Alþýðublaðið - 16.04.1950, Page 6
6
ALÞÝÐUBLAÐÍÖ
Sunnudagur 16. apríl 1950
i
Leifur
Leirs:
VEGA SALT----------
þessir draumar
sem tipla á takmörkum
óráðs og undurs
og mörgum í vökunni
verða til
hugsanadundurs --------
já, — hvað á að segja
um þann draum
sem mig dreymdi í nótt , . .
della eða vitrun
úr því fæst ei ráðið skjótt
Á upphækkun mikilli
úr ógildum skömmtunar
seðlum
A 2 og C 3 og
viðlíka nytsömum
bleðlum
lá skömmtunarstjórinn
sem vogarás
veltandi láréttur
votur af svita . . .
Það hafði ekki verið neinn
smásprettur
á fótleggjum mannsins
nei — afsakið — aftast
á slánni
sat fjárhagsráð glottandi ■—
fjármáladósinn á tánni
á andliti og hálsi
nei, andspyrnis aftarlega
sat stífpússuð frúarnefnd
feimin
og þreytt af að vega
Og vogarstaursgreyið
tautaði, lúið og leitt
-— Ég ramba á salti —
þið sjáið ég
ræð ei við neitt . . .
Og nefndin brosti
og blikkaði
„ráðsins menn“
og milljónadósentinn
kallaði
eina ræsu enn!
Leifur Leirs
(poet. laur. C 3 A 2.)
KRINGUM HÆRING.
Örlagadýsirnar eru duttlunga-
fullar og dyntóttar, hvort heldur
gem menn eða fley eiga hlut að
máli.
í dag gera þær mann nokkurn
voldugan og ríkan, fá honum
völd og frægð og virðast ekki
hafa annað fyrir stafni en að
snúast í kringum hann og upp-
fylla allar hans óSkir. Á morg-
un hrifsa þær svo allar sínar
gjafir af honum, rýja hann öll-
um sóma og látast síðan ekki
sjá hann, þar sem hann stend-
ur eins og glópur í öllum sínum
vanmætti og umkomuleysí; já,
gott ef þær gera ekki gys að
vesaldómi hans.
Og svo, löngu síðar, þegar
hann hefur sætt sig við allt
caman, eru þær til með að end-
urtaka leikinn.
Þannig fara þær, þessar grimm
úðugudísir, með mennina, — og
þannig fara þær líka á stundum
með skipin, þótt ekki verði séð
hversvegna þau verða fyrir barð
inu á þeim.
,,St. Pauli“ hið fagra og tígu-
lega fley, stolt franska seglskipa
tlotans, endaði sem árefti í
hrútakofum austur í sýslum.
,,Capitana“, fyrrum“ „Sham-
rosk 111“ hið glæsta kappsiglinga
skip tekóngsins Liptons, tapaði
raunar hinni miklu siglinga-
keppni, en varð sér úti um æ-
varandi sagnfrægð, er Játvarður
brezki kynntist frú Simpson í
lúkar bennar, hásællar minning-
t\r, síðan lá þetta fræga fley á
Reykjavíkurhöfn sjálfu sér til
liáðungar og íslenzkum eigend-
um sínum til angurs og skap-
raunar og þótti ekki einu sinni
nothæft til ástandsflutninga. Og
bannig mætti lengi telja.
Og svo er það Hæringur . . .
Skömmu eftir síðustu alda-
mót þótti hann, þessi nýi
rkeifnajárnsknörr, ein hin glæsi
iegasta sönnun, hvað snerti á-
gæti hinna „nýju skipa“ og yf-
irburði þeirra yfir hina há-
sigldu, voðahvítu „clippera", —
fjórum áratugum síðar var hann
dæmdur úr leik úreltur og til
lítils nýtur, ekki einu sinni í
árefti í hrútakofa — ---
Síðan fundu íslenzkir sendi-
menn hann og komust að raun
um, að þarna væri einmitt skip-
ið, sem hið unga, íslenzka lýð-
veldi vanhagaði mest um. Og
þeir keyptu það og fluttu heim
yfir hafið og lögðu því að hafn-
arbakkanum með fagnaðarræð-
um og lúðraþyt og enn einu
sinni var hinni öldruðu skeifna-
járnskeið fagnaði sem tákni hins
nýja tíma.
