Alþýðublaðið - 28.01.1950, Síða 5

Alþýðublaðið - 28.01.1950, Síða 5
Laugardagur 28. janúar 1950. ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 batna, eins og bæj'artogarar Hafnarfjarðar unnu á stríðsár- unum upp tap allra kreppuár- anna og vel það. Þetta er hægt, þegar skipin þurfa ekki að fullnægja gróðafýsn einstakra útgerðarmanna. Og lítum á hitt: Er það ekki tap fyrir sex- tíu sjómenn að missa atvinnu eína? Er það ekki tap fyrir þjóðina að missa aflaverðmæti togaranna, sem liggja við Löngulínu ? Reykvíkingar ættu að ganga tiiður á Löngulínu og horfa á hina glæsilegu nýsköpunar- togara, sem þar liggja bundn- ir við landfestar, og líta síðan á bæjartogarana, sem koma og fara á fjarlæg mið. Þarna geta menn séð fyrir augum sér mun inn á íhaldsstefnunni og jafn- aðarstefnunni. Þegar Bæjarútgerð Reykja- víkur var sett á stofn, átti bær- inn fimm togara. Bæjarútgerð- in fékk aðeins fjóra, en íhalds- heirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti, gegn hörðum mót- mælum Alþýðuflokksins, að selja Tryggva Ófeigssyni fimmta togarann, og ég má segja, að einmitt þetta skip liggi nú við landfestar. Þegar á reyndi var íhaldið ekki í miklum vafa um það, hvort það vildi heldur sérhagsmuni eða hagsmuni bæjarfélagsins alls. Það þjónaði auðvaldinu. Nýfundnalandshneyksíið Annað dæmi, sem sýnir ljós- lega, hvaða hættur felast í tak- tnarkalausu einkaframtaki, blasir nú við augum alþjóðar. Það er hið svokallaða Ný- fundnalandshneyksli, en sem kunnugt er hefur útgerðarmað- urinn Björgvin Bjarnason frá ísafirði siglt fjórum bátum vestur til Nýfundnalands, og 6ent áhafnirnar heim flugleið- is án þess að greiða þeim nema brot af kaupi. Nú hafa þær fregnir borizt hingað með blaðinú „St. Johns Evening Telegram“,. sem gefið er út í höfuðborg Nýfundna- lahds, að’ forsætisráðherra landsins Iiafi í nýársræðn sinni fært þjóðimii þær gleðifréttir, að þangað værn komnir íslend- ingar með fjögur traust- byggð eikarskip, og ætluðu þeii’ að kenna Nýfundna- landsmönnum síldveiðar. Síldin væri hin mikla gull- náma íslendinga, og nú gætu Nýl'undnalandsmenn með hjálp Björgvins Bjarna sonar onnað sér bær guíl- kistur. — Það er þetta, sem sjálfstæðismaðurinn Björg- vín Bjarnason er að dunda við, meðan sjómennirnir bíða hér heima eftir kaupi sínu fvrir starf á bátum hans síðast liðið sumar. Þetta dæmi sýnir, hvernig einstakir auðmenn geta rokið á milli landshluta og jafnvel i tnilli landa með atvinnutækin, j án þess að hugsa nokkuð um ' atvinnu þeirra manna, sem við þau starfa. Bæjarútgerð getur aldrei farið til Nýfundnalands með skipín og sent sjómenn- ina heim í flugvél kauplausa. Jafnaðarmenn geta ómögulega fyllzt mikilli hrifningu yfir slíku ,,frelsi“ einstaklinganna til að leika sér með atvinnu og afkomu alþýðunnar. Þess vegna er bæjarútgerð baráttu- mál Alþýðuflokksins, og mun halda áfram að vera það. Ég vil að lokum taka það fram, að þeir menn, sem standa að Morgunblaðinu, hafa greið- an aðgang að frásögnum blaðs- ins í Nýfundnalandi um leið- angur Björgvins, en Morgun- blaðið stingur þessu undir stól tins og