Alþýðublaðið - 22.01.1950, Page 4

Alþýðublaðið - 22.01.1950, Page 4
4 ALÞYf)URLAf)IÐ Sunnudagur 22. janúar 1950. Útgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. ASsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Baráffa í orði, sam- vinna á MORGUNBLAÐIÐ þykist nú heyja harða baráttu við kommúnista út af bæjarstjórn- arkosningunum og telur íhald- ið vera hinn eina sanna and- stæðing þeirra. Þykist Morg- unblaðið þess um komið, að bregða öllum öðrum um linku og óheilindi í afstöðunni til kommúnista, skellir öllum hin- um flokkunum saman í eitt, eins og á þeim sé lítill eða enginn munur, og hvetur menn til að kjósa íhaldið við bæjar- stjómarkosningarnar af því, að engum öðrum flokki sé treystandi til að vera á verði gegn kommúnistum. * Það er ósköp létt að skrifa þannig; ekki sízt, þegar stung- ið er undir stól öllum frétt- um ,sem sýna hið gagnstæða. En eins og kunnugt er hefur Morgunblaðið ekkert verið að skýra lesendum sínum frá því, að íhaldsmenn á ísafirði hafa iegið í pólitískri flatsæng með kommúnistum þar vestra allt síðasta kjörtímabil, og að þeir tóku í haust höndum saman við kommúnista norður á Siglufirði til þess að hrekja úr embætti bæjarstjóra þar ung- an, vinsælan alþýðuflokks- mann, sem ekkert hafði til saka unnið. En ekki nóg með það: Einmitt þessa síðustu daga, þegar Morgunblaðið er að belgja sig út af baráttu sinni gegn kommúnistum, hafa flokksmenn þess norður í Ól- afsfirði háð sameiginlega kosn- ingabaráttu með kommúnist- um gegn alþýðuflokksmönnum í verkalýðs- og sjómannafé- laginu þar og gert kommún- Ssta að formanni í því í stað valinkunns alþýðuflokksmanns; en alls eru í hinni nýju stjórn Eélagsins þrír kommúnistar og tveir íhaldsmenn! ❖ Þannig lítur þá barátta í- haldsins gegn kommúnistum út í reynd; og er það að vísu ekki i fyrsta sinn, sem það segir eitt og gerir annað í afstöðu sinni til kommúnista. Eða hver skyldi vera búinn að gleyma því, að það var íhaldið, sem með margra ára bandalagi, sam vinnu og þjónkun við komm- únista í verkalýðsfélögunum etuddi þá til þeirra áhrifa og Valda, sem þeir hafa þar í dag? Það má sjálfsagt benda á ýmsa forustumenn íhaldsins, cern nú sjá villu síns vegar á þeim árum og vildu gjarnan, að það væri allt ógert, sem þeir gerðu þá til þess að hef ja kom- únista til valda í verkalýðsfé- iögunum; en staðreyndirnar eýna enn í dag, að íhaldinu er, þrátt fyrir allar yfirlýsingar, hvergi treystandi í baráttunni gegn komrnúnistum. Það er frá því fyrir stríð sýkt af anda annarrar einræðishreyfingar, nazismans, sem það gerði þá miklar gælur við. En svo vel finnur það skyldleikann milli nazismans og kommúnismans, að það virðist nú engu síður reiðubúið til þess að taka hönd um saman við kommúnista, þegar það telur sér það henta í baráttunni gegn Alþýðu- flokknum. En það er segin saga, að alltaf og alls staðar er bandalagi íhaldsins við komm- únista stefnt gegn Alþýðu- flokknum. Þannig hefur það verið á ísafirði síðast liðið kjörtímabil; þannig var það á Siglufirði í haust; og þannig er það í Ólafsfirði nú. Og svo þykist íhaldið eiga þakkir og traust skilið fyrir skelegga baráttu gegn kommúnistum! En þetta er aðeins önnur hliðin á þessu síendurtekna bandala.gi íhaldsins við komm- únista. Hin er þáttur kommún- ista í því. Eins og kunnugt er þykjast þeir ekki síður af bar- áttu sinni gegn íhaldinu, en íhaldið af baráttu sinni gegn þeim. En reynslan er þó stöð- ugt þessi, að kommúnistar líta á Alþýðuflokkinn sem „höfuð- óvin“ sinn, — hafa líka marg- sinnis lýst yfir því, — og eru alltaf reiðubúnir til þess að að taka höndum saman við íhaldið gegn honum og þiggja af því völd og upphefð! Þann- ig er barátta kommúnista gegn íhaldinu í reynd! Svo svívirða þe.ssir „heiðurs- menn“ Alþýðuflokkinn fyrir samvinnu við íhaldið og kalla hann „aðstoðaríhald“! Það