Alþýðublaðið - 17.08.1950, Page 4

Alþýðublaðið - 17.08.1950, Page 4
4 ALÍ>ÝÐUBLAÐiÐ • Fimmíudagur 17. ágúst 1350. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjcrnarsimar: 4901, 4902. , Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Aiþýðuhúsið. Alþýðuprentsaniðjan h.f. unarstjórnina um það, sem henni sýnist“! Getsakir Þjóðvilj ans skipta hins vegar engu máli, því að allir vita af hver iu þær eru sproíthar, og þær taka engir alvarlega, nema kommún istaur; i; hraðfrjístii';-, .á sálinrxi. Hitt er alvarlegfjjrþegar Þjóð- Fuliiing! SfgurSar SIGURÐUR NORDAL hefur á ný lagt íslenzka málstaðnum rækilegt lið varðandi handfita- málið, að þessu sinni í viðtali við þriðja útbreiddasta blað Danmerkur, Ekstrabladet í Kaupmannahö.fn, en ritstjóri þess, Leif B. Hendil, dvaldist hér á landi fyrir skömmu. Eru skoðanir þær, sem koma fram í viðtalinu af hálfu Nordals, í meginatriðum þær sömu og hann hafði áður sett fram ræki legar og betur en nokkur hér- lendur maður annar. Það er ekki hægt að hugsa sér, að þetta mál verði betur reifað af okkar hálfu en Sigurður Nor- dal hefur gert. Og víst er það mikils virði, að skoðanir hans skuli koma fram í einu víðlesn- asta blaði Dana, ekki hvað sízt vegna þess, að Leif B Hendil hefur samtímis lagt sjónarmiði og óskum íslendinga drengi- legt lið. Sigurður Nordal gerir ekki lagalegan rétt íslendinga til handritanna að meginatriði skoðana sinna og afstöðu, held- ur hitt, að handritin eru eini arfurinn, sem íslendingum hefur fallið í skaut frá forfeðr- unum. Þau eru andlegir fjár- sjóðir okkar. ísland hlýtur í framtíðinni að verða miðstöð norrænna fræða, og þess vegna er nauðsynlegt og sjálfsagt, að hin fornu handrit séu hér til staðar. Nú verður iðulega að flytja einstök handrit milli Danmerkur og íslands, og ör- yggi þeirra flutninga er engan veginn sem skyldi, eins og Jón Helgason prófessor hefur bent á í viðtali við Politiken í Kaup- mannahöfn. Hættunni, sem þvi fylgir, verður afstýrt um leið og íslendingar endurheimta handritin. íslenzka þjóðin mun áreiðanlega leggja áherzlu á, að handritin verði sem bezt varðveitt, og henni verður Ijúft og skylt að taka tvéim höndum öllum þeim, er hingað koma i framtíðinni írá öðrum löndum til að leggja stund á norræn fræði, nota bandritin og Iæra af vörum þjóðarinnar málið, sem þau voru skráð á. Sigurður Nordal á miklar þakkir skilið fyrir viðtalið í Ekstrabladet og fulltingi sítt fyrr og síðar við hinn íslenzka málstað varðandi handritamál ið. Hann hefur sannarlega ekki legið á liði sínu, og það munar meira um hánn en alla aðra. i r A undanhafdi lætur hann sitja við getsakir unarefni, að Þjóðviljinn skuli sem þær, að stjórn Alþýðusam-! leggjast svo Iágt í málflutningi bands íslands vilji í friði j að halda því fram, að stjórn A1 fá að semja við gengislækk-1 þýðusambandsins sé aðgerðar- ""™ laus varðandi kjarabótabarátt- una, sem fer í hönd. Komrnún istablaðið staðhæfir, að ekkert hafi verið aðhafzt annað en það, að hélztu: forustufélög. ýerkálýðsíns háfi ,,komið sér saman um sameiginlegan upp- sagnardag, þrátt fyrir aðgerðar viljinn tekur upp opinbera bar .leysi