Alþýðublaðið - 28.02.1950, Page 5

Alþýðublaðið - 28.02.1950, Page 5
ÞriSjudag'ur 28. febrúar 1950. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Gylfi Þ. Gíslason: Perjónuleiki í prófraun. ★ StúdenfafélagsMur verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í Listamann.askálanum. Umræðuefni: Tillögur ríkisstjórnarinnar í fjárhags- og atvinnumálum. Frummælendur: Ólafur Björnsson prófessor, Gylfi Þ. Gíslason prófessor, Jónas Haralz hagfræðingur og Klem- enz Tryggvason hagfræðingur. Að framsöguræðum loknum verða frjálsar umræður eftir því sem tími vinnst til. Öllum studentum, sem framvísa félagsskírteinum, er heimill aðgangur að fundinum. Þeir stúdentar, sem enn hafa ekki vitjað félagsskírteina, geta fengið þau í Lista- mannaskálanum í dag kl. 5—7 og við innganginn. Af- greiðsla hvers skírteinis tekur nokkra stund, og ættu þeir, sem vilja komast hjá bið, því að vitja skírteina sinna sem fyrst. Stúdeníafélag Reykjavíkur. vantar að Hótel Borg. Uppiýsingar í skrifstofunni. Látið mig semja bréf vðar og ritgerðir. Annast einnig hliðstæð verkefni — á íslenzku; — Er við kl. 1—4 e. h. Herbergi nr. 15. Kirkjustræti 2. Svara ekki í síma. ÐAGUR AUSTAN. HINN 27. janúar birtist í Þjóðviljanum grein eftir hr. Þórberg Þórðarson rithöfund. Nefndist hún í myrkri per- sónuleikans og var rituð í til- efni af stúdentafundi þeim um andlegt frelsi, sem haldinn hafði verið hálfum mánuði áð- ur. Hr. Þ. Þ. deilir þar mjög á mig fyrir ræður þær, sem ég flutti á fundinum. Hann segir þær að vísu ekki hafa verið „þynnri“ eða „óheiðarlegri" en ræður annarra, en kveðst hins vegar gera meiri kröfur til ,,herra“ í minni stöðu en ,,ó- brotinni kontórakademikara". Síðan segir hann um „frammi- stöðu“ mína, að hún hafi ver- ið ,,óhrein“, ,,barnaleg“, ,,ó- svífin“, ,,fávísleg“ og „leiðin- Ieg“, hann talar um „barna- skap“ minn, „andlega van- þroskun", „einfeldni“, „ó- svífni“, ,,fáfræði“, „fíflskap“ og „óráðvendi í málsfhitningi“, hann segir, að „frammistaða“ mín hafi verið „ein vanvirða*' toæði fyrir sjálfan mig og próf- essorsembættið, og harm kveð- ur mig hafa látið það sæm.a stöðu minni að „ségja lygasög- nr, falsa röksemdir og afsaka ofbeldi11. Þennan hógværa dóm um ræður mínar, sem útvarpshlust endur hafa átt kost á að heyra, eins og þær voru fluttar, auk þess sem hin lengri þeirra hef- ur verið prentuð í Alþýðu- blaðinu, rökstyður rithc'ifund- urinn með því að nefna þrjú at riði úr ræðunum, þ. e. frásögn rnína af heímsókn Harolds Laskís prófessors til Litvínoffs hjónanna, söguná'úr rúmensku barnaskólabókinni um Lenín <og bandhnykilinn og tilvitnun- ina í ummæli Karls Marx um gildi ritfrelsis. Hörðustum orð- um fer hr. Þ. Þ. um frásögn mína af heimsókn Laskís til Litvínoffs og gefur ótvírætt í skyn, að ég kunni að hafa bú- íð hana til. Að svo búnu segir hann: „Ef Gylfi hefur ekk' sjálfur sett þetta bull í senu, þá er ekki nema tvennt til: Annað hvort hefur Laskí log- ið þessu í hann eða — og það þykir mér líklegra — að hann hefur lesið þetta í. einhverju Rússahatursmáltóli, það hafi svo einhvern veginn skolazt í höfðinu á honum, að Laskí hafi sagt horium það. Öll auð- valdsblöð mora af svipuðum kjaftasögum um Sovétlýðveld- in. Þessu verð ég að trúa, þar til ég fæ skýlaus rök fyrir öðru sannara“. Með öðrum drðum: Hr. Þ. Þ. staðhæfir, að hafi ég ekki log- ið þessari sögu upp sjálíur, þá hafi ég a.m.k. logið því, að Laskí hafi sagt mér hana. í tilefni af þessu skrifaði ég próf. Laskí bréf það, sem hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu: Reykjavík, 29. jan. 1950. Kæri prófessor Laskí. Þegar við hittumst sumarið 1947, sögðuð þér mér frá síðasta samtali yðar við generalissimo Stalín og heimsókn þeirri, sem þér fóruð í áður til hr. Litvín- offs. Á umræðufundi um and- legt frelsi í Síúdentafélagi Reykjavíkur sagði ég m. a. sög- una af heimsókn yðar til hr. Livínoffs, þ. e. að þér hafið heimsótt hann án leyfis utan- ríkisróðuneytisins rússneska og með því komið honum og konu hans í nokkur vandræði. í blaði kommúnista hefur ver- ið ráðizt á mig fyrir ræður mínar á þessum fundi. í sam- bandi við það, scm ég sagði um yður og hr. Litvínoff, hef- ur einii af þekktustu rithöfund um þjóðarinnar hr. Þórberg- ur Þórðarson, staðhæft, að annað hvort ég eða þér hljót- ið aft segja ósatt. Ég væri yðitr þakklátitr, ef þér skrifuðuð mér fáeinar lín- ur um heimsúkn yðar (ii hr. Litvínoffs og leyfðuð mér að prenta þær í grein, sem ég ætla að skrifa. Yðar einlægur Gylfi Gíslason'*. Mér barst svar það, sem hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu: Kæri hr. Gíslason. ,,Það er eðlilegt, að aðdáend- ur Sovétríkjanna neiti öllu því, sem er málstað þeírra til jafnmikils hnekkis og sagan, sem ég sagði yður um herra og frú Litvínoff. Engu að síður cr hún sönu, eins og ég sagði hana, þótt rií höfundurinn, sem þér nefnið, virðist beita þeirri algengu starfsaðferð kommúnista að neita því, sem óþægiícgt er fyrir þá að játa. YÚar einlægur Harold J. Laskí“. Með þessu er það fullkom- lega afsannað, sem hr. Þ. Þ. gaf í skyn í grein sinni, að ég hafi skrökvað upp sögunni um heimsókn Laskís til Litvínoffshjónanna. Það er líka fullsannað, að sú staðhæfing hr. Þ. Þ. er röng, að hafi ég ekki „sjálfur sett þetta bull í senu“, þá hljoti ég að hafa lesið betta í „einhverju Rússahatursmáltóli ‘ og „það hafi síðan einhvern veginn skolazt í höfðinu" á mér, að Laskí hafi sagt mér þetta. Ég hefi haldið, að uridir venjulegum kringumstæðum væri hr. Þ. Þ. ljóst, að þeð er nokkur ábyrgðarhlúti að bera mönnum á brýn, að þeir segi ósatt. Ég hefði óneitanlega gerzt sekur um mjög alvar- legt afbrot, ef ég hefði annað j hvort skrökvað þessari sögu upp eða lesið hana einhvers staðar og síðan borið próf. Harold Laskí fyrir henni, heimskunnan msindamann á sviði þjóðfélagsmála. Að fram- an hefi ég sannað hr. Þ. Þ., að ég hef gerzt sekur um hvor- ugt, svo að líklega er óhætt að telja hann hafa verið dálítið óvarkáran í dómum sínúm. Nú reynir á persónuleika hr. Þ. Þ. Eleiri en ég ntunu bíða fregna af því með eftirvamt- ingu, hvaða siðaiögmál hann kýs að hafa í heiðri. Um hin tvö atrlðin, sem itr. Þ. Þ. víkur aö úr ræðum mín- um, get ég vcriö mjög fáctð- ur. Ég sagði auðvitað frá sög- unni úr rúmensku barnaskóla- bókinni fyrst og fre / st til garn ans, ég nefndi hana sem spaugi legt dæmi þess. sem gerzt gæti þar. sem er einstefnuakstur í menningarmálum. Mér hefur að sjálfsögðu aldrei komið til hugar að kveða upp neinn alls- herjardóm um menningarhf austan járntjalds á grundVelli skringilegrar helgisögugerðar einhvers rúmensks barnabók- arhöfundar. Slíkt er jafnfjarri mér og það væri að firrtast ó- skaplega fyrir hönd. vestrænn- ar menningar. þótt einhver kommúnisti segði frá einhverj- um bjánaskap. sem einhvern tíma hefði verið sagður vestur í Ameríku eða í einhverju öðru lýðræðisríki, og mér finnst viðkvæmni hr. Þ. Þ. og ýmissa annarra gagnvart þess ari helgisögu næstum enn þá spaugilegri en sagan sjálf. Ég hef skýrt opinberlega frá því, að frásögn þessi birtist í danska blaðinu Information (26. 