Alþýðublaðið - 07.02.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.02.1950, Blaðsíða 8
Gerizt ’áskrifendor að 'ASþýðyblaðiou. Alþýðublaðið inn á ■ hvert heimili. Hring- ið í sínia 4900 eða 4906. Þriðjudagur 7. febrúar 1950. Börn og ungíiogar® Komið og seljið j AI þ ýð y b íá ð I ð. j- Allir viljia kaupa Alþýðublaðið. i Skipfing úfsvara þungbær fyrir nágrannasveifir Reykjavíkur. • _• r Formáður BFI Reykjavík fær allt að helmingi útsvara maona, sem búa í nágrannasveitonum. ..................-.—■»-— ■ ENGIN SVEITAKFÉLÖG munu hafa goldið slíkt afhroð aí ákvæðum útsvarslaganna um skiptingu útsvara sem nágranna hréppar Reykjavíkur. Verulegur hluti íbúa þessara hreppa stundar atvinnu sína í Revkjavík, og því fær Reykjavík hluta áf útsvari þeirra. Nemur þetta í sumum tilfellum jafnvel helm- itr.gí. Er nú svo komið, að sumum þessara hreppa er með öllu fyrirmunað að sjá fyrir börnum íbúa sinna með eðlilegum hæíti, er Reykjavík á að halda áfram áð fá stóran hiuta af út- svörum þeirra. ------ ♦ Guðmundur I. Guðmundsson hefur flutt á alþingi frumvarp til laga um breytingar á út- svarslögunum, þar sem þessi skipting á útsvörum verði lögð niður. Var mál þetta til um- ræðu í efri deild í gær, og urðu nokkrar umræður um það, hvort maður eigi að greiða út- svörin þar, sem hann starfar, eða þar, sem hann býr, ef þetta er ekki í sömu sveit. Guðmundur hélt því * fram, að sú sveit, sem maður býr í, beri af honum mikinn .kostnað. Hún verði að greiða hátt gjald til trygginga vegna hans, sjá fyrir skólum, vegum, lóðum og margs konar þjónustu. Sú sveit, sem maður starfar í, hafi eng- in slík útgjöld af honum. Taldi Guðmundur því rétt, að sú sveitin, sem ber útgjöldin vegna borgarans, skuli einnig hafa af honum tekjurnar. Efri deild vísaði málinu til allsherjarnefndar, og mun það sennilega verða sent Reykjavík og nágrannasveitunum til um- sagnar. Mannlaus bifreiS í miðju Póst- hússtræti í gær í GÆR um klukkan ir.3Q var mannlaus bifreið, R. 4811, úti í miðju Pósthússtræti og stöðv- aði þar alla umferð. Hafði eig- andi bifreiðarinnar lagt henni við Austurvöll í bifreiðastæði bæjarstofnananna klukkan 1, er hann fór til vinnú sinnar. Þar gekk hann frá bifreiðinni eins. og venja hans var, læsti hurðum hennar og setti hand- hemlana á, en klukkan um 2.30 tiikynnti lögregjan manninum að bifreið hans stæði úti á reiðju Pósthússtræti, en þegar að henrii var komið var ekkert á henni að sjá, annað en að komið hefði verið við fram- stuðarann. Virðist helzt sem önnur bifreið muni hafa krægzt á síuðarann og dregið þessa bifreið á eftir sér út úr bíla- stæðinu, og óskar rannsóknar- legreglan að hafa tal af þeini, sem gætu gefið nánari upplýs- ingar. KONRAD ADENAUER, I kanzlari Vestur-Þýzkalands, hefur bannað útflutning á járni og stáli til Austur-Þýzkalands. Sjónieikurinn Piiturog sfúlka sýndur 15 sinnum á Ákureyri Frá fréttaritara Alþýðubl. AKUREYRI í gær. SJÓNLEIKURINN Piltur og stulka, eftir Emil Thoroddsen, var sýndur hér í fimmtánda og jafnframt síðasta sinn í gær- kveldi .iyrir troðfullu húsi og við ágætar undirtektir leikhús- gesta. Hefur enginn leikur ver- ið oftar sýndur á Akurevri við jafnmilda aðsókn. Leikstjóra var Jón Norðfjörð. Jón æfir nú leik með mennta