraverð. Auðvitað er þessi gagnrýni nei- kvæð — fyrir bæjarstjórnar- íhaldið, og vissulega er það skiljanlegt, að Sigurður Sig- urðsson telji hana naumast svara verða. Rök Alþýðublaðs- ins í þessum umræðum verða Eem sé ekki hrakin, enda talar það sínu máli, að Sigurður Sig- urðsson reynir að fjalla um þau í ræðu sinni, en tekst ekki að hnekkja einu einasta atriði þeirra; og Morgunblaðið er þagnað. Ábyrgðarmaður aðgerðaleys- is íhaldsins í sjúkrahúsmálum Reykjavíkur síðasta kjörtíma- bil, Sigurður Sigurðsson, ber á móti því í ræðu sinni, að íhald- tð hafi svikið nokkuð í þessu efni, því að það hafi engu lof- að fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar! Lækninum væri ráðlegt að fletta upp í Morg- unblaðinu frá því fyrir fjórum árum og lesa „bláu bókina11, sem íhaldið flíkaði mest þá, en þegir nú sem vandlegast um. Ástæðan fyrir hinni hörðu gagnrýni á bæjarstjórnaríhald ið vegna þessara mála er ein- mitt fyrst og fremst sú, að það hefur hlaðið loforði á loforð fyrir kosningar, en svikið þau öll eftir kosningar. Nú er mál- Etaður þess orðinn svo aumur, að Morgunblaðið hefur ekkert um þessi mál að segja nema að skírskota til nafns og æru Sig- urðar Sigurðssonar og ota sviknu loforðurium að bæjar- búum einu sinni enn biðjandi um aðstöðu fyrir íhaldið til að geta svikið þau á ný. * Sigurður Sigurðsson telur ekki sánngjarnt að bera saman farmtak kaupstaða úti á landi annars vegar og aðgerðaleysi íhaldsins í Reykjavík hins vegar, þegar sjúkrahúsmálin eru rædd. Reynir læknirinn að rökstyðja þessa afstöðu sína með því, að hlutfallið í þessum efnurn hljóti að verða Reykjavík í óhag, vegna fjöl- mennis hennar og fámennis annarra kaupstaða landsins. En hvað kemur þá til þess, að bæj- arst j órnaríhaldið skuli hafa kallað þennan samanburð yfir sig með því að láta Morgun- blaðið halda ,því fram, að Reykjavík sé betur sett í sjúkrahúsmálum en hiriir kaup staðirnir? Annars fær þessi af- sökun Sigurðar Sigurðssonar ekki staðizt. Það er ekki nóg með það, að Reykjavík stand- ist ekki hlutfallslega saman- burð í þessu eíni. Hún stendur evo til jafnfætis um sjúkrahús- kost fámennu kaupstöðunum úti á landi. ísfirðingar byggðu fyrir aldarfjórðungi undir for- ustu alþýðuflokksmanna ný- iízku sjúkrahús með 52 ,sjúkra- rúmum. Reykjavíkurbær rek- ur þann aag í dag tvö sjúkra- hús með samtals 68 sjúkrarúm- um og er þó höfuðstaðurinn tuttugu sinnum fjölmennari en Isafjörður! Og ekki tekur betra við, ef húsakosturinn og að- búðin er borið saman. Isfirð- ingar reistu nýtízku sjúkrahús og ruddu brautina í því efni hér á landi. En Reykjavíkur- bær rekur Hvíta bandið, gam- alt íbúðarhús, og Farsóttahús- ið, sem úrskurðað var óhæft til sjúkrahúsreksturs fyrir alda- mót! Hinn hlutfallslegi saman- burður er því óþarfur, en hann er sá, að Reykjavík hefði fyr- ir aldarfjórðungi átt að eign- ast 1000 sjúkrarúma bæjar- cpítala til að hlutur höfuðborg- arinnar í þessu efni væri hinn sami og ísafjarðar. Svo er \ Morgunblaðið að saka Alþýðu- flokksmenn um áhugaleysi í Ejúkrahúsmálum og gefur jafn- framt bæjarstjórnaríhaldinu í Reykjavík dýrðina! Sigurður Sigurðsson segir það alveg satt og rétt, að allir | flokkar hafi viðurkennt sjúkra I rúmaskortinn í Reykjavík. En 1 eigi að síður hefur bæjar- | Gtjórnaríhaldið látið við það sitja að samþykkja fyrir einu ári að hefjast handa um bygg- j ingu bæjarsjúkrahúss, sem enn er ekki farið að teikna. Hins vegar staglast íhaldið á því, að ríkið eigi að leysa ejúkrahússkortinn í Reykjavík og hafi brugðizt skyldu sinni með því að halda ekki áfram sjúkrahúsbyggingum í bænum í stórum stíl. Gísli Sigurbjörns con víkur að þessu í Vísisgrein í gær. í sambærilegum bæjum erlendis þykir sjálfsagt, að bæjarfélögin sjái fyrir þremur eða jafnvel fjórum