Alþýðublaðið - 15.06.1950, Síða 4
4
ALE>Ýf)UBLAÐIÐ
Fimmtudagur 15. júní 1950.
Útgefandi: Alþýðuflokburinn.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Benedikt Gröndal.
Þingfréttir: Helgi Sæmundsson.
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetur: Alpýðuliúsið.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Tlilögur Schumans
aCT'°^r''* vn -*Trr
HUGMYNDIN um samein-
ingu franska og þýzka þunga-
iðnaðarins — kolavinnslunn-
ar, járn- og stáliðnaðarins —
undir einni stjórn er ekki ný.
Sú hugmynd skaut upp höfð-
inu strax eftir fyrri heims-
styrjöldina, þegar Frakkar
höfðu lagt undir sig Saar og'
Lothringen, járnríkustu héruð
Þýzkalands, en vantaði kol til
þess að geta hagnýtt sér þau
að fullu. Þýzkaland hafði hii.s
vegar gnægð kola í Ruhr, en
vantaði járnið eftir að það
varð að láta Lothringen og
Saar af hendi við Frakkland.
Það voru franskir og þýzkir
stórkapítalistar, sem við þessi
nýju skilyrði eftir fyrri heims
styrjöldina voru með ráða-
gerðir um að sameina þunga-
iðnað beggja landa í einn
voldugan auðhring; en til
íramkvæmda komust þær ráða
gerðir ekki í það sinn.
Nú hefur þessi hugmynd
hins vegar verið tekin til nýrr-
ai >og alvarlegrar athugunar,
á grundvelli þeirra tillagna,
sem Robert Sehuman, utanrík-
ismálaráðherra Frakka, hefur
lagt fram, og öll franska stjórn
in stendur vitanlega að. í
þeim tillögum er ekki lengur
aðeins um sameiningu franska
og þýzka þungaiðnaðarins að
ræða, heldur er nú meiningin
að helzt öll Yestur-Evrópa, þar
á meðal einnig England, standi
sð hinni fyrirhuguðu þungaiðn
aðarsamsteypu.
Það er ekkert efamál, að
þessi hugmynd á í dag miklu
meira fylgi að fagna í Vestur-
Evrópu, en eftir fyrri heims-
styrjöldina; enda er hún ó-
neitanlega mjög í anda þess
áróðurs, sem nú er uppi fyrir
auknu samstarfi Vestur-Ev-
rópuþjóðanna á öllum sviðum.
Og hvort sem það tekst, að
framkvæma hana nú eða ekki,
má vissulega gera ráð fyrir, að
þéssi verði lausn framtíðarinn
ar á ýmsum efnahagslegum og
pólitískum vandamálum og mót
setningum Vestur-Evrópu og
máske Evrópu yfirleitt; því að
um það verður varla úeilt, að
slík sameining kola-, stál- og
járniðaðarins í Vestur-Evrópu
myndi ryðja úr vegi mörgum
þeim hindrunum, sem hingað
til hafa háð frjálsum og fiið-
samlegum samskiptum þjóð-
a*ma þar, og þá íramar ölIrSo
Frakka og Þjóðverja, Þessi
þungaiðnaðarsamsteypa myndi
gera alla Vestur-Evrópu ag
þau lönd yfirleitt, sem aðílar
gerðust að henni, að cinum
markaði og væntanlega binda
enda á allar styrjaldir þeirra í
milli. Hún yrði að sínu leyti
svipað skref í sögu allrar Vest
ur-Evrópu eða allrar Evrópu
yfirleitt á okkar dögum, eins
og afnám allra tollmúra milli
eiristakra héraða var fyrir sam
einingu Þýzkalands í eitt þjóð-
ríki fyrir meira, en hundrað
árum.
Áhrifin af kappleik leikara og blaðamanna. —
Heimsókn sænsku óperunar. — Heimboð, sem við
verðum að gangast fyrir. — Verð á fiskimjöli.
MENN TRÚA ÞVÍ kannski
-En jafnvel þótt það sé við-
urkennt, að hugmyndin um
sameiningu kola-, stál- og járn-
iðnaðarins í Vestur-Evrópu
undir eina stjórn muni vera
lausn framtíðarinnar á mörg-
um þeim vandamálum, sem
þjóðirnar eiga nú við að stríða,
er hitt annað mál, hvort öll
skilyrði eru nú þegar fyrir
hendi til þess að framkvæma
hana.