skólanemendum og verður hann sýndur síðari hluta febrú- ar. HAFR. nnansfokksmunir brunnu að Hverfisgötu 55 í gær I GÆRDAG brann íbúð með öflíiin innanstokksmunum að Hverfisgötu 55. Stóð eldurinn út um glugga á einni stofunni þegar slökkviliðið kom á vett- vang, en því tókst að slökkva efdinn á um það bil stundar- fjórðungi. Hins vegar var þá afi.t brunnið innan úr þremur berbergjum á hæðinni, þar sena eldurinn kom upp, en að öðru leyti tókst að verja liúsið. Hverfisgata nr. 55 er gamalt timburhús, ein hæð, kjallari og ris, og kom eldurinn upp á hæðinni. Var ein stofa alelda þegar siökkviliðið kom, en eld- urinn búinn að læsa sig í veggi. Allir innanstokksmunir í íbúð'- inni á þessari hæð brunnu, og íbúðin, þrjú herbergi, eyðilagð- ist. Ókunnugt er um upptök elds- ins. Thorolf Smith. son í Hveragerði. FYRSTI FUNDUR hinnar nýkjörnu hreppsnefndar í Hveragerði var haldinn í fyrra dag. Oddviti var kjörinn Jó- hannes Þorsteinsson, sem er Framsóknafmaður, með stuðn- ingi Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Á fundinum var kosið í nokkrar helztu nefndir hreppsfélagsins. í byggingarnefnd voru kosn- ir Stefán Guðmundsson, Her- bert Jónsson, Jón Guðmunds- son og Rögnvaldur Guðjónsson. í skólanefnd: Ólafur Steinsson og Valdís Halldórsdóttir. í vatnsveitunefnd: Þorsteinn Jónasson, Jón Bjarnason og Gunnar Björnsson. I rafveitu- nefnd: Ragnar Guðjónsson, Sigurjón Jónsson og Sigurður Árnason. Sýslunefndarmaður var við nýafstaðnar sveitarstjórnar- kosningar kosinn síra Helgi Sveinsson af lista Alþýðu- flokksins. Sjálfstæðismaðurinn hlaut 69 atkvæði, en kommún- istinn 65. Fréttaritari. Fyrsta umferð á skák- þingi Reykjavíkur á sunnudaginn FYRSTA UMFERÐ í skák- þingi Reykjavíkur var tefld á sunnudaginn í öllum flokkum. Úrslit í meistaraflokki urðu þessi: Björn Jóhannesson vann Ingvar Ásm.undsson, Iiaukur Sveinsson vann Guðmund S. Guðmundsson, Benóný Bene- diktsson vann Gunnar Ólafs- son, Sveinn Kristinsson vann- Þóri Ólafsson. Jafntefli gerðu þeir Árni Snævarr og Guð- mundur Ágústsson. Aðrar skákir í meistaraflokki urðu biðskákir. horolf Smiíh kosinn formað Félaginu boðin þátttaka í norrænu bíaðamannamóti í Noregi í sumar. BLAÐAMANNAFELAG ISLANDS hélt aðalfund sinn að Hótel Borg á sunnudaginn, og var fundurinn óvenju fjölsóttur. Formaður var kjörinn Thorolf Smith, blaðamaður við Vísi, en aðrir í stjórnina þeir Gísli J. Ástþórsson, frá Morgunblaðinu, Guðni Þórðarson, frá Tímanum, Ingólfur Kristjánsson, frá Al- þýðublaðinu, og Jón Bjarnason, frá Þjóðviljanum. Ákveðið var, að framhalds- ferðar, og búast má við, að ekki aðalfundur yrði haldinn á næst unni, því að ekki var unnt að ganga frá reikningum félagsins, þar eð gjaldkerinn í fráfarandi stjórn, Guðni Þórðarson, liggur í sjúkrahúsi. Að öðru leyti fóru fram venjuleg aðalfundarstörf. Fráfarandi formaður, Helgi Sæmundsson, flutti ýtarlega skýrslu um störf félagsins á liðnu ári og gat þess meðal ann- ars, að aðalfélagar blaðamanna félagsins væru nú 44. Félagið hefur fjallað um margvísleg málefni á árinu; má þar nefna afstöðu íslenzkra b-laðamanna til alþjóðasambands blaða- manna, en félagið samþykkti nýlega að segja sig úr samband- inu. Á ýmis fleiri málefni var drepið í skýrslu formanns og í