Alþýðublaðið - 16.08.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.08.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. ágiist 1950 ALJÞÝÐUBLAÐIÐ 7 SKi?A1lTGeRÐ RIKISINS „Hekla" Farmiðar í næstu Glasgowferð skipsins frá Reykjavík 27. ág- úst n.k. verða seldir eftir há- degi á föstudaginn og árdegis á laugardaginn n.k. Farþegar þurfa að sýna vegabréf þegar þeir sækja farmiðana. •^rr r.Esja vestur um land til Þórshafnar hinn 22. þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna á föstudag og árdegis á laugard. „Skjaldbreið" til Húnaflóahafna hinn 22. þ. m. Tekið á móti flutningi til hafna milli Ingólfsfjarðar og Skagastrandar á föstudaginn. Herðubreið austur um land til Bakkafjarð- ar hinn 23. þ. m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar á föstudag. Farseðlar með ofangreindum skipum seldir á mánudaginn. FELAGSLIF FARFUGLAR. Um næstu helgi verður farin gönguför frá Heiðarbæ í Þingvallasveit að Kolviðarhóli. Á laugardag ekið að Heiðarbæ og gist þar í tjöldum. Á sunnudag geng- ið um Svínahlíð, Jórukleif, Dyrfjöll, Hengil og að Kol- viðarhóli. Þaðan verður farið með bifreiðum til bæjarins. Allar upplýsingar á Stefáns Kaffi, Bergstaðastr. 7, kl. 9 —10 í kvöld. Ferðanefndin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ráðgerir að fara skemmtiför að Haga- vatni næstkom. laugardag kl. 2 e. h. og komið heim aftur á sunnudagskvöld. Ekið aust ur Hellisheiði með viðkomu að Gullfossi og að sæluhúsi FÍ, sem er skammt frá vatn- inu, og gist þar. Á sunnu- dagsmorgun gengið upp á jökul á Hagafell og á Jarlsr hettur. Hagavatn er eitt merkasta stöðuvatn landsins vegna flóðanna og umhverfið allt mjög hrikalegt. — Á- skriftarlisti liggur frammi og séu farmiðar teknir fyrir há- degi á föstudag. óskast til kaups. Pienol- hæð 5"—6V2". — Tilboð merkt Rennibekkur send- ist afgreiðslu blaðsins fyr- ir föstudagskvöld. ýjíhéttif Lundberg 4,40 RAGNAR LUNDBERG, Sví- þjóð, bætti s. 1. föstudag Ev- rópumet sitt í stangarstökki um 2 cm. og stökk 4,40 m. og hafa ekki aðrir gert betur ut- an Bandaríkjanna. *£ - Hejno Lipp 16,93 Heino Lipp verður Huseby erfiður (ef Rússar þora að lofa honum út fyrir ,,tjaldið“) því hann bætti nýlega met sitt um rúma 20 cm. í kúluvarpi, er hann varpiði 16,93 m. á móti í Moskvu. Á sama móti vann Vladimir Sucharev bæði sprett hlaupin á 10,4 og 21,40, með Ungverjann Szebeni næstan á 10,5 og 21,6. Ferenc Klics kast aði kringlu 51,76 m. Boysen 1:48,7 Eitt nýtt norskt met var sett síðast liðinn föstudag á móti í Gautaborg (sama og Lund- berg tók þátt í) og stóð fyrir því ungur maður, Audun Boysen. Boysen er aðeins 21 árs, stúdent, ' ættaður úr Þrændalögum og hefur undan farin 2—3 ár verið meðal fremstu 800 m. hlaupara Norð- manna. í sumar kom hann allmjög á óvart, er hann í Osló píndi olympíumeistarann Whitfield fvam á síðasta metra og var aðeins 2/10 á eftir á nýju norsku meti, 1:50,6 mín. Nú sýndi Boysen að tími hans var engin tilviljun, hann tók forustuna eftir 300 m., hljóp fyrri hring á 52,0 og laulc hlaupinu á 1:48,7 — 30 metrum á undan Svíanum Olle Lindén (sem keppti hér 1946), sem varð næstur á 1:51,0. Eftir þett ahlaup þykir Boy- sen nú mjög líklegur til sig- urs í 800 m. hlaupinu í Bruss- el, en aðeins fjórir mer.n hafa rokkru sinni hlaupið vega- lengdina á skemmri tíma. Heimsmetið er 1:46,6 og á það hinn óviðjafnanlegi Þjóðverji, Rudolf Horbig. Á MÓTI í Stokkhólmi í gær- kveldi vann Rhoden 400 m. á 46,0 sek., en McKenley varð annar á 46,1 sek. LaBeach vann 100 m. á 10,5 sek., Dreutzler vann 1500 m. á 3:51,4 mín. og Stone 3000 m. á 8:10,0 mín. Fel- ton vann sleggjukast á 52,06 m. og Fuchs kringlukast 52,41 m., en Gordien kastaði 52,39 m. Hraðfceppnl kveona í handknatfleifc HRAÐKEPPNI kvenna í handknattleik hefst næstkom- andi laugardag. Að þessu sinni sjá Haukar um mótið, og verð- ur það háð í Engidal, þar sem landsmótið fór fram í