er alveg sama falsið og hjá íhald- inu, þegar það er að gorta af baráttu sinni gegn kommún- jstum og bregða öðrum um linku gagnvart þeim. Sann- leikurinn er sá, að báðir eru þessir flokkar, íhaldið og kom- múnistar, skoðanalitlir og stefnulitlir valdastreituflokkar, en sýktir af anda einræðis- hreyfingarinnar í heiminmn á okkar dögum. Hvorugum þeirra getur lýðræðið treyst. Um kommúnista er vitað, að þeir sitja stöðugt á svikráðum við það, og ekki aðeins við það, heldur og við frelsi og sjálf- stæði þjóðarinnar. En það hindrar ekki íhaldið að ganga í bræðralag við þá, þegar því bykir henta í baráttunni gegn Alþýðuflokknum! Lisíabóksfafur LISTABÓKSTAFUR Alþýðu- flokksins við bæjarstjórnar- og hreppsnefndakosningarnar 29. janúar næstkomandi verð- ur sem hér segir á hinum ein- stöku stöðum: KAUPSTAÐIR: Reykjavík A-listi Hafnarfjörður A-listi Akranes A-listi ísafjörður A-listi Sauðárkrókur A-listi Siglufjörður A-listi Ólafsfjörður A-listi Akureyri A-Iisti Seyðisfjörður A-listi Neskaupstaður B-listi Vestmannaeyjar A-listi Keflavík A-listi KAUPTÚN: Borgarnes A-listi Ólafsvík A-listi Stykkishólmur A-listi Suðureyri A-Iisti Flateyri A-listi Súðavík A-listi Bolungarvík A-listi Hvammstangi A-listi Dalvík A-listi Djúpivogur A-listi Fáskrúðsfjörður A-listi Sandgerði Arlisti Hveragerði A-listi Selfossi A-listi Stokkseyri A-listi Eyrarbakki A-listi Kópavogshreppur A-Iisti Selt j ar narneshreppur A-listi Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld kl. 8: Bláa kápan UPPSELT. Ósóttar pantanir seldar kl. 3. Sími 3191. Skipt á frambjóðendmn. — Eiga kommúnistár hjáleigu? — Syndir í húsnæðismálum bæjarbúa. — Oddaaðstaða Alþýðuflokksfiis í bæjarstjórn. Auglýsið í Alþýðublaðinu! ÞAÐ HLÝTUR að vekja at- hygli og skýra aðstöðu og af- stöðu, einnig innræti þeirra og hugsjónarugling, hvernig tveir flokkar skipta svo að segja á frambjóðendum. Kona, sem barðist á hæl og hnakka fyrir kommúnista við síðustu alþing- iskosningar og talaði á fundi þeirra, skipar nú sæti á lista framsóknarmanna, maður, sem um líkt leyti skrifaði í Tímann skipar nú sæti á lista kommún- ista. FYRIR SÍÐUSTU hæjarstjórn arkosningar gerðu kommúnist- ar út bifreið með hátalara í braggahverfin og öskruðu. „Braggabúar. Braggabúar. Kjós íð C-listann“. í skyndilegum umbótaáhuga sínum hefur Tím- anum farist líkt undanfarið. Það er því líkast, sem blaðið hafi álitið, að í braggahverfun- um byggi einhver sérstök manntegeund. Þetta sýnir skilningsleysi og vanþekkingu Hvorki verið sinnt né svarað MORGUNBLAÐIÐ heldur því fram, að ríkið beri ábyrgð á ófremdarástandi sjúkrahús- málanna í Reykjavík, en bæj- arstjórnaríhaldið eigi þar enga sök á. Dómur staðreynd- anna er hins vegar sá, að á móti hverju einu Sjúkrarúmi í Reykjavík, sem bæjarfélag- ið hefur komið upp, hefur ríkið lagt til fjögur. En þar með er ekki sagan öll.‘ Það, sem bæjarstjórnaríhaldið stát ar af í sambandi við fyrir- hugaðar framkvæmdir á sviði sjúkrahúsmála höfuðstaðar- ins, er ekki hugmyndir þess, enda hugkvæmninni þar ekki fyrir að fara. Tillögurnar til úrbóta eru komnar frá emb- ættismanni ríkisins, land- lækni, sem bæjarstjórnar- íhaldið reynir að saka um ó- stjórn sjálfs þess í sjúkrahús- málum Reykjavíkur. LANDLÆKNIR ritaði bæjar- ráði Reykjavíkur bréf í febrúarmánuði árið 1934, eða fyrir 16 árum, þar sem hann telur sjálfsagt, að Reykjavík reisi sérstakt bæjarsjúkra- hús, og hvetur ráðamenn bæjarins til að koma upp og reka sem fullkomnasta heilsu verndarstöð fyrir bæinn. Nú segist íhaldið eiga þessa hug- mynd, Sem er hið eina, er það leggur til og talar um í sam- bandi við sjúkrahúsmálin. En hver er sannleikurinn7 Hann er sá, að hugmynd landlækn- is, sem hann kom á fram- færi við ráðamenn Reykja- víkur fyrir hartnær 16 árum, hefur ekki notið meira full- tingis íhaldsins