Alþýðublaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. ágúst 1950. ALÞÝÐUBLAÐgö Skólasystir kvödd FYRIR ÞRJÁTÍU OG SEX ÁRUM hóf ég nám í barnaskól- anum á Eyrarbakkaí. Samferða mér í skólann voru tvær telpur á sama reki, og fylgdumst við að síðan, unz fermingaraldri varð náð. Ég man, að við vor- um öll mjög alvarleg í bragði yfir því nýja og ókunna, sem beið okkar í skólanum, í stað hins frjálsa lífs við leik, gleði og áhyggjuleysi þeirra ára, sem liðin voru. En við vöndumst ekólanum og áhyggjurnar hurfu við nánari kynni, og allt féll í eðlilegt horf. Það var annars ekki mikið um það á þeim. ár- um, og er ekki enn, að drengir á tíunda árinu sæust mikið á Iabbi með jafnöldrum sínum, en þegar menn voru í lögleg- um erindagerðum, en svo var litið á skólagöngur, þá hafði enginn neitt við þetta að at- huga, og engum kom til hugar að stríða manni vegna þessarar samfylgdar. En árin liðu og við skildumst að og fórum sitt í hverja áttina, en ætíð síðan vissi ég, að þar sem þær voru, átti ég vinum að fagna, og aldrei brast okkur umræðuefni, sameiginlegar minningar um menn og málefni, og ég fyrir- Verð mig ekkert fyrir að kann- ast við það, að mér fannst þær ekkert breytast með árunum, þótt silkiborðinn væri löngu horfinn úr hárinu og þær báðar crðnar ráðsettar húsmæður. Annarri þessari æskuvin- konu minni og skólasystur, Guðrúnu Jónsdóttur, fylgdi ég til grafar s. 1. laugardag. Hún var fædd 2. marz 1904, dóttir þeirra hjónanna Jóns Sigurðs- sonar, hafnsögumanns, í Mels- húsum á Eyrarbakka, og síðari konu hans, Guðnýjar Gísla- dóttur. Systkini hennar af fyrra hjónabandi föður hennar voru þeir Sigurjón, skipstjóri, sem látinn er fyrir nokkrum árum, 'Valgeir, trésmíðameistari, ný- látinn, Rannveig, ekkja eftir Bjarnfinn Þórarinsson, og Ólöf, gift kona, búsett í Grindavík. Alsystkini hennar eru: Jóna, gift Kára Sigurðssyni trésmíða- meistara í Reykjavík, og Guðni, stýrimaður á h.s. Arnar felli. Ekki kann ég að, rekja móðurætt Guðrúnar sál., en föðurættina þekki ég vel, og er hún fjölmenn í Árnesþingi og þykir bæði traust og kjarkmik- il. Var faðir hennar svo lengi sem ég man til hafnsögumaður á Eyrarbakka, meðan kraftar entust, og þótti það starf ekki hent meðalmanni. Hinn 19. desember 1931 gift ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Vigfúsi Guðmundssyni frá Neðra-Dal í Biskupstung um. , Eignuðust þau hjónin fimm syni, sem allir eru á lífi, þá Eggert, Guðmund, Guðna Þór, Jón og Örn. Er elzti son- urinn aðeins 18 ára, en sá yngsti 9 ára. Allir eru dreng- irnir hinir efnilegustu og finnst mér, þeir bera mikinn svip af móðurafa sínum, enda kannski ekki, að furða, þótt svo yrði, þar sem móðir þeirra var af Bergsætt. Fyrir tveimur árum kenndi Guðrún sál. fyrst vanheilsu og varð að ganga undir hverja læknisaðgerðina annarri erfið- ari. Á árinu 1949 var hún nokkra mánuði á Landakots- spítala og lá í sama herbergi og konan mín. Fékk ég á þeim tíma tækifæri til að rifja upp gömul kynni okkar, því að við höfðum ekki sézt í mörg ár. Guðrún Jónsdóttir. Þegar af henni