Alþýðublaðið - 03.09.1950, Síða 6

Alþýðublaðið - 03.09.1950, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÖ Sminudágur 3. september 1950 HEILAIIEISTINGUR Theosofiskur harmleikur, umsaminn úr fornarabiskri komedíu. 1. atriði. (Ritvélasmellir. Síð l an raulað karlmannsrödd) Stúlkan. Æ, hættu þessu bann settu söngli, Bassi. Þú truflar mig, og þess utan sönglarðu allt af rammfalskt. Bassi. (Virðist, éftir röddinni að dæma, vera innan við tví- tugt). Ékki spyr ég svo að . . . Aldrei má ég . . . (Stutt þögn). Eigum við að koma á Borgina í kvöld? Stúlkan. Við . . ég með þér. . . Ertu vitlaus, eða hvað? Bassi. Hvers vegna ætti ég endilega að vera vitlaus, þótt ég biði þér með mér á Borgina? Þú veizt, að ég er skáti, og satt að segja held ég, að mér hafi ekki tekizt að gera neitt' góðverk í dag . . Þetta góðverk mundi hins vegar duga mér í marga daga, og ég get þvegið af mér pipar- lyktina, þegar ég kem heim . . . Stulkan. Að þú skulir ekki skammast þín. Svona, þegiðu. Ég verð að keppast við. Ég á eftir að skrifa utan á um þrjátíu leýf s isveitingar og leyfisneitanir, sem þú verður að gera svo vel og leggja í póst, áður en þú ferð heim. Bassi. Og hvað skyldi nefnd- in segja, ef við létum slag standa. Stúlkan. Hvað meinarðu . . ; Bassi. Ef við hlypumst á forött í frá öllu saman? Stykkjum upp : á fjöll frá öllum þessum leyfis- veitingum og leyfisneitunum . . [ Stúlkan. Var brauðið, sem þú borðaðir í morgun, smurt með ; kæfu? Bassi. Heyrðu, erum við frjálsbornar manneskjur í lýð- frjálsu landi, eða hvað? Viltu j svara þeirri spurningu? Stúlkan. Að sjálfsþgðu erurn við bað . . . Bassi. Jæja, — erum við það? Megum við fara hvert, sem við viljum og hvenær, sem^við vilj- um? Megum við láta eins og okkur lystir, og gera það, sem okkur lystir, jafnvel þótt það væri allt innan þeirra takmarka, sem siðmenntuðu fólki eru sett? fimmkall. Stúlkan. Nei, ég er ekki viss um það. Bassi. "Mikið var. Nei, við er- iim.íjóðúfkálfar-.íVáffiagétum gabb að, "gkkur sjál|. peð # |)vj ; að skvetta upp rassinum og hoppa eitt eða tvö skref, — en ef við ætlum að hoppa það þriðja, kippir tjóðurbandið í. Allir þykj ast unna frelsinu, og leggja þó allt kapp á, að svipta hverir annan hverjum snefil af frelsi. Þetta er ekki eins og það á að vera. Það er einhversstaðar skekkja í kerfinu . . . Stúlkan. Það hefur áreiðan- lega verið hnausþykkt lag af kæfu ofan á brauðsneiðinni, sem þú borðaðir í morgun. . . Það er ekki nokkur leið fyrir mig að vinna, þegar þú lætur svona. Heyrðu, skrepptu fyrir mig út í búð og kauptu einn poka af fyllt um brjóstsykri. . . Þarna er fimmkall. Bessi. Ef þú kemur með mér á Borgina í kvöld, — annars ekki. Stúlkan. EIslcu hjartans Bassi minn, vertu nú sætur og gerðu þetta fyrir mig . . . Bassi. Olræt. . . Þegar kven- fólk er að því komið að fara að skæla, er mér æfinlega öllum lok ið. Ég er svo hjartagóður . . . Bless. F. O. 2. atriði. (Úti á götu. Umferðarhávaði). Bkssi. (Sönglar fyrst eins og áður. Síðan lágt við sjálfan sig). Hvenær skyldi maður eiginlega komast yfir götuna? Alls staðar sama sagan . . . alls staðar regl ur og ákvæði, sem maður má ekki brjóta. . . Nei, nú bíð ég ekki lengur. Maður er þó, for fan, frjáls maður í frjálsu landi. Bremsuhvinur, óp. Síðan köll og hratt fótatak. Köll. Það ók vörubíll á hann og skellti honum. . . Hann hreyf ir sig ekki . . . skyldi hann vera dauður. . . Almáttugur. . . Hvar er nú lögreglan . . Hann hljóp beint fyrir bílinn, — ég sá það. F. O. 