Alþýðublaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. ágúst 1350. Frú DáríSur Dulbeinu: Frú Dáríður Dulheims: / Á ERLENDUM VETTVANGI Ó, — ég á engin orð! Vitið þið hvar ég er! Nei, hvernig í ósköpunum ættuð þið að geta gizkað á það. ÉG ER í PARÍS! O, — París! Borg borganna! Þegar ég var ung og las „Leynd ardóma Parísarborgar“ í gamla „Hauk“, — já, ekki óraði mig fyrir því þá, að ég mundi nokk- urntíma upplifa þá dýrð að bruna í gljáandi luxusbíl um fegurstu götur þeirrar frægu borgar, — já, vekja til og með á mér eftirtekt fyrir flottheit og heyra þjónana í fínustu gisti- húsunum kalla mig „maddömu Sellu“, en þannig ávarpa þeir allar hefðardömur. Maðurinn konunnar, sem bauð mér í bíl- ferðalagið talar að vísu ekki orð í frönsku og hvorug okkar kann heldur s.akt orð í því fína máli, en þetta bjargast allt ein hvernveginn; Frakkar tala nefni lega svo mikið með höndum og fótum, og það er enginn vandi að skilja, ef maður bara jhorfir á þá og fylgist með, Ep þeir tala líka mikið með munninum og tala ákaflega hratt, og svo íala þeir líka með augunum, augnabrúnunum og ennishrukk unum, — já, eiginlega með öll- um líkamanum. Og vitið þið hvað! Ég hef nú bara upplifað það, að einn Fransmaður hefur orðið ást- fanginn af mér, hvorki meira né minna. Og það ekki maður af lakari endanum, fiðluleikari i einu fínasta kaffihúsi heims- borgarinnar; maður á að gízka um þrítugt með tihnusvart hár og myrk, tindrandi, ógurlega sálræn augu og fallega snyrt yf- irskegg, nijúkur í hreifingum og fallega vaxinn. Við settumst þarna við borð, ekki langt frá hljómsveitinni og svo pantaði maðurinn konunnar, sem bauð mér í ferðalagið, allt það dýr- asta, sem hann sá á kortinu, — og þjónarnir fóru að hvísla með augunum, — já, Frakkar geta nefnilega hvíslað með augunum, og svo kom bara sjeffinn sjálf- ur, feitur og syartskeggaður ná- ungi með hjólliðug liðamót og á þeim ólíklegustu stöðum, og hann rak þjónana á brott og af- greiddi okkur sjálfur; já, hann meira að segja klappaði kon- unni, sem bauð mér og kyssti hönd hennar með lotningu eins og hún væri einhyer gyðja! En •’ ýkkur áð 'segja, þá er hún bara ósköp venjuleg, þótt hún sé auð vitað ákaflega uppskveruð; in- — -d8elfe/-könaf«3f^kii»óígk<^p> en-ekk ert sálrænt við hana, og að því getur hún auðvitað ekkert gert. Ég veit ekki hvort ég setti upp svip, en satt að segja fannst mér það bara hálf óvið- kunnanlegt af henni og ógæti- legt, að láta svona gamlan og áleitinn ístrubjagga kyssa og sleikja á sér hendurnar. Jú, það getur vel verið, að ég hafi sett upp svip. Að minnsta kosti hypjaði karl sig á brott sem snöggvast, — og þá kom minn! Hljómsveitin var einmitt að spila óskaplega dreymandi og sálrænt lag og hann lék sólóna eins og snillingur, og svo lét hann sig ekki muna um það að koma að borðinu, án þess þó, að hann gerði þögn í laginu, — og þarna lék hann sólóna bara privat fyr ir mig og hafði ekki af mér aug- un á meðan; Það fór einhver titrandi unaðskennd um mig alla, það var eins og allt í kring um hann væri fullt af listrænni, togandi ástríðu, — — — já, hann Jón minn ætti að vera kominn, hugsaði ég bara. — —• Og þegar laginu lauk, brosti hann eins og Franzmenn einir geta brosað---------- og svo gekk hann aftur til hljómsveitarinn- ar, en leit þó til mín öðru hverju. Jæja, við erum á leiðinni lengra suður. Maðurinn konunn ar, sem bauð mér í ferðalagið, vill endilega komast til ein- hverrar borgar þar, sem beir spila, ekki á spil held ég, en eitthvað spila þeir, og konunni er það nú ekki beinlínis að skapi. . . . Jæja, — í andlegum friði. Frú Dáríður Dulheims. -viögeroir, Fljót og góð afgreiðsla. Guðl, Gíslason, Laugavegi 63, sími 81218. &SIRÆTI \ Daglega á boð- stóium kaldir og heitir fisk- og kjötrétfir Ofíílufí jíiB ö nslo jgo ; höfðinu inn um gættina og sagði: „Lotta, mig langaði-bara að vita . .