sjúkrarúm- um á móti hverju einu,- er rík- eru þessi hlutföll hins vegar þannig, að ríkið sér fyrir helm- ingi fleiri sjúkrarúmum eri bæjarfélagið. Þó hefur ríkið byggt hér fullkomið nýtízku Kjúkrahús, en bæjarstjórnar- (haldið notast við gamalt íbúð- arhús, sem einstaklingar gerðu að sjúkrahúsi út úr neyð, og timburhjall við Þingholts- Gtræti, 'sem úrskurðaður var óhæfur til sjúkrahússreksturs fyrir aldamót. Það situr því harla illa á bæjarstjórnaríhald inu að halda því fram, að rík- Inu beri skylda til að halda áfram sjúkrahúsbyggingum í höfuðstaðum, meðan forráða- menn Reykjavíkur sýna ekki minnstu viðleitni til að leggja sinn hluta af mörkum. Bæjar- ítjórnaríhaldiö ætti að gera sér Ijóst, að nafn og æra Sigurðar Sigurðsonar berklayfirlæknis bjargar því ekki frá réttmæt- um áfellisdómi fyrir slóða- skapinn í sjúkrahúsmálum höfuðstaðarins — og varlega skyldi það treysta því, að Gísli Sigurbjörnsson afreki þau ó- sköp, sem á vantar. Sipor de Gasperi myndar nýja stjérn á Ítalíu TILKYNNT var í Róm í gær, að de Gasperi hefði fallizt á að mynda nýja stjórn á Ítalíu, og þykir líklegt, að það verði sam stjórn kaþólska floVksins og jafnaðarmannaflokks Saragats, en frjálslyndi flokkurinn eigi ekki fulltrúa í henni. Lét de Gasperi svo um mælt, þegar hann tók að sér stjórn- armyndunina, að erfitt myndi reynast að efna til viðtækrar stjórnarsamvinnu og lægi þar til grundvallar ágreiningur flokkanna um efnahagsmál og atvinnumál ítölsku þjóðarinn- er holl fæða. Látið hann aldrei vanta á matborðið. Fæst í næstu matvöruverzlun. SAMBANÐ ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA. Sími 2678. Ný viðhorf í bókmenntum. — Öfgarnar eru að þoka. — Fóllt leitar hins upprunalega. — „Rauðu skórnir“. — Atvinnubótavinna fyrir hifreiðastjóra. NÝLEGA GERÐI ég að um- talsefni nýtt viðhorf, sem virð- Ist vera að gera vart við sig hjá almenningi. Það virðist svo, sem hann sé orðinn þreyttur á hin- um svonefndu . „harðsoðnu“ bókmenntum, vilja búrt frá há- vaðanuni og öskrinu, kláminu og Iúsinni í bókmenntum, en þrái í þess stað hvíld og fegurð. Þetta kemur líka í Ijós í að- sókn að kvikmyndum og munu i kvikmyndahúsaeigendur bezt geta staðfest þessa fullyrðingu. ÉG VAR að enda við að lesa bókmenntagrpin í erlendu tíma- ið leggur til. Hér í Reykjavík ar. f riti um þetta; þar er fullyrt að til dæmis á Norðurlöndum hafi komið skýrt í Ijós á undanförn- um þremur árum, að fólk sneiði hjá nýtízkubókmenntunum, en sækist mest eftir bókmenntum hins gamla skóla. Þetta er gamla sagari um hina eilífu reaksjón, uppreisnina gegn öfgunum. Öfg arnar ryðja sér til rúms, ríkja í ofsa sínum um skeið, en hrynja svo skyndilega fyrir þeim öfl- Snjallrœði Magnúsar MAGNÚS KJARTANSSON, ritstjóri Þjóðviljans, hefur ný- lega tekið sæti á alþingi til bráðabirgða sem varamaður Lúðvíks Jósefssonar. Flutti hann „jómfrúræðu“ sína á þriðjudaginn í þesari viku;.en hún varð með þeim hætti, að Þjóðviljanum hefur þótt ráð- legas tað láta hennar sem minnst getið. Hafa lesendur hans ekki fengið neina frá- sögn í blaðinu af „jómfrú- ræðu“ Magnúsar. RÆÐAN VAR FLUTT sem framsöguræða fyrir frum- varpi, sem Magnús flytur, þess efnis, að það ákvæði lag- anna um opinbera aðsíoð við íbúðabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum, að ríkið skuli lána allt að 85% af kostnað- arverði bæjarbygginga, sem . reistar yrðu í því skyni. að útrýma heilsuspillandi hús- næði, skuli nú þegar koma til framkvæmda; en sem kunn- ugt er, var framkvæmd á þessu ákvæði laganna frestað snemma á árinu 1948 sökum þess, að ríkið vantaði blátt áfram fé til þess að fá risið undir slíkum skuldbindingum. Er engum kunnugra um það en kommúnistum, sem að vísu höfðu verið með í því að samþykkja lögin 1946 og binda ríkinu þá bagga, sem