Alþýðublaðið - 30.07.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.07.1950, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. júlí 1959. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Maðurinn, sem Framh. a£ 5. síðu. grísk, svarthærð og, ef mögu- legt .er, falleg. En umfram allt verður hún að vera góð og elskuleg stúlka.“ Erkibiskupinn sendi margar myndir —■ vitanlega af bláfár- tækum ættingjum sínum. Fað- ir minn valdi eina úr; 17 ára gamla stúlku, sem hét Soffía. Hann sagði, að hún væri ,,elskulegust.“ Svo vel vildi til að auk þess var hún fallegust af þeim öllum. Hann ferðaðist til Aþenu til þess að kvænast Soffíu. En fyrst lét hann hana þylja langa kafla af Hómer utan að, á forngrísku náttúrlega. Þegar hann hafði þannig gengið úr skugga um, að hún var jafn gáfuð og hún var falleg, varp- aði hann fram spurningunni: „Hvers vegna samþykktuð þér að giftast mér?“ ,,Af því að foreldrar mínir sögðu mér, ‘að þér væruð ríkur maður,“ svaraði stúlkan hrein- skilnislega. Hann varð bálreiður og þaut út. En sem betur fer hafði hann þrátt fyrir svar hennar orðið heiilaður af fegurð henn- ar og yndisþokka, og það var því ekki svo erfitt að koma á sættum. Hann komst líka brátt að raun um, að hún var ekki síður ástfangin en hann sjálf- ur. Veslings stúlkan! Ofc sagði hún mér frá því, hvernig hann hefði eytt hveitibrauðsdögun- um í það að þeytast með hana til Frakklands og Ítalíu, og þar Varð hún að fylgjast með hon- um hvert sem hann fór, sem aðálMga var á söfnin. Þar var eklcert undanfæri, enda hafði hún ekki geð í sér tif þess að biðja sér griða. Hann kenndi henni tungumál, og aðferðin, sem hann notaði, var harð- neskjuleg. Hann talaði ekki við hana orð á öðru máli en því, sem hann var að kenna henni í það og það skiptið, fyrr en hún. hafði lært það nokkurn veginn. Þá skipti hann strax yfir í annað mál. Það var ekki lítil áreynsla fyrir hana að eiga þennan óbil- gjarna, harðúðuga og upp- stökka mann. 'Það var heldur ekki lítil áreynsla fyrir mig. Frá því í bernsku minni hafði hann það fyrir sið, að rífa mig upp úr fasta svefni klukkan 5 að morgni, setja mig á hests- bak og ríða með mig fimm mílna leið til strandarinnar, einungis til þess að synda í sjónum með honum, og það gerði hann á hverjum morgni. Hann byggði stórt hús handa okkur, en þar var ekki snefill af húsgögnum til þæginda. Hann vann og skrifaði allan daginn standandi við hátt borð. Móðir mín þorði ekki að hafa orð á því við hann, að hann skyldi breyta til í þessu efni, en hugðist fá hann til þess með því að gefa honum eitt sinn hægindastól. Faðir minn sagði ekki orð, bar stólinn út í garð og þar við sat. Hann hafði hinar kynlegustu hugmyndir í sambandi við heilbrigði barna sinna. Þegar yngri bróðir minn var skírður, var það gert í kirkju að við- stöddu miklu fjölmenni. Þegar hvað mestur hátíðablær var yfir samkomunni, dró faðir minn upp hitamæli og brá honum niður í sln'rnarfontinn, til þess að ganga úr skugga um hvort vatnið væri hæfilega heitt. Það varð uppnám í fann Trojuborg kirkjunni; presturinn varð fok 1 reiður, og harðneitaði að vígja vatnið á ný. Málið fékk ekki friðsamlega lausn fyrr en móðir mín hafði tekið á öllu sínu til þess að blíðka prest- inn, en síðan gekk allt eins og í sögu. Þrátt fyrir ráðríki og drottn unargirni var faðir