Alþýðublaðið - 16.08.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.08.1950, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Miðvikuclagur 16. águst 1950 í GREIN MINNI í Alþýðu- blaðinu 12. þ. m. lýst ég því, 'hvernig togaradeilan var und- irbúin með ráðstefnu, sem ’haldin var 12. marz s. 1. fyrir forgöngu Sjómannafélags .Reykj avíkur. Sjómannafélagið vildi freista þess með ráðstefnunni, að und- itbúa deiluna sem allra bozt og rtyna að búa svo um hnútana, að öll sjómannafélögin gætu haft náið samstarf um málið til þess að útiloka al'an mis- skilning og sundrung í stétt- ánni. Ég lýsti því einnig, hvern- ig tvö af samstarfsfélögunum hafa brugðizt þeirri von um einingu og samstarf, sem fyllti hugi forráðamanna sjómánna- stéttarinnar eftir ráðstefnuna og í byrjun deilunnar. Hér mun nú í stórum drátt- nrn skýrt frá því, sem gerzt hefur eftir að Sjómannaféiag Akureyrar klauf sig út úr sam- tökunum og gerði sérsamninga við útgerðarmenn á Akureyri. Þegar stjórn Sjómannafélags Reykjavjkur hafði fengið það staðfest, að samningurinn hefði verið gerður, óskaði hún að fá afrit af honum sem fvrst, en Sjómannafélag Akureyrar sendi samninginn ekki ótil- hvatt eins og Lorenz Halldórs- son segir í Þjóðviljanum í grein 1 2 sinni. Þegar upplýst var, að samn- jngurinn var ekki gerður til 1. júlí, heldur til 1. séptembcr, skrifuðu samstarfsfélögin við jFaxaflóa Sjómannafélagi Ak- ureyrar svolátandi bréf: Reykjavík, 17. maí 1950. Stjórn Sjómannafélags Akureyrar, .Akureyri. Samkvæmt kaup- og kjara- samningi, sem Sjómannafélag Akureyrar hefur gert við Út- vegsbændafélag Eyjafjarðar, dags. 14. og 19. apríl s. 1., um botnvörpuveiði á fiski til mjöl- vinnslu í verksmiðjur, og við höfum fengið afrit af, er gert jráð fyrir, að smaningurinn .gildi til 1. ágúst n. k. Út af .þessu ákvæði viljum við benda ykkur á, að umræddur samn- ingur gildir í einn mánuð eftir að núgildandi kaup- og kjara- samningur er úr gildi fallinn, :sem þýðir það, að skip ykkar eru í fullum gangi við veiðar, þegar önnur skip þeirra stétt- arfélaga, sem ekki hafa átt þess kost eða ekki talið sér fært að gera samhljóða samning, eru samningslaus og þá ef til viil búin að samþykkja vinnustöðv- vn, sem virðist óhjákvæmileg afleiðing þess, el samningar hafa ekki tekizt. Nú viljum við spyrja ykkur: 1. Var það ekki í fullri ein- lægni að fulltrúi ykkar á ráðstefnunni 12. marz s. 1. vetur samþykkti að vera með í öllum þeim ráðstöf- unum, sem sú ráðstefna á- kvað og stefndi í þá átt, að stéttarfélögin s'tæðu sam- einuð í þeirri launa- og kjarabaráttu, sem fram undan væri, og var sú af- staða hans ekki samþykkt . af félagsstjórn? 2. Ef svo hefur yerið, hvernig viljið þið þá skýra þessa af- stöðu ykkar, að gera samn- ing í einn mánuð eftir að' samningurinn frá 25. marz 1949 var úr gildi fallinn? Teljið þið ykkur fært að hefja vinnustöðvun, ef til kemur, með stéttarfélögun- um sunnan lands o? máske austan og vestan, ef samn- ingar hafa strandað 30. júní næst komandi? Er það ekki skoðun ykkar eins og fulltrúa ykkar 12. marz s 1., að vera með í samnings- gerðinni og undirbúningi undir hana ásamt öðrum félögum, er að samningunum standa? Ef svo er, sem við væntum, óskum við að fá vitneskju frá ykkur og það fyrr en síðar, á hvern hátt ykkar aðstaða verð- ur til hugsanlegrar vinnudeilu. Svo og ykkar þátttöku í samningagerðinni. Leggjum mikla áherzlu á að fulltrúi úr félagsstjórn verði aðili frá ykk- ar hálfu, ef til kemur. Með félagskveðju. F. h. stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur Sigurjón Á. Ólafsson fsign.) Garðar Jónsson (sign.) F. h. stjórnar Sjómannafélags Hafnarfjarðar Borgþór Sigfússon (sign.) F. h. stjórnar Verkalýðsfélags Akraness, sjómannadeildar, Sigfús Bjarnason e. u. (sign.) F. h. Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur Ragnar Guðleifsson (sign.) Það skal tekið fram, að við nánari athugun á karfasamn- ingi Sjómannafélags Akureyr- ar kom í ijós, að hann giidir til l.'september en ekki th 1. ágúst, eins og rætt er um í hessu bréfi. TiTs'tjórhar; Sómannafélágs Akureyrar; Akureyri. A sameiginlegum fundi okk- ar og Sjómannafélags Hafnar- fjarðar þ. 22. júní s. i. var sam-. þykkt að fara þess á ieit við Sjómannafélag Akureyrar. að það hefii samúðarverkfall 1. júlí n. k. með sunnlenzku og vestfirzku sjómannaféirgun- um, sem þegar hafa úlkynnt F I.B. a'5 vinnust' ðvun verði á togurunum 1. júlí n. k. i-e;si ósk um samúðarverk- fali byggist á því. aö þiö, pvi miður. hafið bandið vkkur með samningi tii 1. ágúst n. k. Hins \ egar teljum yið. að öll félögin þuríi að vera samiiijóða í aðgerðum sínum gagnvart út- gerðarmönnum. Með féiagskveðju. F. h. stjórnar Sjómannafélags Rej'kjavíkur. Sigurjón Á Ólaiss. form. (sign.) Sigfús Bjarnason (sign.) Þessu bréfi hefur Sjómanna- félag Akureyrar ekki svarað ennþá og ekki staðið við það lof orð formanns síns að hefja sam' úðarvinnustöðvun í júlímán- uði, heldur virðist félagið vera ákveðið í því að halda skipun- um iTti eins lengi og útgerðar- mönnum þóknast. Ég hefi nú lýst atferli komm únista í sjómannadeilunni. Þótt ferill ísienzkra kommúnista í stéttarsamtökum íslenzkrar al- þýðu sé ófagur frá upphafi hafa þeir með framkomu sinni í sjó mannadeiiunni á því herrans ári 1950 farið langt fram úr öll um sínum fyrri metum í á- byrgðarleysi og ódrengskap og er þá langt til jafnað. Þessu bréfi svaraði Sjó- mannafélag Akureyrar aldrei en í símtali, sem formaður í'e- lagsins átti við mig ura líkt leyti, bauðst hann til að bæta fyrir brot félags síns með því að fara í samúðarverkfall með samstarfsfélögunum snernma i júlí. Þetta tilboð um samúðar- verkfall staðfesti Tryggvi Helga son við ráðsmann Sjómannafé- j lags Reykjavíkur, Sigfús j Bjarnason, nokkru síðar, og ' óskaði eftir bréflegri ósk um verkfallið frá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Við þeirri málaleitun var orðið af hálfu Sjómannafélags Reykjavíkur og Hafnarfjarðar með eftirfarandi bréfi. Reykjavík. 24. júní 1950. i STUTT SVAR TIL LORENZ HALLÐÓRSSONÁR. Torgaradeilan er tvíþætt. Hún er deila um kaup og kjör og deila um styttan vinnutíma. Heldur Lorenz Haildórsson að bezta ráðið til bess að ná fram 12 stunda hvíld á togur- um sé að fækka um fjóra menn á skipi eins og Sjó- mannafélag Akureyrar gerði með karfasamningi sínum? Það eru léieg rök að útgerðarmenn hafi ætlað að fækka um 7 menn á hveriu skini. Þeirra hu^sana- pang í garð siómanna þekkjum ! við of vel til bess að nota j hann sem rök fvri’' Perðum okk sr í þiónustu siómannanna. Lorenz sevir orðrétt: Framhald á 17 s.’ðu úsmæðraskóli SuSurlands Laugarvatni verður settur 15. september næstkomandi. Sérstök ferð verður fyrir nemendur frá Ferðaskrif- stofu ríkisins sama dag. Vegna ófyrirsjáanlegra forfalla geta nokkrar stúlkur fengið sólavist. — Umsóknir skal senda forstöðukonu, sem veitir nánari upplýsingar. FORSTÖÐUKONA. Þeir, sem þurfa eru vinsamíega beðnir að skiia handriii að augiýsingunum fyrir kfukkan 7 á föstudagskvöíd í auglýsingaskrifstofu blaðsins, Hverfisg. 