Alþýðublaðið - 07.02.1950, Blaðsíða 6
ALÞÝÐIJBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. febrúar 1950.
Eric Amhler
‘ Fró Dáríður
Dulheims;
A ANDLEGUM VETTVANGI.
í dag ætla ég að minnast lítils
háttar á eina þýðingarmestu
stofnun þessa lands, — nefni-
lega Ríkisútvarpið. Ekki ætla
ég samt að gagnrýna starfsemi
þess, — það er að segja, ekki
það, sem það gerir, heldur ætla
ég að geta um ýmislegt, sem það
hefur látið ógert, en ætti þó
helzt að gera, ef það vill standa
i stykkinu sem menningarinnar
verkfæri. Frá mínum bæjardyr-
um séð er það bæði margt og
mikið, sem það lætur ógert í því
efni.
Það-er nú hvað fyrst að telja,
að það lætur sálræna vettvang-
inn svo að segja alveg afskipta-
lausan. Það er þó sá vettvangur,
sem hvert menningarverkfæri
ætti einna helzt að láta til sín
taka. Og þar er af nógu að taka.
Ég hef þaulhugsað þetta mál,
meira að segja ritað um það áð-
ur hér í dálkunum, enda þótt
það fengi þá lítinn byr, — en ég
er ekki af baki dottin enn, —
það skal ég láta alla aðstandend-
ur vita!
í útvarpinu höíum við ýmsa
fasta þætti og um hin ólíkustu
efni, t. d. um Hæstarétt, sem er
að sjálfsögðu einstaklega vill-
andi nafn, þar eð hér er vitan-
lega um alls engan hæsta rétt
að ræða, — þátt um íslenzkt
mál, — sem er sömuleiðis mjög
villandi heiti, þar eð þátturinn
fjallar því nær eingöngu um
óíslenzkt mál, það er að segja
málvillur. Og skákþætti, í-
þróttaþætti, spilaþætti og jafn-
vel jazzþætti hafa eyru okkar
orðið að þola, — en sálrænir
þættir, — nei, — þeirra er eng-
in þörf að áliti ráðamanna út-
varpsins. Að minnsta kosti ekki
líkt því eins mikil og fyrir jazz-
þættina!
Sér nú ekki hver heilvita
maður hvert þessi svokölluðu
ráðamenn, — ekki einu sinni
útvarpsins, heldur á öllum svið-
um, eru að fara með þjóðfélag-
ið! Engin þörf fyrir sálrænan
þátt, — megum við þá heldur
biðja um jazzþátt! Að hugsa sér
annað eins.
Jæja, munu nú sumir segja.
Komið þér þá með rökstudda
tillögu um tilhögun slíks þátt-
ar, svo að menn geti fengið
nokkra hugmynd um notagildi
hans. — Jú, ég skal koma með
tillögur. Ég hef þrauthugsað
þetta mál; það skal ekki standa
á mér,-----------
Ykkur kann nú að bregða i
brún þegar ég læt ykkur heyra
tillöguna. Nefnilega um útvarps
efnið. Ég vil sem sé kr.eíjast ^
þess, að í jafn mikilsverðuin
þætti verði eingöngu útvarpað
því vandaðasta og bezta, sem (
völ er á, og um leið tæki öllum j
öðrum útvarpsþáttum og út- (
varpsefni langt fram. Dýrt
hugsið þið, — en ég er nú ekki j
svo viss um það----------
Ég vil sem sé láta útvarpa
því nær eingöngu — eða ein-
göngu, — eintómri þögn í þess j
um sálrænuþáttum. Bara að þul
urinn, sem stjórnar, segi um leið
og þátturinn hefst: nú hefst sáj
. I
ræni þátturinn, að þessu sinni
útvörpum við 15 mínútna þögn.
Frú N. N. stjórnar þögninni,
eða eitthvað þess háttar.
Hugsið ykkur, hversu geysi-
áhrifaríkur sá þáttur gæti orð- j
ið, því að ekkert er sálrænnaj
1 en þögnin. Og hugsið ykkur,
hvílík hvíld hún yrði hlustend-
um og hversu óendanlega hátt
hún yrði hafin yfir margt annað
útvarpsefni. Ég segi nú ekki
margt.
Ég mun ef til vill, — nei, ég
mun áreiðanlega skrifa um
þetta meira seinna.
í andlegum friði,
Frú Dáríður Dulheims.
