Alþýðublaðið - 22.01.1950, Síða 6

Alþýðublaðið - 22.01.1950, Síða 6
6 ALÞYÐUBLAötö Sixnnudagur 22. janúar 1950. liigéifs Cðfé í Alþýðuhúsinu í kvöld'kl. 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 6 í dag. — Sími 2826. Stuðningsmenn sr. Þorsfeins BJömssonar hafa opna skrifstofu á kjördag í húsi VR, Vonar- stræti 4. Þeir kjósendur hans, sem þurfa aðstoðar við til að komast á kjörstað, hringi í síma 4126 — 3166 — 5401 — 5579. Dr: Álfur Orðhengils: SKÖMM SAMANTEKT UM . ANDLEGT FRELSÍ. Ef jeppi spólar í kúaskít aust- urvið Þjórsá gstum við átt von á því, að jafnvel hanarnir á bæjar'burstunum norður í Skagafirði taki að gala um eitt hvað sem þeir kalla andlegt frelsi og meina þá skjemmdar- verkastarfsemi á hænsnabúum, tilgángslaust fuglafar og eggja Eölusamlagið. Vor andleigi þroski er nefnilega ennekki Ekriðinn úr útbíuðum reyfun- um; hann liggur þarnaí bólinu undir skarsúðinni fyrir ofan kararkerlinguna og glápirá kvistina í súðarborðunum og heldur þaðsé byggingarlist undir forngrískum áhrifum en karar- kerlingin sýngur korríró með Beimi sem er bara della í henn- ar tannlausa munni; væri það korríró mieð skrifað uppá nótna- etreingi mundi það kallast list og vera stefskylt. Þetta er þá vort andlega frelsi einsog það fyrirfinnst í dag; kannskiþað væri rjettara að seigja eins og/ það fyrirfinnst ekki þvíað það er ekki hægt að seigja um hanann að hann sé lifandi þóað hann fljúgi haus- laus; jafnvel ekki þótt hann burðist við að stígaí vænginn þannig ásígkominn; hænurnar eru nefnilega ekki eins gersvipt ar æðri siðmenníngu og mann- fólkið; þess eru dæmií þjóðsög- um vorum og staðfestí dómum að kvensur hafi átt vingott við drauga og jafnvel stært sig af, en hvureinasta kynborin hæna mundi hinsvegar roðna af blygðun væri á hana borið, að hún hafði verið á ralli með ein- um hauslausum hana. Hið eina sanna íþessu andlega frelsismáli er nefnilega alltof einfalt til þess að þjóð sem hefur feingið þrjá óverðskuldaða plúsa í gáfna fari fyrir dómstóli heimsálitsins og skrifað bækur einsog ofvit- Eric Amb er m ann og íslendingasögurnar géti skilið það. Andlegt frelsi er ekki neitt sem maður gétur étið, alacarte, ekki ljeldur keypt hraðsaumað og spókað sigí á götunum, ekkert sem meður gét ur heingt á sig einsog heiðurs- merki fyrir logna hæfileika og afrek sem maður gleymdi að vinna afþví maður hafði annað skémmtilegra við tímann að gera; nei, andlegt frelsi er inn- aní manninum, stað bundið líf- færi einsog hotnlánginn og úr- elt einsog hann; og það getur hlaupið í það hólga sem getur drepið mann alveg einsog hann. Þessvegna er andlega frelsið einkum og sérílagi nauðsynlegt öllum sem vil-ja að menn drepizt en meiga ekki til þess hugsa að drepa þá sjálfir, afþví það stend ur í helgakveri og þeir lærðu það útí fjósi aðþað væri synd að drépa menn, en vilja hins- vegar endilega hreint að þaðsé eitthvert ónauðsynlegt og úrelt lífæri í manninum sem gétur drepið hann efhanner andsúinn og óþekkur í pólitík og seigirað Stalin sé meiri vísindamaður en Dúngal. Þá deyr maðurinn bara af bólguí innvolsinu og allir eru saklausir þvíaðþað var ekki notuð byssa. Hið austræna andlega frelsi cr hinsvegar ekki slíkt hættu- merki innaní manninum þvíað þar vilja allir láta alla lifa j vegna framleiðslunnar. Og til j þessað fyrirbyggja bólguna í ( botnlánganum er hann skorinní burtu úr okkur, ef við erum svo ' leiðis menn að þjóðfélagið hérna villekki maður deyji, þá fer læknir innaní mann eftirað mað ur svæfður, tekur hann og hendir honum í klósettið. Öld- ungis sama er gert austur þar við menn í framleiðslunni, menn eru svæfðir ávissan hátt og and lega frelsið tekiðúr þeim og lát- ið týnast og síðan e"r maðurinn úr allri hættu þángaðtilhann deyr og finnur aftur sitt and- lega frelsi efbað hefur þá ekki verið stífla í klóakinu. Enþetta