Alþýðublaðið - 15.06.1950, Side 7
Fimmtudagur 15. júní 1950.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
7
FELAGSLIF
Framh. af 5. síðu.
Ferðafélag íslands ráð
gerir að fara mjög
skemmtilega gönguför
um Leggjabrjót næst-
komandi sunnudag.
Lagt af stað kl. 9 árdegis frá
Austurvelli. Ekið upp í Botns-
dal í Hvalfirði. Gengið að foss-
iiium Glym, sem er einn hæsti
og fegursti foss landsins og er
gljúírið sérstaklega tilkomu-
mikið. Frá Glym er gengið upp
brattann innan við Múlafjall.
Göturnar liggja neðan við Súl
ur frá Sandvatni um Leggja-
brjót, þar er hæst á þessari leið
467 m. Þá er komið að Súlnaá
er rennur í Öxará, sem kemur
úr Myrkravatni. Þá er haldið
að Svartagili. Ef gengið er á
Þingvöll, liggja götuslóðar suð
ur frá Svartagili og er þá kom-
ið í Almannagjá norðan við Öx
arár foss. Heitir það Langistig-
ur. Farmiðar seldir við bílana.
fer til Færeyja og Kaupmanna
hafnar 24. júní.
Farþcgar sæki farseðla í dag.
Næstu tvær ferðir frá Kaup-
mannahöfn verða 17. júní og
1. júní.
Tilkynningar um flutning
óslcast sendar skrifstofu Sam-
einaða í Kaupmannahöfn, sem
fyrst.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen.
Erlendur Pjetursso'i.
N.s. r,isja,r
um Húnaflóahafnir til Skaga-
strandar. Tekið á móti flutningi
til hafna milli Ingólfsfjarðar
og Skagastrandar í dag og á
morgun. Farseðlar seldir á
mánudag.
Ármann
vestur um land til Akureyrar
hinn 20. þ. m. Tekið á móti flutn
ingi til áætlunarhafna í dag og
á morgun. Farseðlar seldir á
mánudaginn.
Tekið á móti flutningi til Vest-
mannaeyja daglega.
HANNES Á HORNINIj
Framhald af 4. síðu.
að við bíðum hingað dönskum
léikurum til sýninga á næsta
vöri. Vona ég að að þessu verði
unnið svo að úr geti orðið.
BORGAitl skrifar mér. „Menn
geta ekki skilið þá gýfurlegu
verðhækkun, sem orðið hefu.r á
fiskimjöli. í fyrra kostaði 100
kg. poki 100 krónur, en nú
kostar pokinn 230 krónur. Hvað
veldur þessu?
Hannes á horninu.
ÞAU FÁU ÁR sem Iðnnema-
samband íslands hefur nú
starfað, verður vart annað sagt,
en að margt hafi áunnizt í átt-
ina að settu marki, svo sem
baráttan fyrir brej'tingu Iðn-
skólans í dagskóla, og nii síðast
margt til batnaðar me'ð hir.ni
nýju iðnfræðslulöggjöf, fyrir
atbeina þáverandi iðnaðar-
málaráðherra, Emils Jónssonar.
En þrátt fyrir hinn ágæta ár- |
angur og margt, sem áunr.izt
hefur, þá er margt óleyst, t. d.
hin vægast sagt ógeðfelldu
vinnubrögð við lúkningu þessa
fjögurra ára lærdómstimabils
—■ sveinspróf. Að enn skuli
vinnuaðferðir, sem tilhey'a
fortíðinni, já, gamla tímanum,
vera viðhafðar einurigis, við
sveinspróf í íðnum, sem nálega
allt er unnið (í dag) í vélum.
Að 10—12 ungir iðnsveinar
eru látnir leggja hina vönduð-
ustu vinnu, allt að 6—8 daga í
„sveinsstykki", sem að lokum
(þegar það hefur verið dæmt)
er barið í sundur og fleygt;
ekki nóg með það, heidur verð-
ur hver og einn þessara manna
að kaupa sér efni í þessa próf-
smíði íyrir allt að 2 - -100 kr.
