Alþýðublaðið - 24.08.1950, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 24.08.1950, Qupperneq 4
 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. ágúst 1950 Ötgeíandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Mölier. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Aiþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Evrópumeisiara- EVRÓPUMEISTARAMÖTIÐ í Briissel, sem hófst í gær, er íþróttaviðburður, sem vekur athygli um gervaj.lan heim. Lengi voru horfur á því, að fresta yrði mótinu vegna kon- ungsdeilunnar í Belgíu, er virt- ist ætla að leiða til alvarlegra átaka og jafnvel borgarastyrj- aldar. En henni lauk í tæka tíð, þegar Leopold afsalaði sér völdum í hendur svni sínum og dró sig sjálfur í hlé. Og nú hafa snjöllustu íþróttamenn álfunn- ar safnazt saman í Brussel til að reyna með sér. Þeirra meðal er fámennur hópur íþróttamanna héðan frá íslandi. En eigi að síður er á- stæða til þess að ætla, að hon- um verði athygli veitt. Frjálsar íþróttir hafa tekið miklum framforum hér á landi undan- farin ár. Þróun þeirra er ævin- týri líkust, jafnvel án tillits til þess, hversu fámenn þjóð okk- ar er. Á Evróþumeistaramótinu í Osló 1948 vann Gumvar Huse- by það afrek að verða sjjurveg- ari í kúluvarpi, og aðrir íslenzk ir keppendur gátu sér ágætan orðstír. Síðan hafa tvímæla- laust orðið miklar framfarír á sviði frjálsra íþrótta á íslandi. Það eru því vonir bundnar við íslenzka keppendahópinn, og fulltrúar okkar munu áreiðan- lega ekki koma þarna fram til að gleymast strax að lokinni keppni. Heimurinn mun gefa því gaum, að smáþjóðin ís- lenzka á snjöllum frjálsíþrótta- mönnum á að skipa. * Þátttaka íslands í íþrótta- móti eins og Evrópumeistara- mótinu í Brússel héfur miklu meiri þýðingu en almenningur gerir sér Ijóst í fljótu bragði. Umheimurinn hefur fáar og smáar hugmyndir um í'þand. En íþróttirnar draga að sér at- hygli tugþúsunda karla og kvenna og þá fyrst og fremst æskunnar. Islenzku íþrótta- mennirnir rækja þess vegna það hlutverk að vekja áhuga á landi sínu og þjóð. Sú land- kynning er sannarlega mikils virði, þar eð íslenzku íþrótta- mennirnir hafa unnið afrek, sem þykja miklum tíðindum eæta. Förin til Brússel verður vonandi ekki síður happadrjúg en aðrar utanferðir íslenzkra íþróttamanna undanfarin ár. Þjóðin öll bíður frétta af ís- lenzka keppendahópnum og bindur við hann miklar vonir. Hér skal ekkert rætt um sig- urhorfur íslenzku íþróttamann- anna annað en það, að þær virðast góðar. Fréttij næstu daga skera úr um, hversu mik- ill frami þeirra verður. En í- þróttamennirnir munu áreiðan. lega ekki liggja á liði sínu. Keppni í slíku íþróttamóti er hins vegar mikil þolraun. Þess Vegna er ógerlegt að spá fyrir- fram um árangur og afrek. Við bíðum og sjáum, hvað setur. * Það er gleðilegt, að íþrótta- áhuginn virðist fara sívaxandi meðal íslenzkrar æsku. Þar finnur unga fólkið heppilegt hugðarefni. Gildi íþróttanna er .epgan yeginn fólgið í sigrum beirra, sem íram úr skara, heldur í aukinni hreysti, fegurð og þjálfun glaor.ar og framsæk- innar æsku. Maðurinn, sem stundar íþróttir í tómstundum til að auka hreysti sína og heil- brigði, en keppir aldrei á opin- beru íþróttamóti, getur haft meiri not þeirra en meistarinn eða methafinn. Þó skal hlutur afreksmannanna ekki vanmet- inn. Þeir kveikja áhugann og valda því, að æskan, sem ella kynni að leiðast á glapstigu, sækir út á íþróttavellina eða upp til fjalla og inn til dala til að styrkja og stæla líkama sinn. Og þá er þjóðfélagsgildi íþróttanna komið til sögunnar. Við höfum ástæðu til þess að fagna því, hvað íþróttirnar eru orðnar ríkur þáttur í þjóðlífi og uppeldi okkar íslendinga. Og það á að vera okkur aðalat- riðið, þó að við fylgjumst af á- huga með afreksmönnum okk- ar, hvort sem þeir keppa inn- i byrðis hér heima eða reyna sig við syni annarra þjóða. Til fyrirmyndar SUMARIÐ,. sem nij er senn liðið, hefur um margt verið srfitt okkur íslendingum. Síld- veiðin hefur brugðizt að heita má gersamlega og heyskapur- inn gengið mjog