Alþýðublaðið - 28.01.1950, Side 6

Alþýðublaðið - 28.01.1950, Side 6
6 ALÞYÐUBLAÐiö Laugarcíagur 28. janúar 1950. sem enn hefur eklsi gefið sig fram, en vill vinna fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík á kjördegi, er beðið að ha£a samband við skrifstofuna í dag. Skrifsfofa Aiþýðuflokksins Hverfis- göfu 8-10, símar 5020 og 6724. Eric Ambler AÐSENT BRÉF Filiptu Bessason hreppstjóri: Ritstjóri sæll. Mikið heyri ég deilt um þetta frumvarp Rannveigar, þetta um stóríbúðaskattinn. Ekki ætla ég neitt að rökræða þá hlið hans, sem að Reykvíkingum sjálfum enýr; kemur mér ekki við, nema hvað ég ætla að vona að ekki verði, skattsins vegna, svo þröngt hjá hverjum manni í höfuðborginni, að ég fái hvergi inni nokkrar nætur, 'ef það dytti í mig að heimsækja staðinn í hálfopinberum erindum. Er ég orðinn ófær til þess að liggja úti á berangri; gerði það meðan ég var og hét, það var í eftir- íeitunum í gamla daga, hnakk- urinn í koddastað og mosi und- ir mjöðminni þegar bezt lét. Þarna svaf maður ágætlega, reyndi að liggja þannig, að skjól væir fyrir mesta fjúkinu og næðingnum, dreymdi að vísu ekki engla, enda kærði maður sig ekkert um það í þá daga, — um ungar og snotrar heimasæt- ur var öðru máli að gegna. í gistihúsum kann ég ekki vel við mig; hef að vísu ekki þurft þar é húsnæði að halda nema oinn sólarhring og var á allan hátt vel með mig farið; einhverra hluta vegna þótti mér samt scm ég yrði þar viðskila við sjálfan mig, væri ekki lengur einstak- lingur heldur aðeins útnára- skækill á einhverju hópsálar- hrossskinni og undi því bölvan- iega. Ungfrúin, sem þjónaði mér til borðs og sængur, yndisleg stúlka, en ávarpaði mig í hverju orði „þér“ og „yður“, og hafði ég það alltaf á tilfinningunni, að með því ávarpi ætti hún ekki við mig sérstaklega, heldur og alla þá, sem áður höfðu dvalið í gistihúsinu og þá, sem ættu eft- ir að dvelja þar. í einkahúsum, þar sefít ég hef dvalið, hefur mér alltaf liðið vel; verið ávarpaður með nafni og jafnvel þeim titli, er staðan heimilar mér, — þar er maður maður; ekkert hóp- sálarhrossskinn þar. En nú er ég kominn langt frá efninu; það er villugjarnt á hvítum pappír ekki síður en á hvítri mjallbreiðu, — engin sjást kennileitin, enda spurning hvort fleiri hafa villzt og jafn- vel orðið úti á mjallbreiðunni eða pappírsörkinni. Það er eitt, sem komið hefur fram í umræð- unum um þennan stóríbúða- skatt, sem ég vildi og ætlaði að gera að umtalsefni, þar eð það snertir okkur sveitamenn. Ein- hverjir hafa dottið ofan á það, að rétt mundi að láta ákvæðin varðandi skattinn gilda um land allt; segja, að margir sveita- bændur hafi yfir óhóflega stóru húsnæði að ráða; mundi því með skatti þessum mega margan tí- eyringinn af þeim hafa, og er auðheyrt, að upphafsmenn þess- arar speki telja sig velgerða- menn þjóðarinnar. Það er nú það. ------—■ Satt mun það að vísu, að rúmt er um margan bóndann í bæjarhúsunum, — en af hverju stafar það? Jú, vegna þess er það, að hann fær ekki hjú til sín, hversu feginn sem hann vildi. Væri það ekki nema trú- legt á Reykjavíkurvaldið, að það teldi þá búskaparvandræði bóndans bezt leyst, ef hann yrði að greiða því skatt af húsnæði, er stendur tómt hjá honum, sökum þess að hann fær ekki þau hjú, er búreksturinn krefst. Ég geri nú samt ráð fyrir því, að auðvelt yrði bændum að Bmokra sér undan þessari skatt- greiðslu. Mundu þeir til dæmis annars við þurfa en auglýsa þetta húsnæði laust til leigu, — árlangt að sjálfsögðu, — í dag- blöðum bæjarins. Ég tel víst að auð stæði stofan á Brekku þótt bóndinn þar auglýsti hana til leigu fyrir einhleypan karlmann eða unga stúlku. Ætli ekki það. Auglýsingin kostar að sjálf- sögðu peninga, en dýrari yrði ^ skatturinn. Og þá bregzt mér( illa brjóstvitið í lögunum, ef ( unnt reynist að krefja bændur skatts fyrir það „luxushúsnæði“, sem þeir hafa auglýst til leigu, en enginn vildi nýta. Með kveðjum til Rannveigar minnar. Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. Nú veit ég að það er ástæðu-, laust fyrir kennarann okkar að bera kvíðboga fyrir framtíð sumra strákanna í bekknum.1 Ég hlustaði á útvarpsumræð- urnar á fimmtudagskvöldið, og' síðan er ég ekki í neinum vafa um hvað úr þessum strákum verður. — ---- Auglýsið í Alþýðublaðinu! lítið. Það var við hliðina á ckrifstofu eigandans, og skilið á milli með þungu tjaldi, sem hægt' var að draga sundur. Veggirnir fóðraðir með vegg- fóðri í daufum lit, sums staðar Báust fitublettir á því eftir hnakka á íólki, sem hallast hafði upp að veggjunum. I her- berginu voru tveir djúpir stpl- ar, tvö stór snyrtiborð mfeð ýmiss konar snyrtivörum, loft- ið var þungt af sígarettureýic og ilmvatnslykt. Um leið og þeir opnuðu hurðina, eftir að hafa barið að dyrum og heyrt kallað Entrés? etökk José á fætur frá snyrti- borði sínu. Hann nuddaði fitu- gljáandi andlitið með hand- klæði, leit ekki við þeim en gekk út. Af einhverjum ástæð- um gaf Kopeikin Graham merki. Josette hallaðist fram á við og horfði á þá, hún hafði ullarsjal yfir öxlunum, hár hennar var slegið, eins og hún hefði verið að enda við að bursta það. Það var mjög fag- urt á að líta, fannst Graham. Hún fór að tala við þá, talaði hægt og sett eins og hún væri að reyna að tala enskuna sem skýrast. „Ég verð að biðja yður að fyrirgefa. Hér er ekki fagurt um að litast. Það .... Merde!“ Hún þeytti svampinum af hendi mjög óþolinmóð, stóð skyndilega á fætur og sneri sér beint að þeim. í Ijósflóðinu frá lampanum yfir höfði hennar virtist hún nú minni en hún sýndist á dansgólfinu og dálítið þreytu- leg og tekin. Graham bar hana saman við Stephanie og hon- um skyldist að þessi kona mundi verða búin að glata yndisþokkt sínum að tíu árum liðnum. Honum var einhvern veginn áskapað að bera allt af, að vísu ósjálfrátt, aðrar konur saman við sína eigin konu. Hann vissi þdð fullvel, að aðr- ar konur fengu fljótt áhuga fyrir honum, og þess vegna hafði slíkur samanburður allt af afdrifarík áhrif á hann. En Josette var óvenjuleg kona. Hvernig hún myndi líta út eft- ir tíu ár kom ekki málinu við í dag. Nú var hún ákaflega að- laðandi, sjálfstraust hennar var áberandi, og um munn hennar lék mjúkt heillandi bros, augu hennar voru blá, og þarna, sem hún stóð á gólfinu, minntu hreyfingar hennar á hreyfingar tígrisdýrs, hlaðnar heillandi orku — og þó svo tnjúkri. „Þetta er Josette, hin dásam lega Josette11, sagði Kopeikin og sneri sér að Graham. „Mér þótti ákaflega gaman að sjá yður dansa, Mademoi- selle“, sagði hann. „Já, Kopeikin sagði mér það“, svaraði hún og yppti öxl- um. „Dans minn gæti þó sann- arlega verið betri. En samt sem áður þykir mér vænt um að þér skuluð segja þetta. Það nr heimska að halda því fram, nð Englendingar geti ekki ver- ið þægilegir í viðmóti". Hún r,veiflaði handleggnum. „Ég get varla boðið yður sæti, hérna er allt svo sóðalegt, en gjörið svo vel að reyna að láta fara vel um yður. Kopeikin getur feng- ið sér sseti í stól Josés. Og ef þér-getið ýtt skraninu þarna dálítið til hliðar, þá getið þér fengið yður sæti á borðshorn- ínú.' Það er leiðinlegt að við skukim ekki geta setið saman í ró óg næði þarna inni, en það eru svo margir menn, sem kunna að taka því illa, ef mað- ur nemur ekki staðar hjá þeim og' fær sér kampavín með þeim, en kampavínið hér er ekki gott. Mig langar ekkert til að yfirgefa Istanbul með höf- uðverk. Hvað ætlið þér að dveljast hérna lengi, Mr. Gra- ham?