Alþýðublaðið - 09.02.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.02.1950, Blaðsíða 4
i ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. febrúar 1950- íítgefantli: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alftýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. á Isafirði KOMMÚNISTAR eru stund- um að brigzla öðrum um það að vera ,,aðstoðaríhald“. Sjálfir hafa þeir þó frá því fyrsta verið stoð og stytta íhaldsins hér á landi, sundrungarsveppurinn í verkalýðshreyfingunni, sem dregið hefur úr vexti hennar og skapað íhaldinu þannig að- stöðu til þess að halda óeðlilega miklum völdum með þjóðinni. En þó að þetta sé sannleikur- inn um kommúnista og flokk þeirra yfirleitt, þá er það hvorki alls staðar né alltaf, sem þeir eru eins opinberir að, því að vera slíkt aðstoðaríhald og þeir eru það nú á ísafirði. í frétt, sem Alþýðublaðið flutti þaðan í gær, var á það bent, að enginn efi væri á því, að íhaldið hefði við hinar nýafstöðnu bæjar- stjórnarkosningar beinlínis lán- að kommúnistum atkvæði til þess að tryggja það, að einn kommúnisti kæmist í bæjar- stjórn; en undir því voru áfram haldandi völd íhaldsins á Isa- firði komin. Atkvæðatölur íhaldsins og kommúnista á ísafirði við al- þingiskosningarnar í haust og við bæjarstjómarkosningarnar tala í þessu efni alveg ótvíræðu máli. Sameiginlega fengu þess- ir flokkar 731 atkvæði í haust, en 732 atkvæði við bæjarstjórn arkosningarnar; en með því at- kvæðamagni, sem komúnistar fengu í haust, hefðu þeir engan mann fengið kjörinn í bæjar- stjórn. Við bæjarstjórnarkosn- ingarnar varð hins vegar sú til- Jfærsla á atkvæðum milli íhalds ins og kommúnista, að íhaldið fékk 31 atkvæði færra en í haust, en kommúnistar 32 at- kvæðum fleiri; og það réði úr- slitum. Kommúnistar fengu einn mann kjörinn í bæjar- stjórn og oddaaðstöðu í henni, eins og þeir fengu fyrir fjórum árum ag hafa síðan notað til þess að tryggja valdaaðstöðu í- haldsins á ísafirði. Það leynir sér svo sem ekki, hvað hér hefur farið fram: í- haldið hefur beinlínis lánað kommúnistum rúm 30 atkvæði við bæjarstjórnarkosningarnar til þess að tryggja kosningu eins kommúnista í bæjarstjórn og sjálfu sér þar með áfram- haldandi meirihluta í henni! Þessir tveir flokkar voru líka ekki Iengi að skríða saman aft- ur að kosningunum loknum. Strax.þegar hin nýja bæjar- stjórn kom saman á fyrsta fund sinn í fyrrakvöld, var samvinn- an aftur í lagi og kommúnista- fullt'rúinn kominn inn í hlut- verk sitt sem aðstoðaríhald stóra íhaldsins; en fyrir það var ha.nn líka gerður að öðrum varaforseta bæjarstjórnar og vafalaust munu flokksbræður hans fá ýmsa bitlinga að laun- um. Það hefur greinilega ekki verið nema loddaraleikur, að kommúnistar þóttust, áour en bæjarstjórnin kom saman á fund, vera í nokkrum vafa um það, hjá hvorum flokknum þeir ættu að leita samstarfs, íhald- inu eða Alþýðuflokknum; því að þótt viðræður með þeim og Al- þýðuflokknum leiddu í ljós, að lítið bæri þar á milli um bæjar- málefnin, tóku þeir þá ákvörð- un, að halda samstarfinu við íhaldið áfram. Mun það og vafalítið rétt tilgáta, sem fram kom í frétt Alþýðublaðsins frá ísafirði í gær, að viðræður kommúnista við alþýðuflokks- menn hafi verið til þess eins ætlaðar, að bæta aðstöðu kom- múnista í hrossakaupum við í- haldið um stöður og bitlinga. Hitt hefur sjálfsagt aldrei að þeim flökrað að bregðast hlut- verki sínu sem aðstoðaríhald á ísafirði. Það situr á slíkum mönnum, eða hitt þó heldur, að vera að brigzla öðrum-flokkum um það að vera aðstoðaríhald! Piagg, sem fekur af öll ÍYÍmæil TVÖ BLÖÐ höfuðstaðárins birtu í gær nýtt „innlegg“ í hið umrædda mál séra Péturs Magnússonar frá Vallanesi. Var það eins konar greinar- gerð frá lögregluþjóni saka- dómara, Guðmundi Arngríms- syni, sem birt var í Þjóðvilj- anum og Tímanum, en önnur blöð munu ekki hafa