Alþýðublaðið - 09.02.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.02.1950, Blaðsíða 1
^éömhorfurt Norðaustan og norðan hvassviðri; dálítil snjó- koma norðan til. Þeir œtla að vera við öllu húnir Fátt hefur vakið meira umtal í heimiriúm undanfarið en sú ákvörðun Trumans að hefia framleiðslu í Bandaríkjunum á hinu nýja mgilega kjarnorkuvopni, vetnissprengjunni. Það sýnir, að Bandaríkjamenn ætla að vera við öllu búnir. Iiér á myndinni sést Truman (sitj- andi við borðið) og nokkrir helztu ráðunautaí hans; Ácheson (beint fyrir aftan forsetann), Barkley varaforseti til vinstri við hann, og Vandenberg, lengst til hægri. iÞjóðarafkvæði í Belgíu tm Leépold FULLTRÚADEILD belg- iska þingsins samþykkti í gær með 117 atkvæðum gegn 92, að fram fari þjóðar- atkvæðagreiðsla í Belgíu um, hvort Leópold konungur skuli hverfa heim og taka * við konungdómi á ný eða ekki, en Leópold hcfur dval- izt í Sviss eftir ófriðarlokin og ekki fengið að hverfa heim. Jafnaðarmenn greiddu at' kvæði gegn því, að þjóðárat- kvæðagreiðsla þessi færi fram, og hafa þeir lýst yíir því, að þeir muni berjast fyr- ir því, að konungdómur í Belgíu verði lagður niður, ef Leópold komi heim og taki við völdum. Ilins vegar hef- ur Leópold boðað, að hann muni sætta sig við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hvcrfa heim, ef það sé vilji tveggja af hverjum þremur kjósendum, en ella afsala sér konungdómi. Og 50081 kínverska verkamenn iánaSa til vinnu á Rússlandi Kröfur, sm Sfalln á aS hafa seif fram við Hao-Tse-lung í viiræðunum í Moskvu RÚSSAR hafa krafizt þess af kínversku kommúnistastjórn- inni í Peking, að því cr „New York Times“ skýrir frá, að þeir fái full yfirráð yfir sjö hafnarborgum í Norður-Kína og þar með aðstöðu til algerra yfirráða yfir Gula hafinu. Hafa Rússar borið fram þessar kröfur við leynilegar viðræður, er fram fara í Moskvu og Staíin og Mao Tse-tung taka báðir þátt í, svo og Chou-En-Lai, utanríkismálaráðherra kín'versku kommxinista- stjórnarinnar. Jafnframt hefur Pekingstjórnin óskað eftir stórfelldri fjárhagslegri aðstoð Rússa og nýjum birgðum af her- gögnum, fyrst og fremsí flugvélum, sem nota á í innrásinni á scndir til Rússlands og látn- ir vinna þar um óákveðinn tíma, og að Rússar fái auknar birgðir af matvælum, eink- um korni, frá Mansjúríu, enda þótt hungursneyð sé fyrir dyrum í þeim héruðum Kína, sem kommúnistar hafa á valdi sínu. Enginn vafi er talinn á því, a5 kínverska kommúnista- stjórnin sé ófús að verða við kröíum Rússa, enda hafa hinar Framh. á 8. síðu. X U1 IllUoU* Hafnarborgirnar sjö í Norð- i ur-Kína, sem Rússar vilja fá al- | ger yfirráð yfir, eru Chinwang- tao, Haichow, Chefoo, Weihai- wei og Tsingtao, en þeir hafa nú þegar hafnarborgirnar Dai- | ren og Port Arthur á valdi sínu. j Enxi fremur munu Rússar ! hafa Iirafizt þess af lcín- j verzku kommúnistastjórn- inni við hinar leynilegu við- ræður, sem fram fara í Moskvu, að 500 000 kín- verskir verkamenn verði Finnskir kommúnistar reyna að komast í stjórn með hjálp Rússa ...............