Alþýðublaðið - 04.06.1950, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 04.06.1950, Qupperneq 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 4. júní 1950. j ÍTtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsimar: 4901, 4902. Anglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Al']>ýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Dagur sjómanna ÞAÐ ERU EKia nema þrett án ár síðan sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur hér á landi. Hugmyndin um slíkan dag hafði komið fram nokkru áður, og hlaut þegar fylgi, en hátíðin hefur notið vaxandi vinsælda almennings með hverju árinu, sem liðið hefur. Það er eðlilegt, að íslenzka þjóðin vilji á þennan hátt heiðra sjómannastétt sína. Þetta stafar ekki af því fyrst og fremst, að þessi stétt færir meiri björg í bú en nokkur önnur, heldur af hinu, að þjóð- in þekkir starf sjómannsins, veit hver áhætta fylgir því, veit hverja karlmennsku það útheimtir, og veit hversu fljótt það hefur slitið kröftum hinna vöskustu drengja. Þessi dagur stendur því föstum fótum í huga þjóðarinnar sem einn af merkisdögum vorsins, og mun gera það um ókomin ár. * Sjómönnum mun vera annað kærara en að borið sé á þá of- lof fyrir störf þeirra. Þeir meta meira stuðning við þá baráttu, sem þeir heyja fyrir bættum kjörum, betri vinnuskilyrðum og betri árangri af starfi sínu. Og svo er nú málum komið, að vandamál útgerðarinnar eru ærið mörg, og baráttumál sjó- mannanna umfangsmikil. Er ekki úr vegi að minnast þessa á s j ómannadaginn. Yandamál útvegsins, sem vissulega snerta hvern þann mann, er við sjómennsku eða fiskiðnað staríar, svo og þjóð- ina alla, eru aðallega þrenns konar: aflatregða, dýrtíð og markaðsörðugleikar. Alvarleg- ast þessara mála er án efa hið fyrsta, — aflatregðan. Sjó- mannastéttin er því vön, að nokkuð bregði til beggja vona um afla frá ári til árs. En nú bendir margt til þess, að tekið sé að ganga á fiskistofninn um- hverfis Iandið, og gerist þá vandinn stórum meiri. Nokkur spor hafa þegar verið stigin í þá átt að friða stór svæði um- hverfis strendur landsins, og ber að vinna að því af elju mik- illi, svo að mið landsmanna verði ekki gereydd á skömmum tíma, því að öll afkoma þjóð- arinnar er þar í veði. Dýrtíðin snertir útveginn mjög, því að verðlag á útflutn- ingsvöru þjóðarinnar hefur víðtæk áhrif á lífskjör hennar. Gengi krónunnar hefur nú verið skorið niður, og segja þeir, sem fyrir því verki stóðu, að það sé gert fyrir útveginn. Hér í blaðinu hefur margoft verið fram á það sýnt, að sú ráðstófun hefur litlu bjargað. Þá er hitt augljóst, að gróða- sjónarmið má ekki ríkja í ís- lenzkri útgerð. Ef hún á að skapa sjómönnum okkar góð lífskjör og bera sig sæmilega, má ekki ausa út úr sjávarút- veginum fé þegar vel árar, en láta hann standa uppi snauðan, þegar á móti blæs. Það verður að finna hinn hagkvæmasta rekstursgrundvöll, svo að allur kostnaður verði sem minnstur, en því fer nú fjarri, að svo sé. Markaðsörðugleikarnir hafa einnig verið ræddir hér í blað- inu. í sambandi við þá hefur út gerðin lært á skömmum tíma, að það verður að vanda vöruna og búa vel ym hana til að gera hana seljanlega, og útgerðin verður að vera svo fjölbreytt, að framleiðslunni megi breyta nokkuð eftir markaðshorfum. Hvoru tveggja er hér mjög á- bótavant. * Baráttumál sjómannanna sjálfra eru ekki síður mikils- verð og umfangsmikil. Meðan ísfisksölur voru góðar og ör- uggar, voru kjör togarasjó- manna að flestra dómi viðun- andi, en þeim hefur nú, með breyttum veiðiaðferðum, hrak- að stórlega. Vinnan er nú allt önnur og hvíldirnar milli sigl- inga ekki lengur til, og er því eðlilegt, að krafan um 12 stunda vinnudag á togurum efl- ist og magnist. Það er að sjálf- sögðu grundvallaratriði fyrir þjóðarbúið, að svo vel sé búið að sjómönnunum, að menn sækist eftir starfi þeirra, en njóti ekki betri kjara íyrir Iétt- ari og öruggari vinnu í landi. Þá verða vinnuskilyrði að vera þau, að menn slíti ekki kröftum sínum fyrir aldur fram, og hef- i ur það einnig mikil áhrif á framboð manna til sjósóknar. Hin sterkasta krafa, sem menn nú gera til þjóðfélagsins, er að það skapi þeim öryggi. Þetta er mjög erfitt hvað sjó- mönnum viðkemur, þar eð tekj ur skipanna fara algerlega eftir afla, sem getur verið ærið mis- jafn. Þó hefur verið gengið langt á þessari braut