1. atriði. (Raddirnar af göt- unni heyrast fyrst eins og í fjarska, en deyja síðan út. Rödd Bassa er hikandi og óstyrk fyrst í stað, en fyllist skjótt og nær fullum styrk). Bassi. Einn póka af fylltum brjóstsykri. . . Einn poka af fyllt um brjóstsykri, ef þér vilduð gera svo vel. . . Ég var að biðja um einn poka af fýlltum brjóst- sykri, — viljið þér gera svo vel að afgreiða mig, því að ég er að flýta mér. . . Ég á eftir að ganga frá um þrjátíu leyfisveitingum og-4eyfisneitunum, sem ég þarf að koma í póst fyrir kvöldið . . Afgreiðslusíúlkan. Ó, — fyrir gefið, fyrirgefið . . Mér þykir einstaklega leitt, að ég skyldi F rank Yerhi 'd 6.' itu> 'r 'U't.K&aii JBÓ fni'migiE aií :(íir >iÍBruiBi«ö(,r: Lynheí > h hvitú.íi'hreína-• ,Ly>oþes björt á hörund og þrýstin og mjúk á barm! Nú var hún gift ístrukjagga nokkrum, auðug- um mangara, sem verzlaði með dúka, hörgarn og lífstykkja- spækur, gerðar úr hvalskíði. Megi hann njóta hennar eft- ir beztu getu! hugsaði hann beiskjulaust. — Og blessuð veri minning þín, mín fagra, hreinlynda og prúða frænka. Þú varst skynsöm, — með af- brigðum skynsöm! Hann gat ekki heldur hatað. Jafnvel ekki þegar hann minntist Tim, hins unga bróður Lynnes, sem látizt hafði, helsærður og eftir óum- ræðilegar þjáningar í fangabúð unum í Anderscnville. Ég er orðinn að rekaldi, hugsaði hann með sjálfum sér. Aldrei fram- ar mun ég geta notið eins né neins í lífinu. Og nú, þegar ég hef glatað ástríðum ástar og haturs, liggur mér aðeins ein leið opin, — til valda. Hefði Laird litið upp, mundi hann hafa komið auga á nokkr ar ungar stúlkur, sem komu, flissandi og masandi eftir gang- stéttinni, en námu skyndilega staðar, þegar þær nálguðust hann. Þá hefði hann ef til vill líka heyrt eina þeira hvísla nafn hans. En honum varð ekki litið upp. Philip varð meira að segja að taka þéttings fast í handlegg hans, svo a'ð hann gengi ekki framhjá hús- inu. ,,Þá erum við komnir á leið- arenda!“ mælti Philip. Laird svaraði engu. Hinkaði aðeins kolli. Philip hrinti þungri e.ikarhurðinni frá stöf- um og þeir gengu inn í húsið. ANNAR KAFLI. LTngu stúllkurnar stóðu í sömu sporum á gangstéttinni og störðu á lökaðar dyrnar, þegar þeir bræðurnir voru horfnir inn í húsið. Og allt í einu sneru þær sér allar að þeldökkri stúlku. sem stóð í miðjum hópn um. Hún virti þær fyrir sér, hverja á eftir annarri, og sá sömu þöglu spurninguna í svip þeirra allra, og kynlegum glampa brá fyrir í augum hennar, sem voru ekki blá, held ur dimmfjólublá eins og krónu- blöð sumra tegunda af þrenn- ingargrasi. „Þetta var hann, — var það ekki?“ spurði Daphðe Sam- payrac, og gat ekki lengur ham ið forvitni sína. „Þetta var láta yður bíða. Gerið svo vel, — hér er eyðublaðið. Bassi. Ha, — hvað . . . Afgr.st. Eyðublaðið ... Ja, Framhald. úújrflj rry^fý það. ^ki, Denisa gretti sig og herpti saman þykkar og heitar varirn ar, sem mynduöu tvo blóðrauða bletti á brúngullnu andlitshör- undinu. „Jú,“ svaráði hún. „Þetta var Laird!“ Laura Williamson deplaði augum. Hún var ákaflega hreyk in af 'því hversu dökk og löng augnahár hennar voru, og depl aði því oft augunum, til þess að vekja athygli á þeim. Einkum hafði hún það fyrir sið, ef hún hugðist segja eitthvað, sem hún bjóst við, að kæmi við kaun annarra. „Það er 'sennilega hitans vegna“, mælti hún og leit á Denisu. „Og þú veizt að ég hef ekki tiltakanlega skarpa sjón, — en Denisa mín, — heyrðu, er hann ekki í bláum einkenn- isbúningi?“ „Það er óþarfi fyrir þig að skella skuldinni á hitann“, svaraði Denisa Lascals ofboð rólega.