Alþýðublaðið - 22.09.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.09.1950, Blaðsíða 6
8 ALÞÝÐUBLAÐiö Föstudagur 22. sept. 1950. AÐSENT BBÉF Ritstjóri sæll. Merkilegar þykja mér frétt- irnar frá Bergþórsvholi. Að þar séu nú fundnar brunaleifar af bæ Njáls gamla, og brenna hans því sem næst sönnuð staðreynd. Þykir mér þá um leið heldur afsannast lcenning hins mikla og spaka rithöfundar, sem taldi þann atburð skrök eitt; þóttist geta rakið feril þeirrar sagnar aftur í aldir til persneskra og byzantiskra ævintýra að öðrum þræði, en annars til riddara- sagna og hetjukvæða á miðöld- um, ef ég man rétt. Fer senni- lega svo áður en lýkur, að illa takist þeim að afsanna ýmsar frásagnir íslendingasagnanna, enda þótt sitthvað kunni að vera ýkt í Grettlu og Búa sögu. Þó hefur mér alltaf fundizt var- hugavert, að vefengja frásögn- ina af viðureign Grettis og grið- konunnar fyrir þá sök, að feril þeirrar frásagnar mætti rekja fram til vorra daga og bess ut- an aftur úr %\lu valdi. Hvað þá afturkreistinga snertir, sem ekki vilja fyrir nokkurn mun trúa því, að íslendingar á sögu- öld hafi sumir hverjir verið' garpar og afreksmenn, slíkir að þeir gátu sér hina mestu frægð' erlendis, þá er afstaða þeirra sprottin af minnimáttarkennd og útlendingadýrkun, gömium sálsjúkdómi frá áþjánar- og kúgunaröldunum, þegar bað gróf um sig í þjöðarsálinni, að allt væri mest í Danmörku og enginn innlendur til neins nýt- ur. Því miður mun ekki únnt að grafa gömul íþróttaafrek eða orustubrögð úr jörð, enda þótt Eldjárn minn sé gæfumaður við rekuna, — þarf þess heldur ekki við, og hafa þeir Gunnar velvarpandi og félagar hans tekið það ómak af þjóðminja- verði. Veit ég ekki betur en í- þróttaafrek þeirra hafi vakið aðdáun og athygli stórbjóða, ekki síöur en sund Kjartans vakti við hirð Ólafs Tryggva- sonar; væ'ri gaman að geta skyggnazt sex eða sjö aldir fram í tímann og lesið ritgerðir þeirra, sem þá hyggja sér væn- legasta fræðimennsku til frama að balda því fram., að Gunnar Huseby hafi aldrei getið sér af- reksorð. aldrei til þess unnið, — enda aldrei til verið. Eflaust munu þeir siyðja þá kennmgu sína með þeim rökum, að til hafi vsrið sagnir um góða kúlu- varpara með Bandaríkjamönn- um og ítölum; hafi þær sagnir síðan borizt til íslan%s og ís- lenzkir blaðamenn síðan stað- fært þær og tilemkað oss, benda á það sem sönnun, að þeir hafi valið þessari þjóð- sagnahetju nafn Gunnars á Hlíðarenda, en síðan bætt við hann norsku ættarnafni í þakk- lætisskyni við Norðmsnn, en þeir hafi um líkt leyti gefið oss eftir Snorra Sturluson, — en vitanlega komi ekki til mála, að neinn íslenzkur hafi skarað fram úr öðrum samtíðarmönn- um sínum í einu né öðru! Jæja, þetta eru nú aðeins nokkrar hugleiðingar, sem brunaleifafundurinn að Berg- þórshvoli vakti með mér. Vit- anlega er þessi fundur, þegar allt kemur til alls, ekki sönnun eins eða neins. Njáll var maður framsýnn, og hver veit nema honum hafi hugkvæmst að svíða nokkra afrta og grafa þá síðan þarna, vitandi það, að all- mörgum öldum síðar mundi Eldjárn taka að leita þarna menja þeirrar Njálsbrennu, sem aldrei var framkvæmd. Já, og hver veit nema hann hafi kippt úr sér jaxli og lagt har.n þarna eirihvers staðar í nánd, til þess að gabba prófessora og doktora til trúar á prakkarskap Skarp- héðins.