Alþýðublaðið - 16.05.1950, Side 5
ÞriSjudagúr 16. maí 1950. ALÞÝÐL'RLAÐIÐ ---»
UMRÆÐUR ÞESSAR hafa
af hálfu hæstvirtrar ríkis-
stjórnar að miklu leyti snúist
upp í ádeilu á Alþýðuflokkinn
fyrir að hann standi utan rík-
ísstjórnarinnar og hafi neitað
að taka þátt í gengisfelling-
unni. Gera andmælendur ým-
ist að bera Alþýðuflokknum
vammir á brýn eða kvarta yfir
að hafa hann ekki með sér
x ríkisstjórn.
Síðustu alþingiskosningar
snerust að verulegu leyti um
gengisfeilinguna.
Við Alþýðuflokksmenn
lýstum yfir í kosningunum
að við værunr andstæðir
gengislækkun. Kjósendur
okkar kusu okkur á þeim for
sendum. Við erum fulltrúar
á alþingi fyrir þá, sem eru
á móti gengislækkun. Eng-
inn þarf að ganga þess dui-
inn.
Við hefðum brugðizt kjós-
endum’ og kosningaloforðum,
ef við hefðum snúist í lið með
gengisækkunarmönnunum að
loknum kosningum. Bæði Þjóð
viljinn og Tíminn sögðu fyrir
kosningar, að við myndurn
svíkja kosningaloforð okkar og
siú eru framsóknarmenn bál-
vondir yfir því, að við uppfyll
um ekki þennan spádóm
‘þeirra. Kemur þar fram, að
margur heldur mann af sér
mátulega dyggan.
Loforð öðrumegin,
svik hinumegin.
Vonzka framsóknarmanna
yfir orðheldni okkar Alþýðu-
flokksmanna við okkar kosn-
ingastefnu er skiljanleg, þeg-
ar athuguð eru þeirra kosn-
íngaloforð og þeirra orðheldni,
svo sem rakið hefur verið hér
í þessum útvarpsumræðum.
Kjósendur Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæiðsflokksins um
allt land spyrja: Hvar er bless-
un gengislækkunarinnar? Hvar
eru hliðarráðstafanirnar, út-
rýming svarta markaðsins,
hvar er hið volduga verðlags-
eftirlit, afnám húsaleiguokurs-
íns, uppfylling loforðanna um
næga skömmtunarvöru, breiðu
hckin, sem bera áttu byrðarn-
ar o .s. frv. o. s. frv.? Þeir
mega lengi spyrja. Svarið verð
ur hið sama og hjá Bólu-Hjálm
ari með tóman klyfjahestinn:
..Ioforð öðru megin og svik
hinu megin“.
„Hin góðy áhrif“
gengisfallsins.
Hæstvirtur forsætisráðherra
kvartaði yfir því hér í gær,
að Alþýðuflokkurinn stæði' við
hlið kommúnista í því að eyði
ieggja hin góðu áhrif gengis-
íækkunarlaganna. Þetta er
ekki rétt.
í fyrsta lagi stendur Alþýðu
flokkurinn ekki við hlið kom-
múnista í þessu máli. Alþýðu-
flokkurinn er eindreginn í and
etöðunni gegn lagasetningunni,
cn
Kommúnistaflokkurinn hef-
ur m. a. verið með tillögu
um að Iáta útvegsmer.n selja
helming gjaldeyrisins á svört
um markaði, sem myndi
verðfella gjaldeyrinn enn
meira, ef hann gæti á þann
hátt náð sínu takmarki.
í öðru lagi sjást engin góð
Finnur Jónsson:
Gengislækkunin hefur enn eigi valdið öðm
en tjóni og vandræðum í hvívefna.
FINNUR JÓNSSON talaði síðastur af hálfu Alþýðú-
flokksins í útvarpsumræðunum á alþingi í vikunni, senr
leið, og deildi hart á gengislækkunina, ekki hvað sízt fyrir
það, hvernig hún hefði þegar leikið bátaútveginn, sem
hún átti að biarga.
Alþj’óublaðið birtir ræðu Finns Jónssonar hér með
orðrétta.
áhrif gengislækkunarinrtar.
í þriðja lagi hvolfast yfir rík
isstjórnina andmæli gegn á-
hrifum gengisíækkunarinnar
frá framsóknarmönnum og
sjálfstæðismönnum. Ekki hef-
ur Alþýðuflokkurinn staðið að
fundurn bænda austanfjalls
eða í Borgarfirði, þar sem
bændur hafa gert kröfur til
l'íkisstjórnarinnar og mótmælt
verðhækkun á tilbúnum á-
burði, verðhækkun á benzíni
og verðhækkun á landbúnað-
arvélum! Ekki hefur Alþýðu-
flokkurinn stjórnað umkvört-
unum útvegsmanna, sem sent
hafa hverja nefndina á fætur
annarri á fund hæstvirts at-
vinnumálaráðherra til þess að
:,annfæra hann um,
að hagur bátaútvegsins" er
lakari . eftir gengislækkun-
ina en áður.
