Alþýðublaðið - 23.07.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.07.1950, Blaðsíða 1
VeSurhorfur: NorSaustan kaldi eða stinn- ingskaldi. Skýjað, en víðast úrkomulaust. Forustugrein; = Saltfisksalan til Ítalíu. XXXI. árg. Sunnudagur 23. júlí 1950 156. tbl. Vígstdðan í Kóreu fisiswiiiiL m m Fransolcnð STJOKN BSRB hélt fund síð- ast liðið fimmtudagskvöld til þess að ræða afstöðu op- inberra starfsmanna til þeirr ar álivörðunar, að vísitalan skuii vera 109 í staðinn fyrir 117 vegna LÆKKAÐRAR HÚSALEIGU. SAMKVÆMT yfirlýsingum ríkisstjórriarinnar er það húsaleigufrumvarp fram- sóknarmanna, sem hefur leitt þessa óvæntu blessun J yfir þjóðina, að HÚSALEIG- AN LÆKKAR, og þess vegna er hægt að íækka vísi- tijluna, og' hafa launaupp- bætur af alþýðu manna. BSRB hefur skrifstofuhúsnæði í Edduhúsinu, sem er al- framsóknarfyriríæki. Það er kaldhæðni örlaganna, að á sama stjórnarfundi BSRB, sem boðaður var til að ræða afleiðingar af LÆKKAÐRI HÚSALEIGU í landinu, lá einnig fyrir bréf frá húseig- endum, framsóknarmönnum, sem eiga Edduhúsið, þar sem BSRB var tilkynnt, að húsaleiga fyrir skrifstofu bandalagsins hefði HÆKK- AÐ vegna þess að húsaleigu vísitalan hefði hækkað. ÞANNIG ER ÞAÐ. Framsókn- armenn setja pappírslög um LÆKKUN Á HÚSALEIGU, og bæði Vísir og Tíminn reyna að telja almenningi trú um að húsaleiga sé að LÆKKA. En á sama tíma sitja framsóknarmenn og skrifa bréf til leigendanna í skrifa bréf til leigjendanna í efnis, að húsaleigan þar verði að HÆKKA! Hvað á slíkur loddaraleikur að þýða? Hærinpr sigldi framhjá Siglufirði samninga og baráttu þá, sem fram undan er hjá verka- lýðs'hreyi'ingunni. Hafa rúmlega 100 félög af 143, sem samtakanna, lausa samning, mteð mánðar uppsagnarfresti, og eru þau hvött til þess að segj'a upp sfjmningum fyrir næstu mánaðamót, svo að þau séu cbundin ef 'þeiim 1. september. Reynt verður að looa samninga hinna féiaganna sem allra fyrst. I SIGLUFIRÐI í gær. HÆRINGUR sigldi framhjá Siglufirði klukkan 6 á laugar- dagsmorguninn, og virtist ferð in ganga vel. Hæringur held- ur til Raufarhafnar, en þar mun hann taka 5000 mál af síld, en halda síðan áfram til Seyðisfjarðar og byrja þar vinnslu. SIGURJÓN. í bréfi því, sem Alþýðusam- bandið hefur skrifað félögun- um, er fyrst skýrt frá þeim tíð- indum, er gerzt háfa í sam- bandi við vísitöluna, og rakin sambykkt sú,' sem stjórn A.S.Í. hefur gert um málið og Al- þýðublaðið skýrði frá í fyrra- dag. Þá segir enn fremur í bréfinu: ,,Eins og framangreindar samþykktir bera með sér, vill miðstjórnin, vegna verkalýös- samtakanna, á engan hátt una því kjararáni, sem ríkisstjórn- in hefur framið með þessum aðförum sínum og treystir öll- um þeim sambandsfélögum, er eiga þess kost, að segja upp namningum. Einstaka félög eru bundin því ákvæði, að geta aðeins sagt upp samningum með mánaðar fyrirvara miðað við mánaða- mót og væri rétt vegna þeirra og svo þess að stilla félögin öll á sama tíma, að samningum verði almennt sagt upp miðað við að þeir séu úr gildi 1. sept. n.k. Nauðsynlegt er, að félags- mönnum öllum séu tilkynnt málin eins og þau eru og skýrt fyrir þpim hvaða ranglæti þeir og aðrir launþegar hafa orðið fyrir af hálfu ríkisstjórnarinn- ar, því svo bezt er árangurs að vænta af þeirri baráttu, sem ó- umflýjanlega er framundan, að ákveðni, samhugur og eining ríki um aðgerðir innan hvers félags og þeirra allra í milli. Vegna skipulagningar um sameiginleg átök er nauðsyn- legt að hvert eitt félag láti sam bandsskrifstofunni í té vitn- eskju um jafnslcjótt og samn- ingi hefur verið sagt upp og hvenær hann verður úr gildi.