Alþýðublaðið - 28.01.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.01.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 28. janúar 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiffslusími: 4900. Affsetur: Alþýffuhúsiff. Alþýffuprentsmiffjan h.f. Síðasfa hálmsfráið ÍHALDIÐ beitir mjög þeim áróðri síðustu dagana fyrir í hönd farandi bæjarstjórnar- kosningar, að öngþveiti og hrun taki við í Reykjavík, ef það tapar meirihlutaaðstöðu sinni á morgun. Þetta er fráleit blekking og síðasta hálmstrá bæjarstjórnarmeirihlutans, sem er að kveðja. íhaldið skal ekki halda,,að enginn annar sé fær um að skipa embætti borgar- stjórans í Reykjavík en Gunn- ar Thoroddsen. Það eru í höf- uðstaðnum fjölmargir menn, sem geta rækt þetta embætti, og hinn nýi borgarstjóri á að veljast með það fyrir augum, að hann sé hæfur til starfsins, megi vera að því að vinna störf sín fyrir bæinn án truflunar af þingmennsku og landsstjórnar- draumum og sé ekki háður eig- inhagsmunaklíkum sérréttinda- stéttanna. Þess vegna nær sú staðhæfing engri átt, að hrun eða öngþveiti taki við í Reykja- vík eftir fall bæjarstjórnar- íhaldsins, þegar það er undan- ekilið, að flokksheimili íhalds- ins myndi komast í upplausn. Bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík á morgun snúast um það, hvort íhaldið eigi að stjórna hér áfram í flokkslegu einveldi eða Alþýðuflokkurinn að fá oddaaðstöðu í hinni nýju bæjarstjórn og þar með úrslita- áhrif á stjórn og rekstur bæjar- ins næstu fjögur ár. Alþýðu- flokkurinn mun að þessari að- stöðu fenginni láta málefni ráða því, með hverjum hann vinnur. Afstaða hans mótast af því, er íhaldið hefur miður gert; hann er staðráðinn í að bæta úr og hefjast handa um þær mörgu og miklu framkvæmdir, sem það hefur látið lönd og leið, en enga bið þola, ef Reykjavík framtíðarinnar á að verða sú borg velmegunar og hagsældar, er íbúar höfuðstað- arins þrá, hvar í flokk, sem þeir hafa skipað sér til þessa. Þetta er mun fleiri Reykvíkingum Ijóst nú en nokkru sinni fyrr, og þess vegna getur Alþýðu- flokkurinn geri sér miklar sig- Urvonir, ef vel er unnið í dag og á morgun. Fráfarandi borgarstjóri, Gunnar Thoroddsen, reyndi að reka smiðshöggið á þennan á- róður íhaldsins í útvarpsum- ræðunum í fyrrakvöld með því að gefa þá yfirlýsingu, að hann gæfi kost á sér sem borgar- stjóra á næsta kjörtímabili, ef íhaldið fengi enn meirihluta, annars ekki. Jón Axel Péturs- son gaf af þessu tilefni skjót og skýr svör af hálfu Alþýðu- flokksins. Það er með öllu ó- þarft fyrir Gunnar Thoroddsen að vera með heimskulegar hót- anir í þessu sambandi, þar eð til hans verður ekki leitað, þeg- ar bæjarstjórnaríhaldið er fall- ið. Annars er ekki ólíklegt, að Reykvíkingar hafi minnzt þess, Ötvarpsræða Benedikts Gröndal um bæjarmál Reykjavíkur: Alþýðuflokburinn vísar þriðju leiðim Iveggja öfga, íhaldsins og ÞESSAR útvarpsumræður um bæjarmál Reykjavíkur eru nú senn á enda. Af þeim ræð- um, sem Sjálfstæðismenn hafa flutt hér, og þá sérstaklega af ræðu borgarstjórans á þriðju- dagskvöldið, er það ljóst, að íhaldið þykist hafa tvö aðal- tromp í þessari kosningabar- áttu. Það segir í fyrsta lagi, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ctjórnað Reykjavík svo dásam- lega vel, að Islendingar vilji helzt ekki annars staðar lifa, og því hafi fjölgað um 15 000 manns í bænum á nokkrum ár- um. íhaldið segir í öðru lagi, að hér muni koma glundroði og óreiða og fjárhagsleg ragna- rök, ef Sjálfstæðisflokkurinn missir völdin. Hvort tveggja þetta er hrein ar blekkingar. Það er alls ekki vegna stjórnar íhaldsins í Reykjavík, eða af því að ís- lendinga langi þvílík ósköp til að vera undir stjórn Gunnars Thoroddsen, að fólk hefur flutzt til Reykjavíkur. Það er ekki Sjálfstæðisílokknum að þakka, að Faxaflói