báglega í flest um héruðum landsins. Þess vegna má það teljast til undan- tekninga, að grænmetisfram- leiðslan í ár verður meiri en nokkru sinni fyrr, en frá því skýrði Alþýðublaðið í athyglis- verðri frétt í gær. En ekki nóg með það; Aukn- ing grænmetisframleiðslunnar hefur leitt til þess, að verð um- ræddrar vöru hefur lækkað, svo að almenningur á þess auk- inn kost að kaupa hana og neyta hennar, en það má einn- ig teljast til undantekninga. Þeir, sem grænmetisframleiðsl- una annast, hafa getið sér góð- an orðstír. Þeir hafa dregið úr framleiðslu skrautblómanna, cn lagt því meiri áherzlu á framleiðslu grænmetisins, þó að hitt hefði vafalaust að sumra dómi virzt ábatasamara. Þetta vútnar' um framsýni og um- ^yggju fyrir hag þjóðarinnar, og má ekki minna vera en á það sé bent og því athygli veitt. Aðrar þjóðfélagsstéttir mættu vissulega taka garðyrkjumenn- ina sér til fyrirmyndar um þetta. Erfiðleikar samfélagsins, sjálfráðir og ósjálfráðir, væru nógir samt. Nú eru horfur á því, að ís- lendingar eigi kost á grænmeti árið um kring, þar eð frysting á grænmeti var tekin hér upp fyrir tveimur árum og hefur gefizt vel. Það er gleðilegt. Þessi holla og góða fæla ætti eem oftast að vera á allra borð- um, og framfarirnar, sem orðið hafa á sviði grænmetisfram- leiðslunnar, benda til þess, að svo muni einmitt verða í fram- tíðinni. Eyjabálum við Reykjanes • BÁTAR frá Vestmannaeyj- um, sem reknetaveiðar stunda við Reykjanes, fengu góðan afla í fyrradag. Var aflinn þetta 100—200 tunnur á bát. Mikil síld sésl vaða vesior af Veslmannaeyjum VÉLBÁTURINN Gísli J. Johnsen sigldi skömmu fyrir hádegið í gær í gegn um mikla síld, sem óð vestur af Vest- mannaeyjum. Vélbáturinn var á leið til Stokkseyrar og var staddur um fjórar sjómílur vestur af Faxasundi, er síldar- innar varð vart. Glæsileg bókmenntastarfsémi. — Vandað verk. — Maður, sern ræður yfir berjalandi, segir sína skoðun. — Skemmíiferð gamla fólksins um mán- aðamótin. EIN MERKASTA og vanda- samasta bókmenntastarfsem!, sem hér hefur verið ráðizt í, er útgáfa Helgafells á málverka- bókunum. Fað þarf mikla bjart- sýni og mikið áræði til þess að ráðast í slíka útgáfu, ekki að- eins vegna fámennis þjóðarinn- ar og því takmarkaðs markaðar, heldnr ekki síður vegna skorts á tæknilegum möguleikum um allan búnað slíkra listaverka. TVÆR BÆKUR eru nu komnar út, bók Ásgríms Jóns- sonar og bók Jóns Stefánssonar, en bók Kjarvals, sem allur al- menningur mun bíða eftir af mestri eftirvæntingu, mun vænt anleg fyrir jólin. Það er ekkert efamál, að menn hafa undrazt það, hve vel hefur tekizt til um búning þeirra tveggja bóka, sem þegar eru komnar. enda hafa út- gefendur orðið að leita út fyrir landsteinana um aðstoð' við gerð myndamóta og prentun sumra mynda, en enginn fer 1 grafgötur um það, að það, sem unnið hefur verið hér heima, hefur tekizt prýðilega. ÞAÐ ER EKKI eingöngu tveimur bókum og þá sérstak- tekizt furðulega vel, heldur hygg ég, að þekkt í|5kbandsfyr- irtæki erlendis skili ekki betri vinnu en bandinu á þessum tveimur bókum go þá sérstak- lega á bók Jón Stefánssonar. — Mikill kostnaður fylgir útgáfum sem þessum, en vonir útgefenda um fyrstu bókina munu ekki hafa brugðizt. Almenningur hefur tekið henni fegins hendi. enda eru þessar listabækur Hreinlœti á vinnustöðvum prýði á hverju heimili. MAÐUR, SEM RÆÐUR yfir berjalandi, hefur komið að máli við mig af tilefni pistils míns um bann við berjatínslu. Hann kveðst ekki selja aðgang að sínu berjalandi og heldur ekki banna berjatínslu, en hann vakti at- hygli mína á skemmdarverkum fólks og ókurteisi. Hann kvað fólk þyrpast á berjalandið í hundraðatali og án þess að biðja um leyfi, það legði bifreiðum sínum þvert fyrir umferðarleið heimilisfólksins, skildi eftir bréf og annað rusl um alla móa — og það sem verst væri, eyðilegði berjalandið. ÞETTA, að eyðileggja berja- landið, kom mér á óvart. En hann gaf mér skýringuna. Berjatínsla margra Reykvíkinga er ekki lengur leikur og upplyft ing eins Og áður var, heldur græðgi og rányrkja. Einhverjir