“ SAMSTARF VIO B.S.R.B. Þá hefur stjór.n Alþýðusam- bandsins skrifað Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands og bqðið þessum oamtökum fullkomna sam- vinnu í sambandi við launa- málin. í gær hafði þegar borizt svar frá B.S.R.B. og tók bandalagið boði Alþýðusambandsins. Hafði stjórn B.S.R.B. þegar kosið þrjá menn af sinni hálfu í sam- vinnunefnd, en þeir eru Ólafur Björnsson prófessor, Sigurður Ingimundarson og Guðjón B. Baldvinsson. Svar farmannasambandsins hafði ekki borizt enn í gær. TAGE ERLANDER, forsæt- isráðherra Svía, hefur mót- mælt bví, að kommúnistar nota nafn Stokkhólms, hinnar sænsku höfuðborgar, í áróðri sínum. Erlander kvaðst þess fullviss, að yfirgnæfandi meiri hluti sænsku þjóðarinnar vildi ekkert með þennan áróður kommúnista hafa að gera Kóreustyrjöldin hefur nú staðið í mánuð og hafa kommúnistar lagt undir sig rúmlega hálfa Suður-Kóreu. Víglínan liggur nú skammt sunnan við Taejon og þar um það bil þvert yfir skagann. En kommiínistar sækja enn fram á víg- stöðvynyin við Talden,, BANDARÍKJAMENN og Suður-Kóreumenn hafa tekiö hafnarborgina Yongdok me’ð áhlaupi eftir að herskip liöfðu gert á hana mikla skotliríð, en á vígstöðvunum við Taiden (Tae- jon) hafa amerísku liersveitirnar enn hörfað lengra frá borg- inni ,að því er tilkynning MacAríhurs í gær skýrði frá. Lík finnsf í höfninnl en engin kynning borizt Líkið er búiö að íiggja stuttan tíma í sjó« í höfn- um hvaða I GÆRMORGUN FANNST KARLMANNSLIK hér inni, og hefur lögreglan ekki komizt að því enn mann er liér að ræða. Allt bendir til þess að líkið sé ekki búið að liggja lengi í sjó — eða varla um mánaðarskeið — en á þeim tíma hefur lögreglunni ekki borizt nein tilkynning um manns- hvarf liér í bæum. Líkið er enn þá lítt skemmt, þó er andlitið orðið óþekkjan- legt. Sýnilegt er þó, að hér er um aldraðan, hávaxinn mann að ræða. Hann var klæddur þykkum svörtum vetrarfrakka, en þar innanundir samfesting, en und ir samfestingnum var hann klæddur verkamannafötum. Þá var hann- í ullarpeysu og ullarnærfötum, og ullarvett- lingar voru á höndum hans. í vösunum fundust dagblöð frá 25. júní, enn fremur voru ýmsir aðrir hlutir í vösunum, en ekkert, sem bent getur á, hver maðurinn er. Rannsókn þessa máls er nú (Frh. á 8. síðu.) • Hafnarborgin Yongdok er skammt norðan við Pohang, þar sem annað herfylgi Banda ríkjamanna gekk á land í vik- unni, sem leið. Kommúnistar voru á hraðri sókn suður eftir austurströndinni og ætlun þeirra var auðsýnilega að ná á vald sitt hafnarborginni Pus- an, sem er aðalbækistöð Banda ríkjamanna í Kóreu og bezta höfn þeirra. Þessi sókn kom- múnista hefur nú beðið mik- inn hnekki og jafnframt hafa Bandaríkjamenn gert fyrsta gagnáhlaup sitt, sem hrakið hefur kommúnista til baka og náð borg af þeim á ný. Við vesturströndina hafa kommúnistar enn sótt fram og reyna þar að umkringja ame- rískar sveitir, sem verjast sunnan við Taiden. Skammt sunnan við borgina er fjall- garður og þurfa kommúnistar að sækja yfir hann í áttina til Pusan. Hyggjast Bandaríkja- Framh. á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.