er fullur af fiski. Það er ekki Sjálfstæðis- flokknum að þakka, að Reykja- vík er stærsta borg íslendinga, og að í Reykjavík er aðsetur 1 /-tjórnar landsins. Það er ekki | Sjálfstæðisflokknum að 'þakka, j að fólk um allan heim streym- j ir nú úr dreifbýlinu. til borg- anna, og það er ekki Sjálfstæð- ísflokknum að þakka, að straumhvörf hafa orðið í þjóð- lífi Islendinga á síðustu árum. j Hitt væri sönnu nær, að fólkið streymir til Reykjavík- -ur þrátt fyrir stjórn íhaldsins á bænum, og er hætt við að hugmyndaflugið sé að hlaupa 1 með borgarstjórann í gönur, ef hann trúir því, að það sé af því að hann stjórni Reykjavík svo vel, að landsmenn streyma nú svo mjög til höfuðstaðarins, sem raun ber vitni. Ef Reykjavík er borin sam- an við borgir af svipaðri stærð í öðrum siðmenntuðum lönd- um, kemur fljótlega í ljós, að það er erfitt og ónæðissamt að búa í Reykjavík miðað við þær kröfur, sem nú á dögum eru gerðar til slíkra borga. I Reykjavík eru alvarlegri húsnæðisvandræði en í nokkurri sambærilegri borg nágrannalandanna, og hér hafa á síðusíu tveim kjör- tímabilum orðið til fátækra- hverfi, sem jafnast á við hin Hann er lýðræðisílokkur, en ekki þjónn peninga- valdsins; og hann er sósíalistískur flokkur en ekki þjónn erlends ofbeldis Afvinna og aikoma alþýðunnar í bænum er honum fyrir öllu öðru verstu í stórborgum erlend- is. Samgöngukerfi borgar- innar er mjög ófullkomið, og hér eru yfir 100 kíló- metrar af malargötum, sem leysast upp og verða eins og þvottabretti í rigningum, en hverfa undir sandfokinu í þurrkum. Rafmagnsskortur- inn er orðinn eins og farsótt, sem kemur með reglulegu millibili, svo að húsmæður og aðrir borgarar liafa mestu óþægindi af, dýrar vinnuvélar og lieimilisvélar skemmast, og vinnustundir í iðnaði tapast. Sjúkrahús- skorturinn í Reykjavík er til háborinnar skammar, og það er erfitt að segja frá því kinnroðalaust, að bær- inn skuli ekki hafa reist sjúkrahús í hálfa öld, og að ekki skuli vera til í borginni barnaspítali, svo að nokkuð sé nefnt. Það er því augljóst mál, að íhaldið getur ekki hælt sér af því, sem það hefur gert fyrir Reykjavík. Hitt er svo annað Benedikt Gröndal. mál, að það er fólkið í Reykja- vík, sem gerir höfuðborg okk- ar að heillandi borg, lífsþrótt- ur þess, lífsgleði þess, dugnað- ur þess og viíji þess til að kom- ast áfram, þrátt fyrir eríið- leika. Jafnvel vanræksla íhalds ins getur ekki dregið úr þeim stórhug og framfaravilja, sem eru aðalsmerki íslendinga. Munur íhalds og jafnaðarslefnu Ég hef hér minnzt lauslega á þá þjónustu, sem bæjarfélag eins og Reykjavíkurbær á að veita borgurum sínum, en íhaldið hefur meira eða minna svikizt um að sjá þeim fyrir. Um það verður varla deilt, að slíkir hlutir eru hlutverk bæj- arfélagsins. Hitt er aftur á móti umdeilt mál, hvort bæjarfé- lagið eigi að hafa bein afskipti af atvinnumálum, og afkomu borgaranna. Það er grundvall- arstefna íhaldsins, að sú stjórn sé bezt, sem stjórnar minnst og skiptir sér minnst af atvinnu- málum, en láti einstaklingana um slík mál. Það er jafnaðar- stefnan, sem fyrst innleiddi þá skoðun, að bæjarfélagið ætti að hafa bein afskipti af at- vinnumálum til þess að tryggja afkomu borgaranna, og jafn- framt, að bæjarfélagið ætti sjálft að eiga atvinnutæki. Stefna íhaldsins hér á landi virðist nú vera sú, að einstak- lingarnir skuli fá að eiga allt það, sem þeir vilja eiga og telja sig geta gragtt á fé, en bærinn eða ríkið skuli aðeins reka þau fyrirtæki, sem einstaklingar treysta sér ekki til að græða á, — eða með öðrum orðum, hið opinbera, skattgreiðend- urnir, mega hirða tapið! Alþýðuflokkurinn leggur enn sem fyrr megináherzlu á atvinnumálin. Hann telur það eitt alvarlegasta hlut- verk bæjarstjórnanna að tryggja það eftir því, sem frekast er unnt, að þegnarn- ir