Alþýðublaðið - 22.02.1950, Síða 5

Alþýðublaðið - 22.02.1950, Síða 5
B'IiSvikudagur 22. febrúar 1950 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 r; I SÍÐAN árið 1934 hef ' ég aldrei séð eða heyrt nafn Hart- vigs Frisch svo, að ég hafi ekki tninnzt bókar hans, Pest over Europa. Sú bók kom út sáma árið og Hitler komst til valda í Þýzkalandi. Eftir áramótin 1933—34 náði ég í þessa bók og las hana af hinni mestu áfergju. Höfundurinn var maður, sem hafði til að bera mikla þekk- íngu og sérstæða rökvísi, raun- sær maður í bezta lagi og um leið einlægur unnandi andlegs frelsis, háleitra hugsjóna. og sannrar mannhelgi. Sú aukna. þekking, sem bókin veitti mér, varð. mér síðan mikils virði og enn fremur hitt, að ályktanir höfundarins um tvíhöfðaða ó- freskju nazisma og kommún- Isma voru í innilegasta sam- ræmi við skynsemi mína og eðlisávísun og meðfædda and- úð mína á hvoru tveggja: kúgun og undirlægjuhætti. Upp frá þessu hef ég haft hinar mestu mætur á Hartvig Frisch sem inthöfundi og persónuleika og lesið flest það, sem frá hans Iiendi hefur komið. En nú er hann allur; nú býr hann hvorki öér né öðrum í hendur ný vopn gegn kvalalostugum harðstjór- um og þýljmdum þjónum þeirra, •— og ,ekki mun hann smíða, andlegu frelsi, mannúð og mannhelgi fleiri brynjur en hann hefur þegar gert. Hartvig Frisch fæddist í Hilleröd á Sjálandi 17. janúar 1893, og var hann sonur skóla- stjóra þar í borginni. Frisch yarð stúdent 1910 og kandídat með latínu sem aðalnámsgrein árið 1917, en hafði 1914—’15 Verið kennari við menntaskól- ann í Sórey. Árin 1917—1923 Var hann adjunkt við Aarhus Katedralskole og frá 1923—’29 við Metrópólítanskólann í Kaupmánnahöfn. Við. sama skóla var hann svo lektor frá 1929—’41, en það ár skrifaði liann doktorsritgerð um stjórn- skipun Aþenubúa til forna. Þykir hún afbragðsrit, og öll framkoma Frisch, þá er hann varði ritgerðina, þótti afburða glæsileg. Hann varð svo pró- fessor í fornmálunum við Kaup- mannahafnarháskóla 1941 - og gegndi hann því embætti, unz hann varð menntamálaráð- herra í stjórn Hans Hedtofts árið 1947. Hann gekk í Alþýðuflokkinn danska 1911, og ræddi hann -mikið félagsmál og stjórnmál í studentafélagi þeirra alþýðu- flokksmanna, en einnig í Stu- dentersamfundet, félagi danskra stúdenta af öllum flokkum, og var hann formaður þess 1923— 1925. Árið 1926 bauð hann sig fram til þings á Láglandi, og var hann síðan einn af þingmönn- um Láglendinga til dauðadags. Frá 1935—'40 var hann for- maður þingflokks jafnaðar- manna og hafði orð fyrir þeim í þjóðþinginu, en þá er Þjóð- verjar höfðu hernumið Dan- mörku, dró hann sig í hlé frá hvoru tveggia þessara trún- aðarstarfa. Þjóðverjar höfðu á honum hinn versta bifur, og auk þess mun hann vart hafa treyst sér svo til að sigla milli skers og báru, sem nauðsyn- legt mun hafa verið talið, eins og á statt var. Frá 1939-’45 var hann í miðstjórn Alþýðuflokks- ins, en allt frá 1924 var F'risch í nánum tengslum við höfuð- blað flokks síns, og þangað til Hartvig Frisch - Hartvig Frisch. hann varð ráðherra ritaði hann í það um stjórnmál og menn- ingarmál, og bókmenníalegur ritstjóri þess var hann á árun- um milli 1930 og ‘40, þó að Júl- íus Bomholt, núverandi forseti þjóðþingsins og af mörgum tal- inn væntanlegur eftirmaður Frisch sem menntamálaráð- herra, ritaði flesta ritdóma í blaðið á þeim árum. Frisch starfaði í mörgum veigamestu nefndum þingsins, var t. d. í ut- anríkismálanefnd frá 1945 og þangað til hann varð ráðherra — og um hríð formaður hennar. Hann var einn af fulltrúum Dana á fundum þjóðabanda- lagsins og í alþjóðlega þing- mannasambandinu, og var hann í stjórn þess. Ilann mætti á stofnfundi sameinuðu þjóð- anna og síðan á fundum þeirrar stofnunar, unz hann varð ráð- herra. Hann var í fulltrúaráði þjóðbankans —• og í útvarps- ráði frá 