Alþýðublaðið - 09.02.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.02.1950, Blaðsíða 8
Gerizt áskr ifendor að AiþýðublatSinUe Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hring- ið í síma 4900 eða 4906. Fimmtudagur 9. febrýar 1950. Börn og unglir.gar. Komið og seljið j AlþýÖobíaðið. | Allir viljta kaupa i Alþýöublaðið. • / r B rir Kommumsia fn Borgþór Sigfússon endurkiörinn for- siiaðiir með yfirgnæfandi meirihluta. iiafvrirli um maf manna á góðu og illu AÐALFUNDUR SJÓMANNAFÉLAGS HAFNARFJARÐAR vai’ lialdinn í gærkvöldi; fór þar fram stjóriiarkosning og biðu kommúnistar herfiiegau ósigur. Kom áþreil'anlega í ijós það áí.it félagsmanna, að forustu félagsins væri bezt borgið i hönd- um alþýðuflokksmanna, og sýna úrslit stjórnárkosninganna, að frambjóðendur hans eiga yfirgnæfandi fylgi að fagna í félaginu. -----------------------------• Kosningar fóru þannig, 'að formaður var kosinn Borgþór Sigfússon með 112 atkvæðum, en formannsefni- kommúnista, Kr. Eyfjörð, hlaut 34 atkvæði. Þá hlaut. og Viggó Jónsson, ó- háður, 1 atkvæði. Ritari var kosinn Pétur Óskarsson með 125 atkvæðum, en Gísli Sig- urðsson og Halldór Hallgríms- son hlutu 11 • atkvæði hvor. .Gjaldkeri var kosinn Þórarinn Kr. Guðmundsson með 97 ,at- kvæðum; Magnús Þórðarson hlaut 38 atkvæði, en Þórarinn Sigurðsson 10. Pálmi Jónsson hlaut kosningu sem varafor- maður. með 86 atkvæðum. Karl Guðmundsson hlaut 25 og Þor- steinn Arndal 35; varagjald- keri var kosinn Magnús Sig- fússon með 74 atkvæðum; Jón- geir D. Eyrdal hlaut 46 og Sig- fús Magnússon 22. Fundurinn skoraði á alþingi að samþykkja frumvarp það um 12 stunda vinnutíma á tog- urum, sem nú liggur fyrir og einnig frumvarpið um vinnu- vernd og frumvarp til laga um öryggi á vinnustöðum. Fleiri mál lágu fyrir fundinum og var afgreiðslu þeirra frestað til framhaldsaðalfundar. SUNNUDAGINN 12. febrú- a. flytur prófessor Símon Jóh. Ágústsson fyrirlestur í hátíða- sai háskólans, er hann nefnir „Skilningstré góðs og ills.“ Erindið fjallar um mat manna á góðu og illu og gildi siðferðilegrar íhugunar og jjx;kkirgar fyrir breytnina. Mönnum dugir hvorki að fylgja aiinenningsáliti né óupplýstri samvizku sinni í breytninni. Aímenningsálitið er oftast margskipt og aldrei er nein trygging fyrir því, að meiri hlutinn hafi rétt fyrir sér. Mað- urinn verður því að taka sjálf- stæða afstöðu til almenningsá- litsins. Samvizkan er ekki heldur öruggur áttaviti um rétt og rangt. Þeir menn, sem van- rækt hafa skyldurnar gagnvart samvizku sinni, geta í góðri trú unnið ýmis hermdarverk. Siík samvizka er vansköpuð eða brengluð, hún er ekki öruggur m.ælikvarði á rétt og rangt og skortir algeran myndugleik. Að svo miklu leyti sem sið- fræðin fæst við rannsókni.r á siðferðilegum staðreyndum, er liún vísindi, en að því leyti sem hún fæst við mat á markmiðum siðgæðisins er hún ekki vísindi í strangasta skilningi. Við get- um ekki sannað eða ákveðið vísindalega þau siðferðismark- ínið, sem stefna ber að, þar með er þó ekki sagt að íhugun um mat á réttu og röngu sé fánýt. Síður en svo. Hún er mannin- um lífsnauðsyn, svo lengi sera hann kýs að vera maður en ekki dýr. í raun er því þannig farið, að flestir siðfræðingar eru furðu vel sammála um öil þau meginatriði, sem mönnum ber að keppa að í breytni sinni. íhugun um siðferðileg efni og þekking á þeim bætir stórum mat okkar á réttu og röngu. Samvizkan, sem við höfum að ieiðarsteini í