Þetta hafa flest verið ágætir
sjálfstæðismenn, og svörin,
nem þeir hafa fengið, hafa jafn
an verið þessi: ,,Ætlið þið að
drepa Sjálfstæðisflokkinn með
því að segja frá þessu opin-
berlega.“ Og útvegsmanna-
nefndirnar hafa snúið aftur
vonsviknar til funda landssam
bands útvegsmanna, þar sagt
sínar farir ekki sléttar og setið
þar hnípnar og ráðvilltar. Þeir
hafa eins og bændur, cg eins
og Alþýðuflokkurinn, leitað að
blessun gengislækkunarinnar
en eigi fundið hana.
Bjargráðin svonefndu við
útgcrðina hafa í framkvæmd
og höndum núverandx ríkis-
stjórnar snúist upp í bölv-
un.
Hið sama hefur orðið uppi
á teningnum hjá sjómönnum,
verkamönnum, iðnaðarmönn-
um, verzlunarmönnum og
embættismönnum. Öllum hef-
ur verið lofað öllu fögru af
.hæstvirtri ríkisstjórn, en veru
loikinn hefur verið allur ann-
ar. Ríkisstjórnin er blind fyrir
þessu. Síðast í gærkvöldi ræddi
hæstvirtur. forsætisráðherra
um ,,smáfórnir“.
Staðreyndirnar blasa þó við.
I skjóli gengislækkunarinn-
ar hafa ýmsir braskarar
grætt stórfé á innflutningi
og útflutningi án þess að
nokkur tilraun sé gerð af
hálfu hæstvirtrar ríkisstjórn
ar til þess að hafa hendur í
hári þeirra. Hins vegar hef-
ur gengislækkunin, eins og
hún hefur veri'ð framkvæmd,
enn eigi valdið Öðru en
tjóni og vandræðum í hví-.
vetna.
• Þetta er ekki eingöngu
reynsla Alþýðuflokksins, held
ur sameiginleg skoðun allra
stétta, nema örfárra braskara, |
r.em í skjóli lélégrar lagasetn- I
ingar og ónógs eftirlits hafa I
Finnur Jónsson.
grætt of fjár á gengislækkun-
inni.
Eina björgunar-
starfið, sem tókst.
Hin eina björgunarstarf-
semi hæstvirtrar ríkisstjórnar,
sem sannarlega hefur tekizt,
er sú, að bjarga Björgvin i
Bjarnasyni ur landi. Mér virð-
ist afgreiðsla hæstvirtrar rík-
isstjórnar á því máli vera tákn
ræn fyrir hina svonefndu
björgun hennar við atvinnu-
vegina. Utgerðarmaður fer úr
iandi með fjögur skip, öll eik-
exbyggð, eitt er gamalt, en gott
síldarskip, sem lengi var með
hæstu síldarskipum, tvö eru
aðeins 15 ára og eitt er 10
ára gamalt. Skipunum er ágæt
legá við haldið. Eigandinn
býðst tií að greiða sjóveðskröf
ur skipverja með því skilyrði
að hann fái útflutningsleyfi
mannsins. Ríkisstjórnin segir,
að Björgvin verði að borga
rneira en sjóveðskröfurnar.
Björgvin fellst á það, en segir
nm leið: ,.Ef ég á að borga
meira, verð ég að fá útflutning
á öllu lausafé mínu á ísafirði“.
Ríkisstjórnin fellst á það, og
sendir á eftir Björgvin 20 smá-
(estir af herpinótum og fjóra
snyrpibáta með vélum og til-
heyrandi. Björgvin setur trygg
! ingu fyrir greiðslu á 1.7 millj.
króna. Kröfuhafar fyrir tveim
miiljónum króna fá ekki tæki
færi til að lýsa þeim, og Björg
vin er fyrsti útgerðarmaður-
inn, sem fær útstríkað aðstoð-
arlán frá ríkisjóði. Kærur fyr-
ir stórkostleg gjaldeyrissvik
og anriað verra athæfi eru látn
ar niður falla. Flóttinn frá á-
kærum, skuldum og skuldbind
ingum er verðlaunaður með
útflutningi skipanna. Hæstvirt
ur atvinnumálaráðherra, Olaf-
ur Thors, sagði í gærkvöldi, að
hann hefði sett kíkinn fyrir
þrinda augaö. Jafnframt fuil-
yrti hann og hafði sér tl' af-
tókunar. að hin ágætu skip ís-
firðinga væru fúaduggur. Þann
ig rflótti og -s-vik verðiaun-
uð af hæstvirtri ríkistjórn.
Einn treysti Sjálfstæðis-
flokkurinn sér ekki til þess að
framkvæma þetta. Hann þurfti
að fá Framsókn í ríkisstjórn-
ina með sér til að deila ábyrgð
inni. Með þessu hefur verið
sett fordæmi, sem varla á sinn
líka í stjórnmála- eða atvinnu
sögunni. Útgerðarmaður, sem
Oýr úr landi með skip sín,
setur ríkisstjórninni skilvrði
fyrir lögveðsgreiðslum og fær
íulla áhreyrn hjá hæstvirtri
ríkisstjórn á sama tíma og þeir
útvegsmenn, sem heima sitja,
eru látnir bíða afgreiðslu.
