Alþýðublaðið - 23.09.1950, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 23. sept. 19.50
Fraiik Y erb y
HEITAR ASTRIDU
FEGURÐARSAMKEPPNI
Hallur, roskinn bóndi.
Lolly, ráðskona hans úr Rvík.
1. ræðumaður.
2. ræðumaður.
1. bóndi.
2. bóndi.
Raddir.
Hallur í Hvammi. Ókvæntur
óðalsbóndi, tekinn nokkuð að
reskjacV.
LoIIy Gríms. Ráðskona hans
úr Reykjavík.
Lolly. (Situr við spegilinn og
plokkar augabrúir sínar og
gerir ýmist að söngla danslag
eða kveinka sér.) Æ-jæja. . . .
Og ef ég svo ekki hlýt fegurð-
ardrottningartitilinn hérna í
sveitinni eftir allt þetta erfiði
og sársauka, — ja, þá skal ég
verða svo grenjandi vond, að
engin lifandi vera haldist við í
nánd við mig. . . . (Sönglar og
kveinkar sér sem áður.) Tfngin
lifandi vera. . . . Já, hvorki Hall
ur bóndi né kötturinn. Um aðr-
ar lifandi verur er ekki að ræða
á þessum blessuðum bæ . . . og
mjög vafasamt hvort þeir geta
þá talizt lifandi. Kötturinn sef-
ur öllum stundum uppi í rúmi
. . . æ, æ . . . og Hallur . . . æ . . .
er nú eins og hann er . . .
Hallur kemur inn). Ha . . .
hvern þremilinn sjálfan értu nú
að gera?
Lolly (ek-ki óblíð í rómnum).
Ég er að punta upp á andlitið,
maður. . . . Fyrir feguðarsam-
keppnina, sko. Ég er staðráðin
í að verða fegurðardrottning
sveitarinnar, skilurðu.
Hallur. Og þú hsldur að
fyrsta skilyrðið til þess sé það,
að þú réytir þig í framan eins
og maður reytir stél af dauðri
hænu. Nei, kerli mín. . . . Þá
hafa dómararnir kynlegan
smekk, kalla ég.
Lolly. Þeir hljóta að hafa
þroskaðan smekk. Þeir eru úr
Reykjavík . . .
Hallur. Ekki skaltu nú
treysta því, að þeir séu fífl, þótt
þeir séu úr Reykjavík. Yfirdóm
arinn á gripasýningunni verður
líka úr Reykjavík, og ég ætla
að minnsta kosti að vona, að
hann verði með nokkurn veg-
inn heilum sönsum.
Lolly. Já, veiztu nú hvað . . .
Agalega finnst mér það púgó af
-ykkur, að hafa þessa gripasýn-
ingu sama daginn og fegurðar-
samkeppnina ... Bara regluleg
ókurteisi.
Hallur. Nú, hvað er að því?
Ég er alls ekki svo viss um, að
þið berið svo mikið af hinurn
sýningargripunum. Nú, og svo
er þetta alltaf tímasparnaður.
Gunnar í Seli ætlar nú til dæm-
is með öll hrossin, þrjár kýr og
dæturnar allar fimm .. . Ætli
það sé ekki munur fyrir hann
að geta gert eina ferðina ... Jú,
skyldi það ekki . . .
Lolly. Ó, Hallur, þú ert svo
. . . ég á bara stundum alls ekki
orð yfir þig . . . En heyrðu, —
heldurðu að mér stafi nokkur
hætta af þeim . .. dætrunum,
meina ég?
Hallur. Nei, — og fjárinn
hafi það. Hins vegar máttu vara
þig á tíkinni . . .
Lolly (reið). Að þú skulir
ekki skammast þín, sveitalubb-
inn þinn. Ég skal bara láta þig
vita það, að það eru takmörk
fyrir því, sem ég íæt bjóða mér.
Hallur. Nú, hvað er þetta,
kvenmaður. Ég svaraði bara
því, sem þú spurðir. Og ég skal
nú bara segja þér það, að hún
fer ekki í manngreinarálit, tík-
arskrattinn í Seli. Ég ve'it ekki
betur en hún biti einn fram-
bjóðandann við fundarhúsið í
haust, og var það þó heldri
maður úr Reykjavík. Hins veg-
ar hef ég aldrei heyrt getið um,
að dæturnar í Seli hafi bitið
neinn. . . . Enda hefur víst eng-
inn orðið til þess að stíga ofan á
lappirnar á þeim.
Lolly (getur ekki að sér gert
að hlæja). Svei mér »f ég veit
hvað ég á að halda um þig,
Hallur bóndi í Hvammi. Ég' get
eiginlega aldrei vitað hvort þú
ert með afbrigðum heimskur,
— eða svona agalega sniðugur.
Auðvitað átti ég við hvort stelp
urnar væru svo fallegar, að þær
gætu orðið mér hættulegir
keppinautar um fegurðardrottn
ingartitilinn.