Og nú stendur Hæringur á
botni við hafparbakkann og er
af forráðamönnum ríkis og bæj-
ar ekki einu sinni talinn til
skipa, — því aldrei mun lóðar-
gjalda fyrir skip krafizt. Og
allir gefa honum langt nef og
gretta sig í áttina til hans og
sumir streitast við að veröa
fyndnir á kostnað hans, — hvað
ekki er hægt, — og enn aðrir
að slá um sig í ræðum og rit-
um hans vegna---------
En örlagadísirnar glotta og
hugsa víst bæði þeim og öðrum
þeyjandi þörfina. —
(TÚVTúVrtiYTúViVTVTYl
Auglýsið í
Álþýðublaðinu!
Eric Ambler
I GREIPUM DAUDANS
honum hér í klefanumu hjá
hinum myrta manni? En, nei,
hvorugt var líklegt. Ef þeim
hefði verið kunnugt ura ráða-
brugg þeirra, þá hefðu þeir
leyft Tyrkjanum að fara í land
með hafnsögumannsbátnum, og
í staðinn hefðj það verið lík
hans sjálfs, sem hefði fundizt
hér, og finnandinn hefði eng-
inn annar verið en Mr. Kuvetli.
Það var því bersýnilegt, að
Möller hafði hvorki vitað um
ráðabruggið, og heldur ekki
gert ráð fyrir að líkið mundi
finnast svona tímanlega. Eftir
klukkutíma eða svo mundi
hann standa við hliðina á Banat
og morðingjum hans, sem á-
reiðanlega myndu telja, að
hann væri sakleysið sjálft í
góðri trú....
En hann mundi verða viðbú-
inn. Hann hafði ekki mikla
möguleika til undankomu, en
samt.....
Hann sneri sér við, greip um
hurðarhúninn og byrjaði að
snúa honum hægt. Hann vissi,
að ef hann hugsaði meira um
það, sem hann ætlaði að gera,
þá mundi honum snúast hugur.
Hann varð að framkvæma hlut-
inn áður en hann hefði tæki-
færi til að hugsa meira um það.
Hann opnaði dyrnar örlítið.
Það var enginn á ganginum.
Augnabliki síðar var hann
kominn út úr klefanum og
dyrnar lokuðust að baki hans.
Hann hikaði eina sekúndu.
Hann vissi, að hann varð að
vera á gangi, að hann mætti
ekki nema staðar. Fimm skref
báru hann að klefa númer þrjú.
Hann opnaði dyrnar skjótlega
og snaraðist inn.
Það var aðeins ein taska sjá-‘
anleg af farangri Kuvetlis. Og
hún var ákaflega gamaldags.
Hún stóð upp á endann á miðju
gólfinu og rétt við hana lá tutt-
ugu líra peningur, eins og ein-
hver hefði týnt honum. Gra-
ham tók upp peninginn og bar
hann upp að nefinu. Það var
vel hægt að greina rósailminn
af honum. Hann leit inn í
klæðaskápinn og gáði bak við
hurðina að frakka og hatti Ku-
vetlis, en fann hvorugt og gerði
því ráð fyrir, að hvoru tveggja
hefði verið hent út um kýraug-
að. Banat hafði hugsað fyrir
öllu.
Hann tók upp töskuna, setti
liana á legubekkinn og opnaði
bana. Ofan til í henni var allt
á ruglingi, svo að hann reikn-
aði með að Banat hefði leitað
í töskunni og hent niður í hana
aftur í flýti. Neðan til í henni
var hins vegar allt kyrfilega
lagt saman. Graham fann ekki
neitt, sem vakti áhuga hans,
nema dálítið af byssukúlum, en
byssu fann hann enga.
Graham stakk byssukúlun-
um í vasa sinn og lokaði tösk-
unni. Hann var í vafa um, hvað
hann ætti að gera við hana.
Banat hafði bersýnilega reikn-
að með því, að hún yrði tekin
í farangursgeymsluna og þjónn
inn mundi stinga tuttugu líra
peningnum í vasann, og síðan
mundi hann gleyma Kuvetli.
