Alþýðublaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUBLAÐiö Sunnuclagur 4. júní 1950. B Saltfiskframleiðendur: Tökum að oss úfvepn og srníði fækja til innanhúss þurrkunar á salffiski. Allar tæknilegar upplýsing- ar og fast verð gefið sam- kVæmt beiðni. fækjum fyrir fiskimjö Leitið tilboða hjá oss. SSMIDJA Stofnsett 1902. Símar 80123 (fimm Iínur). Símnefni: Slippen. Leitið fiiboða hjá oss, áður en þér farið annað viðvíkjandi: Eíniskaupum Skipaviðgerðum Skipasmíðum VIÐSKIPTASKRÁIN hefur borizt blaðinu. Eins og að und- anförnu flytur hún margvísleg- an fróðleik um félags- og við- skiptamál landsins, sem öllum kaupsýslumönnum er nauðsyn- legt að hafa handbæran. Inni- hald hennar skiptist að megin- efni í sex flokka. í 1. flokki eru uppdrættir af Reykjavík, Hafnarfirði og Ak- ureyri, íslandskort með áteikn- uðu bílvegakerfi og vitakort. f 2. flokki er fasteignamat Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Akureyrar. Hefur sá kafli sér- stakt gildi nú vegna álagningar hins nýja eignaskatts. í 3. flokki eru taldir helztu embættismenn ríkisins, alþing ismenn, fulltrúar erlendra ríkja og fulltrúar íslands er- lendis, svo og stjórn Reykja- víkur og bæjarfulltrúar, félags- málaskrá með upplýsingum um félög og opinberar stofnanir, bióðleikhúsið og margt fleira, íbúatölu Reykjavíkur og alls landsins yfir lengra tímabil og nafnaskrá Reykjavíkur. í 4. flokki eru kaupstaðir og kauptún utan Reykjavíkur, 39 talsins. Stjórn hvers staðar, með tilgreiningu flokks, félags- málaskrá með upplýsingum um félög staðarins, íbúatölu yfir lengra tímabil og svo nafna- skrá. í 5. flokki er Varnings- og starfsskrá, og er hún megin- kafli bókarinnar. Þar er vai'n- ings- og starfsflokkum raðað í stafrófsröð, en í hverjum flokki skráð hlutaðeigandi fyr- irtæki og einstaklingar. í 6. flokki er skrá yfir skina- stól íslands 1950, með upnlýs- ingum um aldur, stærð, vélaafl og eigendur allra skipa tólf smálesta og stærri. Aftan til í bókinni er mjög fróðlegur kafli á ensku: Yíirlit yfir atvinnuskilyrði og at- vinnulíf á íslandi, eftir dr. Björn Björnsson hagT'æðing. Loks er kafli með erlendum auglýsingum frá Bretlandi, Danmörku, Færeyjum, Noregi, Svíþióð, Spáni, Tékkóslóvakíu og Þýzkalandi. Bókin er 1039 blaðsíður að stærð og prentuð í Steindórs- prent, og er Steindórsprent h.f. einnig útgefandi. Ritstjóri er Páll S. Dalmar. --------. » —------ LeiMir LEIKVALLANEFND hefur gert tillögur til bæjarráðs um nokkrar framkvæmdir í leik- vallamálum, og hefur bæjarráð ramþykkt uppástungur nefnd- arinnar. í fyrsta lagi leggur nefndin til, að leitað verði samninga um kaup á lóðum við Bergstaða- stræti og Spítalastíg, með það fyrir augum að þar verði kom- ið upp barnaleikvelli. í öðru lagi að opnað verði tún við Sörlaskjól til afnota fyrir börn og unglinga. í þriðja lagi, að ákveðið verði svæði fyrir leik- völl fyrir neðan Skipasund og sett þar leiktæki í sumar, en völlurinn skipulagður síðar og í fjórða lagi að ráðnar verði tvær stúlkur af uppeldisskóla Sumargjaíar í 3 mánuði í sum- ar til þess að starfa á þeim leik völlum, sem fjölsótiastir eru. (Fiuít við komu skipsins tií Sauðárkróks 27. maí.) Gullfoss í gljúfur fellur glæstur. Og tignarhæstan konung fossa bar kennir hver einn um ieið og sér hann. Sólargull jarðar sæla sindrar um streng og íindrar. Undra seiðmagni andar andi fossins á landið. Nafni hans hjóðin nefnir nýja skinið og vígir fegurstu sinnar sögu sjóskeið á báruleiðum. Stefni ber hátt til hafnar Iiossa sér öldufossar. Undra seiðmagni andar ancli skipsins á landið. Miklur heimsfaðir haldi höncl yfir sjó og löndum. Gefi farmanni gæfu. Grandi forði í vancla. Stefni ber hátt til hafnar hossa sér öldufossrir. Ilelgist um brattar bylgjur blessun skipi þessu. FRIÐRIK HANSEN ❖------------------------------------------------------------4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.