Alþýðublaðið - 14.10.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.10.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 14, október 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprehtsmiðjan h.f. Kommúnislarógur í mu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Iét svo um mælt fyrir nokkrum dög- um, að allir, sem hefðu áhuga á lausn togaradeilunnar, ættu að fagna þeirri tillögu, sem þingmenn Alþýðuflokksins hafa borið fram á alþingi, varð andi þá deilu. En efni tillög- unnar er, sem Itunnugt er, það, að ríkisstjórninni skuli falið að gera allt, sem unnt sé, til að koma á sættum á' deilunni, þannig að sjómenn fái viðun- andi kjör; en vilji útgerðar- menn ekki fallast á samkomu- lag, er sjómenn telji sig geta unað, skuli ríkið og bæjarfélög in takast á hendur rekstur tog aranna og gera þá út með að- stoð stofnlánadeildarinnar og bankanna. En það er ekki aðeins, að Morgunblaðið hafi lítinn áhuga á slíkri lausn togaradeilunnar, heldur hefur hin framkomna tillaga þingmanna Alþýðu- flokksins orðið því tilefni þess að ráðast á Alþýðuflokkinn fyrir stuðning hans við málstað sjómanna. Þessa var raunar að vænta af hálfu Morgunblaðs- ins, því að það er dæmt til að reyna að þjóna hagsmunum út- gerðarmanna og berjast -gegn því, að sjómenn fái réttmætum og rökstuddum kröfum sínum framgengt. Hitt er furðulegt, að Morgunblaðið skuli dirfast að saka Alþýðuflokkinn um, hversu verkfallið hefur dregizt á langinn, eftir að útgerðar- menn hafa mánuðum saman staðið sem þvara í potti gegn öllu samkomulagi. En Morgum blaðið lætur ekki þar við sitja. Það tyggur þar á ofan upp lyg- ar og róg Þjóðviljans um stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur og Alþýðuflokkinn í sam bandi við togaradeiluna! Það klígjar ekki einu sinni við því að fylla dálka sína ósvífnum kommúnistarógi! * Morgunblaðið tekur upp í forustugrein sinni í gær þær lygar kommúnista, að stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hafi ekki þorað að taka afstöðu með eða móti miðlunartillögu sáttanefndarinnar í togaradeil- unni, heldur verið hlutlaus. Má l>ó Morgunblaðið vel vita, að það er ekki til þess ætlazt í löggjöfinni um stéttarfélög og vinnudeilur, að stjórn stéttar- félags hafi í frammi áróður í sambandi við miðlunartillögu sáttasemjara ríkisins í vinnu- deilu, eftir að slík tillaga er fram komin. Stjóm Sjó- mannafélagsins gerði því ekk- ert annað en það, sem henni var skylt, er hún lét sjómenn- ina sjálfa um það, að taka af- stöðu til miðlunartillögunnar. ‘Eh, um afstöðu félagsstjórnar- inhar var sáttanefnd ríkisins vel kunnugt; þvÉ áð hún hafði Ræða Finns Jónssonar í gær við 1. umræðu fjárlaganna: lengislækkunin hefur engan HÆSTVIRTUR FJÁRMÁLA RÁÐHERRA hefur lagt fjár- tógáfrumvarp ríkisstjórnárínn- ar fyrir háttv. alþingi og skýrt frá fjárhagsástæðum ríkfs- sjóðs. Því ber að fagna að fjár- Iagafrumvarpið er að þessu sinni nr. 1, meðal þingskjala og er vonandi að alþingi beri gæfu til að afgreiða fjárlög fyr ir áramót. Á þetta ber að sjálf- sögðu að leggja ríka áherzlu. Því miður hefur alþingi nokk- ur undanfarin ár neyðst til bess að draga afgreiðslu fjárlaga fram á ár það, er fjárlög áttu að gilda fyrir. Sú ástæða hefur verið færð fyrir þessum drætti að leysa þyrfti vandræði útgerð arinnar í sambandi við af- greiðslu fjárlaga. Úrlausn út- gerðarmálanna hefur tekið svo iangan tíma á ári hverju, að fjárlagaaígreiðslan hefur tafizt hennar vegna. Hæstvirt ríkisstjórn var mynduð á þessu ári til þess að koma á framfæri frambúðar- úrlausn, sem hún svo nefndi, á vandamálum útvegsins. Geng- islækkunarlöggjöf hæstv. rík- isstjórnar átti eftir hennar sögn að lækna meinsemdir útgerðar- innar. Vera má að hæstv. ríkis stjórn sé þeirrar trúar, að þar r.