full framkvæmd þeirra hefði haft í för með sér, en stukku litlu síðar úr ríkisstjórn eftir að gjaldeyrissjóður þjóðarinn- ar hafði verið þurrausinn og ríkissjóði bundnar þungar skuldabyrðar ekki hvað sízt með fjársóun og sukki Áka Jakobssonar meðan hann var ráðherra. KOMMÚNISTAR skutu sér þannig alveg undan því, að þurfa að eiga nokkurn þátt í framkvæmd laganna, en hafa hins vegar gert það að miklu rógsmáli á hendur þeim, sem við tóku, að framkvæmd þessa ákvæðis þeirra skyldi vera frestað sökum fjár- skorts. Ekki hafa þeir þó bent á neina möguleika til þess, að ríkið fengið undir skuldbind- ingum þess lagaákvæðis risið fyrr en í „jómfrúræðu“ Magnúsar Kjartanssonar, sem Þjóðviljinn hefur ekki þorað að birta. En þar stakk Magnús upp á því, að bæirn- ir gerðu gömlu togarana út á veiðar og notuðu gjaldeyrinn, sem þeir fengju fyrir aflann, til innkaupa og innflutnings á byggingarefni með það fyr- ir augum að hefja íbúðabygg- ingar til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis! ÞINGMENN SETTI HLJÓÐA, er þeir heyrðu þetta snjall- ræði Magnúsar. Honum virt- ist nefnilega alls ekki detta það í hug, meðan hann var að halda þessa „jómfrúræðu11 sína, að stórkostlegur tap- rekstur bæjanna á gömlu tógurunum myndi gera bygg- ingarefnið, sem inn yrði keypt fyrir gjaldeyri þeirra, nokkuð dýrt, og að geta ríkisins til þess að lána allt að 85% af kostnaðárverði bæjarbygginga, sem úr því efni yrðu reistar, myndi. verða enn minni, en hún er til þess við núverándi verðlag! En líklega hefur það runnið upp fyrir Magnúsi að „jómfrú- ræðunni“ lokinni, að ei.tthvað hafi verið bogið við hana; því að lítið hefur henni, eins og áður segir, verið haldið á lofti í Þjóðviljanum þá daga, sem liðnir eru síðan! um, sem þær ruddu úr vegi á sínum tíma. UM SKEIÐ hafa hin órím- uðu Ijóð farið sigurför um lönd- in, lengi opnaði maður svo að eegja ekki erlent bókmennta- tímarit svo að ekki væru þessi skrípi á annarri hvorri blaðsíðu. Ég segi skrípi, af því að ég tel þetta ljóðaskrípi, en ekki yegna þess að efni þeirra væri ekki oft fagurt og göfgandi, en það var aðeins fordildin, að kalla þetta ljóð, sem vakti andúð manns. Nú er þetta að breyt- ast til mikilla muna. MIKIÐ HEFUR verið rætt um þá afstöðu Rússa að banna „ákstrakt“ list. Vitanlega for- dæma allir sannir lýðræðissinn- ar slík bönn. Hver og einn lista- maður á að hafa fullt frelsi til að iðka list sína eins og hann æskir, og ef til vill geta sumir listamenn ekki fundið sjálfa sig nema eftir þessum krókaleið- um. En ég verð að játa að ég er að mestu sammála Rússunum í dómum þeirra um slíka mál- aralist. Þó að ég hins vegar æski ekki eftir því að kommúnistísk- ir málarar íslenzkir fari að apa upp listafstöðu Rússa með því að setja páfa vorn, Brynjólf eða einhvern annan einstakling inn í málverk sín. TJARNARBÍÓ hefur fengið bréf undirritað af áttatíu ung- urp stúlkum, að líkindum öllum í sama skóla. Og biðja þær kvikmyndahúsið að sýna enn einu sinni kvikmyndina „Rauðu skórnir“. Nú biður Tjarnarbíó mig að skila því til stúlknanria, að myndin sé út á landi, en þeg ar hún lcomi aftur hingað þá muni hún verða sýnd einu sinni eða ívisvar. FYRIR JÓLIN ákvað bæjar- ráð að efna til nokkurs konar atvinnubótavinnu fyrir vörubif reiðastjóra, enda á engin stétt manna í þessum bæ við ánnað eins atvinnuleysi að búa'. Út- koman af þessari röggsemi varð súr að nítján bifreiðarstjórar unni í fimm og hálfan dag hver. Það var allt og sumt. Að sjálf- sögðu var þetta, svo aumt að varla tók að byrja á því fyrst ekki var haldið lengur áfram eða fleiri kæmust að. Að minnsta kosti kom þessi frammi staða vörubif’reiðastjórunum al- gerlega á óvart sem vonlegt var. fíannes á horninu. Lesið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.