Raflagnir
Viðgerðir
Véla- og raftækjaverzlun
Tryggvagötu 23.
Sími 91279.
Hann les
Alþýðublaðið
Auglýsið í
AlþýSublaðinu!
dettur ekki í hug að halda, að
fjandmenn okkar séu að setja
slíkt og þvílíkt á svið að gamni
sínu, eins og þér virðist halda.
Við höfðum tækifæri til að
fangelsa þá, sem að samsærinu
stóðu, og þeir sögðu okkur eftir
dálitla viðureign, að þeir hefðu
verið keyptir til verknaðarins,
og sá, sem borgaði þeim, var
þýzkur njósnari í Sofía, Möller
aðnafni, en þann mann höfðum
við þekkt um skeið. Hann hafði
kallað sig amerískan ríkisborg- |
ara, en ameríska sendiráðið .
mótmælti því að lokum. Ég geri
ráð fyrir, að hann taki þann
ríkisborgararétt og nefni sig ^
því nafni, sem passar honum
það og það sinnið. En hvað sem
þessu líður, þá kallaði ég á Ko-
peikin og sagði honum allt af
létta. Ég sagði honum um leið,
að ég teldi réttast að yður yrði
ekki gefnar neinar upplýsingar
um málið, að minnsta kösti
ekki á þessu stigi. Því minna,
sem talað er um svona mál,
því betra. Og auk þess vannst
ekkert með því að gera yður ó-
rólegan, meðan þér voruð önn-
um kafnir við skyldustörf yðar.
Ég er farinn að halda, að í þessu
hafi mér skjátlazt verulega. Ég
hafði ástæðu til að ætla, að
Möller þessi mundi reyna að
hafa hendur í hári yðar hvar
sem væri. Þegar Kopeikin
hringdi til mín, strax og hann
vissi um tilræðið, skildist mér,
að ég hafði vanmetið herra-
manninn þýzka í Sofíu. Hann
reyndi aftur. Ég er í engum
vafa um að hann mun reyna í
þriðja sinn, ef við gefum hon-
um tækifæri til þess.“ Hers-
höfðinginn hallaði sér aftur á
bak í stólnum sínum. „Skiljið
þér nú, Mr. Graham? Hefur
hinn ágæti heili yðar gripið
það, sem ég hef verið að reyna
að segja yður? Þetta er ákaf-
lega einfalt. Það er einhver að
gera tilraunir til þess að ráða
yður af dögum.“
Alltaf þegar Graham hafði
hugsað um dauðann, hafði hon-
um ekki til hugar komið, að
hann mundi deyja ónáttúrleg-
um dauðdaga. Hann hafði allt
af gert ráð fyrir því, að hann
mundi deyja á náttúrlegan
hátt og í rúmi sínu eða í
sjúkrahúsi. Vitanlega áttu slys
sér stað, en hann ók alltaf á-
kaflega varlega, hann var
reglusamur, ágætur sundmað-
ur, hann var enginn hestamað-
ur, ekki heldur fjallgöngumað-
ur, hann gekk ætíð varlega yf-
ir götu, tók ekki þátt í hættu-
legum leikjum og hafði aldrei
fundið til minnstu löngunar til
þess að fleygja sér fyrir braut-
arlest á ferð. Aldrei á ævi sinni
hafði honum dottið í hug að
nokkur manneskja í öllum
heiminum óskaði dauða hans.
Hefði honum dottið það í hug,
þá hefði hann áreiðanlega
hraðað för sinni til sérfræðings
í taugasjúkdómum til þess að
láta hann rannsaka sig. Sú
vitneskja, að einhverjir menn
óskuðu ekki aðeins að hann léti
lífið, heldur einnig unnu að því
öllum árum, kom honum því
eins mikið á óvart og, ef ein-
hver hefði sagt honum, að nýj-
ustu uppgötvanir sýndu áð
jörðin væri þrátt fyrir allt eins
og pönnukaka í laginu, eða ef
hann hefði komizt að því, að
kona hans héldi fram hjá hon-
um.
Hann var þannig gerður, að
hann hafði alltaf ætlað öllum
allt hið bezta. Það var því ekki
undarlegt, þó að fyrsta hugsun
hans við þessa nýju vitneskju
væri á þá leið, að hann hlyti
að hafa gert eitthvað mjög mik
ið af sér, og að það réttlætti
það, að einhver vildi nú ráða
hann af dögum. Sú staðreynd,
að hann hefði verið að fram-
kvæma skylduverk sín, fannst
honum ekki geta verið hin eina
ástæða fyrir þessu. Hann var
ekki hættuleguA Auk þess
hafði hann konu að sjá fyrir.