sumar. Fimm félög hafa tilkynnt þátt töku, Fram og Ármann úr Reykjavík, Týr úr Vestmanna- eyjum og Haukar úr Hafnar- eyjum, Haukar og FH úr Hafn arfirði. Er búizt við spennandi Lesið Alþýðublaðið Sjómannadeila Framh. af 5. síðu. „Á meðan skipin flytja stórkostleg verðmæti að landi hefði mátt semja um aðrar framtíðarveiðar og tog araflotinn ekki þurft að liggja bundinn í höfn um ó- fyrirsjáanlegan tíma“. Og „Sé það meining henn. ar (þ. e. stjórnar Sjómannafé lags Reykjavíkur) að við eig um að vinna bæjarfélagi okk ar fjárhagslegt tjón, vísyit- andi. þá neita ég að .vera þar þátttakandi“. Þannig geta framkvæmastjór ar togarútgerðarinnar á Akur eyri skrifað, án þess að verða ámælisyerðir fyrir, en engan veginn varaformaður Sjómanna félags Akurevi-ar. Það er raunalegt að verða að viðurkenna það, að bæjar- útgerðir um allt land standa með burgeisunum í togaradeil- unni sem einn maður. á móti hagsmunamálum sjómann- anna, sem eru þó hinir réttu eigendur bæjartogaranna á- samt öðru vinnandi fólki. Bæj- arútgerð ber að leggja annað mat á kröfu sjómannanna en eigendur einkaútgerðar gera. En á meðan bæjarútgerðir skilja ekki hlutverk sitt rétt og segja sig ekki úr lögum við burgeisana, verðum við að mæla þær í sama mæla og aðra atvinnurekendur, og stöðva at- vinnurekstur þeirra einnig til þess að knýja fram sanngjarnar kröfur hins vinnandi fólks. Við skulum minnast þess, Lorenz minn, að af öllu verðmæti er maðurinn dýrmætastur. Heilsa hans, líf og afkoma er meira virði heldur er> öll önnur verð- mæti, að meðtöldum bæjarút- gerðunum, og þótt réttur sjómannanna kosti nokkrar auglýsingar í Lögbirting, þá verður hann að nást fram. Skip in fara ekki út úr landinu þótt þau skipti um eigendur, en tog arasjómaður, sem drepinn er af pfþrælkun, fæst aldrei bættur, og sú stétt, sem vinnur fyrir of lágu kaupi, nýtist ekki, hvorki fyrir þjóðfélagið eða vini -sína og vandamenn. Togaraútgerðar menn freista nú að ná gömlu þrælatökunum á togaraháset- um aftur. Það má aldrei verða. Þess vegna skora ég á Lorenz Halldórsson að knýja fram stöðvun á Akureyrartogurunum nú þegar, svo að útgerðarmenn á Ákureyri finni einnig fyrir því, að til er stétt manna „sem hristir klafann af sér: Hún er voldug og sterk“. Það hefur komið í minn hlut að þessu sinni að opinbera svik kommúnista við samtök sjó- manna. En ég veit, að þegar ég krefst þess, að allir togarar verði stöðvaðir nú þegar og tek ið upp órofa samstarf allra sjó- mannafélaganna á landinu, mæli ég fyrir munn allra sunn lenzkra togarasjómanna, hvar sem þeir eru staddir. Öll und- anvik frá algjörri stöðvun flot ans lengir deiluna til stórtjóns fyrir alla aðila, þess vegna er það krafa sunnlenzkra togara- sjómanna að skipin sem nú eru á veiðum verði stöðvuð nú þeg ar. Sæmundur Ólafsson. VESTMANNAEYJUM í gær. BYGGINGU skipbrotsmanna skýlisins á Faxaskeri er nú lokið. Það hefur eingöngu ver- ið byggt fyrir fé, er safnazt hef ur í Eyjum. Skýlið er þanmg byggt, að gera má ofan á þvi ? vita í framtíðinni. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, r-;® t Sigurður Guðbergur Jóakimsson fyrrv. fiskimatsstjóri, verður jarösunginn fimmtudaginn 17. ágúst kl. 2 e. h. Athöfnixx hefst með húskevðju að heimili hans, Vörðustíg 5, Hafnarfirði. Jarðað vérður frá þjóðkirkjunní. Blómítafþeðint.'—- Þeir,\ sem kýnnu að vilja minnast hans, láti Slysavarnafélagið njóta þess. Magdalena Daníelsdóttir. Synir og tengdadætur. Leikfélögin Framh. af 5. síðu. gáfa Menningarsjóðs hlaupið mjög myndarlega undir bagga með fyrirhugaðri útgáfu á ís- lenzkum leikritum, en auk þess mun bandalagið þurfa að láta fjölrita eitthvað af leikrit- um til sýninga. Þá hefur skóla- stjóri Handíðaskólans, Lúðvíg Guðmundssön, heitið bandalag- inu stuðningi, ef það beitti sér fyrir námskeiði í leiktjalda- gerð og útbúningi leiksviða að einhverju leyti í sambandi við leikbrúðugerð, sem skólinn hefur áður kennt. Stjórnarkosning. í fyrstu stjórn B.