Alþýðublaðið - 31.08.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1950, Síða 4
1 ALÞÝÐUBLAÐID Fimmtudagur 31. ágúsí 1950 íslenzfct' smjör er oi irJóIkuriaikiS. -— Bifreiða^ stjórar sv.íkja berjafóik. — Saea frá'"sjávarþörpi. — Alþýðan og hiiiir. Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsscn Kitstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hræsni verMaiís- brjóianna. SJALDAN hafa kommúnist- ar afhjúpað betur loddaraskap sinn en á forsíðu Þjóðviljans í gær. Þar er annars vegar hamp að kröfum verkfallsmanna á tog urunum, en hins vegar skýrt frá því, að Siglufjarðartogar- inn Elliði fari á karfaveiðar. Leiðtogar kommúnistaflokksins hafa með öðrum orðum þröngv að Gunnari Jóhannssyni til þess að svíkja sunnlenzka togarasjó menn á sama hátt og Tryggvi Helgason og Bjarni Þórðarson hafa áður gert! En samtímis þykist Þjóðviljinn bera hag sunnlenzku sjómannanna fyrir brjósti öllum öðrum fremur. Allt, sem Þjóðviljinn segir um baráttu sjómanna fyrir mannsæmandi lífskjörum og tólf stunda hvíldartíma er að- eins blekkingartilraun manna, sem samvizkan kvelur. Komm- únistar hafa sem sé svikið sjó- mennina í baráttu þeirra ívrir mannsæmandi lífskjörum og tólf stunda vinnutíma. Raunar hefur Norðfjarðartogari af út- gerð kommúnista gert tilraun með tólf stunda vinnutíma, en fyrst eftir að samskonar til- raun hafði verið gerð á togur- um hér syðra og gefizt mjog vel. Síðan hefur ekkert bólað á því, að kommúnistar hefðu á- huga á því að bera þetta bar- áttumál sjómanna fram til sig- urs. Þvert á móti hafa „verka- lýðsforingjar“ þeirra gert samn inga, sem lengja vinnutíma sjó mannanna. Og til að reyna að dylja þetta hneyksli er Þjóð- viljinn svo látinn ráðast á Jón Axel Pétursson á upplognum forsendum. Þeir saka Alþýðu- flokkinn um að vera aðstoðar- íhald í sj ómannaverkfa]I inu. En sannleikurinn er sá, að meðan sjómennirnir heyja harða og þráláta baráttu undir forustu Alþýðuflokksmanna, hafa kommúnistar skipað sér í sveit með útgerðarauðvaldinu, svik- ið gefin loforð og reynt um tveggja mánaða skeið að eyði- leggja sjómannaverkfallið af pólitísku hatri. * Loddaraleikur kommúnista er svo auðvirðilegur, að hann á naumast sinn líka. Þjóðviljinn talar af fjálgleik um kröfur tog arasjómanna í verkfalli þeirra. En jafnframt er birt tilkynn- ing um, að Gunnar Jóhanns- son hafi skipað sér í hóp verk- fallsbrjótanna Tryggva Helga- sonar og Bjarna Þórðarsonar og veiti þeim lið í bakárásinni að sunnlenzkum sjómönnum. Það þarf ekki að evða orðum að þess um viðurstyggilega skrípaleik. Kommúnistar hafa afhjúpað sig sjálfir, og sunnlenzkir sjó- menn eru áreiðanlega dómbær ir á athæfi þeirra. Ef kommúnis'tar bæru hag sjó mannanna fyrir brjósti, befðu þeir gert þveröfugt við það, sem ráun heíur á orðið. Þá hefðu þeir Tryggvi Helgason, Bjarni Þórðarson og Gunnar Jóhanns- son staðið við gefin heit og fylgt þeirri stefnu, sem mörk- uð var á verkalýðsráðstefnunni í vetur. Þá hefðu íslenzkir sjó menn staðið saman í kjarabóta baráttunni. En kommunistar hafa