Alþýðublaðið - 02.09.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.09.1950, Blaðsíða 4
-ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Laugardagur 2. seþt. 1950 títgefaudi: Alþýðuflokkurxnn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréítastjóri: Renedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Eitstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. j Auglýsingasími: 4906. j Afgreiðslusími: 4900. I Aðsetur: Alþýðuhúsið. Aiþýðuprentsmiðjan h.f. Kröfur bænda r i ---- STÉTTARSAMBAND BÆNDA hefur á fundi sínum að Kirkjubæjarklaustri sam- þykkt, að gildandi verðlags- grundvelli landbúnaðarvara skuli sagt upp og fram borin sú krafa, að bændur fái á þ/ssu hausti fyllstu verðhækkun á landbúnaðarvörur. Þar með er sýnt, að hættan á enn nýrri flóðbylgju dýrtíðar og verð- bólgu er yfirvofandi. Fram- haldið liggur í augum uppi: Verkalýðssamtökin hljóta að knýja fram almenna kaup- hækkun, ef bændur fá kröfu sinni framgengt, enda hefur Alþýðusamband íslands lagt áherzlu á, að þau framlengi samninga sína með mánaðar uppsagnarfresti, svo að þau séu við öllu búin. Alþýðusam- bandsþingið í haust mun taka þessi mál til ítarlegrar athug- unar og marka stefnu verka- lýðshreyfingarinnar varðandi þau til næstu tveggja ára. Þá verður komið í ljós, hvort ný og stórfelld verðhækkun landbúnaðarvara reynist næsti þátturinn í aukningu verðbólg unnar og dýrtíðarinnar. Fari svo, verður verkalýðshreyf- ingin til neydd að knýja fram launahækkun til að mæta þeirri kjaraskerðingu. Hitt er augljóst, að þessi ó- heillaþróun er ekki verkalýðs- hreyfingunni að skapi. Hún hefur tvisvar sinnum á tveim árum markað þá afstöðu í efnahagsmálunum, að hún leggi áherzlu á, að reistar verði skorður við dýrtíðinni og verðbólgunni og kaupmáttur launanna aukinn, þar eð það sé bezta pg varanlegasta kjara- bótin. Núverandi ríkisstjórn og meirihluti stuðningsflokka hennar á alþingi hefur til þessa gengið í berhögg við þessa af- stöðu alþýðusamtakanna. Og eigi nú ný hækku > landbúnað- arafurða að bætast ofan á gengislækkunina og þegar fram komnar afleiðingar henn ar, á verkalýðurinn ekki ann- arra kosta völ en grípa' til hinnar gömlu og nýju nauð- varnar sinnar — krefjast launahækkunar og knýja hana fram með verkföllum, ef mót- stöðu verður að mæta. Því miður er ástæða til þess að ætla, að þessi óheillaþróun verði ekki umflúin, þar eð hún sýnist vera bein afleiðing af stefnu og starfi núverandi rík- isstjórnar og meinTíiuta íhalds flokkanna á alþingi. Enginn efast um, að formaður stétt- arsambands bænda segi satt og rétt frá, þegar hann rekur af- leiðingar gengislækkunarinn- ar fyrir bændur landsins. Sverrir Gísiason gefur þær upplýsingar, að innlendur fóð- urbætir hafi hækkað um 77%, útlendur fóðurbætir um 125%, áburður um 88%, timbur um 45%, þakjárn um 60%, máln- ing um 35%, benzín um 80%, smurningsolíur um 102% og varahlutir og viðgerðir um i0.