hafi sem bezta afkomu, og atvinnuleysinu sé bægt frá dyrum þeirra. í þessu sambandi hefur Al- þýðuflokkúrinn í meira en 20 ár barizt fyrir bæjarútgerð togara hér á landi. Slík bæj- arútgerð hefur nú komizt á víða um land og einnig hér í Reykjavík. Þetta þýðir þó ekki, að íhaldið sé búið að viður- kenna hugmyndina um bæjar- útgerð. Það var stefna Reykja- víkuríhaldsins, að bærinn skyldi aðeins gera út þá ný- sköpunartogara, sem í hlut bæjarins féllu og einstaklingar vildu ekki kaupa. Ef Kveldúlf- ur hefði viljað fjórum togur- um fleira en hann fékk, hefði hann fengið skipin, en bæjar- útgerð hefði engin orðið. Við jafnaðarmenn höfum talað mikið og skrifað mikið um það ,hvers vegna við vilj- um bæjarrekstur togara og annarra atvinnutækja. En þessa dagana blasir við augum okkar í Reykjavík athyglisvert dæmi, sem sýnir þetta betur en nokkrar ræður eða greinar. er þeir hlustuðu á þessa yfirlýs- ingu Gunnars Thoroddsens í fyrrakvöld, að hann gaf hlið- stæða yfirlýsingu fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, þó að skki ætti hann þar hlut að máli. Hann boðaði þá eins og nú iirun og öngþveiti, ef íhaldið biði lægra hlut, en kvað það bjóða upp á mikilhæfasta borg- arstjóraefnið, Bjarna Bene- diktsson, þáverandi borgar- stjóra. Þetta kosningaloforð í- haldsins hlaut sömu örlög og önnur. Það var svikið á kjör- rímabilinu. Nú varð Gunnar að gefa sams konar yfirlýsingu sjálfur, þó að hann ætti að þessu sinni hlut að máli. Aðrir frambjóðendur íhaldsins hliðr- uðu sér hjá því að vinna það verk. ❖ Bæjarstjórnaríhaldið í Reykja vík skal ekki halda, að það eitt kunni þá list að stjórna höfuð- staðnum. Stjórn þess á bænum hefur verið með þeim endem- um, að það er bráðnauðsynlegt að skipta um. Breytingin verð- ur Reykvíkingum í hag. — Nýr bæjarstjórnarmeirihluti mun setja nýjan og betri svip á bæ- inn, og Alþýðuflokkurinn mun tryggja það, að framkvæmda- stjóri Reykjavíkur, borgarstjór- inn, verði. hlutverki sínu vax- inn. Þess vegna er tilgangs- laust fyrir Gunnar Thoroddsen að vera meS hótanir; og vitna- leiðslur Morgunblaðsins hafa engin áhrif. Bæjarúígerðin og einkafyrirfækið Tvö stærstu togaraútgerðar- fyrirtæki landsins eru hér í Reykjavík. Annað þeirra er Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem gerir út fjögur skip, en hitt er fyrirtæki Tryggva Ófeigssonar, pem einnig gerir út fjögur skip. í haust og vetur hefur togara- útgerðin átt við erfiðleika að stríða, aflabrest og mjög slæm- an markað, dýrtíð og skort á lánsfé. Afkoma togaranna hef- ur verið slæm. Þessir erfiðleik- ar hafa leitt til þess, að Tryggvi Ófeigsson er búinn að Ieggja þrem togurum sín- um, þar á meðal Neptúnus og Uranus, sem eru með'al síærstu og glæsilcgustu skipa íslenzka fiskiflotans, og þau Iiggja nú aðgerðar- laus við Löngulínu í Reykja vík. Áhafnirnar hafa verið skráðar af skipunum. A sama tíma og skip Tryggva liggja við festar í Reykjavík, hefur Bæjarút- gerð Reykjavíkur sent eitt af skipum sínum til Noregs- stranda á veiðar, og e.ll eru skipin starfrækt. Vegna þess, að einkafyrirtæki Tryggva Ófeigssonar er ekki ánægt með afkomu skipanna, er búið að Ieggja þeim. Framleiðsla útflutn- ingsverðmæta er stöðvuð og rúmlega 60 sjómenn eru at- vinnulausir, þangað til út- gerðarmanninum þóknast að sencla bau á veiðai’ á ný. En bæjarútgerðartogararnir eru ekki gerðir út til að skapa gróða. Þeir eru gerð- ir út til að skapa verðmæti • og veita borgurunum at- vinnu. Þess vegna ganga þeir áfram, og 120 menn hafa þar örugga atvinnu. Nú kunna menn að segja, að það sé sennilega tap á þessum | túrum bæjartogaranna nú á i versta tíma. Það má vel vera, að það sé reikningstap á þess- j um ferðum. En það tap verður unnið upp, þegar aðstæður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.