Alþýðublaðið - 13.04.1950, Blaðsíða 4
4
Útgefandi: Alþýðnflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Björgvinshneykslið
fulikomnað
ÞAÐ er sök sér, að til sé svo
ábyrgðarlaus braskari, að hann
víli ekki fyrir sér að misnota
hið. marglofaða athafnafrelsi
atvinnurekandans til þess að
stökkva úr landi með dýrmæt
framleiðslutæki, eins og Björg
vin Bjarnason gerði, er hann
strauk með fióra báta sina frá
ísafirði til Nýfundnalands og
sendi síðan sjómenn sína kaup-
lausa heim þaðan. En hitt er
annað, og ennþá alvarlegra, að
sjálf ríkisstjórnin skuli vera
svo fylgispök við braskaralýð-
inn, að leggja blessun sína yfir
slíkan verknað. En það hefur
núverandi ríkisstjórn okkar
gert með útflutningsleyfi því,
sem Ólafur Thors atvinnumála
ráðherra hefur veitt strokuút-
gerðarmanninum fyrir bátun-
um, sem hann fór með. Fer
skörin þá sannarlega að færast
upp í bekkinn, þegar sjálf
stjórnarvöld landsins láta gera
sig þannig að skálkaskjóli til
þess að ábyrgðarlausir ævin-
týramenn geti svipt þjóðina
bjargarmöguleikum, þegar
þeim býður svo við að horfa
og þeir sjá sér persórfulegan
hag í því. Og það er alveg ó-
hætt að fullyrða það, að ríkis-
stjórnin hefur í þessu máli.
breytt þvert um vilja allrar
þjóðarinnar, efþeir fáu braskar
ar eru undan skildir, sem
kynnu að hafa hug á því að
feta í fótspor Björgvins Bjarna
sonar. Þeim er vitanlega það
fordæmi, sem hér er skapað,
ekki nema kærkomið.
*
Það er kapítuli út af fyrir
sig, að Ólafur Thors hefur veitt
Björgvini Bjarnasyni útflutn-
ingsleyfið fyrir ísfirzku bátun-
um í blóra við alþingi, sem nú
situr á rökstólum og hefur með
al annars mál Björgvins til
umræðu. Þingmenn Alþýðu-
flokksins fluttu fyrir nokkru
tillögu til þingsályktunar á al-
þingi einmitt um það, að rík-
isstjórnin skyldi ekki veita út-.
flutningsleyfi fyrir bátunum,
og sú þingsályktunartillaga var
enn óafgreidd, er Ólafur Thors
tók sér vald til þess að veita
leyfið. Það er því ómögulegt að
segia annað, en að hann hafi
með ákvörðun sinni beinlínis
hundsað alþingi.
Hitt er svo annað mál, hvort
hann hefur máske á bak við
tiöldin tryggt þessari ráðstöf-
un sinni meirihlutastuðning á
alþingi; en það er að minnsta
kosti með öllu óhugsanlegt,
nema töluverður hluti Fram-
sóknarflokksins hafi ákveðið að
leggja blessun sína einnig yfir
þessa smán, eins og svo marg-
ar aðrar, sem sá flokkur hefur
tekið ábyrgð á síðan hann gekk
í eina sæng með íhaldsflokkn-
um. Má vel vera að svo sé.
Engu að síður var ríkisstjórn-
inni það siðferðislega skylt, að
bíða afgreiðslu alþingis á þings
ályktunartillögu Alþýðuflokks-
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 13. apríl' 1950.
ins áður erf hún tók ákvörðun
sína í þessu máli. En svo virð-
ist, sem þeir herrar, sem nú
sitja í ríkisstjórn, telji sig hafna
yfir slíka háttvísi.
Hið svokallaða Björgvinsmál
er með ákvörðun Ólafs Thors,
að veita honum útflutnings-
leyfi fyrir ísfirzku bátunum,
sem hann strauk með, orðið að
stórfurðulegu hneyksli, miklu
stærra hneyksli, en nokkurn
óraði fyrir í fyrstu, að það
gæti orðið.