Hallur. Já, — einmitt. Þú
áttir við það. Ég skal ekkert um
það segja, en víst er um það, að
þær eru ógiftar allar fimm, þótt
níu af bændum sveitarinnar séu
ókvæntir og sumir svo að hsita
manneskjulausir. Hins vegar
hefur alltaf verið afburða fal-
legt kúakynið á Seli, og það má
fjárinn vita, nema sú skjöldótta
þar verði kolóttu kvígunni
minni hættuleg í hinni sam-
keppninni. . . . Hvern skrattann
ertu nú að gera? Hvers konar
feiti er nú þetta, sem þú makar
framan í þig?
Lolly (hlær við). Þetta köll-
um við nú kreme, Hallur minn.
Fyrst nudda ég því vel inn í allt
andlitið, síðan mála ég roða í
kinnarnar, dreg svarta boga á
augabrúnirnar, mála varirnar á
mér víolettar . . .
Hallur Víolett . .. hver brem
illinn er það nú? Ja, hérna . .
Lolly. Það er svo agalega
sætt, maður. . . . Ég er viss um,
að þig dreplangar til að kyssa
mig á eftir.
Hallur. Nei, fari það bölvmð.
Ég hef andstyggð á öllu sætu.
Drekk ' ekki einu sinni sætt
Wilkes stóð. Hann nam staðe.r
frammi fyrir honum og greiddi
nonum svo snöggt og' vel úti
látið hnefahögg, að hann hneig
niður og missti bæði svipuna
og skammbyssuna úr höndum
sér.
Laird tók upp skammbyss ■
una.
„Jæja, Wilkes,“ mælti hann
blíðlega. „Hlauptu nú eins og
þú eigir lífið að leysa. Og ég
gef þér leyfi til að hlaupa fram
hjá tveim húsum, áður en ég
miða. En, — ef þú hefur rangt
við og hleypur fyrir hornið a
því næsta, tek ég enga ábyrg'ð
á, hvað ég kann að gera “
Wilkes hreyfði sig ekki, en
gaut augunum til þeirra, sem
næst stóðu.
„Hlauptu, Wilkes,“ endurtók
Laird, ákveðið en ofboð rólega.
„Ég var að segja þér að hlaupa
af stað; heyrðir þú það ekki,
eða hvað?“
Wilkes reis á fætur og skiör-
aði af stað, valtur í spori og
óstyrkur í hnjáliðunum. Á-
horfendurnir stóðu öldungis
dolfallnir og þorðu ekki að haf-
ast neitt að. Þegar Wilkes
hugðist hlaupa fyrir hornið á
öðru húsi frá þeim að telja,
lyfti Laird skammbyssunni og
skaut, en kúlan hvein rétt fyrir
ofan höfuð Wilkes.
„Ég hitti ekki,“ mælti Laird.
„Bölvaður klaufi má ég vera!“
En það brá fy'rir glettnis-
glampa í augum hans. Hann
sneri sér að Hugh Duncan.
„Við hittumst þá á morgun,“
mælti hann. Síðan leit hann til
þeirra, sem stóðu á gangstétt-
inni og fylgzt höfðu með at-
hæfi hans. Þeir voru myrkir á
svip og sumir þeirra höfðu
kaffi. Ég held það væri líka öllu
hægara fyrir þig að stinga upp
í þið kandismola og jóðla á
honum, svo lítið bæri á, heldur
en að maka einhverri leðju á
varirnar og vera svo auðvitað
alltaf að sleikja út um.
Lolly. Æ, það er ekki talandi
við þig. Heyrðu annars . . . er
nýtt blað í rakvélinni þinni?
Hallur. Ha, nýtt blað . . ia,
svo til. Ég hef rakað mig með
því eitthvað fjórum—fimm sinn
um. Nægir þér nú ekki að reyta
af þér allar augnabrúnir og
ætlarðu svo líka að fara að
skafa á þér kjammana?
Lolly. Þú heldur sama tónin-
um. Nei, sko . . . nú púðra ég á
mér vangana . . . Sjáðu, — held
urðu að þeir geti orðiö fallegri,
ha? Nú þarf ég bara að raka
hálsinn að aftan. Heyrðu, Hall-
ur minn . . . Vertu nú einu sinni
kavaler, og settu nýtt blað í
rakvélina þína og lánaðu mér. L
dregið upp skammbyssur sín-
ar.
■ „Ég verð víst. því miður, að
kveðja ykkur í þetta skiptið,“
mælti Laird glettnislega og
handlék skammbyssuna. „Ég
bakka ykkur fvrir skemmtun-
iná!“ Síðan gekk hann nokkur
nkref fjær þeim og hélt skamm
byssunni lágt. „Þið skuluð ekk
e|t hirða um að fylgja mér,“
bætti hann við. „Ég vil helzt
vera einn!“ Að svo mæltu
stakk hann skammbyssunni í
vasann eins og ekkert væri um
að vera, sneri baki við þeim og
gekk á brott.
Hann þekkir þá, hugsaði
Philip. Hann veit að enginn
þeirra er sá ódrengur að skjóta
hvítan mann í bakið. Síðan
sneri hann sér að Duncan.
