Alþýðublaðið - 17.08.1950, Side 8

Alþýðublaðið - 17.08.1950, Side 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR langt yfir skammt; kaupið miða x bifreiðahapp- drætti Sambands ungra jáfnaðarmanna. — ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK2 Takið höndum saman við unga jafnaðarmenn og að« stoðið við sölu happdrættia miða í bifreiðahappdrættH Sambands ungra jafnaðaí> manna. , Fimmtudagur 17. ágúst 1950. þýzku knaftspy rnumenni rni r höfðu i skjöi sín í lagi og komu ekki &llur síldarfiollnn Ero væntaniegir á sunnydag og fyrsti íeikur þeirra verður vi"ð Fram á mánisda^ ÞÝZKU KNATTSPYRNUMENNIRNIR komu ekki í gær- kvöldi eins og ráð hafði veri'ð fyrir gcrt, og stafaði það af því, að þeir höfðu ekki fengið gengið frá vegabréfum sínum í tæka tíð, og hæíti Geysir því við að fara til Hamborgar eftir þeim. ------------:------------♦ Samkvæmt símskeyti, sem móttökunefndinni hér hefur borizt frá knattspyrnuflokkn- um, er vonast til þess, að búið verði að ganga frá vegabréfum allra á föstudag, og muni þeir þá koma með Gullfaxa á sunnu daginn og keppa fyrsta leikinn hér á mánudagskvöld, og er ákveðið að fyrsti leikurinn verði við Fram. Ráðgert hafði verið að fyrsti leikurinn yrði í kvöld, og hefúr verið mikil eftirspurn eftir miðum á völlinn, en sennilega verða engir miðar seldir fyrir fram á leikina, því að ef svo illa tekst til, að knattspyrnu- mennirnir verði ekki heldur feðrbúnir um helgi, getur ekki orðið úr þessari heimsókn í sumar. Vonandi kemur það þó ekki til, að för þeirra tefjist öðru sinni, þar sem ekki mun vera nema um smávægileg formsatriði að ræða til þess að þeir geti komizt út úr landinu. Hins vegar er nú fyrirséð að þýzki knattspyrnuflokkurinn getur einungis keppt hér fjóra leiki þótt hann komi á sunnu- dag, en hann fer utan aftur jafnsnemma og ákveðið var í fyrstu, eða 29. ágúst. NOKÐANSLAGVIÐEI var í gser á SiglufirSi og veiðiflot- inn allur í höfn. Engin síld hef- ur sést á miðunum svo vitað sé, og frézt hafði, að erlendu i-ek- netaskipin hefðu ekki orðið síldar vör. Um tvö þúsund mál síldar bárust til Hjalteyrarverksmiðj- unnar, en þar var aðeins um að ræða gamla slatta, sem veiði skipin losuðu. Bíða menn þess nú með eftirvæntingu hvernig veiðihorfur verða á miðunum þegar veður lægir, þar eð varia er eftir af veiðitíma nema tæp- ur hálfur mánuður, hvað bræðslusíldarafla snertir. §22 lendingar á Reykjayíkurfiug- velli í júlí í JÚLÍMÁNUÐI s. 1. var um- ferð flugvéla um Reykjavíkur- flugvöll sem hér segir: Millilandaflugvélar 60 lend- j ingar, farþegaflugvélar, innan- landsflug, 322 lendingar. einka- og kennsluflugvélar 440 lend- ingar, eða samtals 822 lending- ar. Með millilandaflugvélum fóru og komu til Reykjavíkur 923 farþegar, 15 881 kg farang- 'ur, 28 872 kg af flutningi (fragt) og 1260 kg póstur. Með farþegaflugvélum í inn- anlandsflugi, er fóru og komu jii Reykjavíkur, voru 6292 far- þegar, 68.201 kg. af farangri, 31.318 kg. af vöruflutningi og 6787 kg. af pósti. Lendingar millilandaflug- véla voru fleiri í þessum mán- uði, en nokkru sinni fyrr frá því að íslendingar byrjuðu að reka Reykjavíkurflugvöll. Þessi mikla umferð milli- landaflugvéla stafaði aðallega af miklum flugsamgöngum við Grænland í sambandi við ýmsa rannsóknarleiðangra þar. Má segja, að Reykjavíkurflugvöll- ur sé orðinn eins konar mið- stöð þessara leiðangra. Meðal flugvéla, sem höíðu hér viðkomu, voru