%. Þessar eru afleiðingar gengislækkunarinnar fyrir bændastéttina, og hefur þó að- eins fátt eitt verið talið. En gengislækkunin átti sem kunn ugt er að vera allra meina bót. Hún átti ab stemma stigu fyr- ix; verðbólgunni og dýrtíðinni, gerbrovta viðhorfum átvinnu- Íífsiris' ög efnahagsmálahna til hins betra. En nú hafa verkih talað. Og dómur þeirra er rot- högg á blekkingar gengislækk- unarforkólfanna. En bændurnir eru síður en svo eina þjóðfélagsstéttin, sem orðið hefur fyrir eftirminni- !egu áfalli af völdum gengis- lækkunarinnar. Yerkalýður- inn hefur að ýmsu leyti orðið enn harðar úti. Nauðsynjar hans hafa hækkað alveg eins mikið og það, sem bændurnir verða að kaupa. Þó komst hann verr af en bændur fyrir geng- islækkunina. Og nú blasir sú staðreynd við, að öryggisleysi og atvinnuskortur fer í hönd. Það er því engum blöðum um það að fletta, að verkalýðnum er enn meiri þörf á kjarabót- um en nokkurn tíma bændum, og krefjist þeir nú stórhækk- aðs afurðaverðs og fái það, hlýtur verkalýðurinn að fara í slóð þeirra og krefjast kaup- hækkunar. Gengislækkunin átti meðal annars að vera bjargræði fyr- ir landbúnaðinn^ Hún átti að leiða til þess, að hægt væri að fullnægja þörfum þessa mikilvæga atvinnuvegar. Bændastéttin getur bezt um það borið, hvort sú hafi orðið raunin. Ræða Sverris Gísla- sonar og samþykktir fundar- ins að Kirkjubæjarklaustri eru glögg vitni þess, að bændur sjá nú, að þeir hafa verið blekktir, og að gengislækkun- in er þeim sem öðrum stétt- um fiötur um fót, en ekki biargræði. Og það væri synd að segja, að Hermánn Jónas- son landbúnaðarmálaráðherra væri Jiétíur í máli á umrædd- um fundi, ef mark er takandi á frásögnum Tímans og Morg- unblaðsihsi Þéssi athafnámíkli fruih'fcvöðull géhgisíækkuhár- innar köm ekki á bæridafund- inn til að segja sigurfréttir, enda ekki von, þar eð ailt hef- ur snúizt í ósigur fyrir hann og rekkjunauta hans í flatsæng stjórnarsamvinnunnar. Hann gat þess eins, að hann legði á- herzlu á, að varahlutir til véla landbúnaðarins fengjust fyrir Marshallfé næsta vetur, bún- aðarfélagið gerði áætlun um byggingu votheysgryfja í land inu og geíin yrði út nákvæm og ítarleg handbók fyrir bænd- ur. Slíkur er boðskapur manns ins, sem í síðustu kosningum lofaði bændum jafnt og öðr- um þjóðfélagsstéttum gulli og grænum skógum, ef hann fengi aðstöðu til að gera gengis- lækkunardraum sinn að veru- leika. Og þá var Marshallað- I stoðin ölmusufé að dónii Her- manns Jónassonar, mannsins, sem nú vonar, að bændur fái eitthvað af varahlutum í vél- ar landbúnaðarins fyrir Mar- shallfé! En víst væri þörf á því, að gefin væri út nákvæm og ítar- leg handbók fyrir bændur, eins og Hermann Jónasson leggur til. Og í þá bók ætti meðal annars að taka upp staðreynd- ir þær um afleiðingar gengis- lækkunarinnar, sem fram komu í ræðu Sverris Gíslason ar. Þá yrði þetta sannorð bók og merk og athyglisvert heim- ildarrit um ólánsskap þeirra manna, sem bændur landsins glæptust til að senda á þing í síðustu kosningum. Axársltaft ríkisstjórriarimiár. —- Eíski . hee: ganga frririi hj á álþýðasatrttökumim. nafn: Helgríma. Bréf'um ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI, aS ætla að g'anga frairt hjá heildarsam- tökum alþýSunnar, Alþýffixsam- bandi fslands, eins og þaff sé ekki til. Ríkisstjórnin ætlaffi sér aff gera þaff í sumar, og viríist einna helzt vilja sýna manndóm sínn meff því, en reynsían hefur kennt henni það, sem hún átti að vita fyrirfram, aff þetta er ekki hægt. Ríkisstjórnin hefur nú orffið aff gefa út bráffabirgffa- iög vegna mistaka sixina