Alþýðublaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 1
3 XXXI. árg. Fimuitudag^iJ' 3. ágúst 1850 164. tbl. ii ff ^ u.. i íU i | < í*1 *5í Tvo feloQ hafa ekki sfoovao • vlnsiu á foprum ensi. -------(■- Það ery féiöö, sem kommúnistar ráöa, í og íþeir fást ekkl tii aö skora á bau að taka sirin þátt s togarayerkfaliinu. kOMMÚNISTARNIÍt I FULLTRÚARÁÐI VERKALÝÐS- FÉLAGANNA í REYKJAVlK fengust ekki ti! þess á fundi full- trúaráðsins í fyrrakvöld að samþykkja tiilögu nm að sltora á tvp félög sjómanna, utan Reykjavíkur, sem kommúnistar hafa ‘forústii fyfir, að hefja vinnustöðvun á togurum eins og önnur sjómannafélög hafa gert samkvæmt ákvörðunum sjó- mannaráðstefnunnar s.l. vetur. Samkomulag varð um það á sjómarinaráðstefnunni í vetur, að öll sjómannafélög lándsins skyldu verða samtaka í fyrir- sjáanlegri kjaradeil'’: sjómanna á sumrinu, en nú hafa tvö fé- lög, Sjómannafélag Akureyrar og Verkalýðsfélagið á Norð- firði, er fulltrúa áttu á sjó- mannaráðstefnunni og engan ágreining gerðu þá, roíið sam- komulagið, og ' eru togararnir, nem þeirra- félagsmenn skipa, enri á karfaveiðum, enda þótt Sjómannafélag Reykjavíkur og önnur sjómannafélög hafi far- ið þess á leif við þau, að þau stöðvuðu vinnu á togurunum, r Tyrkir æskja upp- löku í Atlanlshaís bandalagið. TYRKNESKA stjórnin hef- ur ákveðið að fara þess á leit, j að Tyrkland. f ái upptöku í At- ' lantsliafsbandalagið. Utanríkismálaráðherra Tyrkja tilkynnti þessa ákvörðun stjórnar sinnar í gær og lét svo um mælt,' að lega Tyrklands væri þannig, að því væri lífs- nauðsynlegt að taka þátt í varnarsamtökum lýðræðisríkj- anna. Kvaðst hnan vera sann- færður um, að Atlantshafsríkin skildu nauðsyn þess, að Tyrk- Iand yrði aðili að samtökum þeirra. svo að verkfallið yrði öflugra og deilan leystist fyrr, enda við því búizt í upphafi. Fvrir þessar sakir var það, að Sæmundur Ólafsson, gjald- keri Sjómannafélags Reykja- víkur, bar fram tillcguna á fundi fulltrúaráðsins í fyrra- kvöld. en fundurinn hafði ver- ið boðaður til að ræða um und- Lrbúning kaupgjaldsbaráttunn- ar og fleira. Tillaga Sæmvidar hljóðar svo: „Fulltrúaráðið skorar á þau félög, sem brotið hafa sam- þykkt sjómannaráðstefnunnar, sem haldin var á síðastliðnum vetri, að taka nú þegar upp virka baráttu fyrir bættum kjörum og lengdum hvíldar. tíma togarahásetanna með því að hefja vinnustöðvun á þeim- togurum, sem félagsmenn þeirra vinna á og nú er haldið út til fiskveiða í trássi við mik- inn meirihluta sjómannafélag- anna í landinu.“ Áður en tillagan kom til af- greiðslu, ruku kommúnistar upp til handa og fóta og mót- mæltu því, að hún yrði tekin fyrir á fundinum, með þeim forsendum, að nægilegar upp- lýsingar væru ekki fyrir hendi. lieimtuðu þeir ýmist að tillög- unni yrði vísað frá eða frestað. Frestunartillagan var síðan borin upp og var samþykkt með 30 atkvæðum gegn 24. Sýndu kommúnistar með þess- ari afgreiðslu greinilega, hvað þeir eiga við með einingu í kaupgjaldsbaráttunni og má af þessu nokkuð marka, hvers af þeim er að vænta í þeim átök- um, sem fram undan eru. Búiz! var við mikilli si!d !il Siglufjarðar í nóff. ------■» ■ -- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. SIGLUFIRÐI í gærkvöldi. MEGINHLUTI SÍLDVEIÐIFLOTANS er nú að veiðum á Grímseyjarsundi, og er vitað til þess, að mörg skip hafi fengið þetta 200—800 mál í dag, svo að búizt er við, að geysimikil síld berist hingað í nótt. Saltað hefur verið á mörgum plönum i dag, og er nú heildarsöltunin hér orðin 5326 tunnur. Fjögur skip fengu í gær- kveldi dágóða veiði á Gríms- eyjarsundi. Sigurður frá Siglu- firði fékk 650 mál, ísborg frá ísafirði 300, Einar