Alþýðublaðið - 21.03.1950, Side 5

Alþýðublaðið - 21.03.1950, Side 5
Þriðjudagur 21.! marz 1950. ALÞYfiUBLAPIÐ BÆKUR OG HÖFUNDAR ímjuríir og annar gróður SÍÐASTA RITGERÐASAFN Halldórs Kiljans Laxness, ,,Reisubókarkorn“, minnir á garð, sem prýddur er nokkrum ílmjurtum, en hefur einnig að geyma mikið af öðrum gróðri. Maður rifjar upp fyrir sér nið- urlagsorð „Birtíngs“ og óskar jaess, að höfundurinn legði aukna alúð við að rækta garð- inn sinn. Laxness er fjölhæfur rithöf- undur, og „Reisubókarkorn" er margbréytileg bók í meira Iagi og skemmtileg aflestrar, þó að oftast valdi því fremur fram- setning en efni. Bókin er safn ritgerða og greina, sem höfund- urínn hefur birt í blöðum og tímaritum undanfarin ár. Lax- ness virðist hafa tínt tii allt af þessari framleiðslu sinni, þegar hann bjó bókina undir prentun. Sumar greinarnar eru þó væg- ast sagt úreltar við útkomu íbókarinnar. Lesandanum bregð- ur í brún við að rekast á end- iurprentaða dægurgrein, þar sem Wailace er spáð sigri í for- setakosningunum í Bandaríkj- iunum, þó að löngu sé kunnugt, að hann reyndist eiga minna fyígi að fagna en frambjóðend- «r góðtemplarareglunnar og náttúrulækningafélagsins. Svip- að er að segja um flestar þær greipar bókarinnar, er fjalla um innlend stjórnmál og aðild Islands að samvinnu og varnar- samtökum lýðræðisríkjanna. Þær eru í slíkri mótsögn hver við aðra, að áróður þeirra og á- lyktun missir marks, svo að andmæli verða óþörf. En víst er gaman að því, sem Laxness dettur í hug, og frarnsetningu hans á skoðunum sínum. Ritgerð eins og Lítil saman- t'ekt um útilegumerm á sér sennilega sögu, er ekki hefur verið rakin. Höfundurinn hef- ur lagt mikla vinnu í að afla þessa efnis og athuga það. Mann grunar, að Laxness hafi stofnað til þessarar könnunar á útilegumannasögum í öðrum tilgangi en heyja efni í ritgerð. Kannski hefur vakað fyrir hon- um að skrifa skáldsögu um úti- iegufóík. Sé sú tilgáta rétt, hef- ur Laxness bersýnilega horfið frá þessu ráði einhverra orsaka vegna og gramizt tímatöfin og fyrirhöfnin. Ályktun ritgerðar- innar gæti einmitt stafað af slíkri gremju, því að hún er hvorki vísindaleg . né sannfær- andi. Sérstök ástæða er til að benda á greinina Eftir gesta- boðið. Hún er skrifuð í minn- ingu Erlendar í Unuhúsi og bregður upp í skæru Ijósi fág- aðrar ritsnilldar og skarprar hugkvæmni skýrri og fagurri mynd þessa manns, sem kvað hafa verðskuldað allt það mikla lof, er borið var á hann látinn. Afmæliskveðjan til frú Hlínar í Herdísarvík er raunar mikl- um mun rislægri, en verður þó minnisstæð, vegna einlægninn- ar og hlýjunnar. Tign Herdís- arvíkur og persónuleiki frú Hlínar hefur hitt viðlWæman streng í brjósti skáldsins. .Megingildi bókarinnar er greihar hennar um bækur og rithöfunda. Laxness hyllir Sig- urð Nordal sextugan, fagnar Kalídór Kiljan Laxnsss. íslenzku þýðingunni á „Jó- hanni Kristófer“ og kynnir Romain Rolland löndum sín- um, fjallar um vísnagerð ís- lendinga, skrifar í gáska um Þórberg Þórðarson sextugan, en af virðingu um Gunnar Gunnarsson á sömu tímamót- um ævinnar, minnist Arnar Arnarsonar í tilefni af nýrri út- gáfu ljóða hans og leggur út af kvæðinu Þá var ég ungur, skip- ar Jóhannesi úr Kötlum fimmt- ugum á þjóðskáldabekk og rek- ur kynni sín af Nonna. í við- bæti minnist hann svo Strind- bergs á danskri tungu og ræðir norræna bókaútgáfu í grein ritaðri á ensku. Fyrri greinin er merkileg að því leyti, að Laxness metur Strindberg svo mikils, að hann gengst við því að hafa orðið fyrir áhrifum af skáldskap hans og skoðunum og þakkar honum að verðleik- um lærimeistarastarfið rnjög á aðra lund og sómasamlegri en IlamsUn og Hemingway, sem hann hefur þó meira af þ.egið. Síðari greinin væri betur ó- skrifuð, nema vakað hafi fyrir höfundinum að narrast að les- endunum. Af greinum þessum um bæk- ur og rithöfunda ber ritgerðin um Nonna mjög af. Hún lýsir