í því sambandi vekur.það að
sjálfsögðu mikla athygli, að
Bretland hefur tekið töluvert
öðru vísi í þetta mál en ríkin á
meginlandi Vestur-Evrópu,
Vestur-Þýzkaland, Benelux-
löndin og Ítalía, sem þegar hafa
lýst sig reiðubúin til ráðstefnu
í París í þessum mánuði með
það fyrir augum, að stofna til
þessarar þungaiðnaðarsam-
steypu.
Bretland er sem kunnugt er
undir jafnaðarmannastjórn;
hinar auðugu kolanámur þar
eru þegar þjóðnýttar, og til
stendur að þjóðnýta einnig
brezka járn- og stáliðnaðinn
innan skamms, ef jafnaðar-
menn fara þar áfram með völd.
Á Frakklandi, Vestur-Þýzka-
landi, 1 Beneluxlöndunum
(nema á Hollandi) og á Ítalíu
eru borgaraflokkarnir hins
vegar enn við völd, og þunga-
iðnaður þessara landa ekki
þjóðnýttur. Það er því mjög
hætt við því, að erfitt yrði í
bili að finna það form fyrir
þungaiðnaðarsamsteypuna, í
framkvæmd, sem öll þessi ríki,
einnig Bretland, gætu sætt sig
við. Svo mikið er að minnsta
kosti víst, að brezka jafnaðar-
mannastjórnin telur sig ekki,
að svo stöddu, geta verið með í
undirbúningi eða framkvæmcl
þessa máls. Hún vill ekki leggja
þjóðnýttar kolanámur Bret-
lands undir neina sameiginlega
yfirstjórn þungaiðnaðarsam-
steypu í Vestur-Evrópu, sem
ef til vill yrði í framkvæmd
voldugur auðhringur til þess
að arðræna þær þjóðir, sem
hann næði til, og þröngva kosti
verkalýðsins. Og í þessu efni
hefur brezka jafnaðarmanna-
stjórnin fulla samúð jafnaðar-
manna, einnig á meginlandinu,
sem þegar hafa bundið fylgi
sitt við þungaiðnaðarsamsteyp-
una því skilyrði, að verkalýðs-
hreyfingin í Vestur-Evrópu fái
að minnsta kosti meðákvörðun-
arrétt um stjórn hennar.
Þannig stendur þetta rnál í
dag. Það er augljóst, að það
væri létt að framkvæma hug-
■myndina um sameiningu þunga
iðnaðarins í Vestur-Evrópn
undir eina stjórn, ef búið væri
að þjóðnýta hann, ekki aðeins
á Bretlandi, heldur og á Frakk-
landi og Vestur-Þýzkalandi. En
það er hætt við því, að það
reynist erfitt þangað til það
hefur verið gert.
FISKVERÐ f ENGLANDI
„Húsmæðurnar urn allt land
ið verða að kaupa meiri fisk og
fyrir hærra verð en þær nú
gera, ef alvarlegt atvinnuleysi
á ekki að verða í öllum helztu
fiskihöfnum landsins. Með því
verði, sem nú er greitt fyrir
fisk, geta útgerðarmenn hrein-
lega ekki lengur staðizt hinn
háa framleiðslukostnað.“
Þessi klausa úr Fishing News
gefur glögga hugmynd um á-
stand brezku útgerðarinnar nú
sem stendur.
ENGIN ÓLYKT
í FLEETWOOD
Bæjarstjórn Fleetwoodborg-
ar fór nýlega í heimsókn í fiski-
mjölsverksmiðju Isaac Spencer
& Co. og lét í ljós ánægju sína
yfir því, að tekizt hefði að eyða
allri óíykt frá verksmiðjunni.