minn í aðra röndina blíður og við- kvæmur. Hann hataði upp- skafningshátt, tildur og prjál, og enda þótt auðæfi hans og síðar frægð skipaði honum meðal stórmenna heimsins, varð hann aldrei hið minnsta hreykinn eða upp með sér. Hann elskaði blóm og dýr. Aldrei mun ég gleyma þeim degi, þegar ég hafði lesið rósa- vönd handa honum úr garðin- um í kringum húsið og færði honum sigri hrósandi. Hann tók mig við hönd sér, leiddi mig út í garðinn, benti mér á blómabeðin og sagði: „Rósirn- ar, sem þú sleizt upp, deyja innan nokkurra daga, þótt allt sé gert, sem hægt er, til þess að halda þeim lifandi En ef þú hefðir ekki slitið þær upp, heíðirðu þér til mikillar gleði getað fylgzt með vexti þeirra og viðgangi í allt sumar og séð þær verða að skrautlegum, fullþroska blómum. En nú eru þær dánar.“ Alla tíð síð- an hliðra ég mér hjá að slíta upp blóm eða skera, þótt nú séu liðin nær því 70 ár frá því að þetta skeði. Eg var ennþá lítil stúlka, þegar faðir minn tók sér ferð á hendur til Konstantínopel til þess að semja við tyrknesku stjórnina um að fá að starfa að útgreftri Trójuborgar. Hann hafði í fyrstu túlk sér til að- stoðar, en að tveim mánuðum liðnum hafðj hann lært tyrk- nesku til þeirrar hlítar, að hann gekk að öllu frá samningunum hjálparlaust hvað málið snerti. Á þessum tímum var forn- leifafræði á bernskuskeiði. Það var sáralítil reynsla fyrir hendi um það, hvernig upp- gröftur borga yrði haganlegast framkvæmd Faðir minn réð strax 100 menn í þjónustu sína, og lét þá hefjast handa um að grafa rúmlega 30 metra breiðan slturð umhverfis hæðina, sem hann taldi líklegast að borgin hefði staðið á. Eg held, að ég megi full- yrða, að hvorki hann né móð- ir mín gerðu ráð fyrir, að það yrði viðfangsefni næstu 3ja ára að grafa í þessa hæð. Níu borgir höfðu verið byggðar á hæðinni síðan á steinöld, og þegar komið var að þeirri næstneðstu, taldi faðir minn, að það væri Trójuborg Hom- ers, og dró hann fyrst í stað þá ályktun af því, að hann rakst á hálfbrunna veggi og sótuga og sviðna múra. Hann fann höll, en hún var minni en búizt hafði verið við, og þar fannst enginn fjársjóður. Hann fyrirgaf Hómer ýkjurn- ar! Honum var nóg, að nú hafði hann sannað, að frásaga Hómers var sönn. En nú gat hann ekki látið grafa meira, kostnaðurinn var orðinn gíf- urlegur; og það var ekki laust við að það örlaði á hryggð í tilkynningunni, sem hann gaf út seint um vorið 1874, að hann myndi láta hætta að grafa 15. júní það ár. Snemma um morguninn hinn 14. júní voru foreldrar mínir stödd á vinnustaðnum. Verkamennirnir höfðu byrjað kl. 5 um morguninn, eins og venja var; sólin var að koma upp, og hellti geislum skáhalt niður í gryfjuna, sem þau voru stödd í. Skyndilega glampaði á eitthvað 1 öskunni. Faðir minn sneri sér hvatlega að móður minni. „Farðu og kallaðu paydos“, næstum hvíslaði hann. Paydos þýðir hvíldartími. „Núna. Klukkan sjö að morgni?