daglegri breytni, verður að vera upplýst af allri þeirri reynslu og þekkingu, sem við getum aflað okkur. Af þessu leiðir aukið siðferðilegt gildi þekkingarinnar á öllum sviðum. Breytt menning og þjóðskipulag hafa í för með sér síbreyttar kröfur til breytni manna og leiða óhjákvæmilega tii endurmats á siðferðilegum verðmætum. Kvöldskemmtun Á-listans í Hafnarfirði efnir til hátíðarhalda næst komandi laugardag í Alþýðu húsinu og Góðtemplarahús- inu kl. 8,30 síðdegis, í tilefni af kosningasigri Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði, og verður þar margt til skemmt unar. Allt stuðningsfólk A-list- ans er velkomið, og er fólk beðið að panta aðgöngumiða sem fyrst. Schumacher sakar Bonnstjórnina um alvinnuleysið KURT SCHUMACHER, leiðtogi jafnaðarmanna á Þýzkalandi, flutti ræðu á stúd- entafundi í Köln í gær og réð- ist harkalega á Adenauer og stjórn hans. Sagði hann, að Adenauer og stjórnin í Bonn bæri ábyrgð á hinu mikla og vaxandi atvinnuleysi á Vestur- Þýzkalandi. Sagði Schumacher, að þýzþa þjóðin fengi nú að kenna á því, hvaða afleiðingar það hefði að hafa stutt til valda stjórn auð- mannanna og forréttindastétt- anna, enda væri stefna Bonn- stjórnarinnar sú að þjóna hags- munum kapítalistanna en berj- ast gegn verkalýðnum. Iþróííabandalag Reykjavíkur vil byggja fullkomið íþróttahús íþróttahúsið við Hálogaland aðeins bráðabirgðahúsnæði. -------.». — ÁRSÞING íþróttabandalags Reykjavíkur var sett á þriðju- daginn. Lögð hefur verið fram tillaga á þinginu um byggingu nýs íþróttahúss í stað íþróttahússins við Hálogaland, en þar er eins og kunnugt er stór birgðaskemma frá stríðsárunum, sem aldrei var hugsuð nema til bráðabirgða fyrir íþróttastarfsemina. Tillögunni um byggingu nýs ; á árinu, en þau voru allum- fangsmikil. íþróttahúss fyrir bandalagið var vísað til nefndar, og mun verða tekin endanleg afstaða til málsins á síðari hluta þings- ins, sem haldið verður um mánaðamótin. Viðhaldskostnaður íþrótta- hússins við Hálogaland er mjög' mikill, t. d. var á síðasta ári varið rúmum 30 þúsund krón- um til endurbóta og breytinga á húsinu. Telur bandalagið því brýna nauðsjm til þess að fara að hugsa fyrir nýrri íþrótta- húsbyggingu. Ýmis málefni íþróttahreyf- ingarinnar voru til umræðu á þinginu, og gaf formaður banda lagsins skýrslu um störf þess' því nær,þriðjungi minni. Síldveiði Norðmanna þegar orðin rúm- lega 3 millj. hl. SÍLDVEIÐI Norðmanna var síðast liðinn laugardag orðin 3.228.800 hl. eða 2.152 þús. mál. Af aflanum var ísað til út- flutnings 172.314 hl., saltaðir voru 344.918 hl., í síldarbræðslu fóru 2.629.150 hl. Á sama tíma í fyrra var síldveiði við Noreg Úrslit í sveitarkeppni Keppt verður í 11 sundgreinum. i. -,.■■■ , .... ÆGIR OG ÁRMANN gangast • fýrir sundmóti' í SundhÖll* inni í kvöld klukkan 8.30, en þátttakendur í mótinu eru sam- tals 76 frá 7 félögum. Alls verður.keppt í 11 sundg'reinum, og verður keppnin vafalaust mjög hörð í mörgum greinum, því þarna eigast við margir af kunnustu og beztu sundmönnum bæjarins, og auk þeirra eru nokkrir efnijegir utanbæjarmenra þátttakendur í mótinu. Meðal þeirra sundgreina, er* ’-------------- sérstaka athygli munu vekja, má nefna 300 metra skriðsund, sem er bikarkeppni. Þar eigast meðal annarra við Ari Guð- mundsson og Ólafur Diðriksson, sem báðir hafa unnið bikarinn, sinn í hvort sinn. Alls eru kepp- endurnir 8 í þessari grein. Meðal keppenda í 200 metra baksundi