sundrað sjómannastéttinni, meðan hún á í verkfalli. Það ó- þokkabragð er bersýnilega til- raun til að hjálpa útgerðárauð valdinu í viðureigninni við sjó mannastéttina. Og svo er mál- gagn þessara svikara látið hræsna' fylgi við kröfur togara- sjómanna samtímis því, sem það flytur sunnlenzkum sjómönn- um þann boðskap, að komm- únistar brjóti nú opinberlega verkfall þeirra ekki aðeins á tveimur, heldur á þremur stöðum austan og noröan lands. Alþýðublaðið virðir Þjóðvilj- ann ekki svars, þó að hann sé að brigzla Alþýðuflokknum um svik við sjómannastéttina. Sunn lenzkir sjómenn munu fyrr en síðar kveða upp úrskurð í því máli. Þeir þekkja sögu yfirstand andi verkfalls betur en skrif- finnar Þjóðviljans, og þeir vita I gerzt, hvað í húfi er. Þeir munu nú minnast þess, að kommúnist ar hafa haldið því fram undan farin ár, að forustumenn sunn- lenzkra sjómanna væru ekki nógu atkvæðamiklir í barátt- unni fyrir bættum lífskjörura og styttum vinnutíma. En þeg- ar kjaradeilan er komin til sög unnar og baráttan um bætt lífs kjör og lengdan hvíldartíma hefur leitt til verkfalls, þá skerast kommúnistar úr leik, svíkja gefin heit og ganga í lið með útgerðarauðvaldinu. Hvernig stendur á þessari af stöðu kommúnista? Eru komm únistaforsprakkarnir á Akur- NÖFNIN Buchenwald, Sachs- enhausen, Dachau og Rav- ensbrúck eru mönnum um allan heim í minni síðan á valdadögum Hitlers. Yið þau eru tengdar ömurlegar end- urminningar um mesta smán arblett á menningu tuttug- ustu aldarinnar — hinar sví- virðilegu fangabúðir naz- ismans. Á þessum stöðum og mörgum öðrum var tugþús- undum manna haldið í prís- und árum saman og þeim misþyrmt, oft hryllilega, fyr- ir það eitt, að fangarnir höfðu verið pólitískir andstæðingar nazismans. Og ógleymdar eru þær ægilegu upplýsingar, sem af fangavistinni þar bárust í ófriðarlokín, er fanga búðirnar voru opnaðar. SÍÐAN hafa ekki verið fanga- búðir í Dachau eða í Ravens brúck, né yfirleitt á hernáms svæði Vesturveldanna á Þýzkalandi. Sú andsty^gð hefur verið þurrkuð út þar. En á hernámssvæði Rússa, þ. e. á Austur-Þýzkalandi, eru fangabúðirnar í Buchenwald, Sachsenhausen .og á mörg- um öðrum stöðum, enn full- ar af föngum, sumpait þeim sömu og áður, en sumpart nýjum. Það eru aðeins kom- múnistar, sem þar hafa tekið við fangabúðastjórninni af böðlum Hitlers, nazistúm, og eyri, Norðfirði og Siglufirði orðnir svo samgrónir útgerðar- auðvaldinu, að þeir Iíti á sig sem samherja þess og þjóna? Margt bendir til þess, að' svo sé. En fyrst og fremst stiórnast þeir af pólitísku hatri á sunn- lenzkum sjómönnum og for- ustumönnum þéirra. Þeir þrá að geta hefnt sín á þeim. Þess vegna réýna, þeir nú að vega að þeim aftan frá í yfirstand- andi verkfalli. Það hlutYerk rækja þeir Tryggv.i Helgason, Bjarni Þórðarson og Gunnar Jóhannsson. En ÞjóSviljinn er samtímis látinn skjalla sjó- mennina til þess að reyna að breiða yfir svikin við þá. Sú tilraun mun þó mistakast. Snnnlenzkir sjómenn láta ekki blekkjast af verkfalls- brjótunum og blaði þeirra, Bandaríkin