Alþýðublaðið - 22.09.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1950, Blaðsíða 1
Ábafnimar af Oeysi og skíðavélinni komu til Reykjavíkur í gær: ■ .» kulinn í blindhrí ÁHAFNIRNAR af Geysi cj amerícRu ákí'ð'aflug- vél'inni komu til Reykj avíkur rétt e'ftir klukkan ellefu í gærmorgun. HÖfcu tvær flugvéiur, Ar.scn og Grum- mann, lent í upp'þornu&um árfarvcgi skammt norðan við Vatnaiökul og t'ekið áhafnirnar þar. Reykjavík var fánurn skreytt í gær og rakettum skotið á flugvellinum, er . flugvélarnar settust. Var fjöldi manns á flugvellinum og að vonum fagnaðar- fundir mikfir, er ættingjar cg vinir sáu flugmennina og flugfreyjuna aftur eftir viku hrakninga. Fréttamönnum gafst 1 gær- dag kostur á því að hitta áhöfn ina af Geysi að máli í skrifstofu Loftleiða, en talsmenn félagsins tóku það fram í upphafi, að þar sem enn hefði engin rann- sókn farið fram á slysinu, væri þess vænzt að blaðamenn spyrðu sem minnst um tildrög slyssins. Var öll áhöfnin mætt í skrif stofunni, nema Dagfinnur Stefánssön, sem strax varð að leita læknis vegna meiðsla sinna, en hann hafði hlotið mik inn áverka í andliti. Ingigerð- ur Karlsdóttir kom einnig beint frá læknisrannsókn, en hætía er talin á að hún sé brákuð á baki og brjóstkassa, en þó bar hún sig vel og virtist hin hress asta. Flugstjórinn, Magnús Guðmundsson, er töluvert mar inn í andliti, og Guðmundur Sivertsen hefur skorist á evra, en þeir Bolli Guunnarsson og Einar Runólfsson virtust ó- meiddir með öllu. Þrátt fyrir viku volk á jöklinum; þreytu og vökur var fólkið allt hið hressilegasta, og staðráðið í því að- halda flugstarfinu áfrarn, eins og Magnús komst að orði. KAFFIPAKKINN KOSTAR NÚ KR. 8,10 SIYKKIÐ VERÐ Á KAFFI hefur enn hækkað. Tilkynnti verðlags- stjóri í gær, að verðið skuli vera kr. 32,40 kg. í smásölu, eða 8,10 kr. pakkinn. Kaffilaust hefur verið und- anfarna daga. Þegar slysið vildi íil, höfð- um við flogið í glóruiausu skýja þykkni í 20 mínútux, sagði Magnús Guðmundsson flug- stjóri. Veður var mjög vont: og var bæði sterkt uppstreymi og niðurstreymi, svo að flug- vélin var óstöðug á fluginu. .Engir munu þó hafa verið i ör yggisbeltum nema við Dag- finnur, en allir voru á sínum stað í vélinni — allir karlmenn irnir fram í stjórnklefa, en Ingigerður aftur í. Radioskil- yrði voru mjög slæm, og eng- in leið að ná radiomiðun. Flug vélin var í 8000 feta hæð, en ísing hlóðst á hana og vorum við í þann veginn að setja ís- varnartækin á, þegar flugvél- in skall niður á jökulinn. Flug- vélin mun fyrst hafa skollið niður á jökulinn, og rekið nið- ur vinstri vænginn, en kastast upp aftur, en svo komið niður á hvolfi. Sennilega hafa allir í viélinni misst meðvitund um stund, en þegar við komumst til ráðs vissum við varla hvað komið hafði fyrir; datt fyrst í hug, að Geysir hefði rekist á aðra flugvél. Okkur varð.