flestu því, sem er óhag- stætt auðmönnum og taröskur- um. og einkabíóið Annað mál, sem Alþýðu- flokkurinn htfur barizt mikið fyrir, er bæjarrekstur kvik- tnyndahúsa. Um þetta eru einn íg til athyglisverð dæmi í land- inu, þótt íhaldið í Reykjavík etingi hausnum í sandinn og þykist ekkert sjá. í Hafnarfirði hafa jafnáðar- ' menn fyrir nokkrum árum reist bæjarbíó, og þetta fyr- irtæki er þegar búið að gefa af sér rúmlega eina milljón króna, sem hefur runnið til byggingar elliheimilis og fæðingardeildar. I Hafnar- firði er einnig annað kvik- myndahús, rekið af einstak- Jing. Á sama tíma og Bæj- arbíó hefur fært elliheimil- inu rúmlega milljón krón- ur, hefur þetta einkabíó greitt rösklega 100 000 kr. í skatta til bæjarins, eða 1/10 hluta. Bömu sögu er að segja frá Akranesi. Þar var það útgerð- Örmaður, sem gaf bænum kvikmyndahus, og þetta kvik- inyndahús stendur undir veru- legum hluta af byggingarkostn- aði veglegs sjúkrahúss, sem risið er þar í bæ. Einnig í þessu máli gafst íhaldinu 1 Reykjavík tækifæri til þess að sýna hug sinn og gera upp á milli hagsmuna einsfakra auðmanna og bæjar- búa í heild. Það var fyrir nokkr um árum, er bænum stóð til boða að kaupa eitt af kvik- myndab’’sum bæjarins. En íhaldið hikaði ekki. Það hafn- aði kaupunum. Ég hef nú bent á tvö greini- !eg dæmi um það, hvaða mun- ur er á stefnu jafnaðarmanna og íhaldsmanna í bæjarmál- um, og er af þessum dæmum augljóst, að stefna Alþýðuflokksins er að vinna fyrir hag alþýðunn ar, tryggja atvinnu og af- komu hennar, — en stefna íhaldsins er að vernda sér- réttindi og hagsmuni ein stakra manna. En Sjálfstæðisflokkurinn þjónar ekki herrum sínum á þennan hátt einan. Hann Jiefur áratugum saman farið fcneð stjórn Reykjavíkurbæjar, Dg hann hefur notað sér að- fetöðu sfna til hins ýtrasta í bágu auðvaldsins, — til þess að verja hagsmuni þess. Stjórnskipan Reykjavíkur er í sluttu máli þannig, að taorg- ararnir velja í almennum Losningum bæjarstjórn, sem oíðan kýs úr sínum hópi fimm manna bæjaráð. Bæjarstjórn- ín á að taka ákvarðanir um öll hin stærri bæjarmál og marka bá stefnu, sem stjórn bæjar- ins fylgir. Bæjarráð tekur ýms- ar þær ákvarðanir, sem bæjar- ctjórn getur ekki átt við, og fylgist með framkvæmd bæj- armálanna. — Framkvæmda- ctjórn bæjarins er svo í hönd- um borgarstjórans, og er því ekki lítilsvirði að í það starf veljist dugandi maður, sem gefur sig allan að starfinu. Þessa stjórnskipan í Reykja- vík er í framk.væmdinni hægt að móta á ýmsan hátt. Það er hægt að gera bæjarstjórnina, hina kjörnu fulltrúa borgar- anna, sterka og öfluga, en hafa traustan og hlutlausan emb- ættismann í stöðu borgarstjóra, er framkvæmir ákvarðanir bæjarstjórnar og bæjarraðs. Þá er einnig hægt að hafa vold- ugan borgarstjóra, sem sjálfur tekur allar ákvarðanir ásamt þeim ráðgjöfum, er honum þóknast að leita til, en notar síðan meirihluta bæjarstjórnar til að samþykkja allt, sem hon- um þóknast. ! íhaldið í Reykjavík, sem hef ur ráðið lögum og lofum í bæj- arstjórn í nærfellt þrjátíu ár, hefur valið seinni kostinn og byggt upp í Reykjavík öflugt