er Hörður Jóhannes- son, sem setti nýtt met' í 400 matra baksundi í vor, og Rúnar Hjartarson, sem einnig er mjög efnile'gur og talinn Herði hættu legur keppinautur. Alls eru 7 keppendur í þessari grein. í Kvennasundum eru meðal þátttakenda þær Anna Ólafs- dóttir, Þórdís. Árnadóttir og Kolbrún Ólafsdóttir, en þær eru allar kunnar sundkonur. í 4X50 metra boðsundi karla keppa sveitir frá öllum félög- unum, sem þátt taka í mótinu, og verður þetta án efa mjög hörð og skemmtileg keppni, því að sveitirnar eru allar mjög jafnar. Þá verður 50 metra skrið- sund drengja, en meðal þátt- takenda í því eru Pétur Krist- jánsson, Ármanni, og Þórir Ar- inbjarnarson, Ægi. Báðir eru þessir piltar mjög efnilegir sundmenn, sem mikils má vænta af. Enn fremur er 100 metra baksund drengja og 3X50 metra boðsund. Félögin, sem senda þátttak- endur til mótsins, eru þessi; Ármann með 23 keppendur, ÍR með 12, KR með 13, Ægir með 25 og Ungmennafélag Skagfirðinga, Ungmennafélag Reykdæla og Ungmennafélag Laugardæla með einn mann hvert félag. Fanney leitar nú síldar í Hvalfirði FANNEY hefur undanfarna daga leitað síldar í Miðnessjó, en er nú farinn í leitarleið- angur inn í Hvalfjörð og í sundunum hér við Reykjavík. Eins og getið hefur verið, hefur Fanney og aðrir bátar orðið vör síldar á allmiklu dýpi í Miðnessjó, en sama og engu náð. Missti Fanney net sín þar fyrir nokkrum dögum, er hún hafði lagt þau á 15 faðma dýpi, en síðar fékk hún um eina og hálfa tunnu af s.íld í net, er hún lagði. I fyrradag versnaði veðrið svo, að Fanney hélt til hafnar hér í Reykjavík, og lá það hér í fyrrinótt, en í gærmorgun fór skipið upp í Hvalfjörð og setl- ar nú að leita síldar þar. A SUNNUDAGINN laulí fiokkakeppni Bridgefélagsins, og bar sveit Zophoníasar Pét-» urssonar sigur úr býtum, hlaut ellefu stig. . Auk Zophoníasar eru í sveit- inni þessir menn: Jón Guð- mundsson, Halldór Dungal, Pét- ur Halldórsson, Sverrir Hall-' dórsson og Þorleifur Krist- mundsson. Úrslit í sveitakeppninni urðu að öðru leyti sem hér segir: Sveitir Baldurs Ásgeirssonar og Hermanns Jónssonar hlutu 10 stig, sveitir Einars Guðjohn- sens og Helga Guðmundssonar 9 stig, sveitir Einars B. Guð- mundssonar, Zophóníasar Bene- diktssonar og Tryggva Briem 8 stig, sveitir Ástu Flygenring, Frímanns Ólafssonar, Árna Jónssonar og Guðmundar Sig- urðssonar 6 stig, sveit Ingólfs Ólafssonar 4 stig og. sveitir Guðrúnar Rútsdóttur og Mar- grétar Jensdóttur 3 stig. Meistarakeppni í bridge hefst næst komandi sunnudag. Töidu sig ekki óhulia austan járntjalds TVEIR af forustumönnum kristilega flokksins á Austur- Þýzkalandi hafa flúið yfir á hernámssvæði tVeurvesldanna og beðið þar u mhæli, þar eð þeir töldu sig ekki lengur ó- hulta austan járntjaldsins. Hafa menn þessir að undan- förnu verið bornir þeim sökum af kommúnistum, að þeir væru „föðurlandssvikarar" og , glæpa menn“, og töldu þeir víst, að þeir yrðu handteknir og fang- elsaðir af andstæðingum sín- um, ef þeir veldu ekki þann kost að flýja land. Rússar og Kína Framh. af r. síðu. leynilegu viðræður í Moskvu staðið lengi yfir. í París og Washington er þó búizt við, að Rússar muni knýja fram vilja sinn, en yfirráð þeir.ra yfir hafnarborgunum sjö í Norður- Kína tryggja þeim alger yfir- ráð á Gula hafinu og veita þeim aðstöðu til að einangra Suður-Kóreu annars vegar og Mansjúríu og Innri-Mongólíu hins vegar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.