Alþýðublaðið - 31.08.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.08.1950, Blaðsíða 8
LEITIÐ EKKI GÆF- UNNAR. langí yfir skammt; kaupið miða í bifreiðaliapp- drætti Sambands ungra jafnaðarmanna, — ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK! 'i'akið höndum saman vi3 unga jafnaðarmenn og aði stoðið við söiu happdrætti» miða í bifreiðahappdræft^ Sambands ungra jafnaðaC' manna. i Fanney verður vör við þykkar síld- aríoríur á 12-20 faðma dýpi Reknetabáíarnlr afla 100-250 tonnur í llogn, og eru nú orðnir samtals um 25. SÍLDARLEITARSKIPIÐ FANNEY, sem nú starfar að rannsóknum og síldarieit í Faxaflóa á vegum fiskimáianefnd- ar, hefur orðið vör mikiílar síldar í flóantím og beggja megin Reykjaness, enda er rekanetaveiði með afbrigðum góð á þessu svæði, og hafa bátarnir að undanförnu fengið allt frá 100—250 tunnur í lögn. I fyrrinótt varð Fanney vör við þykkar síldar- torfur í Miðnessjó ’á 12—20 faðma dýpi, en ekki var því við- komið að kasta á torfurnar á Kommíiisfar nú einnig verkfaíls- Irjótar á Siglnfirði Láta togarann ESIiða fara á karfaveiðar. ÞJÓÐVILJINN í gær skýrir frá því, að forráða- menn verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði hafi nú tekið kommúnistana á Ak- ureyri og Norðfirði sér til fyrirmyndar um að bregðast sunnlenzkum sjómönnum í verkfalli þeirra og að Siglu- fjarðartogarinn Elliði fari á karfaveiðar fyrir sömu kjör og gildi á togurunum frá Ak- ureyri og Norðfirði. Forustumönnum kommún- istaflokksins befur með öðr- um orðum tekizt að þröngva hinum kommúnistíska for- Imanni Þróttar .á Siglufirði, Gunnari Jóhannssyni, til þess að fara að dæmi Tryggva Heigasonar og , Bjarna Þórðarsonar um að svíkja lieit sín við sunn- lenzlta sjómenn, snúa baki við þeim í yfirstandandi \ verkfaili og veita útgerðar- mönnum lið. En samtímis cr kommúnistablaðið að reyna | að skjalla og blekkja sunn- j lenzka sjómenn, þykist taka j undir kröfur þeirra og stað- bæfir, að kommúnistar einir hafi áhuga fyrir bættum lífs- kjörum þeirra og lengdum hvíldartíma!! Dreng bjargað Irá drukknun í höfnlnnl Á ÞRIÐJUDAGSMORGUN- INN féll 7—8 ára gamall dreng ur í höfnina vestur við Ægis- garð, en var bjargað af Birni Jónatan Bjönssyni, vélstjóra á vélbátnum „Skálaberg" frá Patreksfirði. . Ekki er vitað með hvaða hætti drengurinn féll í höfn- ina, en þegar Björn náði hon- um, hafði drengurinn drukkið nokkurn sjó. Hann hrestist þó brátt eftir yolkið og för sjálf- ur heim til sín. vo mildu dýni. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur fengið hjá Þorleifi Jónsyni, er hefur á hendi stjórn síldarleitarinnar og rannsóknanna, sem Fanney á að framkvæma, var skipið kallað að norðan í þeim til- gangi, að fá úr því skorið hvort takast mætti að veiða síldina hér með herpinót, þar eð frétzt hafði um mikla reknetaveiði að undanförnu. Hins vegar er það fátítt svo snemma á hausti að síldin sé í það þéttum torfum hér í flóanum, að unnt sé að veiða hana í herpinót. En í fyrrinótt varð Fanney vör við mjög þéttar torfur, en dýptar- mælar skipsins sýndu að þær voru á 12—20 faðma dýpi, og varð því ekki hægt að kasta á síldina. Fanney var í gærkveldi inni í Hvalfirði, en hefur engrar síldar orðið þar vör ennþá. Ilún mun enn um sinn reyna veiðar