vélar frá Scandinavian Airlines Pystem, danska flughernum og flotan- m og stjórn Grænlands (Grönlands Styrelse). Þingi Frjálsíþrótla- Þrjú félög enn segjaupp ÞRJÚ verkalýðsfélög hafa nýlega tilkynnt uppsögn samn- inga og ganga samningar úr gildi 15. september hjá ölluni félögunum. Félögin eru þessi: Verka- mannafélag Raufarhafnar, verkakvennafélagið Von á Húsavík og verkakvennafélag- ið Eining á Akureyri. íslands nýlokið ÁRSÞING Frjálsíþróttasam- bands íslands var haldið hér i Revkjavík dagana 14. og 15. ágúst. Forsetar þingsins voru þeir Jens Guðbiörnsson, for- maður Gltmufélagsins Ár- manns, og Guðmundur Siguf- ións=on, en hinfo'itarar Bragi Friðriks«'on og Jón M. Guð- rnundsson. Þinff:ð vai- hið fmhóttasta, sem hpfur vonð f*-á stofn tin fi'i"l=’v'T.iV!'tí»c,xrr'band!::Í'ns, og sóttn hað 21 fulltrúi frá félaga- samböndum' víðs vegar að af landinu. Rædd voru ýms áhuga mál friálsíþróttamanna og marcar ályktanir gerðar. I stiórn -sambandsins til eins árs voru kosnir: Formaður Garðar S. Gíslason. Hafnar- firði. en aðrir í stiórn Lárus Halldórsson skólastióri, Oliver Steinn verzlunarstjóri, Ingólf- ur Steinsson nrentari og Jó- hann Bernharð. í varastiórn voru kosnir: Þorbjörn Guð- mundsson . blaðamaður, Árni Kjartansson; verzlunarmaður og -Jón M, Guðmundsson. Fráfarandi stjórn var þakkað mikið og' fórnfúst starf -á síð- asta starfsári. Danskur blaðamað- ur í kynnisför hér á landi KRISTIAN SEEBERG, danskur blaðamaður, er nú staddur hér á landi um þessar mundir, og hyggst hann kynna sér land og þjóð. Hefur hann hlotið styrk til kynnisferðar þessarar og mun ferðast um landið auk þess sem hann ræð- ir við forustumenn í stjórnmál- um og menningarmálum í Reykjavík. Seeberg er fúlltrúi fyrir samtök dagblaða jafnað- armanna í Danmörku, en þau eru alls 63, auk vikublaðsins Landet. Hann starfar sjálfur við „Sönderjyden“ í Sönder- borg. Búið að velja keppendur á Evrópumeisíaramótið í Brussel Byrjað að þurrka fisk í nýja fisk- vinnsluhúsinu við Elliðaárvog -----------------.» Byrjað að grafa fyrir stóru þurrkhúsl bæjarútgerðarinnar á Bráðræðisholti., --------------- i FISKVINNSLUHÚSIÐ VIÐ ELLIÐAÁRVOG, sem byggfe er upp af rústum bragganna, sem brunnu í vetur, er nú nsí fullgert, og er þegar byrjað að þurrka fisk í nokkrum liluta þess. Er ein vélasamstæða fiskþurrkunartækjanna komin í saæ. band, en verið er að koma hinum tveimur fyrir. Alls verðffl þriú kerfi í húsinu. EFTIRTALDIR MENN hafa nú verið valdir til þátttöku í Evrópumeistaramótinu í frjáls um íþróttum í Briissel í þess- um mánuði: m. hlaupi: Haukur Finnbjörn Þor- i loo Clausen og valdsson. f 200 m. hlaupi: Ásmundur Bjarnason og ef til vill Hörður Haraldsson, ef meiðsli lagast. í 400 m. hlaupi: Guðmundur Lárusson og Ásmundur Bjarna son. f 800 m. hlaupi: Magnús Jónsson og Pétur Einarsson. í 4X100 m. boðhlaupi: Ás- mundur, Guðmundur, Finn- björn og Haukur. í kúluvarpi og kringlukasti: Gunnar Huseby. í spjótkasti: Jóel Sigurðsson. f stangarstökki og lang- stökki: Torfi Bryngeirsson. í hástökki: Skúli Guðmunds son, ef meiðsli leyfa. í tugþraut: Örn Clausen. Flokkurinn fer til Bríissel á mánudag. Fiskverkunarhús ’ þetta er mjög stórt og er byggt yfir stæði beggja stóru bragganna, sem brunnu í vetur. Neðan við það er fiskgeymsla í stórum bröggum, sem ekki skemmdust í eldinúm í vetur, og þar er fiskúrinn einnig þveginn. Eru þar nú fyrir miklar birgðir af