“ spurði hún undr- andi. „Já, strax,“ sagði faðir minn. „Segðu þeim, að ég eigi afmæli í dag, og að ég ætli að gefa þeim frí. Og þegar þú kemur aftur, hafðu þá með þér stóra, rauða sjalið, sem þú hefur stundum á kvöldin." Hún spurði ekki fleiri spurn- inga; hún var því vönust, að hlýða honum skilyrðislaust. Þegar hún kom aftur, kraup hann í öskunni og rótaði í henni með hnífnum sínum, og kærði sig kollóttan um stóran stein, sem á hverri stundu gat oltið ofan á hann. Hún sá hvað hann var ' að gera, og breiddi rauða sjalið fyrir framan hann. Þarna dró hann Eram hvert djásnið á fætur öðru, og þetta var enginn lítil- fjörlegur fjársjóður: Tvær gullkórónur, 24 gullhálsmen, eyrnahringir, hnappar og fest- ar í tugatali, lítil guðalíkneski úr dýruni málmi í tugatali, stór gullflaska, drykkjarbik- ar úr gulli, sem vóg meira en 600 grömm, 12271 hringur og 4066 dýrindis veggskildir. Draumur litla, umkomulausa drengsins gat ekki ræzt betur en þetta. Hann rogaðist með fjársjóð- inn heim; þurfti að fara margar ferðir. Þegar því var lokið, skreytti hann móður mína með dýrmætustu grip- unum. Hann þakkaði henni á- valt að þessum glæsilega ár- angri var náð. í huga hans var ástin til konu hans sam- tvinnuð meðvitundinni um það, að hafa unnið mikið af- rek. Frá Trójuborg fór faðir minn til Mykene í Suður- Grikklandi. Þar var hin fræga höll Agamemnons kon- ungs, leiðtoga Grikkja í sögu Hómers. Hlýðinn leiðsögn hins fræga söguritara og eig- in innblæstri, gat hann sér til um það, hvar gröf þessa forn- aldarhershöfðingja væri í borginni, og hann hugðist líka að finna grafir þeirra manna, sem sagan segir að hafi myrtir verið með honum. Enn einu sinni hlógu fræði- mennirnir að honum. Hann fann ekkert markvert fyrst í stað, og var í þann veginn að gefast upp. En á síðustu stundu rakst hann á sex graf- ir með beina^rindum í, og þar var fjársjóður í gulli og skrautmunum 50 sinnum stærri en'hann hafði fundið í Trójuborg! Það hafa verið skiptar skoðanir um það, hvort þetta séu í raun og veru grafir Agamemons konungs og fé- laga hans. Hitt hefur verið sannað síðan, að við Tróju gróf faðir minn lengra niður en á svið Ilionskviðu. Eins og áður er sagt, fann hann þar 9 borgir, og sú raunverulega Trójuborg var ekki sú næst- neðsta þeirra, eins og faðir minn hafði alið, heldur sú þriðja í röðinni ofan frá. — Fjársjóðurinn, sem hann fann, hefur á sínum tíma ver- ið í eigu einhvers þjóðhöfð- ingja, sem uppi hefur verið Snæfellsnes - Hveravellir Breiðfirðingafélagið fer tvær skemmtiferðir um verzlunarmannahelgina, ef næg þátttaka fæst. Far- ið verður á Snæfellsnes og Hveravelli. Nánari uppl. í símum 4974, 5593, 4337, 4131 og 2534. FERÐANEFND. mörg hundruð árum fyrr en hetjurnar í Ilionskviðu. Faðir minn varð öskuvond- ur, ef niðurstöður uppgötvana hans voru dregnar í efna. Samt mat hann sannleikann svo miklu meira en eigin frægð, að hann réði til sín lærðan fornleifafræðing sér til að- stoðar við þau verkefni, sem hann síðar tók sér fyrir hend- ur að fást við. Starf þeirra leiddi til þess, að í ljós kom síðar, að honum hafði skjátl- azt í Tróju, en hann lifði ekki að fá á þessu fulla staðfest- ingu, enda þótt hann væri bú- inn að sætta sig við þá hugsun löngu áður en hann dó. Hverju breytti þettá, þegar allt kom til alls? Heinrich Schliemann fann og gróf upp Trójuborg Hómers. Hann var brautryðj- andi um fornleifarannsóknir. Aldrei mun nokkurt nafn varpa skærari ljóma á þá vís- indagrein en nafn Heinrich Schliemanns. Tvær afsakanir.,. Framhald af 4. síðu. AÐ HINIJ — hundsbótum Björns Ólafssonar til launa- stéttanna fyrir þann þriðjung kaupuppbótarinnar, sem 'nann hefur haft af þeim með því að láta falsa júlívísitölima, — þarf ekki að eyða mörgum orð um. Það