umræðunum um hana. Þar á meðal var rætt um undirbún- inginn að stofnun eftirlauna- sjóðs og byggingarfélags blaða- manna; en þessi mál eru enn á undirbúningsstigi. Þá var rætt um i>oð það, sem blaðamannafélagið hefur feng- í ið um þátttöku í norræna blaðamannamótinu, sem haldið verður í Noregi í byrjun júní í sumar, en þátttökutilkynning- ar þurfa að hafa borizt fyrir marzlok. Loks var rætt um að bjóða hingað dönskum blaða- teiknurum meo sýningu, er þeir hafa haldið í ýmsum lönd- um að undanförnu, en endan- leg ákvörðun um það mál verð- ur tekin.á framhaldsaðalfund- inum. Sigurður Bjarnason, formað- ur menningarsjóðs, flutti skýrslu stjórnarinnar og kvað eignir sjóðsins hafa aukizt veru lega og á sjóðurinn nú rúmar 60 þúsund krónur, þrátt fyrir óvenju mikla starfsemi síðast liðið ár, en þá veitti sjóðurinn 6 blaðamönnum styrk til utan- minna en 12—15 þúsund krón- ur verði veittar úr sjóðnum í utanfararstyrki á þessu ári. Stjórn menningarsjóðsins var endurkosin, en hana skipa: Sig- urður Bjarnason alþm., for- maður, Jón H. Guðmundsson og Hendrik Ottósson, og til vara Valtýr Stefánsson. Endurskoð- endur voru kjörnir Þorbjöra Guðmundsson og Stefán Jóns- son, og til vara Þorsteinn Jós- efsson. í fjáröflunarnefnd menningarsjóðs voru kosin Benedikt Gröndal, Margrét Indriðadóttir og Sverrir Þórð- arson, og í launamálanefnd. voru endurkjörnir Benedikt Gröndal; ívar Guðmundsson og Jón Bjarnason. í útvarpskvöld- vökunefnd voru kosnir: Bjarni Guðmundsson, Loftur Guð- mundsson, Benedikt Gröndai, Hersteinn Pálsson og Jónas Árnason. Og loks var nefnd falið að undirbúa norsku blaða- mannaförina ásamt stjórninni, en í þeirri nefnd eru: Valtýr Stefánsson, Bjarni Guðmunds- sno og Jón Magnússon. " ..... ♦ Tveir menn slasasi undir dráftarvél. menn slösuðust f í Suður-Þingeyjar- TVEIR Reykjadal sýslu um miðja síðustu viku er dráttarvél valt út af veginum f hálku. Voru fjórir menn á vél- inni og urðu tveir undir hennl, en hinir tveir sluppu ómeidd- ir. Mennirnir, sem meiddust, heita Eyvindur Áskelsson frá Laugafelli og Hjörtur Tryggva son frá Laugabóli. Viðbeins- brotnaði Áskell, en Ujörtur, marðist mikið og skrámaðist. Báðir fengu þeir einnig tauga- áfall. .. " ......-1 Snjókoma og veírarhörkur í lönd- urtum fyrir bofni Miðjarðarhafsins ................... VEGNA MIKILLAR AÐ- SÓKNAR að kvikmyndasýn- ingurn Kjartans Ó. Bjarnason- ar, verða myndir hans sýndar enn einu sinni- í-dag kl. 5, 7 °g 9. ÓVENJULEGAR vetrarhörk ur eru nú í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Hefur verið snjókoma í tvo sólar- hringa í Palestínu og Transjór- daníu og er búizt við frekari snjókomu. Þá hefur snjór einn- ig fallið í Egyptalandi. Þetta veðurfar hefur þegar valdið miklu tjóni. Umferð hef- ur tafizt, flugvélar stöðvazt og í Jaffa í Palestínu hefur orðið mikið tjón á appelsínuuppsker- unni. í Annam, höfuðborg Transjórdaníu, var stjórnar- skrifstofum lokað í gær, skól- um og bönkum. Á Ítalíu hafa einnig verið miklar vetrarhörk- ur, og fórust sex manns í jan- úar af völdum kuldanna. Á sama tíma og þessar veð- urfregnir berast sunnan úr sólskinslöndum Miðjarðarhafs- ins, er veðurblíða í Englandi og norður á íslandi. >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.