Alþýðusambandstjórnar“. ÞJÓÐVILJINN reynir ekki lengur að halda til streitu skoð tm þeirri, er fram kom í for- ustugrein hans síðast liðinn sunnudag, þar sem hann réðist á Alþýðublaðið og stjórn Al- þýðusambands íslands fyrir að -standa við yfirlýsta stefnu síð- asta Alþýðusambandsþings. Nú áttu gegn stefnu síðasta Alþýðu sambandsþings, sem fullkomin eining ríkti um. Auðvitað reynir kommúnis'o blaðið að bera sig mannrí.ega á undanhaldinu. Alþýðublaðið lætur sig hins vegar litlu skipta, hvaða munnsöfnuð þessir póli- tísku flóttamenn viðhafa fyrst þeir drattast burt þaðan, sem þeir gerðu sig líklega til að vinna verkalýðshreyfingunni og hagsbótakröfum alþýðunnar stórtjón. Nú er Þjóðviljinn með stór- yrði í garð Alþýðusambands- stjórnarinnar, vc-gO- þess að hún hafi ekki kallað saman sér- staka verkalýðsráðstefnu, sem yrði „forsendan fyrir einingu um ákveðin markmið og leiðir“. En einnig þessi ásökun er ger- samlega tilefnislaus. Alþýðu- blaðinu er ókunnugt um, að Al- þýðusambandsstjórnin hafi hafn að tilmælum um þessa marg- umræddu verkalýðsráðstefnu, svo að Þjóðviljinn er nokkuð fljótur á sér til fordæmingarinn ar eins og fyrri daginn. Alþýðu sambandsstjórnin ' tekur þessi tilmæli áreiðanlega til athug- unar og fyrirgreiðslu. En um hitt verður ekki deilt, að Al- þýðusambandsstjórnin hlýtur að hafa yfirstjórn kjarabarátt- unnar á hendi, hvað sem Þjóð- viljinn seg’j', endæmunu naum .ast skiptar sl*>'ðanir um það í verkalýðshreyfingunni, ef und an eru skildir fyrrverandi ó- stjórnarmenn Alþýðusambands ins úr hópi kommúnista, en þeir munu eiga sinn mikla þátt i skrifum Þjóðviljans þessa dag- ana. Og satt að segja er það blöskr En sannnleikurinn er óvart sá, að verkalýðsfélögin hafa sagt upp kjarasamningum sínum að tilmælum Alþýðusambands- stjórriarinnar og í fullu samráði lnn við hana! Bætt um hemað og herskýidtf á götiím ög gatilá- h: ótum. — Aldrei herskylda. — Engin morðtól. — Aðeins líknar- og björgunarstarf. Þjóðviljinn læzt mæla með „einingu um markmið og leiðir11 í kjarbaráttunni. Það eru fög- ur orð. En því miður er ástæða til þess að ætla, að alvöruna vanti af hálfu kommúnistablaðs ins. Það hefur fvrir nokkrum dögum ráðizt á Alþýðublaðið og stjórn Allþýðusambandsins fyr- ir að standa við yfirlýsta stefnu síðasta Alþýðusambandsþings, en hún var mótuð ágreinings- laust á þinginu og henni er fylgt ágreiningslaust af verka- lýðsfélögunum um allt land. Nú hefur Þjóðviljinn að vísu hörf- að úr þessu vígi rógsins, að minnsta kosti í bráð. En þá reynir hann að gera Alþýðu- sambandsstjórnina tortryggi- lega gagnvart verkalýðsfélög- unum með bví að Ijúga því upp, að hún sé aðgerðarlaus í sam- bandi við kjarabaráttuna. En þessi tilraun er fyrirfram mis- heppnuð, því að verkalýðsfélög in vita betur en Þjóðviljinn hvernig uppsagnir þeirra eru til komnar. Þetta sýnir, að Þjóðviljinn er vakinn og sofinn að reyna að efna til óeiningar og sundur- þykkju innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Hann vill ekki og þekkir ekki einingu í verki. En hann hampar einingarnafninu í orði til þess að reyna að blekkja verkalýðinn til bjón- ustu við