Alþýðublaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.08.1950, Blaðsíða 8
LEiTIÐ EKKI GÆF- UNNA.Il langt yfir skammt; kaupið miða í bifreiðahapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna. — Fimn’tndagm1 3. ágúst 1950. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLKI Takið höndum saman vi® unga jafnaðarmenn og að« stoðið við sö'lu happdrættis miða í bifreiðahappdrættí, Sambands ungra jafnaðaí'a manna. Utanför lögreglukórsins. Myndin er af Lögreglukór Reykjavíkur, sem kominn er heim úr för sinni til Stokkhólms. í kórnum eru. talið frá vinstri: Kristinn Óskarssoii, Garðar Guðmundsson, Gunnar Einars- son, Kristján Jóhannesson, Ingólfur Sveinsson, Bogi Bjarna- son, Páll Eiríksson, Þorleifur Jónsson og Magnús Aðalsteins- 'son. Fremri röð: Kjartan Bjarnason, Matthías Guðmundsson, Mátthías Sveinbjörnsson, Friðjón Þórðarson, fararstjórinn, Páll Kr. Pálsson, söngstjórinn, Guðbjörn Hansson, Ásmundur Matthíasson og Elís Hannesson. Lögreglukórinn kominn af nor- æna söngmófinu í Sfokkhólmi. *-------*—■— -—— Sjö kórar meö háft á hriðja hyndrað möniuim tóku f)átt i mótinu LOGREGLUKÓE REYKJAVÍKUR kom á sunnudags- kvöldið frá Stokkhólmi af söngmóti norrænna lögreglukóra, er l»ar var haldið dagana 26.—28. júlí. Á mótinu voru sjö kórar alls, þrír frá Svíþjóð, en einn frá hverju hinna Noiðurlandanna. Alls munu söngmennirnir hafa verið hátt á þriðja hundrað, en ís- lendingarnir voru 16 auk söngstjóra. Lögreglukórinn fór héðan * ----------- 22. júlí til Óslóar, og þaðan með lest til Stokkhólms. Farar- stjóri var Friðjón Þórðarson fulltrúi lögreglustjóra, en hann skýrði blaðinu frá för kórsins í viðtali í gær. Kó.rarnir, sem tóku þátt í mótinu auk íslendinganna voru frá Stokkhólmi, Gauta- borg og Norrköbing í Svíþjóð, og svo frá höfuðborgum hinna landanna: Osló, Kaupmanna- höfn og Helsingfors. Hver kór söng á mótinu nokkur lög, en síðan allir saman eitt lag frá hverju landi. Söngstjóri Lög- veglukórs Reykjavíkur er Páll Kr. Pálsson. Lögreglukór Reykjavíkur hafði ekki neinn styrk til far- arinnar og fékk engan erlend- an gjaldeyri. Kostaði lögreglu- kórinn í Stokkhólmi dvolina þar. IIANNES Á HORNINU Framhald af 4. síðu. uð og skellótta veggi og flagn- aða. LAGLEG NAFNSJÖLD og endingargóð eru nokkurs virði, Dg því meira virði ef þau geta orðið hvatning til bænda um að keppa að aukinni umgengn- Fyrsta síldin lögð upp á Akureyri í fyrrinéff. Einkaskeyti til Alþýðubl. AKUREYRI í gær. FYRSTA SÍLDIN var lögð upp á Akureyri í nótt af mót- orskipinu Auði. 330 uppmæld- ar tunnur voru saltaðar og 230 tunnur frystar, en skipið var samtals með 1170 mál, og var sú síld sett í bræðslu, sem ekki var söltuð eða fryst. Söltunar- stöð Snorra Sigfússonar keypti síldina uppmælda, og þar var hún söltuð. Skip veiddi síldina á Axarfirði. ismenningu í sveitum þessa lands. Þá getur svo farið, að út- iendingar, sem hingað koma, hafi ekki lengur það markverð- asta að segja, er heim kemur, að trassamennska og hirðuieysi í umgengni sé almennt einkenni um_ menningarskort íslenzkra bænda. Þetta hefur átt sér stað, pað er staðreynd, enda verið mælt á mælikvarða annarra þjóða. Hrindum þessu ámæli og látum nafnspjaldið sanna öra þróun umgengnismenningar í ís- tenzkum sveitum!“ Verzlunin Egill Jacobsen opnar a ý í Áusturstræti 9 á morgun Vildl geto sýot í hillunum það, sem brann í verzluninni í brunanum 1915 GÖMLUM EEYKVÍKINGUM mun finnast það eins og endurminning frá liðnum árum, er verzlun Egils Jacobsens opnar á ný í Austurstræti 9 í fyrramálið. En nafnið eitt og útlit byggingarinnar minnir á hina gömlu Jacobsensverzlun, því að innbúið er allt nýtt og eftir nýjustu tízku. Frú Soffía Jacohsen, sem nú er forstjóri verzlunarinnar, segir, að verziun Jacobsens hafi ávalit kappkostað að vera til fyrirmyndar og hafi ákveðið að verða það í framtíðinni, hvernig sem tímarnir verða. Blaðamönnum var í gær * gefinn kostur á að skoða hina nýuppgerðu verzlun, sem er hin fullkomnasta og vistlegasta og hefur á boðstólum það, sem fáanlegt er af karla- og kven- fatnaði og öðrum skyldum vör- um. Skrifstofa verzlunarinnar er innréttuð svo til alveg eins og hún var fyrr á árum og frú Soffía Jacobsen, sem stjórnar fyrirtækinu með sonum sínum, skýrði frá sögu verzlunarinn- ar. Verzlun Egils Jacobsens var stofnuð 1906 og var fyrst