borgarstjóraveldi. i Borgarstjórar íhaldsins hafa allir verið valdir úr innsta hring íhaldsins sjálfs, og hafa því verið hinir tryggustu pólitísku þjónar auðvaldsins, sem stjórnar Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa í þessu mikilvæga emb- ætti litið á það sem æðsta hlutverk siít að tryggja og halda við völdum íhaldsins í Reykjavík. Þeiij hafa veitt pólitískum gæð- ingum feitar stöður hjá bæn- um og jafnvel óbreyttir verka- menn þora ekki annað en ganga í sjálfstæðisfélögin til þess að öðlast nokkra von um fasta vinnu hjá bænum. Starfs menn bæjarins, sumir hverjir, eru notaðir til þess að bera pólitísk áróðursrit út um bæ- inn fyrir íhaldið og þannig mætti lengi telja. Borgarstjórar íhaldsins hafa stundað borgarstjóraembættið sem eins konar aukastarf við hliðina á hinni pólitísku starf- semi sinni. Þeir hafa setið á þingi og hljóta því annað hvort að vanrækja borgarstjóraemb- ættið eða þingmennskuna — of ekki hvort tveggja. Mun það næstum einsdæmi í nágranna- löndum okkar, að maður segi ekki af sér þingmennsku, er bann verður borgarstjóri, og Reykjavík mundi eiga sína átta þingmenn eftir sem áður, þótt borgarstjórar íhaldsins gæfu sér tíma til að stjórna bænum og slepptu þingmennskunni. En íhaldið lítur öðru vísi á þetta. Borgarstjóraembættið er í augum þess feitasti póli- iíski bitlingur landsins og lítið meira en stökkpallur fyrir gæðinga Sjálfstæðsiflokksins á leið þeirra upp á stjörnuhim- Ln landsmálanna. Borgarstjórar íhaldsins hafa — með blessun ráðamanna Sjálfstæðisflokksins ■— verið nær einráðir. Fulltrúar íhalds- ins í bæjarstjórn eru eins og pólitískar brúður, sem lítið gera annað en að rétta upp höndina, þegar borgarstjóran- um þóknast. Það er sjaldgæft að þessir bæjarfulltrúar, aðrir en borgarstjórinn einn-, taki til máls í bæjarstjórn, og enn þá sjaldgæfara að þeir leggi fram sjálfstæðar tillögur. Allar á- kvarðanir um bæjarmál koma að ofan, frá borgarstjóranum og húsbændum bans, auðvald- inu í Sjálfstæðisflokknum. Ný íslenzk framleiðsla: framleiddur úr nýjum íslenzkum tómötum. -— Safa þenn- an má nota bæði til drykkjar og í spur eftir vild. Rejnið hinn holla, íslenzka tómatsafa. — Fæst í næstu búð — SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA — Sími 5836 — Það er þessi einokunarað- Aaða, sem hefur leitt íhaldið til þess að líta á Reykjavík cem einhverja einkaeign. Það sr þessi aðstaða, sem leiðir íhaldið til þess að revna að hræða Reykvíkinga með þeirri fjarstæðu, að hér muni allt falla í rúst, ef íhaldið missir völdin. Ekkert er fiarr sanni. Þvert á móti mundi það hin mesta landhreinsun, ef opnað- r væru gluggar og hreint loft fengi að leika um stjórnarset- ar Reykjavíkur, þaj' sem íhald-. ir5 heldur að það eigi að sitja að eilífu. Reykvíkingar hugsa mik- ið um það, hver verði borg- arstjóri, ef íhaldið missir meirihluta sinn. Það er mesti misskilningur að halda, að Reykjavík stanai eða falli á þessu eina atriði. Við skulum minnast þess, að bæjarstjórn mun, ef cin- okun íhaldsins verður af- létt, verða frjálsari til að taka sínar ákvarðanir eftir málefnunum einum, og