með kaup tryggingu og hlutatrygginga- sjóði, sem vonandi á eftir að auka öryggi sjómannana til muna og hjálpa til að jafna tekjur þeirra milli feitu ár- anna og hinna mögru. * Að lokum er viðeigandi að drepið sé á það áhugamál sjó- manna, sem mest er tengt við sjómannadaginn, en það er dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Þetta er mikið réttlæt- ismál og ætti þjóðin að gera sér að kappsmáli að hlúa sem bezt að þeim mönnum, er eytt hafa beztu árum ævi sinnar á sjón- um. Söfnunin til þessa heimil- is hefur gengið vel, og mun nú bygging geta hafizt strax og unnt verður að fá leyfi og ganga :Vá staðsetningu. Von- andi leysast bæði þessi atriði hið fyrsta, svo að ekki líði mörg ár áður en hægt verður að helga einhvern sjómanna- daginn þeirri sigurhátíð, er dvalarheimilið verður vígt. Sjómannasaga eftir V. Þ. Gíslason. Sjósókn, endurminningar Erlends Björnssonar á Breiða- bólsstöðum, skráðar af séra Jóni Thorarensen. Saga Vestmannaeyja, eftir Sigfús Johnsen. SævarniSur, Ijóð eftir Sigfús Elíasson. Á hvalveiðistöðvum, endurminningar Magnúsar Gíslasonar. Á sjó og landi, endurminningar Ásm. Helgasonar frá Bjargi. Ferðaminningar Sveinbj. Egilsonar, 2 bindi, sjóferðasögur. Ferðasaga Árna Magnussonar frá Geitastekk Frá yztu nesjum, I—V, skráð hefur Gils Guðmundsson. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 1891—1941, sögulegt yfirlit. Æfisaga Breiðfirðings, endurminningar Jóns Kr. Lárussonar. Á kafbátaveiðum, eftir Njörð Snæhólm. Béksvenlun ísafoldar, Unglingar við gróðurstörf að Jaðri. Barna- heimilin. — Alþýðuhlaðið. — Sjómannadagurinn og við landkrabbamir. TEMPLARAR efna til dvalar fyrir unglinga að Jaðri um þess- ar mundir. Þessi starfsemi var hafin í fyrra og gafst framúr- skarandi vel, það er mér kunn- ugt um. Unglingar fengu þarna vikudvöl og var þeim kennt að gróðursetja og vinna jarðyrkju- störf. Voru börnin önnum kaf- xn alla daga og undu sér hið bezta. ÞESSI STARFSEMI er nú að hefjast og ættu Reykvíkingar að veita henni athygli, svo gagn leg er hún fyrir börnin, ssm taka þátt í henni og þá um leið fyrir heimili þeirra. Þarna læra þau góða umgengnismenningu, að prýða og fegra umhverfis og dássmdir hennar, blóm og tré og allan gróður. Vil ég þakka templurum fyrir að hafa ráðist í þessa starfsemi, og veit ég, að ég er ekki einn um þess- ar heillaóskir. NÚ ER FARÍÐ að undirbúa barnaheimili utan bæjarins, en þó að því er séð verður enn í heldur smáum stíl. Vorboðinn hefur auglýst eftir umsóknum ‘og fengið miklu fleiri en hægt var að verða við. Er það mikill skaði, ef ekki verður hægt að koma öllum þeim taörnum burtu ssm óskað er. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut, sem hafin var fyrir nokkrum árum í þessu efni. ÝMSIR af kaupendum Al- þýðublaðsins hafa í nokkra daga fengið innan í blaðinu fjórar auðar síður, og hafa þeir orðið nokkuð undrandi yfir þessu, og.ýmsar getgátur verið um það, hvað valda mundi. Hafa sumir haldið, að blaðið væri tólf síður, en galli væri á prent uninni. En ástæðan er ekki þessi. Mikil pappírsvandræði eru nú hjá öllum eða langflest- um. Alþýðublaðið hefur í nokk urn tíma ekki haft pappír til að prenta á átta síður, og því .orðið að grípa til pappírs, sem aðeins er hægt að prenta á tólf síður. Þetta veldur auðu síðun- um. En vonandi er þetta nú að komast í lag. FÁTT SJÓMANNA mun verða heima á sunnudaginn kemur, en það er fyrsti sunnu- dagur í júní, og því sjómanna- dagurinn. Það er að vísu gott að sjómenn okkar skuli hafa nóg að gera við að afla brauðs í bú, ekki mun af veita. En þess meiri skylda hvílir á okkur, sem í landi erum til að stuðla að þvi að gera sjómannadag- inn sem beztan og þá fyrst og fremst með því að hækka að verulegu leyti í dvalarheimil- issjóði. ENN ER EKKI búið að á- kveða stað fyrir þetta framtíð- arheimili aldraðra sjómanna, en hann rnun fást innan skamms, hvort sem valið verður Laugar- nesið við sjó fram eða í Laug- arðásnum, en báðir eru staðirn- ir ágætir og aðalatriðið að heim ilið komist upp, og að það verði á góðum stað. Á sjómannadag- inn skulum við landkrabbarnir gera okkar til að allt gangi sem bezt fyrir samtök sjómanna í þessu sem öðru. Hannes á horninu. Sjómenn! . 9 Á sjómannadaginn færum við öllum sjómönnum fil lands og sjávar bezfu héillaóskir

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.