-iT.i»h o moj ; En Lotta spratt á fætur, mér til mikillar undrunar, og hróp- aði: „í fyrsta lagi þarf ég að tala við Eulu um áríðandi mál- efni, og í öðru lagi get ég ekki þolað það, að nokkur maður leyfi sér a ðkoma svona inn í herbergið mitt, án þess að gera vart við sig.“ Við áttum góða daga á Helgo-, landi. Dagarnir voru friðsam- legir og kyrrlátir. Það er að segja, það var oft regn og stormur, og það íiðu rnargir dagar og margar nætur þangað til ég vandist við drynjandi brimhljóðið, en að lokum vand- ist ég því, og það var eins og allir þessir tónar tilheyrðu náttúrunni og sameinuðust í eina hljómkviðu, sem ég var farin að kunna sv ovel við. Oft bar það við, að Klaus og Lotta fóru út með fiskibátun- um áður en dagur reis. Og þau komu oftast nær aftur áður en ég hafði snætt morgunverð. Eftir miðdegismatinn fóru þau út að synda og svo lögðu þau sig til svefns dálitla stund. Þá fóru þau í gönguferðir; en á kvöldin fóru þau út að dansa og drukku þá sterkt toddí eða nokkur vel úti látin glös af einiberjabrennivíni. Þau voru bæði orðin útitekin og fögur á að líta, þau voru grönn og hreyfingar þeirra örar og lýstu heilbrigði og lífsgleði, og þau voru svo hæglát og raddir þeirra svo kyrrlátar, að fólk hélt að þau væru systkini. Um miðjan ágúst kom dálítill böggull í ábyrgðarpósti, og í bögglinum var blátt hefti. Það var nýja leikritið, sem Lotta átti að fara að leika í. Við lás um það báðar og vorum ákaf- lega eftirvæntingarfullar, en á eftir sýndi það sig, að við höfð- um báðar orðið fyrir miklum vonbrigðum. Okkur fanst, að „Ferð Bettyar til Paradísar“ væri eitt af, þessum nauða- ómerkilegu leikritum, sem til eru í þúsundum afbrigða. En Klaus var á annarri skoð- un. „Leikrit, sem f jallar um fá- tæka stúlku, sem verður rík, gengur allt af vel. Og ef hún er sýnd á þann veg, að manni finnst að hún eigi skilið að verða rík, þá verður leikkonan eínnig fræg af hlutverki henn- a.*.“ Hann fór iíka að s'arfa. Það var ,..U'iesco“, en þýzka aiþýðu- le.khúsið ætlaði að tahu það upp emgöng'i hans vegna. Lotia öfundaði hann micg af þessu mikla hlutverki Hann varð gramur út í hana út af < þessari dæmalausu óþolinmæði hennar, og þau þrættu oft út af þessu. Eú þau þrættu aldrei, þó að hann færi út á sandhólana með Ijóshærðrj stúlkukind frá Hannover. En mér var alls ekki uni það gefið. Lotta virtist ekki einu sinni taka eftir því, livað þá meira. Og þegar við feng- um símskeyti, sem kallaði okk- ur burt átta dögum áður en Klaus átti að fara, lét hún tenu- istækin sín eftir handa Hann- overstúikunni, svo að Klaus gæti haldið. áfram aö leika tennis. Honum fannst það al- veg ágætt, en rnér fannst hann vera hreinasti dóni, fyrst hann tór ekki með Lottu. Það var þremur dögum áður en~ frumsýningin átti að fara fram. Lotta var einmitt ný- korrdn heim eftir fimm klukku- stunda æfingu og var þreytt og hálf ergileg. Þá var barið að dyrum og tveir mjög vel klæddir menn komu í heim- sókn. Annar þeirra kvaðst vera blaðamaður en hinn ljósmynd- ari. Þeir kváðust vera komnir til þess að skrifa um og ljós- mynda þessa væntanlegu ,,stjörnu“. „Ég vil alls ekki að verið sé að auglýsa mig,“ sagði Lotta „Ég vil. helzt, að fólk myr.di sér skoðanir um list rnína, án þess að fyrirfram sé verið að gera veður út af mér. Ég vil ekki stuðla að neinu slíku,“ sagði hún