með herpinót, en síðar er í ráði að hún reyni fleiri veiðitæki. Fjölmargir bátar stunda nú orðið reknetaveiðar beggja megin Reykjaness og afla vel. Hefur bátunum fjölgað síðustu daga, og munu nú vera orðnir samtals um 25 ú svæðinu frá Akranesi til Stokkseyrar. -------------«—--------- Alexander Jéhann- esson og Pálmi Hannesson í Washingfon PRÓFESSOR Alexander Jó- hánnesson, rektor Háskóla ís- lands, kom til Washington á föstudaginn. Sagði hann við blaðamenn, að hann hefði í hyggju að heimsækja ýmsa am- eríska háskóla og ræða við starfsbræður sína við þá, en suma af þeim þekkti hann per- sónulega. Pálmi Hannesson, rketor menntaskólans í Reykjavík, er nú einnig staddur í Washing- ton. FERÐAFÉLAG Tempiara efnir til berjaferðar á sunnu- daginn kemur í land Hault- holta, austan við Hvítá hjá Brú arhlöðum. Er þar talið berja- land gott. Lagt verður af stað úr Rvík kl. 8.30 á sunnudagsmorguninn, og ekið heim um kvöldið niður Hreppa og Skeið. Framh. af 1. síðu. með því að hvetja sambands- féic-gin til að segja upp samn- ingum og búa sig undir að fá þessa kiaraskerðingu upp bætta með kauphækkun. Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar með hinum nýju bráðabirgðalögum orðið við kröfum Aiþýðusainbands- stjórnar og Bandalags starfs manna ríkis og bæja um að endurskoða útreikning júlí- visitölunnar, iáta , reikna hana út á ný, án tillits til hinna nýju húsaieigulaga, sem látin voru vaitía íækkun hennar í jú!í, o% byggfa liúsaleigulið hennar á rann- sókn kauplagsnefndar. Tel ég því, að ástæðan til þess, að segja upp samning- um sé að bessu sinni burt failin, og mun stjórn Al- þýðusambandsins hvetja þau félög, sem þegar hafa sagt upp, til þess að framlengja sanminga sína nú óbreytta fyrst um sinn“. Þetta sagði Helgi Hannes- son; en stjórn Alþýðusam- bandsins kom saman á fund í gærkveldi til þess að taka E.f- stöðu til hinna nýju viðhorfa. Sá fundur stóð enn, þegar blað- ið fór í pressuna. Bráðabirgðalögin Hin nýju bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar eru svohljóð- andi: „Forseti íslands gjörir kunn- ugt: Viðskpitamálaráðherra hefur tjáð mér, að nauðsynlegt sé að setja bráðabirgðalög um útreikning vísitölu framfærslu kostnaðar. Með bráðabirgðalögum nr. 71, dags. 19. júlí s.l. var vísi- tala sú, er kaupgjald skyldi greitt eftir, hækkuð um 3 stig í 112 með því að ekki var tal- ið sanngjarnt, að ákvæði laga nr. 56/1950 um breytingu á lögum nr. 39/1943 um húsa- leigu, hefðu áhrif á útreikning framfærsluvísitölunnar nema að litlu leyti, vegna þess að lögin voru þá nýlega sett og lítið komin til framkvæmda. Við nánari athugun málsins og með tilliti til rannsóknar á raunverulegri húsaleigu í hús- um byggðum eftir 1945, sem sýnir að yfirleitt hefur húsa- leiga enn ekki lækkað, telur ríkisstjórnin sanngjarnt að áð- urnefnd lög um húsaleigu hafi ekki áhrif á útreikning húsa- leiguliðs framfærsluvísitölunn- ar og ennfremur að húsnæðis- liður hennar skuli ákvarðaður í samræmi við rannsóknir er kauplagsnefnd lætur gera. Þess vegna þykir rétt, að setja lög um að' hámarks- ákvæði laga nr. 56/1950 um húsaleigu, skuli ekki hafa áhrif á útreikning framfærsluvísi- tölunnar. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. Húsaleiguliður vísitölu fram færslukostnaðar skal reiknaður án tillits til 5. gr. laga nr. Helgi Hannesson. 56/1950 um breytingu á lög- ufn nr. 39 1943 um húsaleigu. Skal nefndur vísitöluliður reiknaður eftir því ákvæði í 3. gr. laga nr. 22/1950 um gengis- skráningu o. fl., að miðað sé við húsaleigu í húsum sem full- gerð eru eftir árslok 1945, og á grundvelli rannsóknar kaup- lagsnefndar á húsaleigu. 2. gr. Skal kauplagsnefnd reikna á ný vsíitölu júlímánaðar samkv ákvæðum 1. gr. og skal sú vísi- tala gilda fyrir kaupgreiðslur frá 1. ágúst til 31. des. 1950. 3. gr. Nú er vísitala framfærslu- kostnaðar fyrir júlímánuð sam kvæmt ákvæðum 1. gr. þessara laga hærri en 112 stig, og skal þá hækka uppbót á kaup- greiðslur fjóra síðustu mánuði ársins þannig, að mismunurinn fyrir júlímánuð sé að fullu bættur. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og jafnframt íalla úr ' g'ildi ! bráðabirgðalög nr. 71, 19. júlí ' 1950.“ v Dreglð um happ- DREGIÐ verður um happ drættisbifreið Sambands ungra jafnaðarmann aannað kvöld. Eru því allra síðustu forvöð nú að verða sér úti um miða. Aiþýðufiokksfólk er hvatt til að leyfa börnum sínum að selja happdrætti:miðana á götunum í dag og fram eftir morgundeginum, og út- söiumönnum er bcnt á s\S þeir þurfi nauðsynlega a'ð gera skil fyrir miðasölunni í dag eða fyrri partinn á morgun. MiSarnir eru afgreiddir i skrifstöfu Sambands ungra jafnaðarnianna í Alþýðuhú inu, annarri hæð. isms, %m fórsl í skriSulalllR! a Seyðisfirði, fór fram í gær f GÆR fór fram á Seyðisfirðí útför konunnar og barnanna. fjögurra, er fórust þar í ski'íðix fallinu á dögunum. Geysilegur mannfjöldi var við athöfninar og mun aldrei svo mikið fjól- menni hafa verið við nokkra útför á Seyðisfirði. Fjöldi sam- úðarskeyta bárust víðs vegar aA til aðstandenda konunnar og; barnanna, er fórust í sk'.'iou- fallinu. rúiinii ins í ’ÞerieirifirÍi -i—-t:— Nokkrir menni uppvísir að þjófnaði úr þyí, en ranjnsókn er ekki lokið. —— ■■■ -r— STOLIÐ HEFUR VERIÐ úr fiaki rússneska skipsins Júpi- ters, sem strandaði skömmu eftir miðjan þennan mánuð í Þor- geirsfirði. Ýmissa hluta úr skipinu er saknað, og eru nokkrir menn þegar uppvísir a'ð því að hafa rænt úr því. Rannsókm málsins er ekki lokið. I Björgunarskipið Sæbjörg j inn var úr bátunum tveimur, kom fyrra mánudag lAéð lög- ' og eins það, er fannst í sildar- reglumann og tollvörð frá Ak- ureyri á strandstaðinn, og skyldu þeir líta eftir flakinu. Voru þar þá fyrir tveir trillu- bátar frá Flatey, og var búl'5 að setja í þá ýmsan varni.ng úr skipinu. Lét skipstjórinn. á Sæ- björgu taka varni»'f; þennan úr bátunum og kærði síðan málið. Síðar vitnaðist að skipverjar á ' það brott síldarskipi hefðu rænt ein- hverju úr flakinu og grunur leikur á um annað, sem /jkki hefur náðst til enn. Allur varningurinn, sem tek- skipinu, liefur nú verið fluttur um borð í varðskipið Ægi. Var það ekki mikið verðmæti, en, auk þess er saknað úr flakinu véla úr tveimur nótabáium, dýptarmælis skipsins og fleira- Er ekki vitað með vissu, hvort því hefur verið stolið, eða rúss- nesku sjómennirnir hafi flutt II. FLOKKS MOTIÐ. ; KR vann fram með 2:1 á þriðjudaginn og Valur vanii’ Víking með 4:1. }

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.