8. 48), blaði dönsku frelsishreví- ingarinnar, eina danska stór- blaðinu, sem er óháð stjórn- málaflokkum. Það getur varla talizt sérstök goðgá að segja frá því, sem birzt hefur í slíku blaði, þótt frumheimildir séu ekki fyrir hendi. Annars hef ég að gamni mínu gert ráðstaf- anir til þess að fá örugga staö- festingu á þessari fregn. Það tekur að vísu lengi’i tíma að fá upplýsingar irá Rúmeníu en Englandi, svo að ég get ekki sagt frá árangrinum nú, en ég hefi ástæðu til þess að vara hr. Þ. Þ. við því að vera mjög stór- orður í staðhæfingum um, að saga þessi standi ekki í neinni rúmenskri bók og það sé rógur nm austræna menningu að hafa hana eftir. Þá las ég i síðari ræðu minni á fundinum nokkrar setningar úr grein, sem Karl Marx skrif- aði í Rheinische Zeitung í maí 1842 um rjtfrelsi og ritykoðun. Ummælin vírtust styðja minn málstað, en ekki málstað hr. Þ. Þ. Það er þess vegna líklega ekkert undarlegt, að hér skuli hafa birzt „annaðhvort fá- fræði prófessors Gylfa eða sér- leg óráðvendni í naálflutningi“. Ég hefði í sjálfu sér vel get- að unnt hr. Þ. Þ. hess, að ekki hefði verið vakin frekari at- hygli á grein hans í Þjóðvilj- anum 27. janúar. Hann segir þar m. a„ að sér hafi leiðzt' á umræddum stúdentafundi. ..Mér leiddist þarna“, segir hann, og lýsir því síðán, hvernig hann hafi revnt að d.r'eifa ,,ömurleikatilfmnmgu“ sinni með því að skooa stál- þráðartæki, sem ræður manna voru teknar á. Það, sem vald- ið hafi leiðindum sínum og þmurleikatilfinningu, segir hann, að hafi verið aumkunar- verð frammistaða andstæðinga sinna, hún hafi verið svo óskap leg, að úr sér hafi dregið ail- an mátt til að svar.i spurning- um þeirra og taka til máls öðru sinni! Hann segir jafn- vel, að sér finnist hann varla eiga heipta í menningarþjóð- félagi eftir það, sem gerðist á þessum fundi! hliðsjón af þessari skýringu á því, hvers vegna hr. Þ. Þ. vildi ekki svara spurningum þeim, sem ég beindi til hans, er það e. t. v. ekki undarlegt, að hann skuli hafa þurft stór orð til þess að lýsa „frammistöðu“ minni og annarra andstæðinga sinna. Hér að framan hefi ég hins vegar sýnt fram á, að að- alatriði dóms síns hefur hann byggt á röngum forsendum. Þannig léridir persónuleiki hr. Þ. Þ. í dálítilli prófraun, óg má þar bregðast við á margan hátt og misjafnlega drengilegan. En hvernig svo sem hr. Þ.Þ. kýs að bregða við, vona ég, að það geti orðið honum til góðs að íhuga það, sem hefur hent hann að þessu sinni. Eg vona að það geti m. a. orðið til þess, að hann gæti sín betur næst, þegar hann tekur sér penna i hönd og er þungt í skapi. • Gylfi Þ.' Gíslason. nýtur sívaxamli vinsælda. KOSTAR AÐEINS: Kr. 340,00 í erlendum gjaldeyri. Kr. 600.00 í útsölu hér, Útvegum við gegn nauðsynlegum leyfúm. Sýnishorn fyrir hendi. r Hafnarstræti 5.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.