1930—1947. ! Hartvig Frisch var veiga- mikill rithöfundur, hugsunin skörp og rökvís, framsetningin ljós og stíllinn jafnvægur, í burðarlaus, en lífrænn. Sem vísindamaður var Frisch talinn gæddur ágætum gáfum, og þótti hann einkum afbrigða skarp- skyggn á sögu Grikkja og Róm- verja og þau öfl, sem þar reynd- ust örlögþrungin. Hann hafði og sérlega gott lag á því, að draga af sögu þessara fornu öndvegisþjóða verðmætar á- lyktanir um nútímann. Þrátt fyrir það, að doktorsritgerð Hartvigs Frisch var hin glæsi- legasta, efuðust ýmsir um, að hann mundi sem prófessor hal^a sér að samningu vísinda- legra rita, en hann gaf út mörg slík rit þau sex ár, sem hann var prófessor, og einkenni þeirra vísindarita hans, sem ég hef lesið, er það, að auk þess, sem vísindaraenn telja þ.au hin merkustu frá fræðilegu sjónar- miði, hafa þau mjög mikið ai- mennt gildi, eru svo Ijóst skrif- uð, að þau koma að gagni hverjum greindum og sæmi- lega upplýstum manni. Af rit- um Frisch vil ég einkum benda þorra greindra manna á íslandi á Pest overJSuropa og' Europas kulturhistorie, en hún kom út árið 1928 og mun koma út í nýrri og endurskoðaðri útgáfu á þessu ári. Þessi rit feia í sér mikinn fróðleik, eru hin ágæt- asta vörn andlegs frelsis og meinlegur þröskuldur á vegi ofstækis- og einræðismanna og málaliðs þeirra eða ginningar- fífla, svo á íslan.di sem í Dan- mörku. Sem kennari var .Hartvig Frisch mjög rómaður. Andlegt fjör hans, þekking hans og framsetningargáfa voru eigin- ieikar, sem voru vel til þess fallnir að hrífa nemendurna, hvort sem þeir voru lítt þrosk- aðir unglingar eða menn, sem höfðu náð allmiklum þroska og vcru teknir að fara sínar eigin brautir í hugsun. Sem stjórnmálamaður var Hartvig Frisch mjög mikilhæf- ur. Hann var ágætur ræðumað- ur, svo mælskur, að hann talaði um hin vandasömustu mál án þess að hafa skrifaðar ræður, Hann var oft harðskeyttur og allóvæginn, en þó drengilegur í hvívetna, svo að jafnt flokks- bræðrum sem heiðvirðum and- stæðingum ber saman um það, að hann hafi öðlazt traust og virðingu allra þeirra, er með honum unnu, hvað sem á milli bar í skoðunum. Hann var á- vallt hreinn og beinn, jafnvel svo óvenjulega bersögull, að flestum öðrum hefði orðið hált á slíku — en drengskapur hans og manndómur fékk því áork- að, að ekki féll á hann varan- legur skuggi, jafnvel þá, er hann hélt fram mjög óvinsæl- um skoðunum og óþægilegum fyrir hans eigin flokk. Hann sýndi og það, að hann, þessi lærði bókabéus, gat sett sig flestum betur inn í hin vanda- sömustu fjármál og atvinnumál og tekið forustuna um lausn sumra þeirra. Hann vann sér geipimikið álit sem mennta- málaráðherra, svo að sæti hans þykir þar mjög vandskipað. Hann leysti ýmis vandamál, sem legið höfðu frá tíð fyrrver- andi ráðherra, en kom og fram með fjölda af gagnlegum ný- mælum. Hann fékk samþykkt ný lög um yfirstjórn barna- fræðslu og um eftirlit með barnaskólum; hann fékk til leiðar komið slíkum stuðningi við danska myndlist, að lista- menn hafa ekki nægilega sterk orð honum til hróss; hann hækkaði styrki til rithöíunda, og nú liggur fyrir þinginu frá hans hendi breyting á lögum um alþýðubókasöfn, sem á að koma því til vegar, að betra lag Skinnaverksmiðjunnar Iðunnar, Akur- eyri, verður opin í dag og næstu daga frá kl. 10 f. h. til kl. 8 e. h. í Kirkju- stræti 8. Samband ísl samvlnnuiélaga. Vörujöfnus? KRON Y1-V2-V3 Þeim félagsmönnum, sem eiga ónotaða yörujöfnun- arreiti VI, V2, V3 á vörujöfnunarkorti 1949 — 1950, vero ur gefinn kostur á að nota þessa vörujöfnunarreiti til inn- kaupa á vefnaðarvörum og skófatnaði og hefst þessi vöru. jöfnun fimmtudaginn 23. febrúar. Byrjað verður að afgreiða nr. 1. Þeir félagsmenn, sem áttu að fá afgreiðslu dagana 17. og 19 desember (nr. 4221 og yfir), en gátu þá eigi kom- ið, fá afgreiðslu tvo fyrstu daga jöfnunarinnar. Nánar