Alþýðublaðið - 03.08.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 03.08.1950, Qupperneq 4
4 ALfoÝÐUBLAÐÍÖ Fimmtudagur 3. ágúst 1950. Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Eitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Beneðikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Eitstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Vesöl vörn Björns Ólafssonar. BJÖRN ÓLAFSSON við- skiptamálaráðherra hefur nú eéð sér þann kost vænstan að reyna að þvo hendur sínar frammi fyrir alþjóð af fölsun júlívísitölunnar, sem hann hef ur réttilega verið talinn hafa átt höfuðþátt í. Reynir hann að gera þetta í langri og loð- inni grein, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær og nefnist „Út reikningur vísitölunnar og greinargerð Torfa Ásgeirsson- ar“. „Áróður stjórnarandstöðunn ar í þessu máli“, segir Björn í þessari varnargrein sinni, „hef ur aðallega beinzt að því, að sýna fram á, að ríkisstjórnin hafi gengið fram fyrir skjöldu til þess að falsa vísitöluna, með því að kúga kauplagsnefnd til að ákveða hana lægri en rétt var. Allt er þetta- staðlausir stafir. Ríkisstjórnin hefur ekki reynt nú frekar en endranær að hafa nokkur áhrif á gerðir kaup lagsnefndar.“ Svo mörg eru þau orð við- skiptamálaráðherrans um þetta höfuðatriði málsins. En hvað þá um rekistefnu hans við kauplagsnefnd áður en júlívísitalan var ákveðin? Fól hún máske ekki í sér neina tilraun ríkisstjórnarinnar til þess ,,að hafa áhrif á gerðir kauplagsnefndar" ? Kallaði ekki Björn Ólafsson nefndina á sinn fund til þess að ræða við hana útreikning júlívísitölunnar? Og fór hann þess ekki beinlínis á leit við hana, að hún bæri á- kvörðun vísitölunnar undir hann áður en frá útreikningi hennar væri gengið? Eftir greinargerð Torfa Ás- geirssonar blandast engum manni hugur um, að þannig hef ir gangur málsins verið og að meirihluti kauplagsnefndar hef- ur látið Björn Ólafsson hafa sig til þess að falsa vísitöluna, og þó að vísu, eins og greinargerð Torfa Ásgeirssonar ber einnig með sér, ekki fyrr en ráðherr- ann hafði látið að minnsta kosti formann nefndarinnar vita, að ríkisstjórnin myndi á eftir reyna að friða launastéttirnar með bráðabirgðalögum um eitt hvað hærri kaupuppbót síðari hluta ársins en hin falsaða vísi tala segði til. * Björn Ólafsson gerjr sér það vitanlega alveg ljóst, hvernig böndin berast að honum eftir allar þessar upplýsingar, sem fram eru komnar um þátt hans í fölsun júlívísitölunnar, og því reynir hann nú í varnargrein sinni í Morgunblaðinu, að ve- fengja þær með nýrri og áður óheyrðri frásögn af viðskiptum hans við kauplagsnefnd. „For- maður nefndarinnar óskaði þess“, segir Björn, „að neind- in fengi að ræða við mig í sam bandi við útreikning vísitölunn-1 ar . . . Ég varð að sjálfsögðu' við því“. Með öðrum orðum: ' Björn þrætir nú fyrir jvið, að hafa kallað kauplagsnefnd á dnn fund; það er hún, sem á að haía beðið um viðtal við hann! En Alþýðublaðið. getur hins- vegar upplýst það, að þessi frá-1 sögn ráðherrans er algerlega röng. Björn Ólafsson byrjaði á því, að kalla formann