en það, að nú fyrst er byrjað að grafa fyrir heilsuverndarstöðinni, en bæjarsjúkrahúsinu er ekki Iengra komið en svo, að teikningin að því er enn í deiglunni. FULLTINGI RÍKISINS við sjúkrahúsbyggingar bæjarfé- laganna er lögákveðið, svo að Reykjavíkurbær þarf engu að kvíða í því efni. Ríkissjóð- ur greiðir lögum samkvæmt 40% af kostnaði þeirra sjúkra húsa, sem bæjarfélögin reisa. Þess vegna er það herfileg blekking, þegar Morgunblað- ið og ábyrgðarmenn óstjórn- ar íhaldsins í sjúkrahúsmál- um Reykjavíkur em að saka ríkið um það, að höfuðstað- inn vanti sjúkrahús. Sannleik urinn er hins vegar sá, að Reykjavík hefur notið fram- taks ríkisins í sjúkrahúsmál- um í ríkum mæli. Ríkið rek- ur sem sé helmingi fleiri sjúkrarúm í höfuðstaðnum en bæjarfélagið undir stjórn íhaldsins. Og þegar ráðamenn Reykjavíkur hefjast handa um byggingu bæjarsjúkrahúss og heilsuverndarstöðvar er fjárhagsleg samvinna ríkisins fyrirfram tryggð lögum sam- kvæmt. En þær framkvæmd- ir eru því aðeins hugsanleg- ar, að hinu svefnþunga og framtakslausa bæjarstjórnar- íhaldi verði steypt af stóli. MORGUNBLAÐIÐ heldur því fram, að Reykjavíkurbær hafi leitað samvinnu við rík- ið um úrbætur í sjúkrahús- málunum, en enga fyrir- greiðslu fengið. Þetta er blekking, og skal skorað á Morgunblaðið og borgarst.jór- ann að birta gögn þessara mála opinberlega. Hitt er staðreynd, að Reykjavíkur- bær hefur svo til undantekn- ingárlaust skellt skolleyrum við erindum landlæknis, þar á meðal hugmyndinni um bæjarsjúkrahúsið og heilsu- verndarstöðina. Umsögnin um afgreiðslu bæjarins á er- indum landlæknis er oftast nær ein og hin sama í heil- brigðisskýrslum: „Þessu er- indi hefur hvorki verið sinnt né svarað“. Framsóknarmanna á ástæðum i Reykjavík. í BRÖGGUNUM hafa menn singöngu fengið sér íbuðir vegna þess að þeir hafa verið húsnæð- íslausir og ekki átt von á betra húsnæði. Annað hefur ekki vald ið. Braggaíbúðirnar eru ákaf- tega misjafnar í bænum og veit ég það vel af eigin raun. Sumir blaggarnir eru miklu betri en tnargar aðrar íbúðir í bænum. Það fer bæði eftir því hvernig braggarnir hafa verið úr garði gerðir en það fer líka eftir út- Bjónarsemi og hirðusemi þeirra sem þar búa. HÖFUÐSYND ÍHALDSINS í húsnæðismálunum er sú, að það hefur látið undir höfuð leggj- ast að byggja litlar, ódýrar og hentugar íbúðir. Það hefur ekki haft skilning á því að brýnasta nauðsynin hefur verið sú, að byggðar yrðu íbúðir við hæfi þess fólks, sem ekki getur lagt fram tugi þúsunda króna til að fá þak yfir höfuðið. Hins vegar hefur það byggt lúxusíbúðir, þar sem útborgun hefur verið allt að 80 þúsundir króna, og síð- an hafa sumar þessara íbúða, að minnsta kosti, verið svo dýr- ar að búa í, að það hefur ekki verið á færi fátæks fólks. EN SYNBIR ÍHALDSINS í húsnæðismálunum eru fleiri. Ein er sú, að bæjaryfirvöidin hafa algerlega vanrækt að að- etoða fólk við útvegun á efni til að lagfæra bráðabirgðahúsnæði citt. Það gátu bæjaryfirvöldin gert en. hafa ekki gert, eins og þau hafa yfirleitt vanrækt skyld ur sínar við borgarana, sem þurft hafa á aðstoð þeirra að halda. Hafa þau í þessu efni verið trú því boðorði, sem einn. af forystumönnum þeirra fyrir fáum árum gaf þeim, að skipta cér sem minnst af byggingar- málunum, því að með afskipt- um af þeim væri verið að taka fram fyrir hendurnar á ein- staklingsframtakinu. EN SYNÐIRNAR hjá bæjar- yfirvöldunum eru svo margar, að það myndi taka rúm margra pistla minna að telja þær upp. Það er því engin vanþörf á því að völdin séu losuð úr greipum íhaldsins. Því finnst að völdin 1 bæjarfélaginu séu einkaeign þess. Af því stafa vanrækslu- ' Gyndirnar og sofandahátturinn. Ef Reykvíkingar afhenda Al- þýðuflokknum oddaaðstöðu í bæjarstjórninni, mun hann nota aðstöðu sína út í yztu æs- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.