Alþýðublaðið - 15.06.1950, Síða 1
Ffeðurliorfiirs
Hæg vestlæg átt, skýjað. |gj
wr*
Forustugreln:
Tillögur Sehumans.
XXXI. árgangnr.
Fimmtudagur 15. júní 1950.
130. tBl.
1^5
i
Píslarsjónleikarnir bvriaðir aftur í Oberammergau.
Hinir frægu árlegu píslarsjónleikar eru nú byrjaðir aftur í Oberammergau í Bayern, eftir
að þeir höíou legið niðri í fjórtán ár, eða mest ttn mutann af valdatíma Hitlers, svo og árin
eftir stríoið. Á rnyndinni sést hinn fsgri fjali abær, sem þúsundir ferðamanna streyma nú
aítur til, til þess að sjá þ essa einstæðu sjónleika.
HÆRINGI mun nú bráð-
lega verða siglt austur á
Seyðisfjörð’ og hann látinn
vera þar í sumar við vinnslu
síldar, að hví er Alþýðu-
blaðið hefur fréít á skot-
spónum, en áður var vitað,
að skipið mundi verða fært
til Norður- eða Austurlands,
svo að hægt verði að reyna
það vi'ð viimslu síldar í sum-
ar.
Nauðsynlegt mun vera,
að skipið liggi í höfn, rneðan
vinnsla fer fram í því, sök-
um þess, hve mikið vatn þarf
til vinnslunnar. Er ekki um
að ræða í nánd við sumar-
síldarmiðin marga staði, er
uppfylli nauðsynleg skilyrði
fyrir því, að skipi'ð geti haft
þár bækistöð; naumast aðra
en Akurcyri og Siglufjörð,
fyrir i;tan Seyðisfjörð.
ser
TORRACE BODET, aðalrit-
ari UNESCO, menningarstofn-
unar sameinuðu þjóðanna,
sagði af sér starfi á ráðstefnu
sambandsins1 í Flórenz í gær.
Afsögn hans kom þingheimi
mjög á óvart.
eia i si
Toguranum, er leggja upp í fiskimjölsverk-
sr
KARFAVEIÐI er nú mjög góð, og ltom EgiII Skallagríms-
son til Reykjavíkur í gær með mikknr "afla, allar lestir fullar
og 24 poka á þilfari. Svalbakur kom til Akureyrar og Jörundur
var á ieiðinni þangað, báðir með eins mikí'ð og þeir gáíu í sig
láíið, að því er fréttaritari blaðsins nyrðra síniaði.
Aflinn úr Agli er nú lagður upp í Faxaverksmiðjuna í Ör-
firisey, og Iiófst vinnsla þar í'gær. Áður var búið að leggja fisk
í verltsmí'ðjuna nokkrum sinnum til reynslu, og enn mun vera
eftir að ganga frá slökkvitækjum í „extractions-verksmiðjuna“,
áður en vinnsla geíur hafizt a£ fullum krafti.
Mjög margir togarar stunda
nú „gúanóveiðar" .svokallaðar,
sumir að öllu leyti, en aðrir
jafnhliða siltfiskveiðum. Er þá
bezti þorskurinn saltaður, en
annar fiskur lagður upp í fiski-
mjölsverksmiðjurnar.
Egill Skallagrímsson lagði
fyrir viku afla upp í verksmiðj-
una á Hjalteyri, en fyllti sig
aftur djúpt úti af Breiðafirði á
tæpri viku.
Auk Egils, sem leggur nú
afla sinn upp í Faxaverksmiðj-
una, hefur Helgafell lagt upp
afla í Reykjavík, og var hann
fluttur á bílum til Hafnarf jarð-'
ar. Þá eru tveir af bæjartogur-
um Reykjavíkur, Ingólfur Arn-
arson og Skúli Magnússon, að
veiða til fiskimjölsvinnslu, og
munu þeir leggja aflann upp
hér, en úr Ingólfi verður að lík-
indum flutt til Hafnarfjarðar
og úr Skúla í verksmiðju hér
eða í Hafnarfirði.