óeininguna, sem vakir fyrir kommúnistaflokknum og málgagni hans. ÞAÐ MA SEGJA,, aff heimur sé á heljarþröm, ekki þó vegna þess, aff jörffin og sjórinn g-etí ekki brauðfætt mannkynið eihs og einhver hefur haldið fram í bók sem nú er nýkomin á íslenzku. enda stangaíSt um- sagnir vísindamannanna ákaf- lega í því efnum, þar sem sum- ir halda því fram aff hægt sé að bua til fæffutegundir úr aílskon ar efnum svo að enginn þurfi að óttast hungur, heldur af því aff mannkyuið er geggjað. VIÖ, SEM ERUM rúmlega fertug höfum lifað tvær heim- styrjaldir — og allt útlit er fyr- ir það, að við eigu.m eftir að lifa, að minnsta kosti, upphaf hinnar þriðju, hvort, sem nokk- ur verður til frásagnar um það hvernig henni muni Ijúka. Og eftir því sem brjálæðið vex fær umst við íslendingar nær hring langt frá öllum sanni. iðunni. Nú er svo komið, að menn tala um það í fullri al- vöru, rífast meira segja um það á gatnamótum, hvort við eigum að taka upp herskyldu og vopna burð. VIÐ HÖFUM ALDREI barizt. Við lékum okkur að því í gamla j daga, að læðast að bæjum og brenna heimilisfólkið inni, að sitja fyrir mönnum, helzt þegar þeir áttu sér einskis ills von og ráðast á þá úr launsárinu, og drepa þá síðan. En að við höfum tekið þátt í ærlegum (ef hægt er að nota það orð) hernaði er VIÐ ERUM HVORKI her- menn né hermannlega vaxnir. Vig eigum heldur ekki að láta F,A,0. ogsíldarleysiö F.A.O. heitir ein af þeim al- þjóða stofnunum, sem íslend- ingar eru aðilar að. Þessi stofnun fjallar um matvæla- framleiðslu um heim allan, þar á meðal fiskveiðar. Hef- ur stofnunin unnið gagn- merkt starf á ýmsum sviðum og getur án efa orðið sú al- þjóðleg stofnun, sem íslend- nigar hafa mest gagn af. F; A.O. lætur nú til sín taka á sviði fiskveiðanna, og hefur sérstaklega athugað síldveið- ar og síldariðnað. í NÆSTA MÁNUÐI verða haldnar á vegum F.A.O. tvær ráðstefnur í Bergen og íjallra önnur um samvinnu fiskifélaga hinna ýmsu þjóða, er standa að F.A.O., en hin fjallar um vinnslu, dreifingu og sölu síldar. Hefur stofn- unin áður haldið alþjóða fundi um síldina og þar lagt grundvöll að merku starfi. AÐ VÍSU virðist hér vera fjall- að um þau atriði varðandi síldina, sem Islendingum sízt koma að skjótu gagni. Við þykjumst hafa góðar aðstæð- ur til vinnslu og markaður hefur verið allgóður fyrir síldarafurðir. Hitt er alvar- legra viðfangsefni frá bæj- ardyrum íslendinga séð, hverjir lifnaðarhættir síld- arinnar eru, hvemig göngum hennar er háttað og hvert hún fer, þegar hún ekki kem- ur að ströndum íslands. ÞAÐ ER LOFSVERT að at- huga vinnslu, meðferð og dreifingu síldarafurða, og getur leitt til aukinnar tækni og víðtækari markaða, sem aldrei verða of margir eða of góðir. En geta ekki ís- lendingar beint athygli F.A. O. að því, hverja þýðingu það hefur fyrir fiskimenn við strendur Atlantshafsins, og raunar framleiðslu síldaraf- urða í heild, þegar síldveiði algerléga bregzt ár eftir ár? Er ekki íiægt að fá þessi sam tök til þess að gangast fyrir alþjóðlegum rannsóknum í stórum stíl á þessu og öðrum verkefnum fiskirannsókna, og sameina þar kraf.ta hinna mörgu þjóða, sem hlut eiga að máli? VÍSINDAMENN