Alþýðublaðið - 07.02.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.02.1950, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ f*ti<yjudagnr 7. febrúar 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. * Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Krepputai sovétskrum. SÍÐAN kommúnistar stukku úr stjórn Ólafs Thors haustið 1946 hefur víst sjaldan liðið svo vika, að Þjóðviljinn hafi ekki óskapast yfir þeirri kreppu, sem væri að skella yfir land okkar. Kommúnistar munu þá þegar hafa séð það, sem hverjum hugsandi manni mátti Ijóst vera, að mjög al- varlegir erfiðleikar væru fram undan. Gjaldeyriseign þjóðar- innar var þá um það bil að vera upp urin og erfiðleikar voru vaxandi á því að selja ís- lenzkar afurðir erlendis sökum síhækkandi framleiðslukostn- aður innanlands af völdum dýrtíðarinnar. Það hefur á- reiðanlega ekki verið hvað sízt vegna þessara erfiðleika, að kommúnistar kusu haustið 1946 að losa sig af allri ábyrgð á stjórn landsins. Þeir vildu vera í stjórn á meðan úr stríðs gróðanum var að spila og gengu, sem kunnugt er, mjög rösklega fram í því að eyða honum; en við þurrausna sjóði kærðu þeir sig ekkert um að vera. En jafnvel þótt kommúnist- ar sæju það réttilega haustið 1946, að mjög alvarlegir erf- iðleikar væru fram undan, þá hafa þeír erfiðleikar verið af allt öðrum toga spunnir en hin ar tímabundnu kreppur auð- valdsskipulagsins, sem orsak- ast af svokallaðri offram- Ieiðslu. Um hana hefur ekki verið að ræða eftir stríðið, hingað til. Það hefði allt fram á þennan dag verið auðvelt að selja allar okkar útflutningsaf- urðir erlendis, ef verðlag á þeim hefði ekki gert þær lítt samkeppnishæfar við sams kon- ar vörur annarra þjóða. En þær hafa verið of dýrar, — fram- leiðslukostnaðurinn innanlands of mikill vegna dýrtíðarinnar. Það er því alveg rétt, sem oft hefur verið sagt, er rætt hefur verið síðustu árin um kreppu hér, að það er heima tilbúin kreppa. * En þetta vilja kommúnistar ekki viðurkenna. Það myndi höggva allt of nærri rjálíum þeim, því að eins og allir vita, hafa þeir ekki átt hvað minnst- an þáttinn í því að magna dýr- tíðina innanlands. Það hefur beinlínis • verið ásetningur þeirra í þeim tilgangi að koma atvinnulífi þjóðarinnar út í ó- göngur; enda líta þeir á fjár- hagslegt öngþveiti og atvinnu- leysi sem ákjósanlegasta jarð- veginn fyrir kommúnismann. En auðvitað má ekki viður- kenna sök konímúnista ó erfið- leikunum. Það verður að kenna þá auðvaldinu; og þá er það svo handhægt að slá um sig með kreppuhjalinu eins og Þjóðvilj- inn er allt af öðru hvoru að gera. Það var síðast á sunnudag- inn, sem Magnús Kjartansson var rétt einu sinni að fimbul- famba um þessa kreppu, sem nú væri að ganga yfir land okk- ar. „Holskefla kreppunnar • er að ríða á hólmanum okkar“, segir hann; og því næst lýsir hann því, hvernig við séum ,,að paufast við að framleiða mat handa þjóðum, sem er svo vís- dómslega stjórnað, aV almenn- ingur hefur ekki efni á því að éta nema lítinn mat og lélegan og ódýran“. Þá er nú öðru máli að gegna fyrir austan járntjald- ið, þar sem „tveir fimmtu hlut- ar mannkynsins hafa nú brotizt undan skipulagi kapítalismans; hjá þeim þjóðum ríður kreppan ekki lengur húsum. og vobrest- irnir kveða aðeins við úr fjarska. Þar gerast þau undur,“ bætir Magnús við, „að fólk hef- ur efni á að éta á friðartímum og leggur meira að segja kapp á að komast yfir æ betri og meiri mat og þykist hafa efni á að borga fyrir hann.