kaup- lagsnefndar á sinn fund. Það er nefnilega alltaf betra að ræðast við undir fjögur augu og ekki fleiri, þegar eitthvað ósæmilegt á að gera. En for- maður nefndarinnar kvaðst þá heldur vilja, að ráðherrann ræddi við nefndina alla; og varð það ‘ úr. Og þetta túlkar Björn Ólafsson nú þannig, að formaður kauplagsnefndar hafi óskað þess, að nefndin fengi að ræða útreikning vísitölunnar við hann! Svo ómerkileg er þessi tilraun hans í Morgun- blaðinu í gær til þess að þvo hendur sínar af fölsun júlívísi tölunnar! Að ö*ru leyti er vamargrein viðskiptamálaráðherrans lítið annað en upptugga á því, sem blað hans, Vísir, hefur verið með, að kauplagsnefnd hafi við útreikning júlívísitölunnar bor- ið að taka tillit til hinna nýju húsaleigulaga, sem samþykkt voru af alþingi að frumkvæði Framsóknarflokksins í vor, og hafa meðal annars inni að halda ákvæði um háinark húsa leigu. Að þessu þarf ekki að eyða mörgum orðum eftir greinar- gerð Torfa Ásgeirssonar. Þar er frá því skýrt, að kauplagsnefnd hafi beinlínis látið fara fram athugun á því, hvort þessi lög hafi hingað til haft nokkur á- hrif til lækkunar á húsaleigu, og sú athugun leiddi í ljós, að ekki einn einasti leigjandi greiddi lægri húsaleigu en áð- ur vegna þeirra. Hins vegar er það vel kunnugt, og hafa þess verið nefnd ákveðin dæmi hér í blaðinu, að húsalei^a hefiir. 'víSá' ksélckaÓ af! vötóúm þessar- ar lagasetningar. Með tilliti til i'éssa var það því fuííkomin ifpls un vísitölunnar að láta nýju '.úsaleigulögin draga hana nið- ur um 5 stig, eins og gert var. En Björn Ólafsson vílaði ekki fyrir sér, að beita sér fyrir díkri fölsun vísitölunnar, af því, að með henni átti enn að þrýsta niður kaupgjaldinu, hafa a£ launastéttunum að minnsta kosti þriðjung þeirrar kaupupp bótar allan síðari hluta ársins, rem þeým ber þó samkvæmt gengislækkunarlögunum. Til lyess var nefnilega leikurinn gerður, þótt öðruvísi kunni nú nð fara, og ráðherrann reyni nú að þvo hendur sína raf slíku óhappaverki ríkisstjórnarinnar. Tvöfalt magn her- gagna frá U.S.A. fil Evrópu, ef þarf. TILKYNNT var í Washing- ton í srær, að Bandaríkin hafi sent þátttökuríkjum Atlants- hafsbandalagsins 200 000 lestir hergagna á fyrstu 5 mánuðum yfirstandandi árs. Hergagnasendingum þessum verður haldið áfram sam- kvæmt gerðri áætlun, en tekið er fram í tilkynningunni, að magn hergagnanna verði tvö- faldað síðari mánuði ársins, ef ástæða þyki til vegna viðhorfs heimsst j órnmálanna. Um sölii á laxi. — Einfearétiur tií okurs? —- Áf hverju óslægður? — Meðferð á grænmeti. — Um bæjanöfn í sveitum. HUSMOÐIE SKRIFAR MEE. „Er búið að afnema allt verð- lagseftirlit? Ég spyr vegna þess, að mér finnst ekki úr vegi, að hámarksverð sé sett á Iax, sem ueldur er í búðunum. Verðiff er ítvo gífurlega hátt, að engu tali tekur. Svo er það annað í sam- bandi við söluna á Iaxi. Hann er reldur óslægður og verður mað- ur því að kaupa urganginn geypi verði eins og sjálfan fiskinn. Ann ar fiskur er selclur slægður. í gær keypti ég dálítinn bita af íaxi og kosíaði bitinn 16 krón- ur. Einn fjórffi hluti var blóff og úrgangur. Hvernig stendur á því að bannað skuli vera að selja óslægðan fisk í búðunum, en þó er laxinn seldur óslægður?