Að því er Björgvin sjálfan
snertir, sýnir það, hvað óhlut-
vandir braskarar oiga við, þeg
ar þeir eru að lofsyngja
„frjálst framtak“ og „athafna-
frelsi“ sem einhvern helgi-
dóm, sem allir eigi að virða og
k-ygja sig í duftið fyrir. Það
er vitanlega ágætt fyrir slíka
ærumenn sem Björgvin
Bjarnason að hafa ,,frelsi“ til
þess að strjúka með nauðsyn-
leg framleiðslutæki sjávarút-
vegsins úr landi, senda sjó-
menn sína kauplausa heim og
skilja byggðarlag sitt fátæk-
ara eftir í baráttunni fyrir at-
vinnu og afkpmu. En frá sjón-
armiði þeirra, sem eftir eru
heima, og frá sjónarmiði þjóð-
arinnar yfjrleitt, lítur slíkt
,,frelsi“ allt öðruvísi út, þegar
það er misnotað svo freklega
í eiginhagsmuna skyni á kostn
að heildarinnar.
Menn skvldu því hafa ætl-
að, að sjálf ríkisstjórnin tæki
hér í taumana, og hvetti að
minnsta kosti ekki aðra
til eftirbreytni með því að
leggja blessun sína yfir til-
tæki Björgvins og veita hon-
um beinlínis útflutningsleyfi
fyrir bátunum, sem hann fór
með. En hvað kemur í ljós?
Ríkisstjórn íhaldsflokksins og
Framsóknarflokksins tekur af-
stöðu með braskaranum á
móti þjóðinni, sem hún á að
sjá farborða, hvað atvinnu og
afkomu snertir. Þar með er
hneyksli Björgvins fyrst full-
komnað, og það einnig orðið
að hneyksli Ólafs Thors og
raunar ríkistjórnarinnar allr-
ar. En alþjóð manna er orðin
einni sönnuninni ríkari um
það en áður, að stjórn borg-
araflokkanna miðar störf sín
ekki við þjpðafhag, heldur við
hagsmuni hinna fáu og ríku.
Þeir eiga að fá að fara sínu
fram um hvað eina, þó að al-
þýðan, þjóðin í heild, bíði af
því stórtjón!
Tímaleiðari í Morg-
Heimsókn á Kolhvitz-sýningima. — Djúpstæð og
varanleg áhrif. — Um páskaegg, nöldur
og hégómaskap. — Húsmóðir segir
systur sinni til syndanna.
ALLIR, sem koma á Kollwitz það er skortur á páskaeggjum“
MORGUNBLAÐIÐ var í
stuttri ritstjórnargrein í gær
að brígzla Alþýðuflokknum um
það, að hafa „farið í fýlu“ úr
ríkisstjórn eftir kosningarnar
í haust, af því að hann af-
þakkaði þann heiður að vera
með íhaldsflokkunum í gengis
lækkunarstjórn. Og enn frem-
ur var blaðið að saka Alþýðu-
flokkinn um samvinnu við
kommúnista af sömu orsök-
um! ^
Það er sannarlega ástæðu-
laust að eyða mörgum orðum
að slíkum skrifum, enda Al-
þýðublaðið margsinnis búið
að ómerkja slík orð í garð Al-
þýðuflokksins í rökræðum sín-
um við Tímann. Hin stutta
ritstjórnargrein Morgunblaðs-
ins í gær, hafði ekkert nýtt
inni að halda; hún var aðeins
upptugga úr Tímanum, meira
að segja orðrétt, samanber
kjafthátt Tímans í vetur um
það, að Alþýðuflokkurinn væri
að „fara í fýlu“ úr ríkisstjórn.
Ritstjórnargrein Morgunblaðs-
ins í gær var ekkert annað en
venjulegur Tímaleiðari, þótt
hún væri í Morgunblaðsdálki.
sýninguna í . sýningarsal As-
mundar Sveinssonar við Freyju
götu munu verða fyrir djúp-
stæðum og varanlegum áhrif-
um. Ég þekkti nokkuð verk
Káthe Kollwitz áður, kynntist
þeim af bókum fyrir riiörgum
árum og gleymdi aldrei neinum
myndum hennar. Flestav þær
myjidir, sem eru á sýningunni,
hafði ég séð áður prentaðar og
þær lifðu í huga mímim. Nú
birtust þær mér skýrari og full
komnari, og um leið áhrifa-
meiri. . ■
MÖRGUM -MUN ÞYKJA sem
ekki stafi neinn fegurðarljómi
af þessari, svartlist sem túlkar
eymd mannanná, sorg þeirra og
kvöl. En þarna getur að líta
myndir úr djúpunum, myndir
listakonu, sem varð til sem lista
kona, upp úr fyrri heimstyrjöld
inni í fátækrahvérfum Berlínar
borgar, en óvíða í Evröpu var
eymdin ægilegri en einmitt þar.