“ Þannig farast Magnúsi Kjartanssyni orð; og svo kemur hið eilífa við lag Þjóðviljans, — að hefðum við aðeins vit á því, að selja af- urðir olckar austur fyrir járn- tjaldið, þá þyrftum við sannar- lega engu að kvíða; en af því að hér séu vondir menn ráð- andi, sem ekki vilja gera það, sé „kreppunni nú boðið heim til íslands“! En er það nú alveg víst, að austan við járntjald sé „fólk, sem hefur efni á að éta á frið- artímum og leggur meira að segja kapp á að komast yfir æ betri og meiri mat og þykist hafa efni á að borga fyrir hann,“ eins og Magnús Kjart- ansson segir? Eitthvað annað hafa þeir fulltrúar Rússa sagt, sem við höfum hingað til átt kost á að tala við. Síðast þegar viðskiptanefnd frá okkur var veitt móttaka austur á Rúss- landi, árið 1947, gáfu Rússac mjög ótvírætt í skyn, að út- flutningsvörur okkar væru of dýrar; og síðan hafa þeir varla verið til viðtals um að kaupa þær. Þó tókst síðast liðið sumar að ná tali af viðskiptafulltrúa, sem dvaldi hér um skeið í rúss- neska sendiráðinu; en allt kom fyrir ekki. Hann sagði, að út- flutningsafurðir okkar væru allt of dýrar. Rússar vildu ekki kaupa þær fyrir það verð, sem við vildum fá fyrir þær! Af slíkum tilsvörum Rúæa verður ekki annað ályktað en að orð Magnúsar Kjartansson- ar séu skrum eitt. Að minnsta kosti er það augljóst, að Rússar telja sig ekki hafa efni á því að' éta þann mat, sem margar þjóð-1 ir Vestur-Evrópu hafa þó keypt: af okkur fram á þennan dag; i þeir þykjast ekki hafa efni á að borga hann því verði, sem þær gera! Ef við ættum að selja af- urðir okkar til Rússlands, eins og Þjóðviljinn vill að við ger- um og telur einu leiðina til þess að bjarga okkur úr klóm „kreppunnar“, yrðum við því að seíja þær þangað fyrir mun lægra verð en við höfum feng- ið fyrir þær annars staðar hing- að til og sætta okkur um leið við það, að lífskjör íslenzku þjóðarinnar yrðu rýrð að sama skapi, — löguð að hinum lélegu lífskjörum, sem Rússar eiga við að búa! Þetta er það, sem kommún- isminn hefur leitt yfir þjóðim- ar í leppríkjum Rússa austan við járntjaldið. Það er ekki beinlínis „betri og meiri mat- ur“, eins og Magnús Kjartans- son segir; heldur verri og minni matur! Og tötrar í stað sóma- samlegs fatnaðar, eins og Hall- dór Kiljan Laxness lýsir í reisu- bókarkorni sínu frá Rússlandi í nýlega út komnu Tímariti Máls og menningar! Það er ekki að furða, þótt Magnús Kjart- ansson miklist af slíkum kjör- um tveggja fimmtu hluta mann kynsins og vilji gera okkur þeirra aðnjótandi! Innfluínings- og gjaldeyrismálin. — Það, sern á skortir. — Viðtöl við fólkið. — Góðir útvarps- þættir. — Fróðleg frásögn. MAÐUR KOM að máli við mig á sumuulag. Hann er vel kunnugur í gjaldeyris- og inn- flutningsmálum þjóðarinnar. — Hann sagði: „Sífellt heyrir maður klifað á því, að aldrei hafi ástandið í gjaldeyrismálun- um verið eins aumt og það sé nú og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Mig furðar oft á þessu, því að í sannleika