Þarna er ekki einungis sóað
verðmætum fyrir hundruð
króna, lieldur 70—80 dagsverk-
um af vönduðustu vinnu.
Að (eftir því, sem mér er
tjáð) prentnemi er ekki próf-
aður í vélsetningu, sem er þó
orðin a. m. k. 50% af ölium af-
köstum í prentiðn o. s. frv. o. s.
frv.
Svo erum við að hrósa ckkur
af menntuðum iðnaðarmönn-
um. En vart verður prófsmíðin
í íramantöldum iðngreinum
talin mælikvarði á menntun
iðnaðarmanna. Allt þetta ó-
fremdarástand er svo fegrað á
þeim forsendum, að nágranna-
þjóðirnar fáist ekki til þess að
gera neina frávikningu í þess-
um -málum. En með leyfi að
i spyrja: Flvað hefur verið gert
j til þess að fá úr þessu bætt?
Þegar viðkomandi aðilar hafa
svarað þessari spurningu og út-
skýrt í heyranda hljóði hvern-
ig stendur á því, að dýrmætri
og vönduðustu vinnu er þannig
sóað, mun e. t. v. nánar skýrc
frá ástandi þessu í einstökurn
iðngreinum.
Almenningur á fullan rétt á
að vita, hvernig þessum mál-
um er háttað. Stjcrn Iðnnema-
sambandsins væri einnig skylt
að eyða meira rúmi rnálgagns
síns í þessa hlið málanna og
draga dálítið úr rúminu. sem
farið hefur í útskýringar á
skrílsárásinni á alþingis rúsið
30. marz 1949 og ýmsan póli-
tískan áróður. Það yrði áreið
anlega eins vel liðið af lesend-
um þess.
Fyrrverandi iðnnemi.
anum í dag jafnvægðarlaust
og hún háði baráttu sína gegn
fasismanum og nazismanum,
meðan Mussolini og -Hitler
voru og hétu. Iiún er í ræðu
og riti hinn ótrauði og síungi
málsvari jafnaðarstefnunnar,
frelsisins og lýðræðisins, og
frá Kaupmannahöfn fór hún
vestur um haf til að flytja mál
sitt kynsystrum sínum í hinu
volduga lýðræðisríki Roose-
velts og Trumans. Ræða Ange-
licu Balabanoffs mun aldrei
gleymast þeim, er á hlýddu.
Ilin áttræða valkyrja mælti
á fjórum þjóðtungum, sænsku,
frönsku, ensku og þýzku.
Ræða hennar náði hámarki,
er hún bar fram þá spurningu,
hver vera myndi í dag afstað-
an til jafnaðarstefnunnar af
hálfu þeirra kvenna og manna,
sem í tveimur beimstyrjöldum
liðu þjáningar og færóu fórn-
ir og hikuðu c-kki við að ganga
út í opinn dauðann í baráti-
unni gegn íasxsmanu n og naz-
nmannm. Ályktunarorð Ange-
hcu Balabar.offs voru þessi:
,,Ef til vill finnst þessum netj-
um, að okkur í dag skovii hug
og dugx í baráttunni. En þær
iriunu skilja erfiðleika okkar,
og þeim mun verða ljóst, að
við leitumst við að byggja u.pp
íiá grunni frjálsan heim: að
við leggjum fram krafta okkar
í baráttu gegn allri þeirri kúg-
un, sem er afleiðing nazism-
ans og kommúnismans, og að
við munum ná takmarki okk-
ar og fá kynslóðum framtíðar -
innar til varðveizlu írjálsan
heim, þar sem kúgun og órétt-
uiyþekkist ekki — heim frels-
is, jafnaðar og framfara. Liii
jafnaðarstefnan —■ stefna frels
is, jafnréttis og bræðralags!'1
Allir viðstaddir risu úr saet-
um sínum, þegar Angelica
Balabanoff lauk máli sínu, og
hylltu einum rómi valkyrjuna
öldnu og þó síungu. Á ótal
þjóðtungum kvað við sama
hyllingin: Lifi Angelica Bala-
banoff!