Þessi verksmiðja hefur í 25 ár
starfað í Fleetwood, og hefur
þótt svo vond lykt frá henni,
að bærinn hefur orðið illræmd-
ur fyrir um allt England Verk-
smiðjurnar vinna nú um 500
lestir á viku, þótt þær geti af-
kastað helmingi meiru.
ekki, en þó býzt ég við, að það
muni koma í ljós, að knatt-
spyrnukappleikur blaðamanna
og leikara muni hafa töluverð
áhrif í alveg sérstaka átt. Sumir
menn eru svo ákaflega virðu-
legir. Það dettur hvorki af
þeim né drýpur, .þeir ganga
hnakkakerrtir og merkilegir
með sig, ,,búa sig til“ um leið
og þeir stíga af þröskuldinum
heima hjá sér, sperra sig og
setja í stellingar, krefjast virð-
ingar, sem allt af er þó fölsk
og þeir vita mjög vel um sjálfir,
og eru allt af-með þetía í hug-
anum. „Hér Icem ég.“
ÞETTA virðist mér heldur
algengara hér heima en sums
staðar erlendis og veit ég þó
ekkert um suðrænar þjóðir. —
Þessi svipur þarf að detta af
andliti okkar, við þurfum að
verða frjálsmannlegri, heilli —
eins og við erum í raun og veru
innst Inrii. Ef okkur tekst þetta,
þá rífum við niður torfærur í
sambúð okkar og bijlið milli
okkar allra minnkar.
ÉG NOTA ÞAÐ tilefni, sem
kappleikurinn gaf, til þess að
minnast á þetta, en þó ekki
vegna þess að blaðamenn eða
leikarar séu eða hafi verið
merkilegri með sig en aðrir
menn, nema síður sé. En hér
léku þó tvær stéttir fyrir opn-
um tjöldum, komu til dyranna
eins og þeir voru klæddir, frjáls
ir, óheftir og heilir í gamni sínu,
án merkilegheita og tilgerðar.
Og þetta er gott, og þetta mun
hafa áhrif á aðra, þetta rífur
torfærur, sem allt af eru til
hindrunar náinni sambúð óg ná
inni kynningu.
ÞAÐ ER MJÖG merkur við-
burður í menningarsögu okkar,
að sænski óperuflokkurinn kem
ur hingað. Síðar verður þassarar
heimsóknar minnst með gleði.
Það er rétt að taka það fram að
hér var ekki um heimboð. að
ræða af hálfu okkar íslendinga
heldur heimsókn, sem við fögn-
um og þökkum af heilum hug.
ÍSLENDINGAR hafa frá
fyrstu tíð notið margvíslegrar að
stoðar og stuðnings í leiklistar-
lífi sínu frá Dönum. Nær allir
leikarar okkar, sem á annað
borð hafa haft tækifæri til þess
að kynna sér leiklist erlendis,
hafa leitað til Kaupmannahafn-
ar og stundað nám við Konung-
lega leikhúsið þar. Við höfum
einnig fengið þaðan léða bún-
inga og tæki til sýninga.
ÞESS VEGNA ætti það að
verða eitt fyrsta verk þjóðleik
hússins að bjóða hingað dönsk-
um leikflokki til sýninga. Það
er víst orðið of seint að senda
slíkt heimboð í sumar, ef það
hefur þá ekki þegar verið und-
irbúið, en ekki er ráð nema í
tíma sé tékið og færi vel á því
Frh. á 7 síðu.
S
S
s
s
VESTUR-ÍSLENDINGAR
halda sennilega betur tryggð
við uppruna sinn, mál og
menningu en flest önnur
þjóðabrot í Ameríku. Þetta
stafar fyrst og fremst af eðh
íslendingsins, en einnig af
því, að landarnir settust upp-
haflega að í þéttum byggð-
um með það fyrir augum að
mynda „nýtt ísland“, eins og
nafn sveitanna umhverfis
Manitobavatn gefur til
kynna. Þó hafa þeir nú
dreifzt mjög og fólki fækkar
í hinum gömlu byggðarlögum
þeirra.
HUGMYNDIN um það, að
mynda „nýtt ísland“ varð
aldrei að veruleika. Byggðir
íslendinga urðu, eins og allar
aðrar byggðir í þessum nýju
ríkjum, aðeins brot af hinni
nýju þjóðarheild, sem skap-
azt hefur. Það eru því óhjá-
kvæmileg örlög þessa fólks
að afkomendur þess munu
samlagast heildinni, málið
mun hverfa og minningin un:
gamla Frón smám samán
gleymast. Við þessu er ekk-
ert að segja, því að útílutn-
ingur frá íslandi varð aldrei
svo mikill, að hann gæti stað-
izt samkeppnina í ^oræðslu-
potti þjóðanna“ vestan hafs.
