Alþýðublaðið - 14.07.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.07.1950, Blaðsíða 7
? Föstudagur 14. .júlí 1950 ALÞÝÐUBLAÐSÐ sr afgreitt til fastra áskrifenda og í lausasölu hjá þessum mönnum: Verzlun Gunnar Jónssonar, Olíustöðinni, Hvalfirði. Sveinbirni Oddssyni, Akranesi. Daníel Eyjólfssyni, Borgarnesi. Jóni Gíslasyni, Hellissandi. Ottó Árnasyni, Ólafsvík. Steinari Ragnarssyni, Stykkishólmi. Sæmundi Bjarnasyni, Fjósum, Dalasýslu. Ebeneser Ebeneserssyni, Bíldudal. Kolbeini Guðmundssyni, Flateyri. Verkalýðsfélaginu Sugandi, Súgandaíirði. Páli Sólmundarsyni, Bolungarvík. Ólafi Guðjónssyni, Hnífsdal. Jónasi Tómassyni, Isafirði. Jóni Gíslasyni, Súðavík, Álftafirði. Guðm. Þ. Sigurgeirssyni, Drangsnesi, Steingrímsf. Friðjóni Sigurðssyni, Hólmavík. Jens P. Eiríkssyni, Sauðárkróki. * Jónasi Hálfdánarsyni, Hofsós. Jóhanni Möller, Siglufirði. Lárusi Frímannssyni, Dalvík. Þorst. Jónssyni, Hafnarstræti 88, Akureyri. Sígurjóni Ármannssýni, Húsavík. Guðna Þ. Árnasyni, Raufarhöfn. Guðm. Einarssyni, Þórshöfn, Langanesi. Ingólfi Jónssyni, Seyðisfirði. Ólafi Jónssyni, Norðfirði. Guðlaugi Sigfússyni, Reyðarfirði. Jóni Brynjólfssyni, Eskifirði. Þórði Jónssyni, Fáskrúðsfirði. Bjarna Guðmundssyni, Hornafirði. Birni Guðmundssyni, Vestmannaeyjum. Arnbirni Sigurgeirssyni, Selfossi. Jósteini Kristjánssyni, Stokkseyri. Verzl. Reykjafoss, Hveragerði. Jóni I. Sigurmundssyni, Eyrarbakka. Árna Helgasyni, Garði, Grindavík. Ásgeiri Benediktssyni, Garði, Efra-Sandgerði. Alþýðubrauðgerðinni, Keflavík. Þorláki Benediktssyni, Garði. Birni Þorleifssyni, Ytri-Njarðvík. Sigríði Erlendsdóttur, Kirkjuvegi 1Ö, Hafnarfirði. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstu mán- aðamóta. — Snúið yður til útsölumanna Alþýðu- blaðsins eða afgreiðslunnar í Alþýðuhúsinu, — Hverfisgötu 8—10, Reykjavík, og gerist áskrif- endur að Alþýðublaðinu. Auglýsið í Alþýðublaðinu Hjólreiðarnar... Framh. af 5. síðu. á dag. Einstaka keppandi tek- ur í laumi styrkjandi pillur, og nokkrir þeirra gera ýmsar sérstakar ráðstafanir með sjálp lækna áður en lagt er af stað, með mjög misjöfnum árangri. Sigurinn byggist fyrst og fremst á harðri þjálfun, eri ekki síður á líkamsstyrkleika og viljafestu. Umstangið er mjög æsandi, og enginn vafi er á því, að margir leggja allt- of hart að sér. En það er líka til mikils að vinna Sigurveg- arinn verður frægur maður, og svo er álitleg fjárhæð að verð- launum. Eitt sinn kom það fyrir, að_ Frakki nokkur, sem skráður hafði verið sem kepp- andi, Georges Speicher að nafni, skaðmeiddi sig á hand- iegg nokkru áður en keppnin hófst. Allir bjuggust við að hann myndi hætta við að vera með, því sárið var allslæmt; holdið rifnaði af svo að sá í beinið. Sárið var saumað sam- an, Speicher var með og vann keppnina. Að keppninni lok- inni varð Speieher að orði: „Það var meiðslinu að þakka, að ég varð sigurvegari". Þetta hljómar ekki sennilega, en rnáske er það engin fjarstæða. Það er ekki einungis sigur- vegari keppninnar, sem hlýt- ur laun fyrir að taka þátt í þessari keppni, þótt óbeint sé. Framleiðendur alls konar vöru teg'unda ,sem lúta að reiðhjól- um og þess háttar farartækj- um sækjast mjög eftir að fá meðmæli keppendanna fyrir vörum sínum og greiða fyrir slíkt álitlegar fjárhæðir. Auk bess er þeim heimill aðgangur ókeypis að hjólreiðakappmót- um öðrum, og eru revndar oft keyptir til þess að taka þátt í slíkum kappleikjum í auglýs- Ingaskyni. Það var Henri Desgrange, sem stofnaði þessar hjólreiðar árið 1903. Maður þessi gaf út vikublaðið „L’Auto“, sem var alveg að fara í hundana fjár- hagslega, og hann huggðist hressa upp á nafn blaðsins með þessu. Fyrstu hjólreiðarn ar urðu stundum allsögulegar. Það var ekki á þeim neitt skipulag, og keppendurnir voru að mestu látnir ráða, hve lengi þeir héldu áfram á kvöld in. Afleiðingarnar voru þær, að þeir héldu áfram fram á rauða nótt. Og það var af á- settu ráði, því sumir urðu upp- vísir að því að grípa til þess ráðs, að taka hesta traustataki og jafnvel járnbrautir, bæði til þess að hvíla sig og þó öllu heldur til þess að flýta fyrír sér! Eitt sinn voru fjórir þeir fyrstu menn dæmdir úr leik fyrir að beita þessum brögð- um. Sem stendur fer þessi keppni fram á vegum tveggja Jarðarför sonar okkar og bróður, Jóns Ólafssonar, sem andaðist við Noreg 26. júní, fer fram frá Kafnarfjarðar- kirkju laugardaginn 15. þ m. Athöfnin hefst með bæn frá Bala í Garðahverfi kl. 1,30. Katrín Hállgrímsdótlir óíafur II. Jónsson o>í í'ystur. Þökkum auðsýnda hiuttekningu við fráfall og jarðarför sonar míns, bróður og írænda, Maguúsar Mágnússpnar. Sérstaklega þpkkum við samúð og. rausn bæjarútgerðar Neskaupstaðar, vegna hins sorglega atburðar. Guð blessi ykkur öll. Margrét Björnsdóttir. Elín Magnúsdóttir. Hcrt’ts Bjarnadóttir. Parísarblaða, þeirra L’Equipe og Le Parisien Libéré. Frétta- þjónusta í sambandi við keppn ina er ekki Iákari en ólympíu- leikja. Einum manni, sem gerði sér far um að kynna sér fram- kvæmd leikjanna, varð að orði: „Ef þær skipulagsgáfur og orka, sem eytt er í keppni béssa, væri notuð til þess að finna lausn á hagrænum vanda málum Evrópu, þá myndi álf- unni vera borgið innan fárra mánaða“. Hinum virðulega hallarverði við Tower í London leizt ekki á, þegar þossi litli hnökki leitaði nýlega inngöngu í kastalann svo léttklæddur, sem myndin sýnir. Hann stöðvaði géstmn og sagði honum, að aðgangur væri bannaður fyrir bera. á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.