Slíku ber manni að kynnast.
HÚSMÓMR skrifar mér á
þessa leið: „Víkars-dálkum
Morgunblaðsins er grein frá hús
móður, og byrjar hún á þess-
ari klausu: „Víkar góður. •—
Mér datt í liug að senda þér
nokkrar línur út af máli. sem
margir hafa áhyggjur af, en
Skrautfesti íkaldsstjórnarhmar
ALMENNINGUR hefur enn
ekki orðið var við þfer „hlið-
arráðstafanir“ gengislækkun-
arinnar, sem Framsóknar-
flokkurinn sagðist setja að
skilyrði fyrir aðild sinni að
afgreiðslu hennar óg fram-
kvæmd. Húsaleigan er hin
sama og hún var; laun opin-
berra starfsmanna hafa ver-
ið lækkuð, þar eð uppbótin á
laun þeirra hefur verið skert
úr 20% í 15%, og verzlunar-
hættirnir hafa breytzt að því
leyti einu, að fjölmargar
vörur hafa stórhækkað í
verði svo og ýmisleg þjónusta.
En loforðin um hækkun fisk-
verðsins hafa verið svikin,
svo að gengislækkunin legg-
ur þungar byrðar á herðar
þeirri atvinnustétt, sem hún
átti þó fyrst og fremst að
bjarga að dómi höfunda
hennar og frumkvöðla.
FYRIR PÁSKANA var hækk-
un vara og þjónustu tilkynnt
nær daglega. Það var engu
líkara en að stjórnarvöldin
væru að raða djásnum geng-
islækkunarinnar upp á festi,
og þau voru: Kolatonnið
hækkaði úr kr. 240 í kr. 310;
síma- og póstgjöld til útlanda
hækkuðu að miklum mun;
benzínlítrinn hækkaði úr kr.
1,12 í kr. 1,35; hráolíutonnið
úr kr. 450 upp í kr. 653;
gömlu dýrtíðarálögurnar,
söluskatturinn, skatturinn á
ferðagjaldeyri og skatturinn
á nýjar bifreiðir, voru fram-
lengdar, þrátt fyrir gengis-
iækKunina og ofan á hana;
fargjöld með flugvélum til út
landa hækkuðu um 75%;
kílóið af molasykri hækkaði
úr kr. 2,55 upp í kr. 3,20 og
kílóið af strásykri úr kr. 2,60
upp í kr. 2,85!
NÚ HEFUR ENN EITT djásn-
ið bætzt við þessa skrautfesti
íhaldsstjórnarinnaE. Fargjöld
íslenzkra skipa, er flytja
vörur til landsins eða frá því,
hækka um hvorki meira né
minna en 45%. Raunar mun
hafa orðið ágreiningur um
það í verðlagsnefnd, hvort
hækkun þessi skyldi nema
35% eða 45%, en auðvitað
var miðað við hærri upphæð-
ina, þegar endanleg ákvörð-
un var tekin. Talið er, að
kostnaður við rekstur hlutað-
eigandi skipa aukist þó ekki
um meira en 30—35%. Hitt
er bróðurpartur viðkomandi
burgeisa af ránsfeng gengis-
lækkunarinnar, sem tekinn
er úr vösum almennings.
Þannig efnir ríkisstjórn það
fyrirheit sitt, að hafa strangt
eftirlit með því, að hækkanir
vegna gengislækkunarinnar
yrðu ekki umfram það, sem
hinn aukni kostnaður næmi!
ÞESSAR HLIÐARRÁÐSTAF-
ANIR voru ekki á stefnuskrá
stjórnarflokkanna, þegar
gengislækkunin var afgreidd.