það fyrst fyrir að komast út, cg gátum komist upp um glugga, og sáum þá hvernig umhorfs var. Úti fyrir var hlindhríð og ca. 10 vindstig. Þegar ég kom út heyrði ég að Ingigerður kallaði, og hjálp aði ég henni til þess, að kom ast út um gat, sem rifnað hafði á vélina. en hvernig hún komst út um það er okkur öllum ráð gáta, því síðar revndist það ó- mögulegt. Eftir að við höfðum öll komist út, revndum við að komast inn í vélina aftur, því flestir voru fáklæddir, — að- eins á skyrtunum og einn meira Framh. á 7. síðu. Áhöfnin af Geysi við komuna til Reykjavíkur í gærmorgun: talið frá vinstri: Ðagfinnur Stef- ánsson, flugmaður; Bolli Gunnarsson, loftskeytamaður; Einar Runólfsson, vélamaður; Magnús Guðmundsson, flugstjóri; Ingigerður ’Karlsdóttir. flugfr. og Guðmundur Sivertsen, loftsiglingaf. Ifelldu unarfillöouna BÆÐI SJOMENN OG UTGERÐARMENN felldu, eins búizt var við, miðlunartillögtma í togaradeilunni með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæ'ða í gær. Kosningu lauk í gærkvöldi, og voru atlivæði talin þegar á eftii. Iljá útgerðarmönnum var j miðlunartillagan felld með 27 atkvæðum gegn 14, en einn seð ilgar á dagskrá' herjarþingsins ill var auður. Hjá sjómönnum fór kosningiu sem hér segir: í Reykjavík sög'ðu 291 NEI en 14 Já, 4 auðir í Hafnarfirði sögðu 103 NEI en 3 JÁ, 1 ógildur í Vestmannaeyjum sögðu 42 NEI en 3 JÁ, 1 auður Á ísal'irði sögðu 24 NEI en 7 JÁ Á Akranesi sc"ðu 14 NEI en 4 JÁ Á Siglufirði scrðu 17 NEI en 0 JÁ, 2 auðir. Ekki liöfðu borizt fréttir af fleiri stöðum, þegar blaðið fór í pres§jina. DAGSKRÁRNEFND alls- herjarþingsins í New York h.ef ur samþykkt að taka allmörg mál á dagskrá, þar á meðal til- lögur Achesons, kærur Form- osustjórnarinnar á hendur Rúss um. mál Grikkja og nágranna þeirra og mannréttindi á Balk anskaga. Vishinsky var á móti þessum öllu, en naut aðeins stuðnings Tékka. Harðir bardagar í úthverfum Seoulborgar í allan gærdag -----+------ Hersveitir sameinuðu þ]óðarma sækja fram á allri suðurvígiínunni. Marshall, Shinwill og Moch á fvndi L AND V ARN ARÁÐHERR- AR Bandaríkjanna, Breta og Frakka, þeir Marshall, Shin well og Jules Moch. koma í dag saman á fund í New York til þess að ræða varnir Evrópu og Atlantshafsbandalagsins. ORUSTAN UM SEOUL er hafin. í gær gerðu bandarískar hersveitir áhlaup á nokkur úthverfin og fylgdu þeim stórir skriðdrekar. Var barizt í götu eftir götu, og eru stórir hlutar úthverfanna í ljósum logum. Sækja bandaíkjamenn inn í borg- ina úr tveim áttum. Allt bendir til þess, að bar- dagar mundi harðna mjög á næstunni á þessum nýju víg- stöðvum, því að Norður-Kóreu menn draga nú mikið lið að sér á þessum slóðum. A suðurvígstöðvunum sóttu herir sameinuðu þjóðanna, í gær fram eftir endilangri víg línunni, þó misjafnlega mlkið. MARTIN STOKKEN setti í gær nýtt norskt. met í 5000 m. hlaupi, á 14:28.2 mín. Skammt frá Taegu sóttu Ame- ríkumenn fram 5—6 km. pg brezkar hersveitir réðust á éin um stað yfir Naktongfljót. Þá tóku Suður-Kóreumenn bæ ‘af kommúnistum á norðanverðri víglínunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.