veila Júgóslövum nýtf lán TILKYNNTS var í Washing- ton í gær, að Bandaríkin myndu á næstunni ve^a Júgóslavíu nýtt Ián að uppliæð 15 milljónir dollara. Áður hafa Bandaríkin veitt Júgóslavíu á einu ári tvö lán, hvort að upphæð 20 milljónir dollara. Mikil sókn að berja- ferðum ferðaskrif- sfofunnar. FERÐASKRIFSTOFA ríkis- ins mun efna til berjaferða, ef veður leyfir um hverja helgi fram eftir næsta mánuði. Er sókn fólks að berjaferðum m'ik- il, ep sama og engin að öðrum ferðum. kvelja nú andstæðinga sína eins og þeir. Eigin flokksmenn hafa þeir leyst þaðan úr prís und; en því fleiri fylgismenn lýðræðisflokkanna, einkum jafnaðarmenn, sem alltaf hafa notið sérstaks haturs þeirra, hafa þeir iQkað inni í fangabúðunum í staðinn. ÞAÐ ER ömurleg vitund, að stríðið gegn nazismanum, með öllum þess fórnum, skuli ekki hafa nægt til þess að þvo smánarblett fangabúð anna af Evrópumenningu nú tímans, — að kommúnistar skuli hafa gert þessar kvala- stofnanir að eins konar tákni þess nýja ríkis, sem þeir þykjast vera að byggja upp. En sannleikurinn er sá, að þótt heimurinn hafi vitað miklu minna um það, hafa fangabúðir, með flestum eða öllum þeim viðbjóði, sem þekktur var í salnbandi við þær á Þýzkalandi Iiitlers, verið starfræktar samtímis og jafnvel fyrr víðs vegar um hið víðlenda ríki Stalins, - einkum í afskekktum héruð- um og auonum þess, austur í Síbiriu og norour við Is- haf. Og þar hafa milljónir af frelsisunnandi mönnum, sem sovétstjórninni stóð stuggur af, grotnað niður lík amlega og andlega á síðustu tveimur áratugum. HÚSMÓÐIK, sem skrifar mér, i heldur því fram að íslenzka mjörið sé blauíara en erlent smjör, sem hingað er fluíí. Hún segir að það sé eins og: grautur, en ef það sé hnoðað, komi svo mikil mjólk úr því. að slíks séu engin dæmi um til clæmis danskt smjör, sem hún þekkir vel, faæði af notkun þess hér og eins af starfsemi í smjörbúi í Danmörku. Að sjálfsögðu þyrfti hér umbóta við ef þetta reynist vera rétt. UNÐANFARÍÐ hefur fólk flykkzt á berjamó. Það er erfitt að komast á bsrjamó, því að nú’ hafa allir landeigendur gefið út bönn og aðrir reyna að selja að- gang að berjalandi sínu eins dýrt og mögulegt er. — Fólk hefur þó farið með ýmsum ítc.ar tækjum. Sumir hafa ksypt sér leigubifreiðar til að fara með sig og pantað þær svo aftur ó vissum tíma til að sækja sig. - EN REYNSLAN af’þessu virð ist ekki vera góð af sögum að dæma, sem mér hafa verið sagð ar.. Bifreiðarnar koma ekki, þrátt fyrir loforðin og folk lendir í vandræðum, jafnvel með börn upp á heiðum. Fimm kon- ur fóru á sunnudaginn upp á Mosfellsheiði í leigubifreið. Bif reiðarstjórinn lofaði að sækja mála- og efnahagsmálaráði hinni sameinuðu þjóða, lagði fram óhrekjandi sannanir nýlega á fundi ráðsins fyrir tilveru þessara fangabúða í Sovétríkjunum og taldi að um 10 milljónir manna, að minnsta kosti, myndu vera sviptar frelsi og þjáðar í þeim kvalastöðum. Og hann sýndi einnig fram á það með skír- skotun í sovétlög, að fjöldi manna myndi vera sendur þangað án dóms og laga, að- eins