En þeir hafa lagt því meira
kapp á þær í framkvæmd-
inni. Verðbólgan og dýrtíð-
in vex óðfluga vegna ráðstaf-
ananna, sem áttu að verða
einmitt þessa válega meins
bót. Svo eru stjómar-
blöðin, Morgunblaðið, Tím-
inn og Vísir, að tala um
ábyrgðarleysi Alþýðuflokks-
ins, sem varaði við þessu
feigðarflani. Þeim væri
sæmst að segja sannleikann
um áhrif gengislækkunarinn-
ar, telja upp hækkanirnar,
sem þau stinga undir stól, og
geta um „hliðarráðstafanirn-
ar“, sem boðaðar voru við af-
greiðslu gengislækkunarinn-
ar. Nú fjasar Vísir um það,
að hægur vandi sé að ala á
óánægju vegna gengislækk-
unarinnar og sakar Alþýðu-
flokkinn um að leggja allt
kapp á þá iðju. En er Vísir
búinn að gleyma því, að höf-
undar og frumkvöðlar geng-
islækkunarinnar töldu hana
bjargráð og lausn á öllum
vanda samtíðarinnar? Dóm-
ur reynslunnar yfir gengis-
lækkuninni er nú að birtast.
Hann er á allt aðra lund en
áróður gengislækkunarpost-
ulanna. Hann staðfestir það,
sem Alþýðuflokkurinn boð-
aði, að gengislækkunin væri
engin lausn. Hún gerir að-
eins^þá fátæku fátækari og
hina ríku rikari og evkur þar
— Ég varð bæði undrandi. og
hugsandi eftir lestur þessarar
klausu. Þessi húsmóðir virðíst
ekki hafa miklar áhyggjur,: úr
því hún gerir sér rellu út af
vöntun á páskaeggjum. Það er
auðséð, að hún þekkir ekki bar
áttuna fyrir brýnustu lífsnauð-
synjum, sem mörg heimili verða
að heyja, sökum vaxandi at-
vinnuleysis og verðhækkunár.
ÉG . GET SAGT umræddri
húsmóður það, að — mér er víst
óhætt að segja allar okkar nema
hún — við erum dauðfegnar að
þessi munaðarvara fæst ekki
lengur. Við losnum þá við suð-
ið í börnunum, og spörum okk-
ur fé um leið, því þessi varning
ur hefur verið seldur rándýru
verði, og oftast miður góður.
Það veldur okkur ekki neinum
„áhyggjum11 þótt þessi útlenzki
páskaseggja-siður leggist niður.
í mínu ungdæmi var páskahátíð
in ekki óhátíðlegri þótt þessi
súkkulaði-egg væru o:kki á
borðum.
MÉR FINNST LEIÐINLEGT
þegar slík umkvörtun sem þessi,
birtist frá íslenzkri húsmóður.
Og það á þessum erfiðleikatím-
um,' sem þjóðin okkar býr við
nú. Hún hefði heldur átt að
skrifa rækilega um peruskort-
inn, sem margar húsmæður
liafa áhyggjur út af. Það er
ekki heppilegt að þurfa að
stoppa og staga í garmana af
krökkunum við 10 ker.ta peru
— og það þegar sjónin er far-
in að gefa sig.
ANNARS HEFÐI þessi hús-
móðir gott af að sjá sýninguna
af verkum Káthe Kollwitz. Hún
er mjög lærdómsrík. Teikning-
arnar sem þar eru, segja sorg-
arsögu af þeim, sem undir hafa
orðið í lífsbaráttunni og búið við
ógnir stríðsins. Maður sér hungr
uð börnin með stór biðjandi
augu rétta fram skálarnar.sínar
og biðja um mat. Maður sér
einnig börnin, sem halda í pils-
feld þrautpíndrar sorgmæddrar
móður og sárbiðja um brauð.
ÞESSI SÝNING vakti mig til
umhugsunar. Hún orkaði þann-
ig á mig, að mér hefur aldrei
þótt eins vænt um litla heimil-
ið mitt og eftir að hafa skoðað
hana. Mér fannst ég vera ham-
ingjusöm að eiga hæli og nægj-
anlegt til daglegra þarfa. Ég
fór að hugsa um, að alltof oft
gerði maður sér rellu út af smá
munum. Og þegar ég sá, að hús.
móðir í þessum bæ hafði miklar
„áhyggjur út af páskaeggja
skorti, get ég ekki orða buhd-
izt“.
Ufbreiílð
Alþýðublaðið!
með ójöfnuðinn í þjóðfélag-
inu og magnar verðbólguna
og dýrtíðina.