ákveðin. Blaðamaðurinn brosti sjálf- byrgingslega. „Leikhússgestir hafa enga sjálfstæða meiningu. Fólk fer í leikhúsið með skoð- un, sem það hefur myndað sér fýrirfram, og henni verður ekki haggað. Ef ekkert verður skrifað um yður áður en þér komið fram í fyrsta skipti, þá heldur fólk að þér séuð viðvan- ingur, og jafnvel þó að þér lélc- uð eins og sjálf Duse, þá myndi það samt segja, að þér væruð viðvaningur. Þegar þér sýnið yður á leiksyiðinu, verður fólk að horfa á yður af rnikilli eftir- væntingu, og þessi eftirvænt- ing verður að fylgja öllu>n yðai hreyfingum. Fólk verður að vita fyrirfram, að þér séuð frá- bær listakona.“ Á sama augnabliki var sem elding læri um herbergið. Ljós- rnvndarinn hafði myndaö hana. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann við Lottu. „Þið skuluð bara hpld.a áfram að tala saman.“ „Þér verðið að gefa okkur fleiri upplýsingar um yður per- sónulega,11 sagði blaðamaður- inn. „Það er áríðandi að vekja forvitni fólks sem allra mest. Til dæmis: Hvernig stóð á því, að þér helguðuð j'ður le'klist- inni?“ - „Af því áð það er kollun i mín,“ svaraði Lotta. . Ljósmyndarinn bjó aftur til eldingu og sagði: „Þakka yður fyrir.“ „Þakka yður kærlega íyr:r,“ sagði blaðamaðurinn líka, og SVó' ’lm rf tf 'þeik báðir á 'þ'rö’ft. u E ISfæst'á fnorgun gat áð lita mynd af Lottu í „Mittagspost“ og , enn fremur greinarkorn, þar sem reynt var á hinn ó- skammfeilnasta hátt að æsa fólk upp á mói henni. Henni var lýst sem ríkum erfingja, sem af einskærri hégómágirni og einnig út úr leiðindum vildi gerast leikkona. En þetta var ekki það versta. í „Abendcou- rier“ var önnur mynd af henni og þar var einnig viðtal við hana. Þar var sagt, að Lotta hefði sagt, að hún hefði bara farið að leika vegna þess, að hún hefði orðið svo vonsvikin af því, að ekkert varð úr hjóna- bandi hennar og von Rieds bar óns. „Mér tókst ekki að komast inn í samkvæmislífið á þann hátt að giftast baróninum, en kannski ég verði heppnari með leiklistina Gerða Donath korn hlaup- andi, bálreið og æst. ,,Þetta bölvað svín,“ sagði hún. „Ég hef sagt honum hreinsltilnis- lega álit mitt á honum. En hann bara skellihló að mér. Það er ekki nema um tvennt að ræða, annað hvort hefur þú ekki tek- ið honum nógu vel, eða hann hefur haft skipun frá hærri stöðum um að haga sér svona. Það kemur ekki oft fyrir, að Ried barón skipti sér áf því, sem þeir æla út úr sér fyrir peningana hans, en stundum kemur það þó fyrir ... “ Við hringdum til Tuckers, en Tucker áleit, að ekkert væri hægt að gera, að minnsta kósti taldi hann tilgangslaust að höfða mál á móti blöðunum. Hann sagði, að Lotta hefði leyft þeim að taka af' sér myndir og tala við sig, og það væri venja blaðamannanna að nota sér allt, sem sagt væri, á þann hátt, sem þeim sýndist. Það var svo sem hægt að reyna það að heimta leiðréttingu; það væri hægt að krefjast þess sam- kvæmt lögum, en þá væri þess að gæta, að það værrekki vit- urlegt af byrjanda á listabraut- inni að lenda í fjandsamlegum deilum við blað. Það mundi vera betra að reyna að leita sér verndar hjá einhverju af hinum gömlu og góðu blöðum. Við heimsóttum ritstjórnar- skrifstofu eins af hinum góðu og gömlu blöðum. Gamall og virðulegur maður með hvítan hökutopp og stór hornspangar- gleraugu tók á móti okkur. „Það er föst regla hjá okkur að lenda aldrei í ritdeilum við s]ík blöð,“. sagði hann. „Og ég get' aðeins ráðlagt yður að reyna ekki að gera það. Ég skil það mæta vel, að þér hafið orð- ið fyrir miklum vonbrigðum. Þér hafið vitanlega af einskær-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.