talið birt- ingarhæfa. Um þetta plagg Guðmundar Arngrímssonar er óþarft að fara mörgum orðum; því að hafi nokkur efast um það, eftir að fregnir bárust af hinni lög- lausu handtöku séra Péturs Magnússonar, að þessi maður væri óhæfur til þess að vera laganna vörður, mun enginn nú geta efast um það lengur, eftir að hafa lesið „innlegg" hans. Bandaríkin repa ekki al' ná sam- komulag! við Rússa um kjarn- orkumálln ACHESON, utanríkismála- ráðlierra Bandaríkjanna, lýsti yfir því ,á blaðamannafundi í Washington í gær, að Banda- ríkjastjórn væri nú sem hingað til reiðubúin að ræða afvopn- unarmálin við Rússa, en myndi ekki reyna frekari tilraunir til að ná samkomul: | i við þá um kjarnorkumálin, þar eð allar slíkar tilraunir hefðu farið út um þúfur til þessa og engar líkur virtust á því, að valdhaf- arnir í Moskvu hefðu breytt um skoðun. Lét Acheson svo Um mælt, að því öflugri sem Bandaríkin væru, þeim mun traustari stoð yrðu þau friðinum í heiminum. Benti hann á, að sérhver und- anlátssemi væri veikleikamerki að dómi Rússa, og þess vegna bæri að sýna þeim alvöyu og festu. Mennfaskólðleikurinn frumsýndur annað kvöld MENNTASKLALEIKURINN 1950 verður frumsýndur í Iðnó á föstudagskvöldið klukkan 8. Nefnist leikritið „Stjórnvitri leirkerasmiðurinn“ og er eftir Ludvig Holberg. Leikstjóri er Baldvin Hall- dórsson. Sársaukabarnið. — Þjóðleikhúsið. — Þegar það er komið upp og tekur til starfa. — Hlutverkið. — Leikritasamkeppnin. — Ásóknin í frum- svninfraririða. ÞAÐ MÁ SEGJA, að Þjóð- leikhúsið sé okkar sársauka- barn. Engar áætlanir hafa stað- izt um byggingu þess eða úíbún- að, og fullyrða má að enginn sé fyllilega ánægður .með stað- setningu þess. Með síðasta at- riðið verður enginn ánægður fyrr en búið er að rífa hús í ná- grenni þess og opna því útsýn til allra átta. En hvað öðru viðvík- ur skulum við vona að þegar það er fullbúið og á að taka til starfa gleymist erfiðleikarnir, sem liðnir eru við að koma því á legg og við verðum stoltir af manndómi þess og glæsileik. ÞAÐ ER MEIRI viðburður en ég held að almenningur geri sér ljóst, þegar Þjóðleikhúsið tekur til starfa. Um leið verður brotið blað í listasögu okkar og sköpuð skilyrði fyrir vaxandi listastarf- semi í larídniu. Það sr ekki vegna þess að leiklist höfuðstað- arins fái nýtt veglegt hús til um- ráða, heldur miklu fremur af þvi að lög um þjóðleikhús kom- ast til framkvæmda og að þá vex þjóðarhreyfing um leiklist- ina. ALLMIKIÐ er nú rætt um starfsemi þjóðleikhússins fyrir þjóðarheildina. Um það skrifaði ég margt og xnikið fyrir nokkr- um árum. Það er vitanlega skylda þjóðleikhússins að veita allri leiklistarstarfsemi í land- inu forustu, að vera leiðbeinandi og hjálparhella leikfélaga og leikhópa um land allt, að halda uppi námskeiðum og kennslu í leiklist, að láta I té búninga, tjöld og önnuí gögn svo að leik- list geti blómgazt víða um land og að sjá svo um að lítil og dreifð leikfélög skorti ekki við- fangsefni. ÉG TEL, eins og ég hef áður sagt, að það sé mikils virði fyrir höfuðstaðarbúa að fá þjóðleik- húsið, en ég tel það ekki minna virði fyrir þjóðina í heild, því að það á að vera miðstöð leik- starfseminnar og út frá þeirri miðstöð eiga að ganga straum- arnir um landið allt. Við skulum vona að öllum þeim, sem eiga að stjórna starfsemi leikhússins, sé þetta ljóst. Það á að verða þjóð- leikhús í orðsins fyllstu merk- 'ingu. ÞAÐ HEFUR KOMIÐ nokk- uð á óvart hve mörg leikrit bárust í leikritasamkeppni þjóðleikhússins, og grunur minn er sá, að þar mundi kenna margra grasa og öll séu ekki upp á marga fiska, því að satt bezt að segja höfum við íslend- ingar aldrei staðið framarlega í þeirri eðlu kúnst að kunna að búa til leikrit, við höfum í raun og veru átt eitt mikið leikrita- skáld, Jóhann Sigurjónsson. En ef til vill vékur þjóðleikhúsið nýja list meðal okkar, ef til vill