sagt er ástandið nú allt annað og betra en það var fyrr á árum, til dæmis eftir að Spánarmark- aðurinn féll. ÉG HELD að óánægjan og umtalið um gjaldeyrismálin stafi ekki minnst af því, að fólki en ekki sagt nógu skýrt frá því hvaða tillit þurfi að taka við út- hlutun leyfa. Undanfarið hafa fimm menn gegnt störfum í innflutnings- og gjaldeyris- nefnd. Hlutverk allra þessara manna er það fyrst og fremst að ræða við fólk, taka við beiðn- um þess.um gjaldeyri og irm- flutmngsieyli og afgreiða þetta. EN NÚ HJEFUR sú regla ver- ið höfð á lengi, að aðeins einn eða tveir þessara manha hafa tekið á móti til viðtals á dag og allir hafa verið afgreiiMir á eins stuttum tírrra og unnt hefur ver- ið, þannig, að ekki hefur verið hægt að ræða við viðkomendur eins og nauðsyráegt hefði verið. Min reynsla er su, að fólk sætíi sig við hlutina, ef málin eru Vitnishurður Hallilórs Laxness GREIN Halldórs Laxness um síðustu Rússlandsför hans hefur vakið mikla athygli í tilefni af skrifum Kaup- mannahafnarblaðsins „Social- Demokraten" um hana. Hef- ur „Social-Demokraten“ lagt megináherzlu á það, að Hall- dór Laxness sannar í grein sinni á óyggjandi hátt andúð valdhafa Rússlands á Gyðing um, én Halldór viðurkennir berum orðum, að forstjórinn í Tretjakovskaja Gallereja hafi tekið afstöðu gegn heims frægum listamanni og list hans á þeim undarlegu for- sendum, að hann væri fremur Hebrei en Rússi! ÖNNUD ATRIÐI greinarinnar eru þó ekki síður'athyglis- verð, svo sem það, er Lax- ness segir um aðbúð og kjör verkafólksins í Rússlandi. Nokkur orðrétt ummæli skáldsins varðandi þessi mál sýna mætavel, hver sannleik- urinn er um aðbúð hinna vinn andi stétta í ríki kommún- ismans: „Ég sá margt fólk á ungum aldri, karla og kon- ur, að alls konar erfiðisvinnu með frumstæðum amboðum. Mér dettur ekki í hug að halda það að þetta fólk hafi unnið fyrir miklu kaupi, enda verkkunnátta þess sennilega verið í samræmi við verkfær- in, a. m. k. má nærri geta, að það eru ekki mjög verk- menntaðir menn sem settir eru til að pjakka með skóflu eða haka. Ég sá kvenmenn með skóflur og haka við járn- brautarvinnu. Ég sé ekki, hvernig fólk, sem ekkert hef- ur viljað á sig leggja til að verkmennta sig, getur komizt hjá því að vinna óbreyttustu vinnu og þá með frumstæðum verkfærum. Óverkmenntað fólk, sem ekki getur lagt ann- að af mörkum en bolmagn sitt í pundfetum við óvalda vinnu, hefur sjálfsagt ekki umfram þurftir í Ráðstjórn- arríkjunum“. ÞESSI TILFÆRÐU UMMÆLI bregða upp skýrum myndura af kjörum láglaunastéttanna í Rússlandi, en þau sýna jafn- framt fyrirlitningu Halldórs Kiljan Laxness á því fólki, er vinnur í Rússlandi sams kon- ar störf og meginhlutinn af kjósendum.Kommúnistaflokks ins hér á íslandi. Dagsbrún- armenn vita á hverju þeir eiga von, ef kommúnisminn kemst á hér og kjör rúss- neskrar alþýðu verða hlut- skipti verkalýðsins á íslandi. Þeir, sem vinna óbreyttustu vinnu með frumstæðum verk færum ög ekki geta lagt ann- að af mörkum en bolmagn sitt í pmndfetum við óvaldá vinnu, eiga að sjálfsögðu ekki að hafa umfram þurftir! Valdhafarnir og flokksskáld- in á íslandl myndu þá auðvit- pð líta fólk, er vinnur með skóflum og hökum, sömu fyr- iriitningaraugunum og