í þessu efni. En þó ekki fyrr en eftir viffræffur viff leifftoga alþýffu- samtakanna. HÉR ER SÍZT af öllu verið að hælast um. En alþýðustéttirnar geta ekkí þolað það, að byi-ðar vaxandi erfiðleika sé eingöngu settar á hennar bök. Alþýða manna þolir það ekki, að ein- staka stéttir fái að leika sér eins og þær Iystir, en alþýðunni gert að skyldu að skera niður brýn- ustu lífsnauðsynjar sínar. Þegar alþýðan finnur, að eitt er látið yfir alla ganaa, þá telur hún sannarlega ekki eftir sér að bera byrðar. ÍSLAND ER LÍTIÐ LANÐ og það byggir fámenn þjóð. Þetta land og þessi þjóð hafa ekki ráð á því að á bökum þeirra hossi sér luxusstétt. Allir vita það, að nú er kjörum allrar alþýðu mik ið þrengt. Vörur stórhækka i Ekki hagshótaheldur kosningobarátta „ALÞÝÐUSAMBANDS- STJÓRN vegur aftan að verkalýðshreyfingunni“. Þetta var aðalfyrirsögn Þjóð- viljans í gær. Það er túlkun hans á þerrri staðreynd, £.ð Alþýðusambandsstjórn hefur nú knúið ríkisstjórnina til þess að láta undan í deil- unni um útreikning júlívísi- tölunnar og fyrirskipa nýjan útreikning hennar án nokk- urs tillits til pappírsákvæða hinna nýju húsaleigulaga Framsóknar, sem látin voru valda lækkun vísitölunnar um hvorki meira né minna en 5 stig, er meirihluti kaup- fcgsnefndar ákvað hana, að undirlagi Björns Ólafssonar, aðeins 109 stig í júlí. Að knýja ímm fulla leiðréttingu á þessari fölsuðu vísitölu og tryggja verkalýðnum og launastéttunum 15 % kaup- uppbót í ágúst og 15,75% fjóra síðustu mánuði, í stað 12% eins og hún átti að vera allan síðari helming ársins, samkvæmt bráðabirgðalög- um Björns Ólafssonar í júlí, — það kallar Þjóðviljinn „að vega aftan að verkalýðshreyf ingunni“! AÐ SLÍKRI FJARSTÆÐU er ástæðulaus að eyða mörgum orðum. Að sjálfsögðu skal það viðurkennt, ao með sigri Alþýðusambapdsins í deil- ■ unni um útreikning júlívísi- tölunnar er aðeins hrundið þeirri svívirðilegu árás, sem á verkalýðs- og launasamtök in yfirleitt var gerð með föls- un júlívísitölunnar. Sjálf kjaraskerðing géngislækk- unarinnar hefur þar með ekki verið bætt með neinni grunnkaupshækkun. En þar hefur heldur ekki verið neitt af verkalýðnum og launa- stéttunum samið._ Samtök þeirra hafa sýnt styrk sinn og unnið frækilegan sigur í deilunni um júlívísitöluna; og þau munu ekki fram- lengja samninga sína nema með mánaðar uppssgnar- fresti. þannig að þau verða alltaf viðbúin að gæta hags- muna verkalýðsins og tauna- stéttanna, einnig með sókn fyrir kauphækkun ef nauð- syn krefur. EN ÞAÐ ER EKKI HAGUR verkalýðsins og launastétt- anna, sem Þjóðviljinn er nú að berjast fyrir með hróp- yrðum sínum að Alþýðu- sambandsstjórninni í sam- bandi við sigur hennar í vísi- töludeilunni. Nei, það er ekki hagsmunabaráttan, sem blað kommúnista er að hugsa um, heldur kosningabaráttan til Alþýðusambandsþingsins í haust. Það sýnir ritstjórnar- greín Þjóðviljans í gær, svo ag ekki verður um villzt. Þar stendur (á hinu venju- lega prúða máli kommún- ista): „Alþýðá íslands geldur þess nú grimmilega, að eiga heildarsamtök sín í höndum sendimanna auðmannastétt- arinnar . . . Viðbrögð henn- ar hljóta að verða þau, að leggja nú á það alla áherzlu, að losa Alþýðusambandið undan oki heitrofanna og auðvaldsþjónanna, sem í öll- um kjaradeilum