Á Akranesi leggja tveir tog-
arar upp til fiskimjölsvinnslu,
þeir Bjarni Ólafsson og Karls-
efni, og í Keflavík leggur einn
upp, Forseti. Loks leggja þrír
Akureyrartogararnir, Svalbak-
ur, Kaldbakur og Jörundur,
upp í Krossanessverksmiðjuna,
en ekkert varð úr því, að Siglu-
fjarðartogarinn Elliði legði þar
einnig upþ.
GEIR SELDI FYRIR
4529 PUND
ASeins einn togari er enn á
ísfiskveiðum, en það er Geir.
Seldi hann afla sinn, 2534 kit,
í Grimsby í gær, og fékk fyrir
hann 4529 sterlingspund.
Framhald á 8. síðu.
Schuman-áætlunin:
Franskir jafnaðarmenn óánægð
ieð yfirlýsingu brezka flokksins
Ráðstefna sexveldanna um áætlunina
hefst i París í næstu viku.
FRANSKIR JÍAFNAÐARMENN hafa nú Iýst óánægju
sinni með afstöðu brezka alþýðuflokksins til Schuman-áætl-
unarinnar, og telja þeir, að afstaða brezka flokksins sé stórt
skref afíur á bak. Benda þeir enn fremur á, að með þessari
afstöðu sé brugðið frá þeirri stefnu, sem fylgt liefur verið um
aukna samvinnu Norðurálfuþjóða. Telur franski flokkurínn það
mj.ög ólieppilegt, áð þessi stefnuyfirlýsing skyldi vera gefin út
í London.
Yfirlýsing brezka flokksins
hefur fengið mjög slæmar und-
irtektir í blöðum borgaraflokk-
anna á Englandi, og gagnrýna
þau hana harðlega. Þá krefjast
þessi blöð þess, að Schuman-
áætlunin verði rædd sem fyrst
i enska þinginu, en stjórnin
telur það ekki tímaba rí.
Blöð í Bandaríkjunum taka
einnig mjög illa í hina brezku
flokksyfirlýsingu og harma
það ósamlyndi, sem nú er orðið
um áframhaldandi efnahags-
samvinnu Evrópulandanna.
Ráðstefna sexveldanna, sem
boðin hafa verið til viðræðna
um áætlun Schumans, hefst í
París í næstu viku. Bretar hafa
þegar útnefnt tvo fulltrúa með
sendiherratign, er sitja munu
fundinn. Þeir munu fylgjast
með öllu, sem þar fer fram, en
hafa ekki tillögurétt eða at-
kvæðisrétt. Þátttökuríkin eru
Frakkland, Þýzkaland, Belgía
Holland, Luxemburg og Ítalía.
H P H U
l
BREZKA STJÓRNIN bar
sigur af hólmi í atkvæða-
greiðslu í neðri deild þingsins
í London í gærkvöldi. Var til
umræðu og afgreiðslu tillaga í-
haldsflokksins um að afnuminn
skylda benzínskáttur, sem
stjórnin setti á, er skömmtun á
benzíni var hætt. Tillagan var
felld með 310 atkvæðum gegn
288, eða 22 atkvæða meirihluta.
TAFT, formaður þingflokks
repúblikana í Bandaríkjunum,
hefur heitið Trumanstjórninni
stuðningi flokks síns í utanrík-
Robert Schuman.
Bohr iteiiar að und-
irrita friðarávarp
NIELS BOHR, danski vís-
indamaðurinn, sem á mánudag
sendi sameinuðu þjóðunum op-
ið bréf um friðarmálin. hefur
neitað að undirrita friðarávarp
kommúnista. Kveðst hann ekki
undirrita nein slík skjöl, nema
þar sé greinilega fram tekið,
að allar þjóðir verði að „opna
gluggana“ og taka upp full-
komna hreinskilni hver við
aðra.
ismálum, en áskilur sér þó rétt
til gagnrýni og vill auknar við-
ræður flokkanna um utanríkis-
málin.
F.U.J. hélt fund í Iðnó í gærkvöídi. Var hann fjölmennur
mjög og gengu sjötíu nýir meðlimir í félagið.
Mörg mál voru rædd, meðal
annars væntanlegt starf félags-
‘ ins við trjágróðursetningu í
Heiðmörk og fleira viðvíkjandi
sumarstarfsemi félagsins, og
kom fram mikill áhugi félags-
manna á verkefnum þess.