íslendinga og annarra fiskveiðaþjóða hafa unnið gagnmerkt starf með rannsóknum sínum. En mundu þeir ekki fagna því, ef starf þeirra væri sameinað og aukið á vegum alþjóðlegr- ar stofnunar? Væri það ekki í þágu vísindanna. ef allar fiskveiðaþjóðir Atlantshafs- ins greiddu kostnað af nokkr um fullkomnum rannsókna- skipum og rannsóknastöðv- um og síðan væru allar rann- sóknirnar samræmdar og þeim einbeitt að þeim verk- efnum, sem mestu máli skipta? ALÞJÓÐA SAMSTARF stend- ur nú þegar föstum fótum á mörgum sviðum, og hér býðst því enn eitt nauðsyn- legt verkefni. Alþjóðlegt á- tak til að upplýsa leyndar- mál hafdjúpanna og afla þeirrar þekkingar, sem hægt er um sjávarlífið, gæti orðið til að auka öryggi sjómanna margra landa og tryggja hag þeirra þjóða, sem stuhda fisk veiðar. Loks gæti slík þekk- ing leitt tíl þess, að komizt gin herguðsins soga okkur í sig. Við eigum aldrei að taka upp vopnaburð, aldrei að ráðast gegn . neinni þjóð með morðtól í hönd unum. Hervæðing okkar hefur heldur ekki neitt að segja, hún mundi aldrei ráða neinu um úr- slit. HINSVEGAR GETUM VIÐ gegnt öðrum hlutverkum. Sú staðreynd blasir við, að styrj- öldin skelli á og að löður henn- ar leiki einnig um íslenzkar byggðir. Við eigum að gera ráð fyrir þeim möguleika og búa okkur undir það. Við þurfum að eiga matvæli, meðul og tæki í landinu til líknarstarfa. Við eigum að efla slysavarnir okk- ar og sjúkrastörf borgaranna. Við eigum að stofna loftvarna og brunaliðssvéitir. ÞETTA STARF er eðlilegt og nauðsynlegt, og það er ekki vit- urlegt að sofa á þsssum málum. Ég hef persónulega ekki mikla trú á því, að í raun og veru verði barizt á þessu landi. Hins vegar msgum við eiga von á því, að gerðar verði loftárásir á ýmsa staði. Þá eigum við að verða viðbúnir til að likna og bjarga. Það liggur í augum uppi, að ef til heimstyjaldar ksmur að nýju, þá verða átök um land ið. Og það munu ekki líða marg ir dagar frá þv£ að hildarleikur inn hefst í Evrópu og þangað til að hingað kemur mikill her. STAÐA OKKAR í þessum hildarleik fer eftir þeim þjóð- um, sem ráða yfir hafinu. Það gerir það énn þrátt fyrir breyt- ingar í loftflutningum og Ioft- hernaði. Það er lítt hugsanlegt að hægt sé að halda íslandi til lengdar, þó að einhverjum dytti í hug að reyna að hremma það með flugvélum og kafbátum. SÍÐASTA STRÍÐ stóð ein- göngu svo að segja milli þjóða á meginlandinu þó að Bretar væru þar stærsti aðilinn ann- ars vegar. Næsta stríð yrði háð milli meginlandsþjóðar og Ame ríku fyrst og fremst. ísland ligg ur þar miðja vega. Það markar aðstöðu okkar. En það er erfitt að komast að okkur neðansjáv- ar og í loftinu. Sú staðreynd hlýtur f.yrst og fremst að marka stefnu okkar og aðgerðir. Hannes á horninu. yrði hjá því að gereyða íiski- miðunum. í SLENDINGAR ættu aS kveða sér hljóðs á vettvangi F.A.O. og athuga, hvort ekki er hægt að koma á alþjóða sam- starfi um hafrannsóknir og þá sérstaklega síldarrann- sóknir á Norður-Atlantshaíi. Framh. af 3. síðu. Tómasson bifreiðastjóri, Jó- hann Eiríksson útgerðarmaður, Þorsteinn Hjálmarsson sím- •stjóri.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.