verkalýðs- ins ganga með rýtinginn í erminni reiðubúnir til að vega aftan að verkalýðssam- tökunum . . . Takist verka- lýðnum að reka svikarana af höndum sér í Alþýðu- sambandskosning- u n u m í haust, Ieggur hann um leið tryggan og ör- ugg£n grundvöll að . . . bar- áttu fyrir káuphækkun á móti dvrtíðaraukningunni HÉR SKAL NÚ EKKI um bað raett, hvernig verkfallsbrjót- unrim í togaradeilunni ferst að tala þannig um núverandi Alþýðusambgndsstjó^n, sem með varðstöðu sinni og vit- urlegri stjórn á verkalýðs- samtökunum hefur hrundið tilraun ríkisstjórnarinnar til þess að hafa lögskipaða kaup uppbót af verkalýðnum og launastéttunum með fölsun vísitölunnar. Hér skal aðeins: á það bént, að samkvæmt til- Framh. á 7. siöu. verði. Launin, sem fyrir rúm- um ixsánuði nægðu nokkurn veg in fvrir brýnustu lífsnauðsynj- um, gera það ekki lengur. Þetta finnur verkalýðurinn. Hins veg ar gáir hann til veðurs í hvert sinn, sem hann berst í bökkum. Þegar hann sér, að eðlilegar á- stæður. aílaleysi, . lækkandi markaðir, erfið v.eðrátta og slíkt, veldur erfiðleikunum, þá mögl- ar hann ekki. EN ÞEGAR HANN SÉR, að það eru aðrar ástæður. sem valda kjaraskerðingunni, þá spyrnir hann við fæti. Og hann mun halda áfram með að gera. Það er rétt, að allar stéttir hugsa fyrst og fremst um sinn eigin hag -— og eru alltaf og á öllum tímum, sannfærðar um að hagur þeirra, hverrar urn sig, sé hagur allrar þjóðarinnar. í þsssu efni ríður því á miklu að æðsta vald ið, ríkisstjórnin, sé víðsýnt og sanngjarnt. Ef svo er, er ekki hætta á að allt sé spennt upp þar til boginn brestur. KRUMMI Á SKJÁNUM, einn bréfritara minna, er nokkuð harður undir tönnina. Ef til vill of harður fyrir suma. Þó fela bréf hans alltaf í sér mikinn sann leika — og þess vegna birti ég þau. Hér fer á eftir síðasta bréf hans og ber hann þar fram til- lögu um nafn á núverandi rik- isstjórn, sem honum finnst, a.S enn hafi ekki hlotið nafn með réttu: ..ENGRI ÍSLENZKRI RÍKIS-i STJÓRN hefur verið tekið af eins miklu fáleik og nVð- meiri ógn og kvíða en núverandi rík- isstjórn, og ekki að ástæðu- lausu. Um forustumenn stjórnar flokkanna, þá Hermanns Jónas sonar og Ólaf Thors og flokka þeirra er það efalaust sannmæli, sem Grímur Thomsen kvað forð um: ..Trúa þeir hvor öðrum illa, endá trúa fáir báðum.“ VI® MINNUMST „Tólffót- ungsins", (nýsköpunarstjórnar ÓlafsThors). ,.Stefaníu“, (stjórn ina er Stefán Jóhann veitti for sæti). „Pálínu“, (hinnar and- vanafæddu stjórnarmyndunar Jóns Pálmasonar), svo fá dæmi séu nefnd. Mér finnst, Hannes minn góður, að þú ætt- ir nú, sökum „andlegrar vel- ferðar núverandi ríkisstjórnar, að efna til samkeppni um nafn á ríkisstjórninni, því það er gömul trú, að þeir, sem andist óskírðir, fari illa, en vonandi verður þessi stjórn ekki eilíf. ÉG LEYFI mér að stinga upp á nafninu Helgríma. Seinni hluti nafnsins er dreginn af nafni for- sætisráðherra, Steingrími Stein þórssyni. Fyrri hluti nafnsins þarf ekki skýringar við, því all ir vita að hel þýðir sama og dauði. Fjármála- og atvinnulíf og lífsafkoma þjóðarinnar undir núveranai stjórn sýnir glöggt sanníeiksgildi nafngiftarinnar. ORÐIÐ HELGRÍMA táknar einnig „sérstakt yerkfæri, Framhald á 7. áiðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.