er alveg eins og þjóf urinn kæmi, eftir þjófnaðinn, til þess, sem hann hefur stol- ið frá, byðist til þess að skila honum einhverjum hluta þýf- isins og hældi sér um leið fyr- ir slíkt örlæti, —- ætlaðist meira að segja til þakklætis fyrir það! Nei, þannig þýðir Birni Ólafssyni og framsókn- armálgagni hans, Tímanum, ekki að koma til launastétt- anna. Skýrsla E. H. Cooley Framhald af 1. siðu. það hlífa honum og vera miklu ódýrara. OF MORG FRISTIHUS Þá telur Gooley að einn höfuðgallinn við fiskiðnað, sérstaklega frystiiðnaðinn, sé hinn mikli fjöldi lítilla fyr- irtækja. Telur hann, að hægt sé að frysta sama magn og hér er gert á miklu ódýrari hátt, en gert er, ef hþsin væru sameinuð. Bendir hann sérstaklega á Keflavík, Reykjavík og Hafnarfjörð í því. sambandi, þar sem hægt væri að sameina vinnsluna á mjög hagkvæman hátt og auka afköst en draga úr kostnaði. Þá rekur Cooley í skýrslu sinni vinnslu fiskjarins í frystihúsunum og gerir marg ar athugasemdir og ábending ar um vinnsluna. Telur hann, að niðurröðun véla ,meðferð tækja, nýting mannafla og fleira mætti víða betur fara og hvetur mjög til þess, að starfslið sé þjálfað betur en gert er og meiri áherzla lögð á hreinlæti við fisjkaðgerð, svo og vandvirkni við pökkun. EKKI SAMA VARAN. Eitt af því, sem bent er á í skýrslunni, er að hraðfrysti fiskurinn sé ekki ávallt eins, og umbúinn fisk undir ís- tryggingu fyrir því, að fá á- vallt jafnt góðan, vel skorinn og ubbúinn fisk undir ís- lenzkum vörumerkjum. Þetta geri sölu vörunnar afar erf- iða. Þá ræðir í skýrslunni um skipulag framleiðslunnar, sem Cooley vill koma í miklu fast ara form, svo og um sölu vör- unnar. Segir han^, að íslénd- ingar eigi að þa^a forustu í vörugæðum, umbúðum . bg sölu á markaðinum,- í stað þess að vera ávallt að feta í fótspor annara. - LJÓTUR VITNISBURÐUR FRÁ KAUPENDUM. Þá gerðþ Cooley athugun á því, hvaða skoðanir helztju út sölumenn á íslenzkum fiski í Ameríku hefðu á vörunni. Nið urstöður þeirrar athugunar eru vissulega uggvænlegar fyr ir íslendinga, en Cooley tek- ur í skýrslunni nokkur dæmi um svör seljendanna við fvrir spurnum hans. Segja sumir frá því, að kaupendur hafi kvartað um orma í fiskinum, lélegar um- búðir og illa meðfarinn fisk í umbúðunum. Aðrir segja hreinlega, að þeir treysti sér ekki til að bjóða íslenzk flök í búðum sínum, og aðrir benda á, að varan sé ekki á- vallt hin sama („uniform”). Þá segja þeir, að ef íslenzku flökin væru nægilega vel úr garði gerð, sé þeir viðbúnir að kaupa milljónir punda. Margt fleira er í skýrslu Cooleys, bæði um það, sem hann telur að aflaga fari hér á landi, tillögur margvíslegar um endurbætur og meiri fjöl- breytni í framleiðslunni, svo og margskonar frqfileikur um þessi efni. Framhald af 1. síðu. en úr því getur ekki orðið, þar sem skipið verður verður að leggja af stað í hringferð kl. 8 í kvöld. Herðubreið fór í gær kl. 12 á hádegi, en Skjaldbreið mun fara kl. 11 í kvöld á Húna flóasafnir og er brottfarartíma hennar flýtt um einn sólar- hring. Eina skipið sem stöðvast strax vegna vinnustöðvunar- innar verður Goðafoss, en hann er ekki tilbúinn til ferðar, og því ekki hægt að komí. honum af stað. Hins vegar var brott- för Fjallfoss flytt og á hann að fara í dag vestur um land og norður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.