“ ENN FEEMUE SKRIFAE hús móðir. „Mér blöskrar að sjá. hvernig farið er með grænmet- ið sem selt er í búðunum. Það er sambærilegt við lýsiijgu ame- ríska sérfræðingsins á með- ferð okkar á fiskinum. Salat og grænkál liggur í bunkum í kjöt- búðunum og skemmist strax. Þetta á að standa í vatni vegna þess að það er svo viðkvæmt, enda getur maður varla fengið gott grænmeti nú. Það er gulnað og slepjað þegar maður fær það. Meðferðin á þessari rándýru matvöru er skammarleg. . ÉG HEF HÉR aðeins minnst á tvö atriði í matvörukaupum okk- „Helvíti er að hahi ekki Benjamín”! SKRIFFINNAR TÍMANS telja sér öðrum skyldara að verja gengislækkunina. Þetta er eðlilegt. Framsóknarflokkur- inn átti hugmyndina að gengislækkuninni, og setning gengislækkunarlaganna og framkvæmd þeirra varð flat- sæng stjórnarsamvinnu í- haldsins og Framsóknar- flokksins. Síðan hafa verkin talað. Dýrtíðin hefur stór- aukizt og kapphlaup verð- bólgunar hefur aldrei verið meira en nú. Þetta sér og finnur gervöll þjóðin. En skriffinnar Tímans una þessu ágætlega. Blað rauðu skelln- anna frá síðustu alþingis kosningum kann sér naumast læti af fögnuði yfir póli- tískum ástum Hermanns Jón- assonar og Ólafs Thors, sem hafa kostað landsmenn slík- ar ægifórnir, að góðæri breyttist í hallæri daginn sem þeir gengu í eina og sömu sæng. TÍMINN í GÆR gerir enn eina tilraun til þess að verja geng- islækkunina og áhrif hennar. Ritsmíð þessi hefst á þeim boðskap, að flestum muni nú orðið Ijóst, að hefði gengis- lækkunin ekki verið fram- kvæmd í marz með þeim undirbúningi, sem hún þá fékk, hefði orðið að fram- kvæma hana í vor sem undir- búningslitla skýndiráðstöfun! Með öðrum orðum: Gengis- lækkúnin var svo vel undir- búin í vetur, að það kom ekki til mála að fresta henni til vors! Og hver er svo und- irbúningurinn cg áhrif hans? Tíminn minnist ekki einu orði á þetta atriði, sem þó væri mergurinn málsins, ef um- rædd grein væri ekki vits- munaleg botnleysa. GENGISLÆKKUNARFOR- KÓLFARNIR tóku við geng- islækkunarfrumvarpinu úr hendi Benjamíns Eiríkssonar hagfræðings. Þeir botnuðu hvorki í frumvarpinu né greinargerð þess. Þegar þing- menn Alþýðuflokksins tættu frumvarpið sundur í löngum og ýtarlegum ræðum, horfðu þingmenn Framsóknarflokks- ins og íhaldsins lengstum í gaupnir sér og máttu ekki mæla. Getuleysi þeirra og vandræði leiddu til þess, að einn af frumkvöðlum gengis- lækkunarinnar sagði, þegar fastast var kreppt að honum og félögum hans í umi’æðun- um á alþingi: „Helvíti er að hafa ekki Benjamín“! EN ÞÁ SJALDAN, að frum- kvöðlar gengislækkunarinnar létu til sín heyra í umræðun- um á alþingi, fimbulfömbuðu þeir um „hliðarráðstafanirn- ar“ frægu. En verðhækkan- irnar hafa komið hver af ann- arri til sögunnar, kjör lands- manna hafa þrengzt með hverjum degi, eftir að gengis- lækkunin kom til fram- kvæmda og áhrif hennar öll reynzt á eina og sömu lund. ,.Hliðarráðstafanirnar“ hafa hins vegar hvorki sézt né heyrzt. Og nú fyrirfinnst ekki um gervallt