bráði, átti hún til síglaða lund, og af þeirri auðlegð naut kona mín á sam- verustundunum með henni, og með þeim tóks hin mesta vin- átta. Að af staðinni erfiðri læknisaðgerð komst hún síðan á fætur og dvaldi um tíma á heimili Jónu systursinnar. Eina kvöldstund -um það leyti kom hún heim til okkar til að rabba við mig um gamla daga. Við vorum öll í sólskinsskapi, því nú töldum við víst, að komið væri yfir erfiðasta hjallann. .En mig grunaði sízt þessa kvöldstund, að þetta væru okk- ar síðustu samfundir; mér fannst hún svo glöð, kjarkmikil og hress eftir ástæðum. Auk þess vissi ég, að henni fannst hún eiga svo miklu starfi ó- íokið, en hún bjóst nú við að hverfa heim til manns og barna og taka þar upp þráðinn, sem hann hafði fallið niður. En þessi stundarbati reyndist að- eins skin milli skúra; fyrr en varði hafði það, sem unnizt hafði, glatazt, og að lokum varð hún að fara úr landi; þar var síðasta vonin um hjálp. En hún komst aðeins heim til að deyja, og ofan á allt annað varð hún að sætta sig við að missa sjónina, og hinn 18. júlí k.om svo loks hvíldin. Það er erfitt að rata í raunir, en oft leiða þær bezt í ljós sál- arþrek þeirra ,sem fyrir verða, og' hinn mikla kærleika að- standendanna. Sjaldan hef ég kynnzt svo fögru og háttvísu mannlífi og því, sem var í kringum sjúkrabeð hennar. Minnist ég þar fyrst og fremst manns hennar, sem í fjarveru hennar varð auk starfs síns að vera bæði faðir og móðir, og stm virtist þó alltaf halía tíma til að sinna henni og einskis lét ófreistað til að endurheimta heilsu hennar og lina þjáning- arnar. Ég minnist systkina hennar, einkum þó Jónu systur hennar, sem aldrei vék frá henni og var vakin og sofin í að hjálpa henni. Og við útför bennar sá ég bezt, að sama er hjartalagið þar og áður, þótt byggðin sé að færast ofar. Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straum- fallið á, segir þjóðskáldið. En ég horfi ekki á þetta straumfall með neinni slíkri tilfinningu. Ég veit að gott er sjúkum að sofa, og í huga mínum ríkir kyrlát gleði yfir því að þjáningum hennar er lokið og að hún er komin heim. Ég þakka henni fyrir liðnu árin. Blessun fylgi heimili hennar, ættingjum hennar og vinum, en friður henni sjálfri. G. P. Maðurinn minn og faðir okkar, Felix Guðmundsson, andaðist 1. ágúst. Sigurþóra Þorbjörnsdóttir og börn. Af hrærðu hjarta og heilum hug þökkum við alla þá ást, samúð og hlýhug, er til okkar hefur streymt í sambandi við andlát og jarðarför Andrésar Níelssonar bóksala, f Vesturgötu 10, Akranesi. ASstandendur. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu í sambandi við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar og tengda- móður, Ingibjargar Þorkelsdóttur frá Óseyrarnesi. Sigurður Þorsteinsson, börn og tengdabörn. Hefur þjódnýfingin brugðizH Framb. af 5. síðu. deilunum um kosti og galla sainvinnuhreyfingar? Jafnvel afkoma fyrirtækja þarf enginn mælikvarði að vera á kosti reksturskerfisins, ef ekki er höfð hliðsjón af öllum aðstæðum. Enginn efi er á því, að sjálfum landbúnaðarráðherr- anum er vel