séra Jóni Sveinssyni snilldar- lega og hefur auk þess að geyma ýmsar athyglisverðar játningar. Raunar er jafnan því líkast sem Laxness fari hjá sér, ef hann minnist á þau löngu liðnu ár, þegar hann var í vist hjá kaþólskum. En Nonna- greinin ber því vitni, að þetta tímabil hefur reynzt honum mun meira virði en hann vill U nnn LOFTUR GUÐMUNDSSON er svo fjölhæfur rithöfundur, að maður getur átt á öllu von frá hans hendi. Nú síðast hef- ur hann auðgað barnabók- menntir okkar að ágætri sögu’, sem hann nefnir „Síðasti bær- inn í dalnum“. Sagan er skrifuð í þjóðsagna- stíl, og hefur höfundurinn sýni lega strax í upphafi ætlað henni það hlutverk að verða efni og texti samnefndrar kvik myndar, er frumsýnd var fyrir skömmu hér í bænum. Þetta er ævintýri, sem byggt er á ís- lenzkri þjóðtrú, en höfundin- um tekst eigi að síður að tengja það samtíðinni og gera söguna nýstárlega. Því veldur tækni hans og hugkvæmni. Gerð sögunnar er hnitmiðuð, hún er bráðskemmtileg aflestr ar og í senn við hæfi barna og fullorðinna. Loítur ætti að gera meira að því hér eftir .en hing- að til að skrifa fvrir börn og unglinga, því að auk rittækn- innar og hugkvæmninnar þekk ir hann mætavel sjónarmið og hugmyndaheim yngri lesend- anna, enda hefur hann til brunns að bera í því efni bæði menntuh og reynslu. Rithöíund ar okkar hafa til þessa lagt of Iitla rækt við barnabókmennt- irnar. Þetta er mjög miður farið og sannarlega sárt til þess að vita, að meginhlutinn af les efni barna og ungiinga hér á landi sé þýddar sögur, sem allt of oft eru valdar af handahófi, og auk þess margar hverjar ís- lenzkaðar af bögubósum, er vonandi eiga ekki sína líka annars .staðar í heimsbyggð- inni. Loftur Guðmundsson ætti oftar að koma til liðs við þá, sem bæta vilja úr skortinum á íslenzkum barnabókum. Hann er í tölu þeirra rithöfunda okk- ar, er hafa hæfileika og reynslu Loftur Guðmundsson. til að skrifa þannig fyrir börn og um börn, að talizt geti til bókmennta. „Síðasti bærinn í dalnum“ verður .áreiðanlega vinsæl bók, enda á hún það skilið. Hún er mjög kunnáttusamlega byggð, skemmtilega sögð og skrifuð á lifandi máli, sem vitnar um hagleik og smekk höfundarins. Hún er í fremstu röð íslenzkra barnabóka, og íullorðna fólkið mun einnig lesa hana sér til á- nægju, ekki hvað sízt vegna þess, að hún vekur minningar liðinna æskudaga og opnar les endunum ævintýraheim þjóð- sagnanna og- þjóðtrúarinnar. ísafoldarprentsmiðja gefur söguna út og hefur vandað til búnings hennar að öðru leyti en því, að pappírinn er af lé- legri tegund, en afleiðing þess er sú, að hinar mörgu og skemmtilegu myndir hafa stór spiUzt-í prentupnni. Sagan er samt auðvitað í sínu gildi fvrir því, þó að sannleikurinn sé hins vegar sá, að illa prentaðar mynair fara góðri bók álíka iila og rifin og óhrein klæði .blóma rós í tilhugalífi. Helgi Sæmundsson. vera láta, og betra væri honum' og öðrum að trúa á páfann en Stalin! Greinin um Örn Arnar- son er snotur og réttmæt, en Laxness ofmetur í ríkum mæli kvæði hans Þá var ég ungur. Það er síður en svo í röð betri kvæða þessa snjalla og skemmtilega skálds, hvað þá að því beri að skipa í öndvegi. ,,Reisubókarkorn“ jafnast ekki á við „Dagleið á fjöllum“ eða „Vettvang dagsihs“. svo að ekki sé minnzt á. „Alþýðubók-1 ina“, sem er og verður einhver j fegursti hlekkurinn í festi bókmennta okkar á þessari öld. j Margar af greinunum í „Reisu-! bókarkorni“ eiga ekki heima í ritgerðasafni. þó að þær hæfðu dável ,,Þjóðviljanum“ og „Tímarití Máls og menningar“, þegar þær birtust upphaflega. En beztu ritgerðirnar eru hins vegar listasmíð, sem vert er að meta mikils. Útgáfa bókarinn- ar er vönduð af hálfu prent- smiðju og útgefanda, en aug- iýsingaskrumið í tilefni af út- komu hennar er satt að segja nieð endemum. Manni finnst ólíklegt, að útgefandinn sé að hæða.st að höfundinum, en þetta er tvímælalaust mesta oflof, sem