saltfiski, og mun það taka á annan mánuð að þurrka hann eftir að þurrkhúsið er komið í fulla notkun. Byggingu sjálfs hússins er nú lokið, en verið er að inn- rétta hólfin, þar sem fiskur- inn er þurrkaður, en í hólf þessi er leitt heitt loft frá blás- urum þurrkvélanna. Eitt kerf- ið er þegar komið í samband, en verið er að ganga ffá hin- um tveimur, og er búizt, við að þau verði öll komin í notk- un í byrjun næsta mánaðar. Þegar þurrkunartækm eru öll komin í notkun, veronr hægt að þurrka um 30 smálestir af tiski í húsinu í einu, en hvert keifi þurrkar um 10 smálest- ir. Að vísu er ekki hægt að fullþurrka fiskinn í einni þurrkun, og verður að taka hann út úr hólfunum og stafla honum á milli og láta hann síðar aftur í þurrkarana, en þurrkunaraðferð þessi verður í alla staði mun fljótlegri og betri en sólþurrkun, þar eð ekki þarf að sæta veðráttu við fiskþurrkunina. Fiskvinnslustöðin, sem brann við Elliðaárvoginn í vetur, var eign SIF, en nú mun Skúli 'TKorarensen og fleiri hafa yf- irtekig stöðina. * Slílfar fiskverkunarstöðvar eru np í undirbúningi v/ða um land, og verður alls staðar komið fyrir þurrkt^ekjum. Tækin í þurrkunarstöðinni við Elliðaár eru kanadisk, fen vél- smiðjurnar hér eru nú farn u að framleiða slík tæki, að und anskildum blásurunum og nokkrum fleiri hlutum í sam- bandi við þurrkunarkerfin, sem verður að fá erlendis frá. ÞURRKSTÖÐ BÆJARÚT- GERÐARINNAR. Um þessar mundir er. verið að byrja á byggingu fiskþurrk unarhúss fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur, og verður það reist vestur á Bráðræðisholti við hið gamla stakkstæði Dvergs. Þar vinnur nú mokst- ursvél að því að grafa fyrir húsinu, en það verður 3644 fermetrar að stærð, og þar verða fjögur vélakerfi, svo að búast má við að afköst þeirra verði 40 smálestir af fiski mið- að við afköst Elliðaár. i stöðinni vitS 259 lendingar á Keflavíkurflug- r I í JÚLÍMÁNUÐI 1950 lenta' 429 flugvélar á Keflavíkurfiug velli. Milillandaflugvélar vorut 259. Aðrar lendingar voru ís- lenzkar flugvélar, svo og björg; unarflugvélar vallarins. Með! flestar lendingar millilandaflug véla voru eftirfarandi flugfé- lög: ) Flugher Bandaríkjanna 128p Trans-Canada Air Lines 27, Airi France 27, British Overseas Ain ways Corp. 18, American Ovem seas Airlines 11, K. L. M., Roy- al Dutch Airlines 10, Lockheed Aircraft Overseas Corp. 8, Sea- board & Western 6, Flying Tiers 5, Aðrar lendingar 19, Samtals 259. Farþegar með millilandaflug vélunum voru 3826. Til Kefla- víkurflugvallar komu 187 far- þegar. Frá Keflavíkurflugvelli fóru 163 farþegar. Flutningur með milliianda- flugvélunum var 95 077 kg. Flutningur til íslands var 16829 kg. Flutningur frá Keflavíkur- flugvelli 3354 kg. Flugpóstur með flugvélunum var 22 170 kg. Flugpóstur bl Keflavíkurflugvallar var 585 kg. Flugpóstur frá Keflavíkur- flugvelli var 160 kg. Meðal þekktra manna moð> millilandaflugvélunum voru;- Kvikmyndlaeikkonan Marshœ Hunt og brezki flugmarskálk- úrinn Sir Keith Park ásamt konu sinni. I Bessaslaðakirkja 1 opin almenn- ! ingi alla daga 1 ____________ I BESSASTAÐAKIRKJA verður opin almenningi fyrsfi um sinn frá hádegi til kl. 8 síð- degis. Er þess vænzt að gestir gangi svo vel um, að hægt verði að hafa kirkjuna opna al- menningi áfram. Að sjálfsögðu mega gestir ekki trufla er messa eða aðrar helgiathafni!? fára fram í kirkjunni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.