éu engin vandræði lengur á ferðum og þá þarf að sjálfsögðu engrar frekari lækningar með, eða þá að hæstvirt ríkisstjórn sjái einhver hulin ráð til þess að koma útgerðinni á stað á vertið, án þess að leggja neitt fé fram úr ríkissjóði í þessu skyni. Hvort sem heldur væri þarf hæstv. alþingi, ekki ann- að, en að flýta sér að afgreiða fjárlögin, fara svo heim um áramótin og reka þannig af sér slyðruorðið um sleifarlag á af- greiðslu fjárlaga. Þjóðin býr nú við hið gullna jafnvægisá- stand gengislækkunarinnar og það á, eftir sögn hæstv. ríkis- stjórnar, að fleyta henni yfir alla örðugleika. Ef svo er, væri mikið lán fyrir þjóðina, að eign ast slíka ríkisstjórn og slíkan fjármálaráðherra, sem hyggst á svo auðveldan hátt, leysa vandræði, sem áður hafa tekið alþingi marga mánuði. Hvar eru skatta- og toifafækkanirnar ? Hæstv. fjármálaráðherra hef ur að sjálfsögðu undirbúið fjár lagafrumvarp þetta af sínum al .„og....mnmm sjavaru .cívdííí* : r!frnr7;;íLU y.b&ruun T U vegsins meiri en nokkru sinni áður f. Finnur Jónsson. kunna dugnaði. En við lestur frumvarpsins saknar maður efnda ýmissa loforða sem hæst-' virt ríkisstjórn gaf í sambandi við gengislækkunina. Eða hvar eru tollalækkanir þær, sem heit jð var? Tekjuáætlunin er að vísu lækkuð, hvað tollum og sköttum viðkemur, frá núgild andi fjárlögum um rúmar tóif milljónir -króna, en sú lækkun stafar af minnkandi vonum um innflutning og eínnig af því að hæstv. f jármálaráðlierra áætlar minnkandi þjóðartekjur þrátt fyrir loforð gengislækk- unarmanna um að þær færu vaxandi. Á öllum sviðum er gert ráð fyrir að halda þeim sköttum og tollum, sem giltu fyrir gengislækkunina, og cnn fremur þeim hækkunum, sem á tollunum urðu vegna.henn- ar. Háttv. alþingismenn og aðrir áheyrendur eru þess minnugir, að aðalmótbátan gegn því að fara áfram hina svonefndu upp bótarleið og niðurgreiðslu, var sú, að tollamir og skattamir yrðu óbærilegir. Hins vegar var því óspart haldið fram af forsvarsmönnum gengislækkun arinnar, a& tollarnir myndu lækka við gengislækkunina, og það til muna. Þessi gullnu loforð um lækkun tolla eru að vísu ekki nema rúmlega sjö mánaða gömul, en sízt ból- ar á uppfyllingu þeirra í fjár- lagafrv. hæstv. ríkisstjórnar. Hækkun tollanna og skatt- anna, vegna gengislækkunar- innar eru þó ekkert smáræði. Tekjuskattur og útsvar Iiækk ar á hverjum manni végna aukinnar dýrtíðar, verðtoll- ur hefur hækkað um 48 tii 53% og söluskattui’ um G4 til 72%. Loforðin um tollalækk- anir í sambandi við gengis- lækkunina hafa valdið full- um vonbrigðum eins og önn- ur loforð um stöðuga atvinnu og þess háttar hlunnindi, sem gengislækkunin átti að færa mönnum. Mun ég koma að því síðar, en vil fyrst víkja nokkrum orð um að gjaldahlið frumvarpsins. Ekkert framlag tii vfnnumiðiunar. Hæstv. f jármálaráðherra hef ur í fjárlagafrumvarpinu sýnt lofsverðan áhuga í því að leggja niður nokkur óþörf embætti, eins og t. d. sendifáðið í Moskvu og embætti flugmála- stjóra. Ber að þakka þetta og viðurkenna. Mætti eflaust fara nokkuð lengra á þessari braut, gvo sem að sameina skyldar rík isstofnanir og skipuleggja bet- ur störf þeirra, sem þar vinna. Þeir sem eru í þjónustu ríkis- ins ættu að taka slíku með þökkum og skilningi. Þó verð- ur að gæta þess að skera ekki svo fjárveitingar við nögl, að starfsmenn ríkisins fái ekki nauðsynleg áhöld og aðbúð svo gtörf þeirra geti komið að fullu gagni. Við fljótan yfirlestur at- hugasemda við frv. gætu surn- ar þeirra bent á að slíkt ætti . sér stað. Sumstaðar væri hafð- ur í frammi nokkur naglaskap- lurená öðrum stöðum ofrausn við gæðinga. Við fækkun em- bætta verður að gæta þess að leggja ekki niður nauðsynlega stafrækslu. Veiðimálastjórinn er farinn til útlanda. Embættið á að leggjast niður; en hver er retlunin með fiskiræktina? Á jafnframt að leggja hana niður þó hún sé bæði nauðsynleg og arðsöm? Þá virðast námsmenn erlendis ekki eiga upp á pall- borðið hjá hæstv. fjármálaráð- herra og skáld, vísindamenn og listamenn eiga eiigrar uppbót- ar að njóta á síhæk>andi dýr- tíð. Vitað er að atvinnuleysi er orðið mjög mikið víða á [andinu þrátt fyrir loforð geng islækkunarmanna um stöðuga atvinnu. Er því frekar en nakkru sinni fyrr aukin þörf til afskipta og fyrirgreiSshi um vinnumiðlun. Til þess var áætlað á þessa árs fjárlög- um kr. 100 þús., en er nú fellt niður af hæstv. fjármála ráðherra. Ekki dró ríkissjóð mikið um þessa upphæð, en tillagan um niðurfellingu sýnir lítinn skilning á þörf- um verkamanna. Húsaleigueftirlit var áætl- að á núgildandi fjárlögum kr. 179 þús., en er nú áætlað kr. 134.832.