geingur mönnum { hérna svo illað skilja þvíað við erum undir áhrifum að vestan. j Við vitum hvernig fyrirbærin voru á Snæfellsnesinu. Virðingarfyllst. Dr. Álfur Orðhengiis. GUFUSKIPIÐ „Sestri Le- vante“ lá við hafnarbakkann, gnæfði upp fyrir hann á flóð- inu. Það var slydduveður og þilfarið var allt orðið rennvott, vindurinn stóð utan af Svarta- iiafi, bitur og hryssingslegur. Tyrkneskir hafnarverkamenn voru enn önnum kafnir, með poka bundna á axlirnar, við að skipa út vörum. Graham horfði á eftir þjóni, r.em bar töskuna hans inn um dyr, en á hurðinni stóð skýrum ctöfum málað: Passeggieri. Svo eneri hann við og leit upp á hafnarbakkann til þess að sjá, hvort tveir menn, sem áðan höfðu kvatt hann, væru þar enn þá. Þeir höfðu ekki viljað fylgja honum u mborð í skipið, þar eð einkennisbúningur annars þeirra myndi hafa vakið á hon- um óskipta athygli verkamann- anna og skipshafnarinnar. Gra- ham sá, hvar þeir hröðuðu sér á brott áleiðis að vöruhúsun- um og hafnarhliðinu. Um leið og þeir komu að hliðinu litu þeir um öxl. Hann lyfti vinstri hönd í kveðjuskyni og sá, að þeir tóku kveðju hans. Síðan hurfu þeir sjónum hans. Hann stóð kyrr við öldu- stokkinn um stund. Hann skalf og starði inn í hríðina, sem lukti nú um turna og reykháfa Stambul-borgar. Gegnum há- vaðann í verkamönnunum og tækjum skipsins heyrðist verk- stjórinn öskra á slæmri ítölsku til eins af yfirmönnunum um borð. Graham minntist þess allt í einu, að honum hafði verið sagt að fara í káetu sína og bíða þar um kyrrt þar til skipið legði af stað. Hann elti því þjóninn inn um dyrnar. Þónninn stóð og beið hans við stigauppgang. En hvergi kom hann auga á neinn annan Carþega, en þeir áttu að vera níu að tölu, eftir því, sem hon- um hafði verið sagt. „Cinque, signore?11 „Já.“ „Da aueste parte.“ Graham fylgdi á eftir honum undir þiljur. Káeta númer fimm var mjög lítil. í henni var eitt rúm, sam- byggður vaskur og klæðaskáp- ur, og gólfflötur ekki stærri en svo, að hann komst rétt fyrir, eftir að búið var að setja tösk- una hans á gólfið. Kýrauga- höldin voru vot af kítti og málningu, og það var mjög sterk málningarlykt í káetunni. Þjónninn kom töskunni fyrir undir rúminu og smokraði sér svo út að dyrunum. „Favorisca di darmi il suo biglietto ed il suo passaportu, signore. Li portero al Commis- sario.“ Graham fékk honum farseðil sinn ásamt vegabréfinu. Svo Eneri hann sér að kýrauganu um leið og liann benti á það og bjóst til að losa skrúfurnar og opna það. Þjónninn sagði: „Subiot sig- nore,“ og hvarf svo út um dyrn- ar. Graham settist þreytulega á rúmið. Þetta var í fyrsta skipti í heilan sólarhring sem hann hafði fengið að vera aleinn með hugsanir sínar. Hann dró hægri höndina varlega upp úr frakkavasa sínum og horfði um stund á umbúðirnar, sem voru um hana. Höndin skalf og hann verkjaði mjög í hana. Þannig var það víst að verða fyrir byssukúlu. Hann þakkaði sín- um sæla fyrir það, að kúlan hafði ekki sært hann meira. Hann litaðist um í káetunni og sætti sig við það, að verða að hafast við í henni. Það var svo sem ekki verra en margt annað, sem hann hafði orðið að samþykkja og sætta sig við síð- an hann kom inn í herbergi sitt í Hótel Pera kvöldið áður. Já, hann hafði ekki átt neitt val, orðið að samþykkja allt skil- yrðislaust og í raun og veru án þess að skilja það allt saman. Honum fannst eins og hann hefði týnt einhverju mjög verð- mætu. Og þó hafði liann ekki tapað öðru verðmæti en svolít- illi skinnpjötlu af einum fingri og dálitlu af blóði frá sári á handarbaki hægri handar. Og um leið og þetta bar við hafði hann í fyrsta sinn á ævinni kynnzt kvöl dauðans ótta. Eiginmenn kunningjakvenna konu Grahams töldu hann vera mjög heppinn mann og ham- ingjusaman, í raun og veru hreinan lukkunnar pamfíl. Hann var í mjög vel launaðri stöðu hjá stóru