förum við nú að eignast fleiri og betri leikritaskáld. Hneykslið verður verra og verra I HVERT SKIPTI, sem frekari upplýsingar um Nýfundna- landshneykslið sjá dagsins Ijós, verður mál Björgvins Bjarnasonar flóknara, erfið- ara viðfangs og ógeðslegra á allan hátt. Fregn Alþýðu- blaðsins í gær þess eínis, að Björgvin sé nú búinn að setja skilyrði fyrir því, að hann greiði skuldir sínar hér heima, hafa vakið furðu manna, enda er ósvífni mansins með endemum, og þykir þetta að vonum gefa enn betur tilefni til þess, að gripið sé í taum- ana, Björgvin og bátar hans sendir heim og slíkir atburðir fyrirbyggðir í framtíðinni. ÞAÐ ER ÓNEITANLEGT, að Björgvin Bjarnason hefur með hinni frekjulegu fram- komu sinni og flótta héðan með skipin valdið miklum erfiðleikum. Nú segist hann skulu . greiða sjómönnum kaup sitt, ef hann fái útflutn- ingsleyfi fyrir skipunum fjórum. Það er ekki lítil ó- svífni að setja skilyrði fyrir því, að skuldir séu greiddar. En 'þó hefur Björgvin með flótta sínum komið sér þann- ig fyrir, að menn hér heima eiga um það tvennt að velja, að sjómennirnir fái þegar kaup sitt og Nýfundnalands- menn skipin, eða að íslend- ingar haldi skipunum, og sió- mennrinir verði enn að bíða um óákveðinn tíma eftir kaupinu. Ef Björgvin verður neitað um útflutningsleyfi fyrir skipunum (sem sjálfsagt verður að telja), fellur það ó- neitanlega í hlut einhverra aðila hér heima að sigla skip- unum heim og bera af því kostnað, sem vafalaust verður mikill. ÞAÐ ER EKKI fyrir leikmenn að komast til botns í hinni lagalegu hlið þessa máls. Menn spyrja, hvort ekki sé bannaður útflutningur á , skipum frá íslandi. Svo mun ' vera, en bátar Björgvins eru ! enn skráðir á ísafirði og hafa því löglega ekki verið fluttir I út. Það eru tveir til þri'r ís- I lendingar á hverjum, og þeir ! sigla undir íslenzkum fánum. | Menn spyrja, hvort ríkis- ' stjórnin geti ekki kallað Björgvin heim. Hún getur beðið hann að koma heim, en hún getur ekki fengið erlenda ríkisstjórn til að framselja hann, nema hann hafi verið dæmdur sekur hér heima utn glæpsamlegt athæfi; en sam- kvæmt lagaskilningi er ekki allt það „glæpramlegt“, sem er refsivert. Þannig mætti lengi telja erfiðleikana í sambandi við þetta mál, sem allir virðast gera Björgvin þetta glæfraspil auðveldara. ALÞINGI verður að taka þetta mál til meðferðar. Það ætti að skora á ríkisstjórnina að veita alls ekki útflutnings- leyfi fyrir bátunum, og leyfa henni að verja fé til þess að ná bátunum heim, ef ekki er hægt að fá þá heim á annan hátí. Það verður að taka á þessu máli með þeirri hörku, að slík hneyksli endurtaki sig ekki. UMRÆÐUR UM MÁL ÞETTA hafa orðið miklar hér á landi. Má vel sjá, hvernig hugsunar- háttur manna er á bví, hvern- \rs þeir líta á framkomu Björgvins. Einn hóþur manna telur, að Björgvin hafi sýnt áræði og sjálfsbjafgarvið- leitni, sem sé aðdáunarverð, og eigi vissulega að vera frjáls til að fara með skip sín hvert sem hann vill. Amiar hópur telur. að. hann hafi engan rétt til að rjúka burt með atvinnu- tæki landsmanna, og fram- korna hans öll sé hnéykslan- legt brask með atvinnu alþýð- unnar, og hið hættulegasta fordæmi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ fylgir seinni hópnum. Þeir, sem þannig hugsa, hugsa um hag alþýð- unnar fyrst — hugsa eins og •jafnaðarmenn. ÞAÐ ER eins og það sé útsala eða svartur markaður með illfá- anlega vöru hjá þjóðleikhúsinu. Ásókn manna í frumsýningarað- göngumiða er furðulega mikil og er hér fyrst og fremst um fordild að ræða. Sumir virðast þó ekki hafa áttað sig á þessu og vera nú farnir að afþakka frum- sýninfarmiða, en nógir. eru eftir til þess að valda óánægju og ekki öfunda ég þjóðleikhús- stjóra og starfsfólk hans af því að skilja sauðina fró höfrunum. Hannes á horninu. Hann les _ Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.