ljóst, að íslenzkur iandbúnaður hefur ekki alltaf verið ábátaVænlegur. Það er ekki mjög langt síðan allsherj- ar skuldaskil voru íslenzkum bændum nauðsynleg til þess að i'étta við fjárhag þeirra. Var það kannske einhver sönnun bess, að það reksturskerfi, sem íslenzkur landbúnaður byggist á, sé óhæft, og að samvinnu- hreyfingin, sem íslenzkir bænd ur hafa hagnýttí heilaöld sér til hagsbóta, hafi ekki reynzt þess umkomin að bjarga við hag þeirra? Er hinn stöðugi flótti úr sveitunum sönnun fyrir því, að einkareksturinn í landbún- aðinum ásamt samvinnuhreyf- ingunni í sveitunum hafi brugð izt algjörlega og sannað þar með fánýti sitt? Mér kæmi aldrei til hugar að beita slíkum röksemdum, og eru þær þó hvorki fráleitari né ósann- gjarnari en þær röksemdir and stæðinga þjóðnýtingar, að ein- F.taka misheppnaður ríkis.rekst- ur sanni eitthvað um þjóðnýt- Ingu almennt. Við þetta bætist svo, að það, pe.m landbúnaðarráðherrann segir um mistök í ríkisrekstri og þjóðnýtingu hér og annars staðar er sumpart orðum auk- ið og sumpart rangt. Afkoma alls búreksturs, sem hið opin- bera hefur haft með höndum, mun t. d. engan veginn hafa verið eins slæm og ráðherrann gefur í skyn. Ef athugun leiddi í ljós, að slíkur opinber bú- rekstur hefði gefið meira í aðra hönd en bændur hafa yfirleitt talið sig bera, yrði það þá skoð- un landbúnaðarráðherrans, að allur búrekstur ætti að hverfa í hendur hins opinbera? Ég tnundi ekki vilja draga af því þá ályktun, því að hér kemur margt til greina, en röksemda- færsla ráðherrans gefur tilefni til þess að ætla, að.hann væri reiðubúinn til þess. ÞJÓÐNÝTINGIN í BRET- LANDI. Það, sem ráðherrann segir um, að þjóðnýtingin hafa brugð izt í Bretlandi, er algjörlega rangt. Brezka verkamanna- stjórnin hefur á síðast liðnum fimm árum þjóðnýtt kolanám- ur landsins, gas- og rafmagns framleiðslu, járnbrautir, flutn- inga innanlands og Englands- banka, en járn- o£_ stáliðnaður landsins mun verða þjóðnýtt- ur á næstunni. Auk þess hefur innflutningsverzlunin verið þjóðnýtt að verulegu leyti. Ár- ið 1948 flutti brezka ríkið inn 57 % af allri vöru, sem til lands ins fluttist, miðað við verð- mæti. Innflutningurinn er sumpart í höndum opinberra fyrirtækja og sumpart í hönd- um kaupmanna, sem gera samn ínga fyrir hönd ríkisins. Brezka ríkið hefur haft einkainnflutn- ing á korni, srnjöri, kjöti,fleski, kaffi, tei, hrábómull, timbri, blýi, zinki,' hrájárni og nokkr- um fleiri vörutegundum. Hafa verið gerðir samningar til langs tíma um kaup á ýmsum þessara vörutegunda, einkum matvörum. Dreifingin innan. lands er hins vegar í höndum kaupmanna og kaupfélaga. Þegar þessara staðreynda er gætt, má telja undarlegt, hversu oft þess er getið í ís- lenzkum blöðum í sambandi við umræður um opinberan rekstur, að jafnaðarmenn hafi hvergi beitt sér fyrir því, að ríkið annaðist innflutnings- verzlun. Af þeirri þjóðnýtingu, sem þegar hefur verið framkvæmd, er þjóðnýting kolanámanna mikilvægust. Brezka ríkið tók við kolaiðnaðinum í hinni mestu niðurlægingu. 