Rússneski útlaginn settist í
sæti sitt. Þetta var lágvaxin,'
aldurhnigin kona. En fas henn
ar vitnaði um seiglu og við-
námsþrótt, og augu hennar
leiftruðu af fjöri og baráttu-
gleði. Hún er táknrænn full-
Irúi hins stríðandi fjölda, sem
aídrei gefst upp, aldrei gerir
■ málamiðlun við kúgarana og
harðstjórana, aldrei lætur svik
arana fá færi á sér og aldrei
missir vonino um að sigra að
Ipkum — komast heim í fyrir-
heitna í landið, þar sem niðj-
arnir skulu lifa og starfa
írjálsir, sælir og glaðir. Slík-
ar hetjur sigrar óvætturin
aldrei, hvort sem hún er brún
eða rauð á litinn, því að þær
eru gæddar ódrepandi seiglu
og eilífri baráttugleði og vinna
ávallt úrslitaorustuna, hversu
iöng og tvísýn, sem styrjöld-
in er.
Helgi Sæmundsson.
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan mín og
móðir okkar,
Lára Péíursdóttir,
andaðist að heimili sínu, Leifsgötu 4, að kvöldi þess 13. þ. m.
Þorvaldui\ Sigurðsson
Valborg E. Þorvaldsdóttir
Sigurgeir Pétur Þorvaldsson
Þorbergur Snorri Þorvaldsson.
Útför mannsins míns og föður okkar
Guðleifs Guðnasonar
fer fram föstudaginn 16. þ. m. og hefst með húskveðju að
heimili hans Vallargötu 30, Keflavík, kl. 2 e. h.
Blóm og kransar afbeðnir, en þess óskað, að þeir sem vildu
minnast hins látna, láti sjúkrahússjóð Keflavíkur njóta þess.
Erlendsína M. Jónsdóttir
Margrét Guðleifsdóttir - Sigríður Guðleifsdóttir
Guðni Guðleifsson Ragnar Guðleifsson
Á aðalíundi H.f. Eimskipafélags íslands 10.
júní 1950, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af
hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1949.
Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu fé-
legsins í Reykjavík, og hjá aígreiðslumönnum fé-
lagsins um allt land.
Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 5 gr.
samþykkta félagsins, er arðmiði ógildur, hafi ekki
verið krafizt greiðslu á honum áður en 4 ár eru lið
in fár gjalddaga hans. Skal hluthöfum því bent á,
að draga ekki að innleysa arðmiða af hlutabréfum
sínum, svo lengi að hætta sé á, að beir verði ó-
gildir. Nú eru í gildi arðmiðar fyrir árin 1945 —
1949 að báðum árum meðtöidum, en eldri arðmið
ar eru ógildir.
Þá skal enn fremur vakin athygli á því, að
enn eiga allmargir hluthafar eftir að sækja nýjar
arðmiðaarkir, sem afhentar eru gegn stofni þeim,
sem festur er við hlutabréfin. Eru þeir hluthafar, •
sem enn eiga eftir að skipta á stofninum og nýrri
arðmiðaörk, beðnir að gera það sem fyrst. Af-
greiðslumenn félagsins um land allt, svo og aðal-
skrifstofan í Reykjavík, veita stofnunum viðtöku.
H.f. Eimskipafélaff íslands.
fásl á eftirtöldum stöðum:
REYKJAVÍK:
Skrifstofu S.Í.B.S., Austurstræti 9
Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Lækjargötu 2
Verzlun Hjartar Hjartarsonar, Bræðraborgarstíg 1
Bókaverzlun Máls og menningar, Laugaveg 19
Verzlunin Grettisgötu 26
Hafliðabúð, Njálsgötu 1
Blómabúðin LOFN, Skólavörðustíg 5
Verzlunin Höfði, Miklubraut 68
Bókabúð Laugarness
Bókaverzlun Sigvalda Þorsteinssonar, Efstasundi 28
H AFN ARFIRÐI:
Bókaverzlun Þorvaldar Bjarnasonar, Strandgötu
Bókaverzlun Böðvars Sigurðssonar, Strandgötu
og hiá trúnaoarmönnum S.Í.B.S. um allt land.
Auglýslð I Alþýðublaðintt
í