--------- Þú ættir því að grafa betur, Eldjárn minn! Njáll hlær áreið- anlega hinum megin, begar hann veit þá Einar og Nordal véra að athuga jaxlinn! Viðringarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. 33 gerðir vegglampa höfum við. Verð frá kr. 63.50. Véla- og raftækjaverzlunin. Sími 81279. Tryggvagötu 23. Kaupum iuskur & áj Baídursgöfu 30. lesið Alþýðublaðið HEITAR ASTRIDUR svaraði þessu rólega til og virt- ist ekki hyggja á sennu. En þegar Philip varð litið í augu hans, stakk hann hendinni aft- ur í vasann og þreif til skamm- byssunnar. Hann þekkti bróð- ur sinn, þegar hann var í þess- um ham. „Þið virðist hafa gleymt því, herrar mínir,“ mælti Laird, að 6g er borinn og barnfæddur hérna í New Qríeans. Þið gleymið því, að ég hljóti að hafa heyrt sagt frá kosningun- um, sem hér fóru fram 1840, tveim árum áður en ég fædd- ist. Margir ykkar eru það miklu eldri en ég, að þeir hljóta að muna eftir óeirðun- um, sem urðu í sambandi við bær. Philip bróðir minn, sem hérna stendur, sá tvo menn fellda. Og þið hljótið að muna eftir götubardögunum, þving- unaraðferðunum og svikunum í sambandi við kosningarnar 1844. Ekki réðu Norðurríkja- menn neinu um þær kosning- ar. Eða, — það hlýtur að vera misminni mitt, því að ekki fara Suðurríkjamenn svo þorpara- lega að ráði sínu? Munið þið eftir því þegar írarnir, sem bjuggu við Rousseaustræti, voru reknir eins og hjörð aftur á kjörstaðinn og þvingaðir til þess með ofbeldi að kjósa afr- ur og breyta þannig fyrri at- kvæðagreiðslu sinni? Eða mun- ið þið eftir honum Mochlin iög- regluþjóni, sem var drepinn, þegar hann reyndi að koma þeim út úr kjörslanum, sem vörnuðu þeim demókrötum, nem stóðu í þröng fyrir utan og brutu rúður hússins með grjót- kasti, að komast inn í kjörsal- inn og neyta atkvæðisréttar síns? Og ólíklegt er, að þið hafið gleymt honum Steve O’Leary lögreglustjóra, sem var skotinn í sitjandann í upn- botinu, sem varð af því, að hann vildi hindra rannsókn á því furðulega fyrirbæri, að íjórtán hundruð atkvæða vorú greidd í kjörhverfi, þar sem aðeins sjö hundruð atkvæðis- bærra kjósenda var á kjör- nkrá.“ Etienne Fox kreppti fing- urna svo fast um fótinn á glas- inu, að hann hrökk í sundur. Laird lét sem hann veitti hon- um enga athygli. Hann var svo hugfanginn af ræðuefni sínu, að hann gætti engrar varúðar. „Það hafa aldrei farið svo fram kosningar hérna í New Louisiana. að ekki kæmi til ó- eirða í sambandi við þær!“ mælti hann. „Og ég geri helzt ráð fyrir, að svo muni alltaf verða. Mochlin féll í kosninga- óeirðunum 1854. I kosningaó- sirðunum 1856 voru tveir menn skotnir til bana, en tutt- ugu særðust svo, að flytja varð þá í sjúkrahús. Og þrem árum áður en styrjöldin hófst, stóð sá hinn sami maður, sem nú gegnir hinu virðulega borgar- stjóraembætti, fyrir óeirðum. sem urðu ellefu manns að bana, en fjöldamargir særðust. Það var einmitt faðir þirin, Etienne Fox, sem gerði tilraun til þess að halda óeirðaseggjun- um í skefjum, og þá voru hlað- in götuvígi og léttum fallbyss- um beitt í bardaganum. Og svo fjölyrðið þið um smávegis slagsmál, sem urðu í sambandi við síðustu kosningar, scm fram fóru undir eftirliti Norð- urríkjamanna. Ég spyr ykkur, iierrar mínir, eruð þið Norður- ríkjamönnum ekki einiaa helzt reiðir fyrir þá sök, að þið telj- ið þá hafa numið úr gildi gamla þjóðarvenju, og að þeir komi í veg fyrir að ykkar eigin hæfileikar á þessu sviði fái. að njóta sín til fulls?