Í.L. voru kosnir Ævar Kvaran formaður, Lárus Sigur- bjöi'nsson ritari og Sigurður Gíslason gjaldkeri; í vara- stjórn: Freymóður Jóhannes- son varaformaður, Helgi S. Jónsson og Herbert Jónsson. Endurskoðendur voru kjörnir Emil Ásgeirsson og Haukur Hannesson og Sigurður Schev- ing' til vara. Að fundarlokum las formað- ur bandalagsins upp heillaóska- skeyti, sem borizt hafði frá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Bíldudalur... Framhald af 1. síðu. kr. 133,33 á einstakling í fjöl- skyldum þeirra. Alls höfðu fjórir einhleypir karlar haft kr. 4429, yfir maí- júlí, eða að meðaítali kr. 1107,25 hver, eða kr. 369 á mánuði. Alls höfðu fimm konur haft kr. 3568 yfir maí—júlí, eða að meðaltali kr. 713,60 hvei', eða kr. 237,87 á mánuði. Sumt af því fólki (5 fjöl- skyldumenn), sem nú kom til skráningar, var það sama og skráð var atvinnulaust í maí s. 1., og hafði þá átt við at- vinnuskort að búa frá því í október eða nóvember s. 1. ár. Þó munu aðeins fáir af beim, er þá voru skráðir en nú komu ekki til skráningar, vera eða hafa verið í stöðugri atvinnu að undnaförnu, en sumir vu a í orlofi eða fjarverandi af öðr- um sökum. Um þátttöku er líkt að segja og fyrr: að mjög margt atvinnulaust fólk, eða fólk, er hefur mjög stopula at- vinnu, hefur trassað að koma til skráningar. Þátttaka er því mun minni en eðlilegt hefði verið, miðað við raunverulegt ástand í atvinnumálum Bíld- dælinga, en tekjur fólks þess, er skráð var, muuu mega telj- ast allgreinílegt sýnishorn af ástandinu. Flest af hinu skráða fólki hefur tekið orlof sitt á tíma- bilinu, og hefur það, að sjáli- sögðu, dálítil áhrif á vinnu- launatekjur fólksins, einkum í júlí, en samt sem áður hagg- ar það ekki þeirri staðreyrd, a'ð atyinna hefur gcrsamlega brugðist á Bíldudal í sumar, einkum í júlí og bað sem af er ágústmánuði, enda hefur enij- inn fiskur, að heita má, werið lagður hér í land til vinnslu frá því í júní, vinna legið niðri í niðursuðuverksmiðj- unni, og engar framkvæmdir verið á döfinni ” er atvinna væri. við, þegar frá er talin vegavinna, þar sem nokkrir menn hafa unnið að uridan- förnu. Skráning þe’ssi undirstrikar þá staðreynd, að á tímabilinu maí—júlí hefur síður en svo rætzt úr atvinnuvandræðum verkafólks á Bíldudal, heldur hefur sumaratvinnan brugðizt gersamlega. Má því fullyrða, að afkomuhorfur verkafólks eru nú stórum verri en í vor, þar eð nú er sá tími að mestu liðinn, er vonir manna um sæmilega atvinnu var bund- inn við. Augljóst er, að ekki muni fólki hafa tekizt að greiða áfallnar skuldir frá s. 1. vetri af tekjum þeim, er það hefur haft í sumar, og má því telja víst, að fjöldi fólks horfi nú fram á beinan skort og efnahagsl .it öngþveiti Af niöurstöðum sk? óningar'* þeirrar, er fram Ur í :naí s. 1. var dregin sú ályktun, að angljóst »rætti vera, að brýn nauðsyn væri atvinnubóta eða framkvæmda, er veitt gætu verkafólki þessu lífvænjegar tekjur í sumar, „ef fólkið ætti að komast lijá þvx að leita hjálpar lxins opinbera til að geta framfleitt sér og sínum“. Skráning sú, er nú hefur far- ið fram þrem mánuðum síðar, gefur enn fyllri ástæðu til sömu ályktunar“. Bíldudal, 10. ágúst 1950. F. h. stjórnar Verkalýðsfé- lagsins „Varnar“ Ingimar Júlíusson (formaður)“. Ennþá mikil síldveiðl við Suðurnes ’ SÍÐASTLIÐINN sólarhring fengu reknetabátar frá Grinda- vík góðan síldarafla í Grinda- víkursjó, eð aallt frá 120 tunn- ur upp í 220 tunnur á bát. Afli Sandgerðisbátanna, er stunda veiðar í Miðnessjó, var heldur minni-síðastliðinn sólar- hring en að undanförnu,' eða ekki nema 20—100 tunnur á bát. í aflahrotunni að undanförnu hefur svo mikil síld borizt til hraðfrystihúsanna á Suður- nesjum, að þau hfaa ekki getað tekið við öllum aflanum, og hefur nokkur hluti hans verið látinn í bræðslu. Auglýsið í Alþýðublaðinnf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.