ísland utan stétta heildsalanna og stórútgerðar- mannanna nokkur maður, sem mælir gengislækkuninni bót, nema þessi einkennilegu mannfyrirbrigði, sem skrifa Tímann, málgagn Framsókn- arflokksins BÆNDASTÉTT LANDSINS hefur sér í Iagi orðið fyrir þungum áföllum af gengis- lækkuninni. EnTíminn erekki að flytja lesendum sínum skoðanir hennar. Þingmenn Framsóknarflokksins og í- haldsins forðast að ræða störf sín á alþingi við óbreytta kjósendur. Þeir vita á hverju þeir eiga von. En Tíminn flyt- ur greinar á borð við ritsmíð sína í gær og lofar gengis- lækkunina því meira sem bölvun hennar magnast. Svo mjög hefur málgagn Fram- sóknarflokksins skipt um lit ar húsmæðranna, en miklu fleira. væri hægt að nefna. Það er orðin hálfgerð skömm að því fyrir okkur húsmæðurnar hvern Ig við látum fara með okkur í matvörukaupunum. Verðið fer sífellt hækkandi og við því er kannske ekkert að segja þar sem kaupmenn ráða ekki ætíð verð- laginu. En meðferðinni- á vör- unum ráða þeir og hún er ekki öll í sómanum." ÉG HEF FYRIR LÖNGU bent á það, að bændur ættu að taka upp þá reglu að setjá bæj- arnafn sitt á spjald við afleggj- arann heim af þjóðveginum. Þetta er siðvenja í öðrum lönd- um, en íslenzkir bændur eru svifaseinir, og enn eru þeir ekki margir, sem hafa gert þetta. Hér er ekki um neitt kostnaðar atriði áð ræða, aðeins smekks- atriði og ætti því að vera hæg- ur vandi að hrinda því í fram- kvæmd. BLAÐIÐ FREYR hefur nú gert þetta að umtalsefni og leyfi ég mér að taka grein þessa upp af því að gott er að það komi fyrir sem flestra augu. Um leið vil ég undirstrika ummæli blaðs ins. Freyr segir. „ÞAÐ ER EKKI LÍTIL land- kynning í því, að nöfn bæjanna, um gjörvallar sveitir landsins, séu auðsæ vegfarendum. Því fylgir þó kvöð, sem óumdeildan lega er húsbændanna á hverju heimili að uppfylla — sem sé sú, að um leið og bæjarnafnið er gert auðsætt og eftirminnilegt ferðamönnum, >sr í hugum þeirra mótuð mynd af heimilisháttum, eins og hún kemur þeim fyrir sjónir. ÞAÐ ER GOTT OG SJÁLF- SAGT, að nafnspjald sé við vega mótin, er segi ferðamanninum hvár í sveit liann sé, en jafn sjálf sagt er að heimilin séu mótuð og löguð svo, að nöfn beri með rentu, þannig, að nafnspjaldið varpi birtu en ekki skugga í hugmyndasafn ferðamannsins, sem geymir endurminningarnar um för sína með dvöl í sveit- inni. Þsir munu margir, sem geta tekið undir það, að snyrti- mennska í allri umgengni er af- ar mismunandi í í sveitum lands ins, og mjög mismunandi frá bæ til bæjar. Það eru ólíkar minn- ingar og menningarviðhorf téngd við heimilið, sem málar þök og vsggi húsanna eða hitt, sem hefur fiekkótt þök og ryðg Framhald á 7. síðu. frá því að það flutti rauðu skellurnar við síðustu al- þingiskosningar. En auðvitað er það ekki gengislækkunin, sem Tímaskriffinnarnir lofa og vegsama í raun og veru. Þetta er aðeins þeirra aðferð við að lýsa velsælu Stein- gríms, Eysteins og Hermanns í flatsænginni hjá Bjarna, Birni og Ólafi. En þeir eru allir náttúrlega hinir ánægð- ustu með áhrif gengislækk- unarinnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.