“ Etienne Fox bjóst til að láta hendur skipta og nokkrir menn söfnuðust að honum til þess að veita honum lið. Laird hallaði sér að veitinga . borðinu, og grá augu hans leiftruðu af gáska og' baráttu- gleði. „Nú byrjar skemmtimin fyst fyrir alvöru!“ mælti hann við Hugh. Hugh hló, hátt og hvellt, svo að undir tók í salnum. „Heimskingi!“ sagði hann. „Þeir drepa þig á stundinni!" En. þá hófst ókyrrð nokkur úti fyrir dyrum. Etienne nam staðar, liðsmenn hans hikuöu og horfðu þangað. Flurðinni var hrundið upp og tröllstór negri ruddist inn í saíinn og virti íyrir sér mannsöfnuðinn. Allt datt í dúnalogn, hann hélt rakleitt að veitingaborðínu. ,,Whisky,“ mælti hann, ,.ég vil Eá eittlivað að drekka!“ Laird varð litið framan í svertingjann og sperrti upp augnabrúnirnar. Þetta var svertinginn, sem hann hafði átt í höggi við kvöldinu áður. Veitingamaðurinn spýtti fyr- irlitlega um tonn. „Hevrðu mig um hálft orð, Surtur sæll,“ mælti hann. „Þú veizt það ofurvel, að við veit- um þér og þínum líkum hvorki vott né þurrt. Komdu þér út, fjandi þinn, áður en þú veröur drépinn!“ „Ég frjáls maður,“ drundi í þeim svarta. „Get etið hvar :em mig lystir, drukkið hvar sem mig lystir. Ef hvítir menn ekki vilja, ég moli á þeim hausinn. Skenktu mér drykk- inn, bölvaður ræfillinn þinn!“ Laird veitti því athygli, að einhver hreyfði sig vinstra tnegin við hann. Wilkes hafði tekið mann nokkurn, serri bar þunga svipu í hendi, tali og benti á bareflið, en maðurinn brosti og fékk honum það um- yrðalaust. Þegar Wilkes hafði fengið svipuna í hendur, lædd- ist hann aftan að svertingian- um og sló hann bylmingshögg í hnakkann. Svertinginn snerist á hæii og bjóst til átaka, en Wilkes haföi dregið upp skammbyssuna og miðaði henni á hann. „Þegar svertingi þarf cin- hvers við,“ mælti þessi fvrr- verandi þrælasali, „verður hann að vinna fyrir því með því að dansa. Allt í lagi, Surt- ur, dansaðu, skepnan þín, dansaðu!“ Hann hélt skammbyssunni í annarri hendi og miðaði á barm negrans, en sló með svip- unni, sem hann bar í hinni hendinni, á annan fótlegg hans. Svertinginn öskraði og lyfti upp fætinum, en fékk sam- stundis annað högg og engu minna á hinn. Hann hoppaði við og öskraði, en allir við- staddir ráku upp roknahlátur. Philip Fournois tók undir hlátur þeirra í fyrstu, en hætti skjótt, er honum varð litið á bróður sinn. Laird hafði rétt úr sér, svipur hans varð hörku- iegur og brosið var horfið af andliti hans. Wilkes barði svertingjann með svipunni í fæturna til skiptis og skipaði honum að dansa. „Jæja, skepnan þín,“ sagði hann síðan. „Stökktu nú eins 3g þú eigir lífið að leysa!“ Svertinginn tók þegar til fótanna og hljóp á dvr, en hvítu mennirnir veittu honum margir eftirför með Wilkes í broddi fylkingar. Það var ekki fyrr en svertinginn hafði hlaup ið nokkurn spöl eftir gang- stéttinni og hugðist beygja fyr- ir húshorn, að Wilkes lyfti skammbyssu sinni og skaut. Hann gaf sér tíma til að miða vandlega, enda hitti skotið svertingjann í hnakkann, svo að hann steyptist um koll og valt dauður yfir sig á gang- stéttinni. Hugh Duncan hló, hátt og hvellt, svo að messt minnti á hlátur ungrar stúlku. „Þetta var vel skotið, Laird!“ varð honum að orði. „Varst það ekki þú, sem full- yrtir, að hann kynni ekki með byssu að fara?“ Laird svaraði engu, en gekk hægt og rólega þangað, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.