“ „Ég fer líka héðan á morg- un“. Honum þótti gaman að henni. Þetta var einkennilegur kvenmaður. Fyrir fáeinum mínútum hafði hún verið mikil listakona, sem tók á móti lofi aðdáendanna, vingjarnleg heimskona og' að því er virtist dálítið utan við sig eftir af- rek í list sinni. Allt þetta var filgérð, það var alveg eins og hún væri enn að dansa. • Nú virtist hún allt í einu fá mjkinn áhuga á því, sem væri að gerast í kringum hana. „Þau eru hræðileg þessi ferðalög. Þér farið aftur heim í styrjöld- ina og öll ósköpin þar, það er hörmulegt. Þessir svívirðulegu nazistar. Það er hræðilegt að það skuli vera stríð. En ef það er ekki stríð, þá eru jarðskjálft ,ar. Dauðinn er alls staðar. Ég hef engan áhuga á dauðanum. En ég hugsa að Kopeikin hafi áhuga á dauðanum. Það er kannske af því að hann er Rússi“. „Ég hugsa aldrei um dauð- ann“, svaraði Kopeikin. „Ég hef bara áhyggjur af því sem Etendur, hvort þjónarnir fara ekki að koma með vínið, sem ég bað þá um að koma með hingað. Viljið þér sígarettu?“ „Já, þakka yður fyrir. Þjón- arnir hérna eru ekki upp á marga fiska. Það hlýtur að vera miklu skemmtilegri stað- ur en þessi hérna til í London, Mr. Graham.“ „Þjónarnir þar eru heldur ekki góðir. Þjónar eru, að ég held, aðallega slæmir. En ég hélt að þér hefðuð verið í London, Mademoiselle, þér tal- ið svo vel ensku“. Bros hennar virtist fyrirgefa honum þessa gullhamra, og þó fannst honum hálft í hvoru sem það væri tvírætt. „Það var Ameríkumaður, sem kenndi mér ensku. Ég kynntist honum á Ítalíu. Ég hef mikið álit :á Ameríkumönnum. Þeir eru svo duglegir kaupsýslumenn, og þó evo ósínkir og góðgerðasamir. Ég hugsa að það sé yfirleitt ákaflega áríðandi að vera ó- GÍnkur, þegar maður fæst við viðskipti. Var gaman að dansa við Maríu litlu, Mr. Graham?“ „Hún dansar vel. Hún virð- ist vera ákaflega hrifin af yð- ur. Hún sagði mér, að þér nyt- uð mikilla vinsælda“. „Mikilla vinsælda? Hér?“ Listakonan bretti brýrnar. „Ég vona að þér hafið komið vel fram við hana, Mr. GrahamJ* „Hann gaf henni helmingi meiri peninga en venja er“, Gvaraði Kopeikin. „Æ, það var gott, hérna kemur vínið“. Þau töluðu um stund um fólk, spm Graham þekkti ekki og um styrjöldina. Hann sá að bak við tilgerð hennar var hún snögg og glúrin. Honum datt í hug, hvort Ameríkumaðurinn, sem kennndi henni enskuna, hefði ekki einhvern tíma séð eftir kynnum sínum af henni. Eftir dálitla stund hóf Kop- eikin glas sitt. „Skál“, sagði hann tilgerðarlega, „skál fyrir ferðalagi ykkar beggja“. En hætti hann allt í einu við að drekka úr glasinu. „Nei, hvað er ég að segja?“ sagði hann gremjulega. „Það nær ekki nokkurri átt að þið farið sitt í hvoru lagi. Þið ætlið bæði t.il Parísar. Bæði eruð þið vinir Vefnaðarvörur frá Englandi Hið góðkunna vefnaðarvörufirma S.&J. & Co. Manchesfor - England geta nú afgreitt strax, beint til leyfishafa, flestar tegund- ir af vefnaðarvörum svo sem: Léreft allskonar, dúnhelt léreft og sængurverasatín, tvisttau og sirz, kjólaefni, fóð- urefni, skyrtuefni og náttfataefni, gluggatjaldaefni o. fl. — Einnig sokka allskonar, þ. á. m. nylon, nærfatnað marg- ar tegundir o. s. frv. Fjölbreytt sýnishornasafn, verðlistar og aðrar upplýsing- ar á skrifstofu einkaumboðsmanna firmans á íslandi: Th. Benjamínsson & Co. ó. J. ÓLASON Búnaðarbankahúsinu — Sími 3166 — Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.