8—10. ísl. leikfélaga ------------— Aðllar 28 félög og félagasarnböod vfðs vegar om Eandið. AÐ UNDIRLAGI þeirra Ævars R. Kvaran leikara, Lár- usar Sigurbjörnssonar rithöfundar og Þorsteins Einarssonar íþróítafulltrúa var boðað til undirbúningsfundar 12. júní s. I. til aS stofna bandalag með ieikfélögum og öðrum félögum, sem hafa á stefnuskrá sinni að sýna sjónleiki á laridi hér. 4 þeim fundi mættu fulltrúar frá 10 leikfélögum, 9 ungmennafélög- um, 1 íþróítafélagi, 1 stúku og 1 héraðssambandi ungmenna- og íþróttafélaga. Var samþykkt að boða til stofnfundar Banda- íags íslenzkra leikara (skammstafað: B.Í.L.) eigi sfoar en um miðjan ágúst ög kosin undirbúningsnefnd til að ganga frá frumvarpi til laga fyrir bandalagið. Nefndin samdi lagafrum- varp, sem var sent út með fund- arboði til stofnfundar 12. ágúst. Á laugardaginn var komu samkvæmt þessu saman í Bað- stofu iðnaðarmanna í Reykja- vík fulltrúar frá 15. leikfélög- um, 10 ungmennafélögum, 2 stúkum, 1 íþróttafélagi og 1 héraðssambandi ungmennafé- laga. Auk þess tilkynnti eitt leikfélag um þátttöku sína, eitt fjórðungssamband og 3 ung- mennafélög áttu að þessu sinni ekki fulltrúa, en höfðu tilkynnt um þátttöku sína á undirbún- ingsfundinum. Nokkrir full- trúanna höfðu þann fyrirvara um þátttöku sína, að - félög þeirra hefðu ekki gert almenna fundarsamþykkt um þátttöku í bandalaginu að svo komnu. Lög og starfssvið: Fundurinn hófst kl. 4 síðd. og stóð til kl. 9,30 síðd. Var Ævar Kvaran leikari fundarstjóri, en fundar- ritari Guðmundur Þorláksson kennari frá Eyrarbakka. Fór mestur fundartíminn í umræð- ur um frumvarp til laga fyrir bandalagið, sem er mikill bálk- ur, enda verksvið þess ærið víðtækt. Breytingartillögur komu fram frá nokkrum full- trúum, og var frumvarpið að lokum samþykkt með nokkrum breytingum. Tilgangur bandalagsins er að vinna að eflingu íslenzkrar leiklistar (2. gr.). Þessum til- gangi hyggst bandalagið að ná með því: a. að samræma starf allra leikfélaga eða leikhópa á landinu, b. að beita sér fyrir samræmingu á byggingum leiksviða utan Reykjavíkur, c. að gangast fyrir fræðslu og kennslu í leiklist fyrir félaga -bandalagsins, d. að efna til leiklistarmóta í höfuðstaðnum eða annars staðaf, þegar til- íækilegt þykir, e. að fram- kvæmdarstjóri bandalagsins í Reykjavík sé umboðsmaður allra félaga þess og annist fyrir þau innkaup á ýmsum nauð- synjum til leikstarfseminnar, útvegun leikrita, leikstjóra og önnur þau erindi, sem reka þarf í höfuðstaðnum fyrir fé- lögin vegna leikstarfsemi þeirra, f. að gæta í hvívetna hagsmuna félaga bandalagsins, bæði menningarlega og fjár- hagslega og styðja eftir föng- um starfsemi þeirra. (3. gr.). Fjármál. Bandalagið aflar sér starfsfjár a. með styrkjum frá opinberum aðiljum, b. með árs- tillögum bandalagsfélaga. Árs- tillag til bandalagsins miðast við sætafjölda, sýningaf jölda og verð aðg'öngumiða á hverj- I um stað, þannig: Fyrir hverja leíksýningu, sem bandalagsfé- lag heldur og stendur yfir a. m. k. hálfa aðra klukkustund, greiðist: a. fimmfalt meðalverð eins aðgöngumiða í samkomu- húsum með allt að 200 sætum, b. sjöfalt meðalverð eins að göngumiða í samkomuhúsum með yfir 200 sætum og allt að 400 sætum, c. tífalt meðalverð eins aðgöngurniða í samkornu- húsum meS yfir 100 sætum. (8. gr.). Áætlanir og nálægustu verk- efni: í umræðum á fundinum kom það greinilega í ljós, að menn hugðu gott til stafs bandalagsins, einkum félög í kaupstöðum og sveitum, sem verst eru sett hvað snertir verkefni og leikstjórn. Var augljóst, að árstillög félaganna myndu hrökkva skammt til ao stándast kostnað við útvegun leikrita og leikstjóra, en hjá því verður ekki komizt,. að bandalagið ráði fastan leik- stjóra, sem ferðast á milli ban'dalagsfélaga og segir til um uppsetningu leikrita. Hvað leikritín snertir, hefur Bókaút- Framhald á 7.' síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.