heyrzt hefur hér á bóksölutorginu. Helgi Sæmundssou. öóður efniviður, en smíðagal ÞAÐ FER EKKI HJÁ ÞVÍ, að gerðar séu strangar kröfur til rithöfundar, er skrifað hef- ur slíka skálclsögu og „Söguna hans Hjalta litla“. Þess vegna verður maður óneitanlega fvrir vonbrigðum af hinni nýju skáldsögu Stefáns Jónssonar, „Margt getur skemmtilegt j skeð“. Vissulega er mikill mun ur á henni og fyrri skáldsög- unni, en þó er öðru nær en hér sé_^ um misheppnaða bók að ræoa. Hún er þvert á móti at- hyglisverð og skemmtileg. Efni viðurinn er góður, en smíða- gallarnir of margir. Meginkostur sögunnar er lýsingin á sálarlífi Júlíusaf Bogasonar. Þetta efni er vanda samt',' en Stefán hei'ur kannað það af kostgæfni. Lesandinn. sér og skilur Júlíus, gerir sér grein fyrir kostum hans og göll um og iætur sig m.iklu skiota, hver örlög hans vetða. Það er ekki að því að spvrja, að Stefán leysir prýðilega þann vanda að búa til sögufólk. Jósef og Þóra,- Sigrún og Hlífar, Þorsteinn kaupfélagsstjóri og gamli skröggur í Lundi bera því vitni, að hann kann vel til þessa verks nú sem áður. Sögufólk- ið í Reykjavík er aftur á móti fjarlægt pg sérker.nalaust. nema Hansína. Henni gleymir lesandinn ekki^í bráð! Gallar sögúnnar eru hins vegar þeir. að níðurlagið er allt of klippt og skorið, málið nokk uð hnökrótt og byggingin eins og laus í reipunum. Lýsingarn- ar eru sumar hverjar ærið lang dregnar og vangaveltulegar. Er> oft eru góðir sprettir í sögunni, og ýmis tilsvör Júlíusar geta talizt snilldarleg. Viðureign gamla skröggs í Lundi og prestsins í afmælishófinu er heldur ekki með neinum klaufa brag. Þar hæfa öll skeyti beint í mark. Stefáni Jónssyni hefur í bók þessari orðið of lítið úr góðu en erfiðu söguefni. Hann er á- reiðanlega vaxinn vanda 'sög- unnar, en hefur bersýnilega ekki gefið' sér nægan tíma til að vinna úr efniviðnum. Botn- inn er auk. þess „suður í Borg- arfirði“, því að höfundurinn skTst í niðurlagi sögunnar við Júlíus Bogason í hálfgerðu reiðileysi. Kannski stafar þetta af því, að Stefán sé mikilvirk- ur um of. Það er á fárra færi að skrifa góða _bók ® hverju ári í tómstundum. Höfundur „Sögunnar hans Kjaltá litla“ verður og að hvggja að því, að til hans eru gerðar , strahgar kröfur. Það íylgir því ábyrgð og vandi að hafa skrifað aðra eins bók. ísafoidarprentsmiðja hefur lítið vandað til' útgáfunnar á „Margt getur skemmtilegt skeð“. Það myndi vaíalaust æ: Stefán Jónsson. ið verk að telja saman prent- villurnar í bókinni, þó að sam lagningarvél væri við hönd- ina, og teikningarnar virðast vægast sagt tií lýta. Þvílíkur munur á þessum ómyndum og teikningunum í „Sögunni hans Hjalta -litla“! Helgi Sæmundsson. Heyrt og lesið NORSKI rithöfundurinn Ak- sel Sandemose hefur sent frá sér nýja skálösögu, sem heitir „Aliee Atkinson og hennes elskere“. Sagan gerist á stríðs- árunum. kvað vefa mjög skemmtileg aflesírar og hefur hloíið ágæta dóma. Sandamose er danskur að ætt, en fluttist um tvítugt tíl Noregs. Hann rit- aði fyrstu bók sína á dönsku, en hóf brátt að skrifa á nörsku eítir að hann kvaddi ættjörðina og hefur um áraskeið verið í tölu sérkennilegusíu og frum- legustu r'ithöfunda maðal Norð- manna. * DANSKA SKÁLDIÐ Jens August Schacle sendi frá sér í haust nýja Ijóðabók, er. nefnist „Jordens störste Iykke“. Skáld- skapur Schade þykir sérstæður og einkennilegur í meira lagi. ... A. H. WINSNES, prófessor í Osió, hefur riíað ýtarlega óók um ævi og skáldskap Sigrhl Unclsets. Undirtitill bókariimar er: „Könnun á kristil-eg-ri raun- hyggjuJ- SÆNSKA TÍMARITIÐ „Áll varlöeas beráttáre“ birti nýlega í snoturri þýðíngp smásögu Kristmarms Guðmundssonar, Eins og gengur; Áður hafa birzt í sama tímariti þýðingar á tveimur íslenzkum smásögum, Gamla heyinu, eftir Guðmund Friðjónsson, og Völuspá á he- 'bresku, eítir Halldór Kiljan Laxness. i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.