Það var ekkert líklegra en að
Banat mundi hafa hugsað
þannig. Um það leyti mundi
vörðurinn í farangursgeymsl-
unni fara að tala um tösku,
sem gleymzt hefði að taka. En
þá mundi monsieur Mavrodo-
poulos verða allur á bak og
burt. Graham hafði aftur á
móti í huga að vera ekki farinn
burt, ef hann mögulega gæti
gert það. Og það sem meira
var: hann hafði hug á því að
komast af eigin rammleik yfir
landamærin til Frakklands áð-
ur en farið yrði að leita að Ku-
vetli, en það mundi ekki verða
fyrr en löngu eftir að farið yrði
að tala um töskuna. En fyrst
taskan var nú hér, þá reið á
því fyrir hann, að koma tösk-
unni undan, fela hana einhvers
staðar.
Hann opnaði vaskinn og' setti
peninginn niður í niðurfallið.
Svo sneri hann sér að dyrun-
um. Enginn var sjáanlegur á
ganginum. Hann opnaði dyrn-
ar, tók töskuna og bar hana að
klefa númer fjögur. Að augna-
bliki liðnu var hann kominn
inn í klefann með töskuna og
hafði látið á eftir sér hurðina.
Hann var orðinn kófsveittur.
Hann strauk sér um ennið og
nuddaði hendurnar með vasa-
klútnum sínum, og þá datt hon-
um í hug, að fingraför' hans
hlytu að sjást á handarhaldi
töskunnar og ýmsu öðru. Hann
þurrkaði því allt með vasa-
klútnum og sneri sér svo að
líkinu.
Hann komst brátt að raun
um, að Kuvetli var ekki með
byssuna í vösunum. Ilann fann
allt í einu, að hugrekkið var
að fjara út, og dró því djúpt
andann. Svo beygði hann sig
áfram, tók annarri hendi um
öxl Kuvetlis en hinni í buxur
hans og velti honum við. Líkið
lá nú endilangt, annar fóturinn
krepptur. Hann hneppti frá
honum jakkanum, þreifaði um
brjóstið og fann þar leðurhylki,
en byssan var horfin.
Hann varð í raun og veru
ekki fyrir miklum vonbrigðum,
því að hann hafði varla gert
ráð fyrir, að Banat hefði skilið
byssuna eftir. Byssan var dýr-
mæt, og a,ð sjálfsögðu mundi
Banat hafa tekið hana. Gra-
ham leitaði enn í jaklcavasan-
um, en hann var tómur, Banat
hafði einnig tekið peninga Ku-
vetlis og vegabréf hans.
Graham stóð upp. Hann gat
ekkert meira aðhafzt þarna.
Hann setti upp glófa sína, opn-
aði hurðina og gekk út. Hann
stefndi á klefa númer sex.
Hann barði að dyrum. Hann
heyrði hraðar hreyfingar og
frú Mathis opnaði dyrnar.
Hún hafði víst haldið, að það
væri þjónninn, sem væri að
koma, og því sett upp merki-
legheita svip, en svipurinn
breyttist, þegar hún sá Gra-
ham. Hún sagði aðeins: „Góð-
an daginn“ og starði undrandi
á hann.
„Góðan daginn, madame.
Get ég fengið að segja nokkur
orð við manninn yðar?“
Mathis skaut höfðinu yfir
öxl hennar. „Góðan daginn,
Mr. Graham. Ég kalla, að þér
séuð snemma ferðbúinn."
„Get ég fengið að tala við
yður fáein orð, Mr. Mathis?“
„Vitanlega. Þó það nú væri.“
Hann kom út um dyrnar á
tómri skyrtunni og brosti glað-
lega. „Ég er aðeins þýðingar-
mikill í mínum eigin augum.
Hvað viljið þér, Mr. Graham?“
„Viljið þér vera svo góður
og koma inn í klefa minn rétt
sem snöggvast?“
Mathis leit forvitnislega á
hann og áhyggjusvipur kom á
andlitið. „Þér eruð svo alvar-
legur, vinur minn. Vitanlega
skal ég koma þangað með yð-
ur.“ Hann sneri sér að konu
sinni. „Ég kem aftur eftir
augnablik, chéri.“
Þegar þeir voru komnir inn
í klefann, lokaði Graham dyr-
unum vandlega og sneri sér
svo að Maíhis, sem stóð og
starði á hann fullur undrunar.
„Ég þarf á hjálp yðar að
Ingólfs Café
Eidri damsarnlr
1 kvöld klukkan 9.
Aðgönguntiðar seldir frá klukkan 8.
Sími 2826.