hús- bændurnir austur í Moskvu. En skyldi ekki þetta opna auga margra verkamanna, sem ímynda sér, að kommún- isminn í dag feli í sér þau fyrirheit, sem Marx og Lenin boðuðú, og kæmi því til með að færa þeim bætt vinnuskil- yrði og launakjör? HALLDÓR KILJAN LAX- NESS á þakkir skilið fyrir grein sína í Tímariti Máls og menningar. Sannleikurinn, sem þar er sagður, nægir til þess að skera úr um það, að lofsöngur kommúnista um ástandið í Rússlandi er blekk • ing, en gagnrýni andstæðinga kommúnista á rökum reist. Hitt er svo annað mál, að Halldór Kiljan Laxness virð- ist sætta sig mætavel við það, sem aflaga fer í Rússlandi. Hann veit, að sjálfur verður hann ekki látinn leggja af mörkum bolmagn sitt í pund- fetum við óvalda vinnu með frumstæðum verkfærum. Rit- höfundurinn Halldór Kiljan Laxness yrði flokksnýttur til skýrð fyrir því. Og það er ekki sama hvernig sagt er frá. ^ NEFNDARMENNIRNIR í inn flutnings- og gjaldeyrisnefnd, eða nú í fjárhagsráði, 'eiga að eyða miklu meiri tíma í það að ræða við viðskiptamennina en þeir hafa gert undanfarið. Áður fyrr voru þetta aukastörf, en nú hefur þetta átt að vera aðal- starf fimm manna. Það er þyí með fullri sanngirni hægt að ætlast til þess að þeir ræði vel og nákvsemlega við fólk um er» indi þess, en ekki að afgreiða það í flýti og án náinna kynna. NEFNDARMENNIRNXR hafa að vísu önnur störf með hönd- um, fundi mef^ ríkisstjórn og fjárhagsráði og svo fundi með sér til að taka afstöðu til mál- anna. En samt sem áður eiga þeir að hafa nægan tíma til við- ræðna við fólkið. Segi ég þetta svo hægt sé að taka þennan sið upp nú þegar einhver breyting virðist vera að verða.“ HLUSTANDI skrifar: „Ólai- ur Friðriksson er fróðleikssjór. Hann hefur nú nokkrum sinn- um komið fram í útvarpinu með ýmiss konar efni, sem er til fróð leíks og skemmtunar, og er ég farinn að hlakka til þeirra kvölda þegar hann flytur mál sitt. Vænti ég þess að hann haldi áfram með þessa- ágætu þætti sína. Þeir bæta dagskrána mjög, sem hefur, vægast sagt, verið heldur léleg lengi und- anfarið.11 EN FYBST ég er farinn að skrife þér, -langar mig um leið að biðja þig að þakka Gils Guð- mundssyni fyrir hina ágætu grein hans í Alþýðuhelginni um Magnús í Bræðratungu og hjónabandserjur hans. Það er gaman að þessari gerin og sér- staklega fróðlegt að sjá þann á- gæta vefnað, sem Halldór Kilj- an Laxness hefur gefið okkur úr þessu efnl með skáldsögunum þremur.“ þess að telja samlöndum sín- um og umheiminum trú um, að fjöldinn, sem ekki hefði umfram þurftir, væri útvalin börn hamingjunnar. Sú vinna yrði áreiðanlega rausnarlega borguð og væri hún þó sann- arlega mun óvaldari störfum. hinna kúguðu, er notuðu skóflur og haka og önnur frumstæð amboð við vinnuna, sem er og verður grundvöll- urinn að tilveru sérhverrar þjóðar. Afraksturinn rynni hins vegar ekki til þeirra, nema sem svaraði þurftum. Hitt myndi ríkið hirða til þess að geta launað Halldór Lax- ness og aðra slíka og látið þá lifa í vellystingum pragtug- lega, svo að kjör þeirra yrðu mun betri en rithöfunda og áróðursmanna auðvaldsríkj- anna, eins og Laxness viður- kennir einnig í grein sinni. ÚlbreiSið ftiMðublaSiðl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.