Alþýðublaðið - 14.10.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.10.1950, Blaðsíða 1
VeðurKorfur: Vaxandi norðaustan átt, kaldi eða stinningskaldi, léttir til. XXXI. árg, Laugardagur 14. október 1950 28. tbl. Forusfugrelnf Kommúnistarógur í Morg- unblaðinu. « ■' ■ -■-’*^3 * Rússar nú andvígir því, a Irygve Lie verffi áiram að aliiiiari sameinuðu þjóðanna ---------------- VISHINSKI lýsti yfir því á fundi allsherjarþings banda- lags hinna sameinuðu þjóða í ga?r, að Rússar gætu ekki fallizt á að istyðja Trygve Lie til endurkjörs sem aðalritara samein- u’ðii þjóðanna, en kjörtimabil hans ér útrunnið um næstu ára- mót. Kemur þéssi afstaða Rússa ekki á óvart, þar eð Trygve Kortið sýnir austurströnd Kóreu og afstöðu hennar til Man- sjúríu (Manchukuo), Sovétríkjanna (Russia) og Japan. Borgin Chongjin eða Seishin, öðru nafni, sem flota- og loftárásirnar voru gerðar á í fyrradag, sést á kortinu. Hún er aðeins 80 km. frá flotahöfn Rússa, Vladivostok. Fyrsla umræða fjárlaganna fyrir 1951 á alþingi í gær --------«.------- Finnur Jónsson gagnrýndi ríkisstjórn- ina harðlega í ýtarlegri ræðu. --------+-------- FYRSTA UMRÆÐA fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1951 fór fram í sarneinuðu þingi í gær, og var lienni útvarpað að vanda. Eysteinn Jónsson fjármá’aráðherra hóf umræðurnar og gerði grein fyrir afkomu ríkisins árið 1949 og útskýrði einstaka Iiði fjárlagafrumvarpsins. Umræðurnar að lokinni fjárlagaræðu Eysteins fjölluðu í senn um fjárlagafrumvarpig og stjórnar- stefnuna undanfarna mánuði, og flutti Finnur Jónsson af hálfu Alþýðuflokksins ýtarlega ræðu, þar sem hann gagnrýndi ríkis- stjórnina harðlega og benti á hörmulegar afleiðingar gengis- lækkunarinnar og ölt hin óleystu vandamál. Lie hefur sætt mikíum árásum í fa nr> rr.ánuði. Sigurbjörn Einars - son fekur afiur undirskriff sína undir Sfokk- hólmsávarpið SIGURBJÖRN EINARS- j SON prófessor lýsti 'yfir ^ því í Tímanum í gær, að hann hefði, eftir að hafa lesið grein Halldórs Kiljans Laxness um Fisher, erki- biskup af Kantaraborg, í Þjóðviljanum í fyrradag, tekið þá ákvörðun að láta strika út nafn sitt á lista þeirra, sem undirritað liafa hið svokallaða Stokkhólms- ávarp; , en grein Halldórs Kiljans, sem prófessovinn nefnir, hafði inni að halda alveg frámunalega rudda- lega og orðljóta árás á hinn brezka kirkjuhöfðingja og kristindóminn yfirleitt. Sigurbjörn segir í yfirlýs- ingu sinni, að hann hafi undirritað Stokkhólmsávarp ið síðastliðið vor eða með öðrum orðum áður en Kór- eustyrjöldin hófst; og, því yrði ekki með néinum rétti sagt, að undirskrift hans hafi falið í sér neitt „sam- þykki á afstöðu Rússa í Kóreumálunum né fylgisyf- irlýsingu við rússneska stór veldisstefnu og kommúnist- íska ofbeldishneigð“. Fyrir honum hefði aðeins vakað að andmæla vopnahurði og ufbeldi, liverrar tegundar sem væri. Engin síldveiði síð- usfu daga. UNDANFARNA DAGA hef- ur engin síldveiði verið, enda ógæftir svo miklar, að ekki getur talizt' að bátar hafi farið á sjó. í gær mun þó eitthvað af bátum hafa róið úr ver- stöðvum hér við Flóann. rússneskum blöðum undan- Að íram kominni þessari yf- irlýsinsu Vishinskis á fundi i allsberjarþingsins í gær, var | hann spurður þess, hvort þessi ! afstaða Rússa væri sprottin af því. að Trygve Lie hefur sem aðalritari sameinuðu þióðanna last áherzlu á, að innrás kom- múnista í Suður-Kóreu væri miskunnarlaust brotin á bak aftur. Vishinski vék sér undan að svara beirri fyrirspurn. en boðaði, að rússneska stjórnin myndi innan skamms gera nán ari «rein fvrir afstöðu sinni. Áður hafði verið talið líklegt að öll stórveldin myndu sam- einazt um að stuðla að því, að Trygve Lie gæfi kost á sér til endurkjörs sem aðalritari bandalags hinna sameinuðu þjóða, þegar kjörtímabil hans væri á enda. Var meira að segja vitað, að valdamönnum Rússlands