-------- Viðræðym um viðskiptasámning frest- að í Moskvu fram yfir stjórnarmyndun. KOMMUNISTAR A FINNLANDI leggja ofurkapp á að verða aðilar að nýrri ríkisstjórn, samkvæmt fregn í Kaup- mannahafnarbiaðinu „Social-Demokraten“, og njóta í því efni dyggilega liðveizlu valdhafanna í Moskvu. Draga Rússar á langinn viðræður um nýjan verzlunarsamning milli Finnlands og Rússlands fyrir árið 1950, og liefur einn af finnsku sarnn- ingamönnunum, sem er kommúnisti, látið svo um mælt í blaða viðtali, að dráttur þessí sé sök jafnaðarmannastjórnarinnar, og Finnar geti ekki vænzt velþóknunar Rússa, nema stjórnmála- viðhorfið á Finnlandi breytist til muna frá því, sem það er nú. Finnska samninganefndin hefur dvalizt austur í Moskvu um tveggja mánaða skeið, en viðræðunum um hinn væntan- lega viðskiptasamning miðar lítið sem ekkert. Er almennt á- litið á Finnlandi, að Rússar vilji draga viðræðurnar á lang- inn, þar til forsetakjörinu er lokið og gengið hefur verið frá myndun hinnar nýju ríkis- stjórnar. Er tilgangur þeirra þannig að nota viðræðurnar um viðskiptasamninginn til stuðn- ings kommúnistum, sem sækja mjög fast að verða aðilar að hinni nýju stjórn. Hefur þessi skoðun styrkzt við það, að aðalmálgagn finnskra kommúnista birti fyrir skömmu viðtal við einn af finnsku fuiltrúunum í samn- inganefndinni, en hann er kom- múnisti. Lýsti hann yfir því, að það sé sök Fagerholmstjórnar- innar, að Finnar njóti ekki lengur vinsemdar Rússa, og þess végna dragist viðræðurnar um viðskiptasamninginn á lang- inn. Hinn kommúnistíski nefnd- armaður bætir því síðan við, að hann eigi ekki von á því, að árangurinn af viðræðunum um viðskiptasamninginn verði hag- kvæmur fyrir Finna nema því aðeins, að stjórnmálaviðhorfið á Finnlandi taki verulegum breytingum. Er engum blöðum um það að fletta, hvað hinn finnski kom- múnisti er hér að fara. Viðtalið hefur síður en svo verði birt af tilviljun, heldur er þa<V þáttur í ofsafengnum tilraunum finnskra kommúnista til að verða aðilar að hinni nýju rík- isstjórn, en hún verður mynd- uð upp úr næstu mánaðamót- um. ----------------------- 39 skráðir atvinnu- lausir í Hafnarfirði,. VIÐ atvinnuleysisskráningu, sem fram fór í Hafnarfirði í byrjun vikunnar ,létu 39 menn skrá sig. Þar af voru 11 bifreiðastjór- ar, 5 sjómenn, 6 verkamenn og 17 unglingar á aldrinum 14—18 ára. A-listaskemmtun í Iðnó hefst í Iðnó í kvöld kl. 8,30 með sameiginlegri kaffi- drykkju. Fluttar verða tvær stuttar ræður og gamanþátt- ur. Síðan dans. Starfsfólk A-Iistans! Fjölmennið stundvíslega, svo skemmtunin geti hafizt í tæka tíð. Attlee og (hurchíll í kosningaleiðaugri LEIÐTOGAR tveggja stærstu flokkanna á Bretlandi, Attlee og Churchill, liafa tekizt á hendur að ferðast víðs vegar um England og Skotland og flytja ræður á opinberum kosn- ingafundum. Lögðu þeir af stað frá London í gær, og flutti Att- lee ræðu á fimm stöðum þenn- an fyrsta dag ferðarinnar, eu Churchill talaði á fjöldafundi í Cardiff. Alls mun Attlee flytja ræð- ur á 34 stöðum í kosningaleið- angri sínum. Lagði hann á- herzlu á það í ræðum sínum í gær, að stefna jafnaðarmanna- stjórnarinnar hefði markað Bretum braut út úr ófremdar- ástandinu, sem af styrjöldinni leiddi. Kvað hann Breta l.engst á veg komna af Evrópuþjóðun- um í endurreisnarstarfinu, enda hefði samvinna þjóðarinnar, og þá fyrst og fremst verkalýðs- hreyfingarinnar við ríkisstjórn ina verið með miklum ágætum. Churchill fór í ræðu sinni í Cardiff viðurkenningarorðum um brezka verkamenn, en taldi afrek þeirra á engan hátt jafn- aðannannastjórninni að þakka. Þau væru þvert á móti unnin þrátt fyrir jafnaðarmanna- stjórnina, en ekki vegna henn- ar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.