Ein áhrif gengisfallsins, sem.
okki hefur verið bent á, er
verðfall íslenzkra afurða á ei-
iendum markaði. Kaupcndum
er kunnug gengisíelling krón-
unnar, og nokkur dæmi munu
nú þegar vera til þess, aö kraf-
izt hefur verið verðlækkunai
þeim grundvelli. Arinais
ryrir skipunum. Fyrrverandi væri óskiljanleg sú verðiækk-
un, sem orðið hefur á sait-
fiski t. d. á Ítalíu.
Hiutverk Alþýð'u-
flokksios.
Tírninn ieyfir eigi að ég fari
ríkísstjórnarinnar og stroku- nánar út í þetta mál, en ég vil
ríkisstjórn, minnihlutastjórn
Sjálfstæðisilokksins. neitaði
um leyfið. Dollarar útflytjand
ans hækkk í verði, krónan er
felld, skuldirnar lækka. Frarn-
sóknarflokkurinn myndar rík-
isstjórn með Sjálfstæðisflokkn
um. Samningar hefjast milli
Nr. 13/1950.\
Ríkisstjórnin hefur : ákveðið nýtt hámarks-
verð á skömmtuðu smjöri ,sem hér segir:
í heildsölu kr. 22,50 pr. kg.
í smáSöIu kr. 24.00 pr. kg.
Reykjavík, 15.*maí 1950.
V er ðla gsstj órinn.
■ ■
Onnums! kaup og
söiu fasieigna
og alls konar
samningagerðir.
SALA og SAMNINGAJt
Aðaistræti 18.
Sími 6916.
að lokum víkja ■ riokkrum orð-
um að hinum eðlilega þætti
stjórnarandstöðunnar.
Ýmsar aðgerðir núverandi
stjórnarflokka ganga mjög á
rétt sjómanna, verkamanna,
iðnaðarmanna og annarra
iaunastétta í landinu. Á þessu
þarf að .hafa vakandi auga og
veita sem öfiugasta andstöðu.
Þetta er hlutverk Alþýðu-
flokksins.
Kjósentlur Kommúnista-
flokksins eru yfirleitt ár
sömu stéttum og kjósendur
Alþýðuflokksins, en for-
ustumenn kommúnista sinrxa
fyrst og fremst hagsmunum
Rússa. og er því í engu trú-
andi til aS gæta ré.ttar eða
hagsmuna launastéítanna.
Hæstvirtur atvinnumálaráð-
herra varð að viðurkenna í
gærkvöldi, að Alþýðuflokkur-
:nn hefði mörgu góðu til leið-
ot komið með stjórnmiíaba:-'-
áttu sinni. ÍÞetta eru orð að
sönnu. En hinn góði árangur
af baráttu Alþýðuflokksins
hefur ýriiist náðsi með stjórn-
arsamvinnu eða í stjórnarand-
stöðu. Það er Alþýðuflokksins
cins og einskis annars að á-
kveða, hverja leið hann telur
að hverju sínni líklegasta til
árangurs. Hlutverk AÍþýðu-
flokksins hefur oft verið það,
að fá aðra flokka, þ. á m. Sjátf
stæðisflokkinn til þess að fram
kvæma hið .góða, sem hann
annars ekki vildi gera, því sá
flokkur hefur síður en svo ver
ið á sömu línu og postulinn
Páll. Stundum hefur þetta tek-
ist eftir ítrekaðar tilraunir. Fé-
lagsmálalöggjöf okkar og kjör
almenníngs í landinu beia þess
ljósan vott.
Jafnsðarstefna og
komrmíhÉsmi.
Kommúnistum, sem sífelít
eru að reka hornin í Alþýðu-
fiokkinn. skal á það bent, að
Alþýðuflokkurinn var stofnað-
ur 1916 og byltingin í. Rúss-
iandi var gerð á næsta ári,
1917. Þessi fyrirtæki mega þvx
heita jafngömul.
.4 þessum árum heíur AJ-
þýSuflokknunx með staríx
sínu í verkalýðsfélögunum
og á alþingi tekizt að bæta
stórkostlega kjör alþýðunn-
ar á Islandi. þannig að hú«x
á við ólíkt beíri kiör að búa,
og þar að auki fullt frelsi,
heldur en alþýðan. í hin»x
volduga Rússlandi, þar sem
kommúnisminn er einráð-
ur; þar býr alþýðan við kúg-
un, örbirgð og ófrclsi.
Slíkur er munur á árangri
af starfi lýðræðjsjafnaðar-
manna og. kommúnista. Hér á
íslandi hafa kommúnistar taf-
ið framgang jafnaðarstefn-.
unnar með því að berjast harS
Lega gegn Alþýðuflokknum, en
Alþýðufiokkurinn heldur ó-
trauður áfram að berjast fyrir
Framh. á 7. síðu.