til húsa í Ingólfshvoli. Um skeið flutti hún í Austurstræti, en það húsnæði eyðilagðist í brun- anum mikla 1915, og segir frú Jacobsen, að hún hefði ekkert á móti því að geta sýnt í hill- unum þær vörur, sem þar brunnu. Verzlunin fluttist aft- ur í Ingólfshvol, en 1921 var hið fagra verzlunarhús, sem enn stendur í Austurstræti 9, reist. Var verzlunin þar til 1937, er Búnaðarbankinn leigði húsnæðið, og síðan hefur verzl- unin verið á Laugavegi 23, þar sem útibú hennar var áður. Nú hefur húsnæðið verið gert upp á hinn haganlegasta hátt. Friðrik Þorsteinsson ann- aðist innréttingu, Kjartan Sig- urðsson -teiknaði, Stoð gerði inngang, Hörður og Kjartan máluðu, Sigurjón Fjaldsted sá um hitalögn, Marteinn Davíðs- son terrazzo, Guðmundur Krist jánsson og Ólafur Ólafsson dúk Íögðu. Það einasta, sem við kvíðum fyrir, sagði frú Jacobsen í gVr, eru biðraðirnar og hvernig fólkið kann að láta í fyrstu, ef dæma má eftir sögusögnum. En við munum reyna að sjá svo um að sem flestir fái eitthvað, en hinir fyrstu taki ekki allt. Framhald af 1. síðu. Þoka er á austurhluta veiði- svæðisins og hamlar hún veið- um þar. Samkvæmt viðtali, sem Alþýðublaðið átti við Siglu- fjörð á miðnætti í nótt voru skipin að byrja að koma að landi þá. M. a. var Andvari kominn með 500 mál og Rifsnes fullhlaðinn á leiðinni. Búizt var þá við mörgum skipum með ágæt- an afla. 5. umferð á nor- ræna skákmofinu. 5. UMFERÐ í norrænu skákkeppninni fór fram £ gær- kveldi. Úrslit urðu þessi: Baldur Möller og Guð- mundur Ágústsson gírðu jafn- tefli. Öðrum skákum varð ekki lokið. Guðjón M. Sigurðsson á vinningsstöðu móti JuliUs Nielsen, Danmörku, hafði 5 peð og riddara móti 3 peðum og biskupi, þegar skákin fór í bið. Skákir Sundbergs gegn Herseth, Palle Nielsen gegn Gilfer og Vestöl gegn Kinn- mark urðu einnig biðskákir. Efnahagssamvinnustjórnin í Washington hefur tilkynnt fyrstu framlög til Marshall- landanna af fjárveitingu'arsins 1950/51. Var íslandi veitt 600 000 dollarar, sem jafngilda 9 780 000 krónum. 2. ágúst 1950. FELIX GUÐMUNDSSON" lézt í Landsspítalanum seint £ fyrrakvöld. í Felix var fæddur 3. júlí 1884- að Ægissíðu í Holtum, sonur hjónanna Guðnýjar Jónsdóttur og Guðmundar Felixsonar. Fel* ix fluttist ungúr til Reykjavík- ur og stundaði byggingarvinnu og verkstjórn um nokkurra ára. bil ,en var skipáður, umsjónar-. rnaður kirkjugarðs Reykjavík- ur 1919 og -gegndi því .Starfi tit . dauðadags. Margvísleg irúnað- arstþrf ,voru hopum falin. Hann ý‘ár ötull og einlægur Al- jyvðufiokksmaður o.g sat unx nokkurt skeið í miðstjóm flokksins, Einnig fórnaði hanti bindindishreyfingunni miklu, starfi. , . , , Felix var vel látinn maður og vinsæll og mjög virtur fyrir starfsáhuga sinn og ósér- plægni. Hann var kvæntur Sig- urþóru Þorbjörnsdóttur, og lif- ir hún mann sinn. ynimelur 13 kvikmyndaður verður sýndur í Tjarnarbíó í ve Kvikmyndatakan er að hefjast í Rúg-’ braiiðsgerðinni. BYRJAÐ VERÐUR. INNAN SKAMMS að kvikmynáa „Leynimel 13“ á rishæð Rúgbrauðsgerðarinnar, — og er það Tjarnarbíó og kvikmyndafélagið Saga, sem standa að kvik- mynd þessari og verður hún væntanlega tilbúin til sýningar fyrir áramót. Það eru nú um 7 ár síðan „Leynimelur 13“ var leikinn hér, en höfundar leiksihs eru Emil Thoroddsen, Indriði Waage og Haraldur Á. Sigurðs. son, en flestir leikaranna, sem þá komu fram í leiknum, verða einnig í kvikmyndinni. Kvik- myndatökuna annast Sören Sörensen, en leikstjórar eru þeir Indriði Waage og Gunnar Robert Hansen, en hann var fenginn hingað frá Danmörku til þess að aðstoða við upptöku myndarinnar. Hefur Hansen um mörg ár verið sérfræðileg- ur ráðunautur hjá „Dansk kultur film“ í Kaupmannahöfn og unnið sé rþar mikið álit. Leikendur í kvikmyndinni verða þessir: Alfreð AndréssonP Inga Laxness, Emilía Jónas- dóttir, Haraldur Á. Sigurðsson, Áróra Halldórsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Bryndís Pét- ursdóttir, Inga Þórðardóttir, Vilhelm Norðfjörð, Brynjólfur Jóhannesson, Jón Aðils og Guðjón Einarsson. Auk þess koma fram í myndinni 13 böm Sveinjóns skósmiðs og fleiri. Hljómupptökuna annast þeir Sveinbjörn Egilsson og Magn- ús Jóhannesson. Kvikmyndint verður að mestu leyti tekin í Rúgbrauðsgerðinni, en þar hefur verið komið fyrir stáss- stofum og fleiri herbergjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.