“ Og við vitum allar, að þú getur auðveldlega greint manneskju á ferð í þriggja mílna fjarlægð, einkum ef svo vill til, að manneskjan er í síð buxum. Þér er því fullljóst, að hann var klæddur bláum ein- kennisbúningi. Og fyrst þig langar til að kunna sem bezt skil á þessu, get ég frætt þig á því, að hann ber einkenni liðs- foringja. Laird var nefnilega foringi sjöttu fótgönguliðsher- deildarinnar frá Massachu- setts“. „Ó, Denisa!“ hrópuðu þær Robieusystur báðar í einu?“ Þetta er blátt áframhræðilegt!“ Denisa hristi litla kollinn sinn og rauður munnur hennar opnaðist lítið eitt. „Það er hræðilegast- ykkar *vegna, stelpur mínar“, mælti hún ertnislega. „Nú er Laird sem sé ekki lengur í húsum hæf ur, og þið verðið því að hætta að elta hann á röndum, — sem l raunar var alltaf vonlaust verk fyrir ykkur“. „En Denisa“, mælti Daphne ávítandi. „Að þú skulir láta þér slíkt og þvílíkt um munn :°araj“ f,Er það kannski svo fjarri sanni?“ spurði Denisa og leit á þær til skiptis. „Eða getið þið svarið fyrir það?“ „Jæja, ég segi fyrir mig,“ mælti Lára, „að ég gerði aldrei alvarlega tilraun, hvað það snerti. Og úr því svona er kom ið, já —: þá hórfir þetta allt öðruvísi við“. Denisa reisti fagurmótað höf uðið. Það var eins og hún væri álút vegna þess, að háls henn- f " .- ■ -.• ■ ■ •1' .' am i. ar bæri ekki alla þc.s.saiþýkkú, hrokknu lokka. -. 'd i ; „Eigum við að halda lengra?“ spurði hún“, eða eigum við að standa hérna til tilífðarnóns og stara á dyrnar, sem lokuðust að baki mínum afvegaleidda mági?“ „Að heyra til þín“, sagði önn ur Robieusystranna. Þagr héldu allar af stað og þögn sló á hóp- inn, svo að aðeins fótatak þeirra á steinlagðri gangstéttinni rauf þögnina. „Denisa,“ tók önnur Robieu- systirinn til máls. Denisa leit á hana. Og Maríu Robieu varð starsýnt á dökk- gullið hörund hennar og augna- brúnirnar yfir dimmfjólubláum augunum. Þær voru ekki boga- dregnar, helaur þráðbbeinar eins og þær væru dregnar eftir reglustiku. „Þig langar til þess að vita, hváð muni hafa valdið því, að Laird fór þannig að ráði sínu, er ekki svo?“ spurði Denisa með hægð. „Ég veit það ekki. En það mætti segja mér, að stúlkan, sem hann þekkti þarna í Boston, hafi átt sinn þátt í því. En ég veit það sem sagt ekki með neinni vissu.“ „Það er sennilegt", mælti Laura. „Laird naut ótrúlegrar kvenhylli. Hann var mesta kvennagullið í New Orleans, og þó víðar væri leitað“. „Var?“ greip Denisa fram í fyrir henni. „Þú talar um hann eins og hann væri dáinn og graf inn, eða farinn langt í burtu?“ „Þú veizt það ósköp vel, Denisa mín“, svaraði Laura, „að upp frá þessu getur engin heiðvirð stúlka látið sjá sig í fylgd með hönum“. Denisa hvessti á hana dimm- blá augun, og svo virtist, sem eldur brynni úr þeim. „Ég hef aldrei álitið sjálfa mig óheiðarlegá stúlku“, svar- aði hún, „en samt sem áður hef ég fastráðið, að láta sjá mig í fylgd með honum, þegar svo ber undir, eins og ekkert hafi í skorizt. Ykkur er því vissara að afneita mér þegar í stað“. „En“, tók Daphne til máls og lét sem hún væri að hugsa málið. „Það er annað með þig, — hann er nátengdur þér, þar sem systir þín er gift bróður hans“. Denisa hló, og hlátur hennar hafði gullinn hreimblæ. Gullni blærinn einkenndi hana, bæði hvað rödd og útlit snerti. „Ég hef aldrei litið svo á, að það væru tengdirnar, sem réðu vináttu okkar. Sem betur fer“. Og rödd hennar titraði af gleði og glettni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.