var þetta áhugamál, en þeir hafa sem sagt breytt um skoðun eftir að innrásin í Suður-Kóreu kom til sögunnar og Trygve Lie gerðist eindreg- inn hvatamaður þess, að r.am- einuðu þjóðirnar skærust þar í leikinn. Styrjöldin í Indó- Kína að komast í algleyming JULES MOCH, hermálaráð- herra Frakka, sem nú dvelst í Nevv York, hefur fyrir hönd frönsku stjórnarinnar farið þess á leit, að Bandaríkjastjórn hraði afgreiðslu á hergögnum til Frakka, en þau eiga að not- ast í viðureigninni vdð upp- reisnarmenn kommúnista í Indó-Kína. Marshall, hermálaráðherra Bandaríkjanna, hefur afhent Moch skrá yfir þau hergögu, sem Bandaríkjamenn treystast til að afhenda með stuttum fyr irvara, en í gær óskaði Moch þess, að ýmsum hergögnum yrði bætt við á skrá þeirri. Moeh hefur látið svo um mælt, að það þoli enga bið, að leikurinn í Indó-Kína verði skakkaður, þar eð kommúnist- ar hafi unnið mikið á síðustu vikur og styrjöldin. þar eystra sé að komast í algleyming. Finnur Jónsson tætti blekk- ingar gengislækkunarpostul- anna sundur lið fyrir lið í ræðu sinni og dró upp glögga mynd af öngþveiti því, sem hér hefur komið til undanfarna mánuði og er bein afleiðing af stjórn- arstefnu samstjórnar Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Er hin snjallú ræða Finns birt í heild á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Gísli Jónsson talaði af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fimbul fambaði um „frjálsa verzlun“ og „heilbrigt. atvinnulíí'11 Hann notaði og tækifærið til að fara með róg um sjómenn vegr.a togccraverkfallsins, enda telst hann til útgerðarmanna og mun hafa orðið fyrstur þeirra til að leggja togurum sínum. Fyrir kommúnista talaði As- mundur Sigurðsson, en í lok umræðnanna flutti Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra svar ræðu, þar sem hann gerði ár- angurslausa tilraun ’til að af- saka gengislækkunina, en komst ekki lengra en að verða hávær. SÍBS fær peningagjöf FÓSTBRÆÐRAFÉLAG frí- jin f gær. 38 herskip héldu uppi látlausri skothríð á hana HERSKIP sameinuðu bjóðanna héldu í gær uppi linnulau-sri skothríð á borg ina Chongjin (Seishin) á austurströnd Norður-Kór- eu, um 80 km. suður af Vladivostok, við járnbraut ina ‘þaðan, cg tcku 38 her- skip þátt í árás þessari. Samtímis -gerði flugfloti sameinuðu þjóðann-a mikl- ar loftárásir, einkum á járnbrauitarmiðstöðvar og vegi, og hersveitir þeirra sóttu hratt fram á víg- stöðvunum bæði á austur- ströndinni og uppi í landi. Stórskotahríð herskipa sam- einuðu þjóðanna á Chongjin hófst fyrir þremur dögum, en náði hámarki sínu í gær, þeg- ar 38 skip létu sprengjuregnið dynja á borginni og ströndinni umhverfis hana allan daginn. Stóð mestur hluti borgarinn- ar í björtu báli í gærkvöldi, en herskipin mættu engri mót spyrnu. Loftsókn flughers samein- uðu þjóðanna í Norður-Kóreu í gær var aðallega beint gegn járnbrautarmiðstöðvum og vegum, og er tilgangur þeirra bersýnilega að torvelda kom- múnistum liðflutninga til Py- angyang. Einnig var gerð loft 1 árás á höfuðborgina og sprengj um varpað á þá staði hennar, sem hafa hernaðarlega þýð- ingu. Enn fremur sökktu flug- vélar sameinuðu þjóðanna nær 30 skipum úti fyrir Kóreu- ströndum. Hersveitir sameinuðu þjóð- anna í Norður-Kóreu sóttu fram á öllum vígstöðvum í gær, en kommúnistar veita nú barðnandi viðnám á leiðinni til Pyongyang. Hin nýja Kóreunefnd ..sam- einuðu þjóðanna hélt fyrsta fund sinn í gær og samþykkti, að stjórnin í Suður-Kóreu skyldi engin völd fá í Norður- Kóreu, heldur verði landinu stjórnað í umboði sameinuðu þójðanna, unz búið sé að sam- e;na Norður-Kóreu og Suður- Kóreu í eitt sjálfstætt ríki og efna til frjálsra og lýðræðis- legra kosninga í öllu landinu. kirkjunnar, sem nýlega var ‘stofnað, hefur fært SÍBS 500 krónur að gjöf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.