„Þér vitið hvar Wilkes á
heima,“ heyrði hann Duncan
segja við Etienne Fox. „Viljið
þér gera svo vel að biðja hann
að heimsækja mig í St. Charles
gistihúsinu á morgun. Þér kom
ið líka. Það er dálítið, sem ég
þarf að ræða við ykkur.“
Philip ,yppti brúnum. Á
morgun er föstudagurinn 27
iúlí, hugsaði hann með sér.
Enginn gæfudagur, eftir öllum
sólarmerkjum að dæma. Hugh
tók undir arm hans og leiddi
hann til hershöfðingjans.
„Komum,“ sagði hann, „og
fáum okkur eitt staup í ró og
næði.“
Philip brosti og síðan gengu
þeir aftur inn í veitóngasalinn.
SJÖTTI KAFLI.
Hugh Duncan virti fyrir sér
þá -félagana tvo, sem sátu
gegnt honum við borðið og
gæddu sér á úrvals sherry,
sem hann hafði látið bera
þeim. Svín og þórparar, báðir
tveir, hugsaði hann. Fox hefur
sennilega einhvérn tíma verið
sæmilegur maður, en er r.ú
löngu farinn í hundana. Hinn
hefúr gengið með spillinguna í
blóðinu lengst ævinnar. Orð-
inn svo rotinn og gerspilltur,
að óþefinn myndi leggja lang-
ar leiðir, ef stungið væri gat á
bjqrinn. Samt sem áður geta
svona mannskepnur reynzt
þeim notadrjúgar, sem með
kann að fara. Og hann brosti
góðlátlega við þeim báðum.
Hann bar mjóan og langan
vindilinn að öskubakkanum og
drap öskunni niður í skálina
fneð mjúkri fingrahreyfingix.
Gestir hans gláptu á hann báð-
ir og dáðust að því hve glæsi-
lega honum fórst.
„Má bjóða yður að reykja,
'aerrar mínir?“ spurði hann.
,,Því ætli maður þiggi bað
kki!“ tuldrað Wílkns, en Eti-
enne Fox hristi höfuðið neít-
andi.
Hugh beygði sig fram á
borðið, opnaði vindlahvlkið,
sem var úr Ijósgulu svínsleðri,
og bauð Wilkes. Hann valdi sér
einn þeirra mjóu, dökkbrúnu
vindla, sem í hylkinu lágu. bar
hann þvert að víðum, loðnurn
nösunum og þefaði af honnm.
„Fyrirtaks vindill!“ tuldraði
hann. „Fari það bölvað, ef þér
hafið ekki gott vit á vindlum,
herra Duncan!“
Hvaða skynbragð skyldir þú
hafa á þeim hlutum, bölvað
svínið? hugsaði Duncan, en
hélt þó brosi sínu.
,,Það er vindlagerðarmaour
á Havanna, sem vefur þessa
vindlategund sérstaldega fyrir
mig,“ mælti hann. „Ég gæti út-
vegað yður einn kassa, ef þér
viljið.“
,,Gott!“ svaraði Wilkes.
Etienne Fox hafði stungið
hægri hendinni inn í sítt
skeggið og togaði í lokkana.
Hann gaut augunum til Wil-
kes og augnatillit hans var hat-
ursþrungið. Laird Fournois er
mannþekkjari, hugsaði hann,
hvernig í ósköpunum stendur
á því, að ég hef látið þennan
þorpara leiða mig út í of-
drykkju. Nú er svo komið, að
ég verð að sætta mig við fé-
lagsskap hans. Fari það norður
og niður í sótsvartasta myrkra
díki!
Hugh kveikti á eldspýtu og
bar að vindli Wilkes. Síðan
rétti hann úr sér í sætinu.
brosandi sem fyrr.
„Jæja, herrar mínir“ mælti
hann. „Því miður verð ég að
hafa hraðan á. Ég hef mælt.
mér mót við Laird Fournois á
oftir.“
„Það svín!“ urraði í Wilkes.
„Stilltu þig gæðingur!“ svar
aði Hugh Duncan. „Mér fellur
víst engu betur en yður við
Laird Fournois, en samt sem
áður kýs ég að haga fram-
kvæmdum öllum á þann hátt,
sem siðmenntuðum mönnuai
sæmir
„Ég skil yður víst ekki!“
urraði Wilkes.
„Þér skiljið mig, þegar þar
að kemur!“ mætli Hugh lágt.
„Sannið til.'En nú skulum við
snúa okkur að málefninu. Þið
vitið báðir hvernig allt er i
pottinn búið. Nái Norðurríkja-
menn hér völdum, verður hver
einasta akurrein einskis • virði,
— nema ef vera skyldi á erfða-
óðali mínu, Bienvue.“
„Ég fæ ekki skilið að þær
ekrur yrðu þá nokkurs virði
fremur en aðrar á þessum
slóðum,“ varð Etienne að orði.
„Skattarnir komnir upp úr