AÐ ÞESSU er þó ekki enn
komið. Elztu frumbyggjarnir
íslenzku eru enn á lífi og
fyrsta kynslóðin, sem fædd
er vestra, ber sterkan keim
Islendingsins, og kann mikið
í íslenzkri tungu. Þetta íólk
vill varðveita rpenningar- og
þjóðernisarf sinn sem bezt
og skilja eftir einhvern kynd
il, er logað geti um ókomin
ár sem minning um hið ís-
lenzka landnám. Þessi kynd-
ill verður stóll í íslenzkum
fræðum við háskólann í Mani
toba. Þar á að safna saman
sem flestum íslenzkum bók-
um og sér í lagi að gera full-
komið heimildasafn um land
nám og starf íslendinga
vestra. Þar á jafnan að sitja
íslenzkur fræðimaður, er geti
kennt og frætt um ísland og
Islendinga, þegar engin
amma er á lífi til að segja
börnunum frá gamla torf-
bæriurn, fjallinu og hinum
björtu sumarnóttum.
VESTUR-ÍSLENDINGAR hafa
tekið vel undir hugmyndina
um slíkan stól við Manitoba-
háskóla og þeir hafa af mikl-
um dugnaði hafið söfnun til
stólsins. Hafa einstakir menn
lagt fram miklar fjárhæðir
og nefndir skipaðar hinum
mætustu borgurum, sem af
íslenzku bergi eru brotnir,
safnað smáum framlögum
með hinum stóru. Það er eðli
legt að Vestur-íslendingar
sameinist um þetta mál, því
að betri minnisvarða geta
þeir ekki reist en þennan.
FYRIR ALDAMÓT, þegar
vesturfarir stóðu sem hæst,
var ákaft deilt um þær
hér heima, og mundu slíkar
deilur vafalaust endurtaka
sig, ef landsmenn tækju á ný
í stórum stíl að flytja af landi
burt. En nú eru vesturfar-
arnir löngu liðnar og íslend-
ingar fylgjast af samúð með
frændum sínum vestra, gleðj
ast yíir því, að þeir hafa sýnt
rækt við mál og menningu
gamla landsins, og fagna
því, að íslenzkt blóð og ís-
lenzkt þjóðerni hafa reynzt
gott veganesti í samkeppni
við innflytjendur hundruð
annarra þjóða.. Þess Vegna
mættu. heimamenn vel styðja
j ennan nýja stól í í. Ienzkum
fræðum við Manitobahá-
skóia, enda fagnaðarefni, er
slíkar stofnanir verða til í
fjarlægum löndum. Vonandi
rétta íslendingar vinarhönd
vestur um haf og styðja
þessa viðleitni, eins og vinar
hönd kom vestan um haf fyr-
ir-35 árum og studdi drengi-
lega mikið áhugamál lanus
manna þá, stofnun Eimskipa
félagsins.
Framhald af 3. síðu.
nægum innílutningi svo at-
vinnuleysi verði ekki af þeim
sökum.
Að svo miklu leyti sem ríkis
stjórnin treystir sér ekki til
slíkra framkvæmda af gjald-
eyrisástæðum, telur fundurinn
rétt að veita landsmönnum
meira frjálsræði en nú er til
sölu á útflutningsvörum og
innkaupa á efnivörum til at-
vinnuframkvæmda.
2. Að skora á bæjar- og rík-
isstjórn, að beita sér fyrir því,
að þegar í stað verði hafnar
framkvæmdir við Sogsvirkjun
ina.
3. Að skora 'á bæjarstjórn
Reykjavíkur, að fjölga til mik
illa muna í unglingavinnu bæj
arins, þar sem atvinnuleysi ung
linga .er nú mjög alvarlegt.
4. Að beina því til bæjar-
stjórnar, að gera nú þegar nauð
synlegar ráðstafanir með undir
búning verkefna handa at-
vinnulausum verkamönnum á
komandi hausti, þar sem ekki
er annað sjáanlegt en að hér
verði alvarlegt atvinnuleysi, ef
áfram heldur eins og nú horfir.
5. Að allir útlendingar í vinnu
á Keflavíkurflugvelli verði taf
arlaust látriir víkja þaðan og
Islendingum fengin 'störf þeirra.
Skoriar fundurinn á stjórn Al-
þýðusambandsins að hefjast
handa um að fylgja þessari
kröfu verkalýðssamstakanna
fast eftir“.