hergagnafram- ieiðslufyrirtæki, átti myndar- legt hús í svo sem klukkustund- ar aksturs fjarlægð frá skrif- stofunni, já, það sem mest var um vert fyrir utan sjálfa iðandi borgina, og svo eiginkonu, sem nllir voru skotnir í, enda átti hún það sannarlega skilið. Þeir öfunduðu hann svo sem ekki, því að allt þetta átti hann skilið. Hann var, þó að engan gæti grunað það við fyrstu sýn, ágætur vélfræðingur, já, þýð- ingarmikill sérfræðingur í ýms- um greinum vélfræðinnar, ef eitthvað var satt af því, sem maður heyrði um hann, sérstak- íega var hann taiinn fróður í byssum. Hann ferðaðist allmik- ið utanlands í verzlunarerind- um fyrir fyrirtækið. Hann var rólyndur maður, ágætis náungi og ekkert synkur á að gefa viskísjúss, þegar það átti við. Hins vegar var ekki gott að segja, hvort maður þekkti hann [ raun og veru, og menn deildu dálítið um það, hvort hann gerði verr, að spila bridge eða leika golf; en hann var ætíð og ávallt mjög vingjarnlegur, alls ekki þó smeðjulegur, svona helzt eins og tannlæknir, sem er að reyna að dreifa huga sjúk- lings síns frá sjálfri aðgerðinni. Það var lóðið, hann líktist ein- mitt fyrsta flokks tannlækni, vel búinn, grannur, liðlegur, en þó herðibreiður, í mjög vel Eniðnum fötum, brosmildur — og hárið farið dálítið að grána. En ef maður gerði ráð fyrir því, að kona á borð við Stephanie, giftist honum eingöngu vegna iauna hans og þjóðfélags- ástæðna, þá varð maður líka að viðurkenna, að þau virtust eiga mjög vel saman. Það var bara eftir að reyna það hvernig . . . Graham áleit líka sjálfur, að hann væri hamingjusamur rnaður. Frá föður sínum, en hann hafði verið fyrirmyndar- skólastjóri, hafði hann erft, þegar hann var seytján ára gamall, fimm hundruð punda lífsábyrgð og ágætan reiknings- íiaus. Hann hafði því getað stundað nám sitt nokkurn veg- ínn áhyggjulaus um afkomuna, og doktorsgráðuna hafði hann tekið aðeins tvítugur að aldri, og þessi vísindalega doktorsrit- gerð hans hafði birzt í tíihariti. Þegar hann varð þrítugur hafði hann verið búinn að afla sér mikillar verklegrar þekkingar, einnig sem yfirmaður í fyrir- tækinu. Þá hafði hann stund- um orðið hissa á því, hve vel honum var borgað fyrir það Etarf, sem honum þótti svo gaman að vinna, og um sama ieyti giftist hann Stephanie. Honum hafði aldrei dottið í hug að koma öðru vísi fram við konu sína en sem fremst væri talið meðal beztu hjónabanda. Hann hafði gifzt Stephanie vegna þess, að hann var orðinn þreyttur á leiguhúsnæði með húsgögnum og hann hafði talið, að hún hefði gifzt honum til þess að losna undan ofstjórn föður síns, en hann var illa iyntur og uppstökkur læknir. Hins vegar var hann hrifinn af fegurð hennar og allri fram- komu, ánægður rneð hið góða skap hennar og glaðlyndi, sætti sig fullkomlega við vini hennar, já, jafnvel kenndi sér miklu fremur um en þeim, ef honum fannst þeir verða heldur þreyt- andi á stundum. Hún lét það oft sklija á sér, að hún skildi það fullkomlega, að hann hefði fyrst og fremst áhuga á lífs- starfi sínu. Hún var mjög á- nægð með lífið alveg eins og það var. Hjónaband þeirra var ekki viðburðaríkt, en rólegt og hæglátt, öryggi í því og ánægja. Öllum fannst, að hjónaband beirra gæti varla verið betra. Styrjaldaryfirlýsingin í sept- ember 1939 hafði engin teljandi áhrif á heimilislíf þeirra. Gra- ham hafði þótzt vita síðast lið- m tvö ár, að til slíkra stórtíð- inda myndi draga, og þegar þau dundu yfir, komu þau hon- Handrit að símaBÍkrá Reykj avíkur fyrir árið 1950 liggur frammi í lierbergi no. 205 á annari hæð landss'ímahússins við Thorvaldsensstræti k'l. 9—12 og 13—16,30 frá mánudeginum 23. til fi'mmtuda'gsins 26. jan. 1950, að báðum dögum með tö'ldum. Þeir, sem ekki hafa þegar sent hreytingar við skrána, eru beðnir að gera það þessa daga. Bæjarsímastjórinn í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.