auglýst um afgreiðsluröð í matvörubúðunum. komist á þessar stofnanir og að þær verði til í hverri sveit og hverju þorpi í Danmörku. Þá þykir hann hafa sýnt afbrigða lagni, þá er hann kom fram mjög umdeildri breytingu á réttritun Dana, og tókst honum þar að sameina menn úr öllum flokkum, þá menn, sem málinu voru velviljaðir, en þetta var annars mesta æsingamál. Hartvig Frisch lá alllengi í sjúkrahúsi, áður en hann lézt, og upp á síðkastið vissi hann, hvað í vændum var. Hann tók þeirri vitneskju með frábærri stillingu og hafði fram á sein- ustu stundu hugann við óleyst vandamál þjóðar sinnar og mannkynsins alls. Upp úr klukkan níu að kvöldi föstu- dagsins 10. þ. m. ræddi hann í heilan klukkutíma við vin sinn og samstarfsmann, Hans Hed- j toft forsætisráðherra — cg átta j síundum eftir að þeir kvöddust var það rúm autt á sviði stjórn- mála og menningarmála, sem Hartvig Frisch hafði skipað. Fjöldi manna, innan lands og utan, skoðanabræður og and- stæðingar, hafa látið í Ijós söknuð sinn út af fráfalli Hart- vigs Frisch og vottað minningu. hans virðingu. Daginn eftir lát hans birtust í Social-Bemo- kraten meðal annars ummæli foringja allra lýðræðisflokk- anna í Danmörku um hinn látna afburðamann. Foringi íhaldsmanna, Ole Björn Kraft, segir meðal ann- ars: ,,Á þeim viðsjálu árum, sem framundan eru, mun mjög verða saknað þessa forvígis- manns lýðræðisstefnunnar í Danmörku." Vinstri maðurinn Thorkil Kristensen, fy^rverandi fjár- málaráðherra, segir: „Þrátt fyrir mikla þekkingu og um flest ákveðnar skoðanir var hann á mörgum sviðum leit andi andi. Hann vildi gjarna finna færar leiðir í hinum nýja bg viðsjála heimi, sem við nú lifum í. Hann hlustaði mjög fúslega á aðra menn gera grein fyrir hugsunum sínum og hafði mikinn áhuga á að ræða þær. Á þessum tímum, þegar svo margir ganga í skoðanaílíkum, | heir hafa keypt í búð. er það hressandi að hitta slíkan mann.“ Jörgen Jörgensen, fyrrum menntamálaráðherra og lengi foringja radikala flokksins, far- ast þannig orð: | „Við fráfall Hartvígs Frisch 1 er orðið það skarð fyrir skildi, sem enginn getur fyllt.“ LoKs segir Hans Hedtoft í stuttri umsögn: „Frelsi, sannleiki, mannúð og þjóðfélagslegt réttlæti voru hornsteinar lífsskoðunar ha.ns og stjórnmálastarfsemi.“ Hartvig Frisch er fallinn í valinn, en lengi mun starf hans og stefna hafa áhrif sem heiíur og lífgandi straumur í dönsk- um stjórnmálum og menningar- lífi — og rit hans eru þannig, að vel mættu þau verða íslend- ingum að gagni í viðnámi við bölvöldum veraldar og í sókn gegn þeím íslendingum, sem þrá að mega hjálpa til við að leggja fjötra austrænnar harð- stjórnar og villimannlegs kvala losta á þjóð sína, þá er hún loks hefur hlotið mannsæmandi lífskjör. Kaupmannahöfn, 14. 2. 50. Guðm. Gíslason Hagalí.n- Bazar Kvenfélags Álþýðuflokkslns KVENFÉLAG ALÞÝÐU- FLOKKSINS í Reykjavík hef ur ákveðið að halda hinn ár- lega bazar sinn 6. marz n. k. Stjórn félagsins heitir því á allar félagskonar að bregðast vel við að þessu sinni eins og endra nær og gefa muni á bazarinn. Það er að vísu öílum Ijóst; að á þessu eru miklir örðugleikar, sökum þess hví- líkur skortur er á efni til þess að vinna úr. En af því tileíni skal á það bent, að í.þessu sem öðru félagsstarfi er það aðal- atriðið, að þátttakan sé sem mest, og þótt framlag hvers fyr ir sig sé ef til vill ekki svo stórt, þá safnast, þegar sam- an kemur. Félagskonur og svo aðrir, sem kynnu að vilja styrkja bazarinn. geta skilað munum til hverfisstjóranna og fimrn eftirtaldra kvenna, sem skipa bazarnefndina: Herdís Bryn- jólfsdóttir, Laugaveg 68, Ingi- björg Magnúsdóttir, Bergþóru götu 23, Emilía Höller, Laugar veg 58, Rannveig Eyjólfsdótt- ir, Ásvallágötu 53 og Guðmý Árnadóttir, Blómvallagötu 13. lesið Álþýðublaðið 1

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.