bæj- arráð mun eftir sem áður fylgjast stöðugt með fram- kvæmd bæjarmálanna á fundum sínum. Og loksins þetta: enda þótt illa gengi að ná samkomulagi um póli- tískan borgarstjóra, þá er það ekkert skilyrði fyrir á- framhaldandi velmegun Reykjavíkur, að borgar- stjórinn sé endilega jiólitísk- ur gæðingur úr einhverjum flokkanna. Það eru fleiri leiðir til í því máli, til dæm- is sú, að finna hlutlausan og duglegan embættismann til að taka að sér embæíti borgarstjóra, °g hygg ég, að sú skipan mundi hafa marga kosti fram yfir núverandi skipulag. Það er óhætt að fullyrða, að í Reykja- vík er til hópur dugandi manna, sem gæti rækt starf •borgarstjóra betur en hinir pólitísku gæðingar íhaldsins bafa gert það. Ef til vill verð- or þetta lausnin eftir kosning- ar, þegar íhaldið he'fur tapa'ð völdum. Þriðja leiðin miiii fveggja öfga Þróun stjórnmálanna hér í Reykjavík hefur undanfarin ár borizt inn á stórhættulegar brautir. Tveir öfgaflokkar, íhaldið til hægri og kommún- istar til vinstri, hafa náð hér cterkri fótfestu, og keppast þeir um að telja Reykvíking- ; um trú um, að hér sé ekki um nema þá tvo að velja. j En Reykvíkingar trúa því ekki, að þeir eigi ekki um annað að velja en leppa auð ( valdsins annars vegar og leppa Moskvuvaldsins hins j vegar. Hér er til hii% þriðja Ieið, og þá leið vísar Alþýðu j flokkurinn. Hér er þörf á sterkum lýðræðisflokki, sem j er ekki þjónn peningavalds- ins. Hér er þörf á sterkum sósíalistískum flokki. sem cr ekki þjónn erlends of- beldis. Báðir þessir öfgaflokkar ráð ast harðlega á Alþýðuflokkinn. Kommúnistar reyna að breiða út þann róg, að Alþýðuflokk- urinn berjist ekki gegn íhald- inu í landinu. Samsteypustjórn ir undanfarinna ára hafa að vísu leitt til þess, að bæði Al- þýðuflokkurinn og kommúnist- ar hafa orðið að sitja í ríkis- ctjórn með íhaldinu. En þess ckyldu menn minnast, að Al- býðuflokkurinri var búinn að berjast gegn íhaldi og auðvaldi j í þessu landi í 15 ár, áður en kommúnistaflokkur var fyrst stofnaður hér, að Alþýðuflokk- urinn berst enn gegn íhaldinu og mun gera það árum saman eftir að kommúnisminn hefur verið þurrkaður út hér á landi. Og íhaldið ræðst á Alþýðu- flokkinn af því að hann er sósíalistískur flokkur, og seg- ir, að í baráttunni gegn komm- únistum sé engum treystandi nema Sjálfstæðisflokknuin. Menn skyldu þó muna, að nú í þessari kosningabaráttu standa íhaldið og kommúnistar saman gegn Alþýðuflokknum í bæjum eins og ísafirði og Hafnarfirði. Menn skyldu muna, að Alþýðuflokkurinn barðist gegn kommúnistum, meðan íhaldið og Morgunblað- ið voru að daðra við nazista og studdu kommúnista á margvís- legan hátt gegn Alþýðuflokkn- um. . . Alþýðuflokkurinn vísar hina þriðju Teið á milli þessara tveggja öfga, í- haldsins og kommúnista. Reykvíkingar geta nú sýnt andúð sína á sérhagsn:un- um íhaldsins og ofbeldi kommúnista með því að' fylkja sér um Alþýðu- flokkinn r.g veita honum oddaaðstöðu í bæjarstjórn- inni, sem kosin verður á sunnudaginn. Rallagnir Véla- og raftækjaverzlun Tryggvagötu 23. Sími 91279.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.