Það var óhugsandi, að nokkur
maður ætlaði sér í raun og
veru að myrða hann. Hér hlaut
að vera um einhvern hræðileg-
an misskilning að ræða. Hann
heyrði sjálfan sig segja: „Já,
ég skil“.
En vitanlega skildi hann
ekki neitt. Þetta var sjóðandi
vitlaust. Hann sá, að Haki hers
liöfcfingi starði á hann og úrn
litla munninn lék kuldalegt
bros.
„Þetta kemur yður algerlega
á óvart, Mr. Graham. Yður er
ekkert um þetta. Það er ekki
skemmtileg tilhugsun. En stríð
er stríð. Og þetta er alveg eins
og á vígvöllunum. Það er ekki
sótzt eftir lífi yðar af því að
þér eruð mr. Graham. Það
væri jafn mikið sótzt eftir
lífi hvers manns, sem hefði
sama hlutverki að gegna og
þér hafið. Þetta ér,
ef svo má að orði komast, ó-
persónulegt stríð. Það er búið
að merkja við yður í skjölum
fjandmannanna, og ég skil það
vel, að það þarf nokkuð til að
halda hugrekki sínu undir slík-
um kringumstæðum. Ég skil
yður vel, mr. Gramham. En
þér standið betur að vígi en
hermaðurinn á vígvellinum.
Þér þurfið ekki að verja neinn
herfræðilega mikilsverðan
stað, ekki vígi eða hreiður.
Þér þurfið bara að verja sjálf-
an yður. Þér þurfið ekki að
ryðjast fram og gera árás. Þér
getið lagt á flótta án þess að
vera hugleysingi eða liðhlaupi.
Þér verðið að komast til Lon-
don heilu og höldnu. En það er
löng leið frá Istanbul til Lon-
don. Þér verðið að undirbúa
yður undir það, að ekkert geti
komið yður á óvart, þér verð-
ið að þekkja óvini yðar. Skilj-
ið þér mig?“
„Jó, ég skil yður“.
Hugsun hans var nú aftur
orðin heið og skýr. En einhvern
veginn fannst honum eins og
hann væri orðinn allt annar
maður. Hann vissi að hann
varo að láta líta svo út, sem
hann tæki þessu ®llu saman á
hinn eðlilegasta hátt. En hann
átti fullt í fangi með það Munn
ur hans fylltist æ ofan í æ af
munnvatni svo að hann varð
alltaí að vera að kyngja, og
bæði hendur hans og læri
skulfu. Honum fannst hálft í
hvorú að hann hagaði sér eins
og skóladrengur. Maður hafði
skotið á hann þremur skotum.
Hvaða mismunur gat vcrið á
því, hvort maðurinn væri al-
gengur þjófur eða morðingi,
sem sóttist eftir lífi hans?
Hann hafði skotið þrisvar
sinnum á hann, og það var
staðreynd. En þrátt fyrir það
var einhver mjög mikill mun-
ur á þessu.
„Jæja“, heyrði hann Haki
hershöfðingja segja. „Við skul-
um byrja á byrjuninni. Sam-
kvæmt því, sem Kopeikm hef-
ur sagt mér, þá sáuð þér ekki
andlit mannsins11.
„Nei, ég sá það ekki. Það
var myrkur í herberginu“.
Kopeikin greip fram í.
„Hann skildi eftir skothylki.
Það var níu millimetra gerð,
sjálfshlaðningur“.
sjálfhlaðningur.
„Það veitir okkur ekki mikla
hjálp. Tókuð þér ekki eftir
neinu í sambandi við mann-
inn, Mr. Graham?“
„Nei, alls ekki, er ég hrædd-
ur um. Þetta var allt með svo
mikilli skyndingu. Hann var
horfinn áður en ég gat í raun
og veru áttað mig“.
„En hann hefur líkast til
verið búinn að bíða eftir yður
i herberginu nokkra stund. Þér
hafið ekki fundið til dæmis
fundið .neina lykt í herberg-
inu?‘
Daglega
á
boð-
stólum
heitir
kaldir
fisk og kjötréttir.
%
/G
O
A
T
r'v-