—. Húsnæðismálin eru svo sem Reykvíkingum einkum er kunnugt eitt af aðaláhuga- málum Framsóknarflokksins. Þau voru m. a. ejn helzta ,,hlið arráðstöfun“ flokksins, pvo það . er í fullsamræmi við aðrar efndir, að fellt sé niður sem allra mest af þeim slitróttu ráð stöfunum, sem enn eru í gildi í því skyni að hafa hemil á húsa leiguokrinu. Krukkað í almanna- tryggingarnar. Húsaleigueftirlit og vinhu- miðlun eru hvorttveggja félags málaráðstafanir sem jafnaðar- mannaflokkarnir pg frjálslynd ir á Norðurlöndum tel ja sér skylt að rækja. Blaðið .Tírninn er stundum að reyna að telja Lesendum sínum trú um að Framsóknarflokkurinn s,é eiiis- konar jafnaðarmannaflokkur. Nú hefur hæstv. fjármálaráð- herra afhjúpað þessa blekkingu óþyrmilega, með tillögum sín- um um að afnema bæði húsa- leigueftirlit og vinnumiðlun. Sama má segja um tillög- ur hans um framlög til al- mannatrygginga. Hinn gætni forstjóri’ tryggingarstofnun- enga dul dregið á það við hana, að miðlunartillagan myndi ekki hljóta samþykki togara- sjómanna, svo langt sem hún var frá því, að koma til móts við sanngjarnar óski’/ þeirra. Það kom og á daginn, að tog- arasjómenn vildu ekki við henni líta. Og hin hreina af- staða þeirra á móti miðlunar- tillögunni var því skýlausari og athyglisverðari, að engum á- róðri var beitt af hálfu félags- stjórnarinnar gegn henni. Þjóðviljinn réðist, sem kunn ugt er. á stjórn Sjómannafélags ins fyrir að leggja ekki til að miðlunartillagan yrði felld. Nú ræðst Morgunblaðið í andlegri fátækt sinni einnig á stjórn þess, að vísu ekki.af því að hún lagði ekkií tiX, að miðlunartillag an yrði felld, heldur af þyí að hún mælti ekki með, að hún yrði sanxþykkt! Báðir aðilamir virðast hins vegar sammála um, a& sjómenn séu ekki til þess hæfir að taka sjálfstæða og rökstudda afstöðu í kjara- málum sínum. * Þó kastar fyrst tólfunum, þegar Morgunblaðið tekur einnig undir þann róg komm- únista, að Álþýðuflokkurinn hafi verið andvígur tóif stunda hvíldartíma á togurum, meðan hann sat í ríkisstjórn, en beiti sér nú fyrir því máli í kapp- hlaupi við kommúnista. Morg- unblaðið mun ekki hafa lagt neina áherzlu á að kynna sér þetta mál eða gang þess. Það hefur verið og er á móti tólf atunda hyíldar.timanum af því a& útgerðarmenn vilja ,®kki heyra hann eða sjá. En svo aumt er Morgunblaðið í mál- flutningi sínum, að það hefur ekkert fram að færa annað en róg kommúnista um Alþýðu- flokkinn í sambandi við þetta mál. Alþýðuflokkurinn beitti sér sem kunnugt er fypir því, með- an hann var í stjórn, að þetta mál væri ýtarlega athugað af hlutaðeigandi aðilum og von- i aðist til, að rök málsins leiddu til þess, að samkomulag gæti tekizt um tólf stunda hvíldar- tímann milli sjómanna og út- vegsmanna. Þetta mistókst vegna afturhaldssemi og þröng sýni útgerðarmanna. En nú liggja öll rök málsins fyrir og reynsla er enn fremur fengin. af gerðri tilraupviÁ þessari.fnr í sendu -beitir Alþýðuflokkurinn sér fyrir því, að alþingi setji nú lög um tólf stunda- hvíldar timann eftir að útgerðarmenn hafa komið í veg fyrir sam- komulag um málið. Þannig. er allt á sömu bók- ina lært í málflutningi Morg- unblaðsins. Það fylli-r dálka sína af kommúnistarógi um A1 þýðuflokkinn og sjómannastétt ina sömu dagana og Bjarni Benediktsson er að reyna að koma flokksmönnum -sínum í skilning um það, hvílíkir skað- ræðisgripir kommúnistar eru og hver nauðsyn er á því að einangra þá og gera þá áhrifa- lausa! Það er laglegur stuðn- ingur, eða httt þó heidur. sem hahn fær til þessa hjá'.Morg- unblaðinu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.