eftir gerræðisfullum fyr irmælum sovétvaldstjórnar- innar og leynilögreglu henn- ar. En ekki aðeins Sovétrík- in hafa nú slíkar fangabúðir, heldur og öll leppríki þeirra í Austur-Evrópu og Asíu. Þær eru eitt af því, sem kommúnistar þar hafa tekið upp eítir „fýrirmyndarrík- inu“, hafi þeir ekki erft þær frá Hitler eins og á Aust- ur-Þýzkalandi. EN HVAR ER NÚ sú vakandi samvizka heimsins, sem kvað upp refsidóm sinn yfir fanga búðum Hitlers? Eru fsnga- búðirnar og þjáningar fang- anna þar nokkru betri, þótt það séu nú kommúnistar en ekki nazistar, sem þar kvelja andstæðinga sína? Þarf virki Iega nýtt stríð til þess að þucrka þessa smán af mann- kýninu? þær aftur klukkan 8 um kvöld- ið. En hann kom ekki og sendi enga bifreið í staðinn. Þstta.eru ill svik og geta valdið miklum vandræðum. KRXJMMI Á SKJÁNNI skrif- ar: ,,Að vonum hefur það vak- ið furðu og jafnframt réttlæta gremju almennings, hversu for- réttindastéttin á íslandi hefur Óáreitt fengið að safna fjársjóð- um erlendis og hvernig hún, á tímum gjaldeyrisskorts og fjár- hagsörðugleika, fær að sigla úr landi til að eyða þessum íila- fengu fjármunum án minnstu eftirgreinslun frá ríkisvaldinu, því ríkisvaldi, sem skerðir lífs- kjör alls almennings stórum í viku hverri. í SUMAR DVALÐI ÉG dag- langt í vestfirzku þorpi. Það hafði byggzt upp umhverfis at- vinnufyrirtæki einnar fjöl- skyldu. Þau atvinnufyrirtæki eru nú ekki lengur fyrir hendi. Hafa sokkið í sáe og verið seld úr landi. Atvinnuleysi er mjög mik ið í þessu þorpi. Tugir verkfærra mann gengu iðjulausir. Þeir horfðu með ugg til komandi tíma og undruðust stórum það háttarlag, að ekkerí sement fékkst fyrr en seint í sUmar, af gjaldeyrisskorti, en það þýddi það, að nokkur vinna við hús, sem í byggingu voru, stöðvaðist með öllu. Gjaldeyrisskorti var kennt um sementsleysið. EN ÞAÐ FURÐULEGA VAR það, að átta einstaklingar, fjöl- skyldunnar, sem til skamms ííma rak atvinnurekstur í þessu þorpi, voru í skemmtiferðalagi erlendis, og' voru hver og einn um tvo mánuði í ferðinni. ÞÓ ER.EKKI ALLSKOSTAR rétt að segja, að allt þetta fólk væri á skemmtiferðalagi. Þvi tvær nýfermdar telpur dvöldu í enskum skólum s. 1. ár og verða þar í vetur og eyddu þar dýrmæt um gjaldeyri, þrátt fyrir nægi- legt rúm í íslenzkum skólum sömu tegundar, sem ekki standa hinum ensku skólurn. neitt að baki, síður en svo. ÞEGAR SLÍKT fólk sem þetta á í hiut, þá er ekki hörgull á gjaldeyri, en alþýða landsins er láíin standa uppi atvinnulaus á sama tíma og henni eru bundn- ir óbærilegir baggar, skatta og dýrtíðar. Etvenær verður stað- næmzt á þessari braut ranglætis ins? Eða á vegurinn að liggja út Unnar kjöfvörur hækka í verli. VERÐLÁGSSTJÓRI hefur auglýst nýtt hámarksverð á unnum kjötvörum. Hækkar kjötfars samkvæmt því úr kr. 9,00 kg. í smásölu upp í kr. 10.00, miðdagspylsur úr kr. 13,00 upp í 14,75 og Vínar- plysur og bjugu úr kr. 13,00 upp í kr. 16,00 í smásölu. Smán tuttugiistu aldarinnar FULLTRÚI BRETA í félags-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.