Hálfdánar- son 300 og Björn frá Keflavík 400 mál. Fóru þau með síldina hingað í salt, enda er nú söltuð öll síld, sem hægt er að salta. Framh. á 8. síðu. Hér sést flugvél koma boðum til orustuskips í flota sameinuðu þjóðanna á Japanshafi, milli Japans og Kóreu. Þótti ekki fært að nota útvarp, þar eð kommúnistar gætu fylgzt með því. r Asíandið í Suður-Kóreu alvarleg en bafnandi, - segir Washington. Á JapanshafL Hersveitir oorðaiimanría le^gja nú aila áherz!y á sókn slna í áttina til Pnsan. HERSVEITIR BANDARÍKJAMANNA tóku í gær eftir harða bardaga hæðirnar við borgina Chinju í Suður-Kóreu, en norðanmenn hófu harða gagnsókn, og í gærkvöldi voru i hæðirnar aftur á valdi þeirra. Framsveitir norðanmanna höfðu þá einnig tekið herskildi bæinn Chindone suður af Chinju, og virðist kommúnistaherinn leggja alla áherzlu á sókn sína í áttina til liafnarborgarinnar Pusan, sem er aðalflutningastöð herafla og hergagna til Suður-Kóreu. Norðanmenn gerðu einnig í gær harðar árásii á vígstöðv- unum við Kumchon og And- ong, en varð lítið ágengt. Segir í herstjórnartilkynningu Mac- Arthurs í gær, að norðanmenn séu í sókn, en mæti öflugu við- námi og vígstaðan hafi ekki tekið neinum meiri háttar breytingum undanfarin dægur. í Washington eru sérfræðingar beirrar skoðunar, að ástandið í Suður-Kóreu sé að vísu alvar- legt, en fari þó batnandi. Flug- her Bandaríkjanna hefur haft rúg mikið í frammi, og mætir hann engu teljandi viðnámi af hálfu norðanmanna. Bjartsýni þessi í Washington v tafar fyrst og fremst af því, að norðanmenn hafa einbeitt sér o.ð því að ná leiðinni til Pusan á vald sitt, en mistekizt það, onda þótt þeir hafi teflt fram ógrynni hers og hergagna. Nýtt amerískt herfylki gekk í gær á !and í Pusan, og liðsauki, sem bangað kom fyrir fáum dögum, or nú á leið til vígstöðvanna. Bisfcupinn sextugur. SÍRA SIGURGEIR SIG- URÐSSON biskup er sextugur í dag. Hann er fæddur að Eyr- arbakka 3. ágúst 1890. / Hurwitz prófessor vlll, að Danir sfcili osst þeim, en sætir pprýni og hörð- um andmælum. Frá fréttaritara Alþýðubl. KHÖFN í gær. NYJAR umræður um handritamálið eru nú kcmnar til sögunnar í Danmörku eftir að Stefan Hurwitz prófessor, sem er ný'kominn heim frá ís- landi, hefur kveðið upp úr um það, að Dönum beri að skiEa íslendingum hand- ritunum. Axel Linvald þjóðskjala- vörður hefur í tilefni af þess- um ummælum Hurwitz prófess ors ritað grein í Kaupmanna- hafnarblaðið „Politiken" þar sem hann ræðst á Hurwitz fyr- ir, að hann túlki einvörðungu ' sjónarmið fslendinga, en Lin- vald telur, að hægt muni verða að ná samkorjulagi án þess að Danir láti handritin af hendi, þegar nefndin, sem fjallar um mál þetta, hefur lokið störfum og birt álitsgerð sína. Linvald lætur svo um mælt í grein sinni, að það sé óviðeig aridi og átöluvert, að prófessor og fræðimaður á borð við Ste- fan Hurwitz skuli gerast tals- maður þess, að Danir láti af hendi andlega fjársjóði, sem néu mikils virði fyrir dönsk vísindi og dönsku þjóðinni dýr- mæt eign, einvörðungu á grundvelli viðræðna sinna við íslendinga. Segir Linvald, að þegar um slík mál sé að ræða, sé það talin saringjörn og eðli- leg krafa, að fræðimaður og einkum og sér í lagi lögfræð- ingur eins og Stefan Hurwitz móti afstöðu sína þá fyrst, þeg- ar hann hafi kyririt sér ræki- lega allt það, er báðir málsað- ilar hafi fram að færa. HJULER. ---------♦—--------- Shinwell og Moch ræða landvarnir Brela og Frakka. EMMANUEL SHINWELL, landvarnamálaráðherra Breta, átti í gær langar viðræður við Jules Moch,landvarnamálaráð- I herra Frakka, og fleiri ráð- herra frönsku stjórnarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.