1938 unnu 780.000 námamenn í námunum, en 1946 hafði þeim fækkað í 690.00. Fyrir stríð var fram- leiðsla hvers kolanámumanns í Bandaríkjunum 160% meiri og í Þýzkalandi 40% meiri en í Bretlandi. í hinúm þjóðnýttu kola- námum hefur tekizt að f jölga námumönnum og auka bæði heildarframleiðsluna og af- köst hvers námumanns. Á fyrstu tveim árum hins þjóð nýtta reksturs reyndist, þrátt fyrir margvíslega erf- iðleika, kleift að aulca lieild- arframleiðsluna um 13%, og afköst hvers námumanns um 3—4%, en þeim fjölgaði upp í 750.000, enda hækkuðu laun þeirra, og voru þau á síðast liðnu ári um það bil þrisvar sinnum liærri en fyr ir stríð. Sá brúttóhagnaður, sem stjórn kolanámanna hafði til ráðstöfunar á síð- astliðnu ári til greiðslu vaxta til fyrri eigenda og ríkisins og til kaupa á nýjurn tækj- um nam 29,4 milljónum sterlingspunda, og eftir að ailir vextir höfðu verið j greiddir og fé varið til end- > urbóta, var nettóhagnaður- inn 9,5 milljónir punda. Því nefur verið haldið fram af andstæðingum þjóðnýtingar á Bretlandi — og svipaðar rök- semdir heyrast oft hér — að þjóðnýttur rekstur gegnsýrist alltaf af skriffinnsku, og stjórn arkostnaður sé þar miklu meiri en í einkarekstri. Rannsókn, sem nýlega hefur verið gerð á þessu í Bretlandi, sýnir, að þetta á engan veginn við um þjóðnýtinguna í Bretlandi. í 20 framleiðslugreinum, sem athug aðar voru, reyndist hlutfalls tala skrifstofufólks frá 9 og upp í 27%' af heildartölu starfs- manna. í meira en helmingi iðn greinanna var talan hærri en 20%. Tala skrifstofufólks í kola iðnaðinum var hins vegar að- eins 5%, og hlutfallslegur skrif stofu- og stjórnarkostnaður kola námanna var lægri en nokk- urrar annarrar iðngreinar á Bre|tandi (9Vá pence af sterl- ingspundi, en algengt reyndist, að þessi kostnaður væri meira an 2 shillingar af sterl- íngspundi). Nú má auðvitað segja, að hæpið sé að bera þannig saman ólíkar iðngrein- ar, en svo vel vildi til, að hægt var að bera saman ríkis- rekstur og einkarekstur á nokkrum sviðum, svo sem við efnaframleiðslu og við- tækjaframleiðslu og skyldan iðnað. í efnaframleiðslunni reyndist stjórnar- og skrifstofu kostnaður ríkisrekstursins rúm lega 9 pence af pundi, en einka rekstursins 1 sh. 6 d, m. ö. o. nálega þrefalt hærri, og í við- tækjaframleiðslunni reyndist þessi kostnaður í ríkisrekstrin um 2 sh 5 d., en í einkarekstr- inum 2 sh. 9 d. Þjóðnýtingin í Bretlandi hefur ekki brugðizt. Bretar hafa þvert á móti sýnt heim- inum, að þjóðnýting hefur á vissum sviðum mikla kosti umfram einkarekstur, og það, sem er ekki síður mik- ilvægt, að þjóðnýting verður framkvæmd og henni stjórn að með lýðræðisaðferðum, þ. e. að bylting og einræði er ekki nauðsynlegt til þess að hægt sé að koma á þjóðnýt- ingu, eins og haldið hefur verið fram af kommúnistum og nokkrum hægri sinnuðum hagfræðingum. FELAGSIIF HAUKAR. I.B.H. Hraðkeppnismót í handknatt- leik fer fram í Engidal dagana 19. og 20. ágúst n.k. Rétt til þátttöku hafa félög á Suðurlandi. Tilkynning um þátttöku sendist til Hauka vikuna fyrir mótið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.