hafa fundið upp einhvers konar verkfæri, sem fólk kallar ,,tín- ur“. Það er krús eða ílát, sem ,.klóra“ er sett við. Með ,,klór- unni“ tæíir fólk berin af lyng- inu, sem síðan detta ofan f krús- irnar, en þetta #* ekki nóg, heldur liggur lyngið rótafúitið i flyksum eftir fólkið á móunum. VITANLEGA er þetta ófært. Þessi maður fullyrti, að eftir sumarið mundu engin ber vaxa á stórum svæðum í hans lan\(r- eign einmitt vegna þessarar rányrkju. Eg er sammála hon- um um það, að ekki er hægt að leyfa fólki aðgang að berjalandi, sem þannig gengur um. FORMAÐUR Félags íslenzkra bifreiðaeigenda hringdi til mín í gær af tilefni ummæla minna og sagði mér, að >kemmtiferð gamla fólksins yrði um mánaða- mótin. Hannes á horninu. VÖRUVÖNDUN er nú allmik- ið rædd hér á landi, þar sem útflutningsvörur landsmanna þurfa að standast æ meiri samkeppni og seljast nú því aðeins, að keppendur annarra landa vilji kaupa þær, þegar mikið úrval af annarri mat-1 vöru er jafnframt á boðstól- um. Er þetta ástand r\rbreyt ing frá þeirri tíð, er mat- vælaskortur var mikill, sér- staklega í Evrópu, og ríkis- stjórnir kepptust um að kaupa sem mest magn fiskj- ar. í SLENDIN G AR virðast nú gera sér það ljóst, að þeir verða að standast samke//pn- ina, og ekkert getur tryggt útflutning þeirra betur en vörugæðin. Þeir virðast einn ig vera að vakna til meðvit- undar um það, að fiskurinn, sem hér er framleiddur, er matvara, og nú eru hvarvetna gerðar stórum meiri kröfur en nokkru sinni fyrr til hrein lætis, gæða og umbúða allrar matvöru. ÞVÍ MIÐUR virðist hreinlæti við fiskaðgerð og fiskpökkun hafa verið mjög áfátt hér á landi, og menn gert sér allt of lítið far um að bæta það. Hinn ameríski sérfræðingur, Edward Cooley, bendir á þetta í Skýrslu sinni, og má lesa á milli línanna, að hann telur hreinlæti áfátt í frysti- húsunum og öðrum slíkum stofnunum, er hann heim- sótti. Hann bendir á það, að íslendingar hljóti að geta tamið sér sama hreinlæti á vinnustöðvum, þar sem þeir framleiða matvöru fyrir sjálfa sig og aðrar þjóð'ft’, og þeir sína í svo ríkum mæli á heimilum sínum. -Þetta er at- hyglisverður samanburður. íslendingar eru hreinlát þjóð í eðli sínu, eins og heimilin sanna, en beim hættir mjög við að gleyma hreinlætinu á vinnustöðum eða opinberum stöðum. MARGIR VINNUSTAÐIR hafa engin eða mjög ófullkomin salerni fyrir starfsfólkið. Það er algerlega óverjandi, að svo sé, og ætti að krefjast þess, hvar sem fólk er saman kom- ið til vinnu, að fullkomnum salernum sé komið fyrir og góðum handlaugum. Þá er það frumskilyrði, að rennandi vatn sé á hverjum vinnustað, en til munu dæmi þess, að svo sé ekki, jafnvel þar sem fiskþvottur er stundaður í stórum stíl. í ÞESSUM EFNUM er vissu- lega mikill munur milli hinna ýmsu vinnustaða hér á landi. Til eru frystihús og aðrar verksmiðjur, sem eru til fyrirmyndar hvað hrein- læti snertir og starfsfólki eru tryggðar aðstæður til óað- finnanlegs hreinlætis. Þannig á það að verg. En þeir vinnu- staðir munu því miður vera fleiri, sem ekki hirða um þessa hluti sem skyldi, og af þeim stafar sjálfum útflutn- ingsatvinnuvegum þjóðarinn- ar stór hætta. SEGJUM SVO, að Tékkar, Hol- lendingar eða Bandaríkja menn tækju upp á því að senda heilbrigðiseftirlitsmann hingað til lands til að líta á framleiðslu og pökkun fiskj- arins, sem þessar þjóðir kaupa í stórum stíl. Segjum svo, að þessir eftirlitsmenn sæju tvo eða þrjá vinnustaði, þar sem fólkið væri að gera að fiski, en hefði engin sal- erni, engar handlaugar til að þvo sér í, ekkert rennandi vatn væri fyrir hendi, en fiskurinn þveginn úr sjó, sem tekinn væri rétt hjá frá- rennsli bæjarins. Ætli þessir menn mundu ekki stöðva öll kaup á vörunni, sem fram- leidd er við slíkar aðstæður? ÞETTA ER helzt til djúpt í ár- inni tekið. Það skal viður- kennt. En í þessum efnurn geta íslendingar ekki gert sér að góðu annað en fullkomið hreinlæti við framleiðsluna og það verður nú þegar að tryggja, að hvergi sé út af því brugðið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.