Alþýðublaðið - 22.10.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.10.1950, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 22. október 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgfeiðslúyiéii: 49ÖÖ.U' 11 Aðsetur: Alþýðuhúsið. Aíþýðuprentsmiðjan h.f. Fáheyrð tvdfeldni ÞJÓÐVILJINN heldur áfram blekkingaskrifum sínum í sam bandi við togaradeiluna. Kom- múnistar hafa rekið rýting í bak sunnlenzkum sjómönnum með verkfallsbrotum sínum norðan lands og austan. En eigi að síður reynir málgagn veskfallsbrjótanna að telja sjó mönnum trú um, að það beri hag þeirra og heill fyrir brjósti öllum öðrum fremur og leggur megináherzlu á kröfuna um tólf stunda hvíld togarasjó- manna. En samræminu er svo sem ekki fyrir að fara í þess- um blekkingaskrifum, því að samtímis ræðst Þjóðviljinn á stjórn Sjómannafélags Reykja víkur fyrir afstöðu hennar til karfaveiðisamninganna. norð- an lands og austan og segir, að hún hafi stöðvað karfaveiðar sunnlenzkra sjómanna að þeim sjálfum fomspurðum og bann að þeim þannig að vinna fyr- ir sæmileg kjör. Nú liggur fyrir sú óhaggan- Iega staðreynd, að karfaveiði- samningar verkfallsbrjótanna Bjama Þórðarsonar, Tryggva Helgasonar og Gunnars Jó- hannssonar eru sýnu lakari en miðlunartillaga sáttanefndar ríkisstj órnarinnar, sem sunn- lenzkir sjómenn kolfelldu á dögunum. Þjóðviljinn kallaði miðlunartillöguna smánartil- boð og hvatti eindregið til þess að henni yrði vísað á bug. En hann á naumast orð til að lýsa því, hversu hrifinn hann er af karfaveiðisamningunum norð- án lands og austan og er hinn æfasti yfir því, að þeir skuli ekki einnig komnir til fram- kvæmda hér syðra! Það er því engum blöðum um það að fletta, að allt skraf kommún- ista um að þeir berjist fyrir mannsæmandi kaupi og kjör- um sjómönnum til handa er b’.ekking. Karfaveiðisamningar Bjama, Tryggva og Gunnars hafa svipt af þeim grímunni. * Þó kastar fyrst tólfunum, begar Þjóðviljinn dirfist að halda því fram, að stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur sitji á svikráðum við kröfuna um fcóif stunda hvíldartímann, en 'íommúnistar vaki týhraustir á þeim verði. Samkvæmt karfa veiðisamningunum norðan lands og austan eru togarasjó- menn látnir þræla sextán stundir í sólarhring. En stjórn S j ómannaf élags Reykjavíkur hefur haldið þannig á kröfunni um þetta mikla og rökstudda réttlætismál, að sunnlenzkir sjómenn eiga nú þess kost að gera samninga, sem tryggi þeim tólf stunda hvíld í sól- arhring bæðj á saltfiskveiðum og karfaveiðum. En kommíin- istar hafa í raun og veru ekki meiri áhuga á tólf stunda hvíld artímanum en það, að þeir ráð ást á stjórn Sjómannafélags Reykj avíkur með dólgslegum illyrðum vegna þéss að karfa- veiðisamningarnir norðan lands og austan skuli ekki einnig koma til framkvæmda hér syðra. Ef farið hefði verið að þessu ráði kommúnista, myndu togarasjómenn nú þræla sextán klukkustundir í sólarhring og aðstaða til þess að knýja fram lengingu hvíld- artímans , í samningum . milli þeirra og útgerðarmanna vera rgé;fsamlé^á nr' sö^unni í ár að minnsta kosti. Tvöfeldni kom- múnista í þessu máli mun væg ast sagt einsdæmi. Þeir gera fyrir hönd siómanna norðan lands og austan'samninga, sem skylda þá til að þræla sextán klukkustundir í sólarhring á karfaveiðum. En hins vegar beita kommúnistar sér gegn því, að sunnlenzkir sjómenn geri samninga, er tryggja þeim tólf stunda hvíld á sólarhring bæði á karfaveiðum og salt- fiskveiðum! Þessi blekkingaleikur kom- múnista er svo augljós, að eng- inn þarf að vera í vafa um, hvað hér er á seyði. Þeir hafa brennimerkt sjálfa sig í tog- aradeilunni. Þeir hafa svikið kröfuna um tólf stunda hvíld- artímann þar, sem þeim bar að hafa forustuna í baráttunni fyrir sigri hennar. Og þeir væru fyrir löngu búnir að svíkja hana einnig hér syðra, ef sunnlenzkir sjómenn væru ekki svo forsjálir að láta komm únista vera valdalausa og á- hrifalitla í stéttarfélagi sínu. * Þáttur kommúnista í togara Verkfallinu er með endemum. Þeir hafa rekið rýting í bak cunnlenzkum sjómönnum með verkfallsbrotum sínum norðan íands og austan. Þeir hafa svik ið kröfuna um tólf stunda hvfldartímann og gert kjara- samninga, sem eru sýnu. lakari en samningsuppkast það, er þeir hafa sjálfir stimplað sem smánartilboð. Kommúnistar hafa því verið trúir og trygg- ir þjónar útgerðarauðvaldsins í togaradeilunni. Þeir hafa ekki hikað við að ganga í berhögg við hagsmuni sunnlenzkra sjó manna _ af blindu pólitísku hatÉbj f garð forustumátlna hei'rra. Svo þykjast pessir menn vera hinir einu og sönnu baráttu- menn þess, að tólf stunda hvíld: artíminn nái fram að ganga og sjómenn fái mannsæmandi kaup og kjör. Auvirðilegri hræsni er naumast hægt að hugsa sér. Verkfallsbrjótamir ganga meira að segja svo langt að bera upplognar sakir á for- ustumenn sunnlenzkra sjó- manna, sem aldrei hafa látið sér til hugar koma a§ hvika frá hinum réttmætu og rök- studdu kröfum þeirra. Sunn- .enzkir sjómenn eru einhuga um að bera þessar kröfur sín- ar fram til sigurs. En þeír t-urfa að gera sér ljóst, að bar- útan fyrir sigri þeirra verður háð á tveimur vígstöðvum; annars vegar gegn útgerðar- auðvaldinu, hins vegar gegn kommúnistasvikurunum. Hver fekur við af Trygve Lie Framh. af 1. síðu. síðan yrði kosið um þá. . Var sýnt, að tillaga þessi myndi ekki fá tilskilið fylgi í ráðinu eða 7 alkvæði af 11. Fulltrúi Rússa, Jakob Malik bar þá fram -tillögu um sérstakan fund Stórveldanna til að fjalla um þetta mál, cg var hún sam- þykkt. KjörtimaBil Trvgve Lie er úti í febrúarmánuði næsta ár. Okkar ám e ■ a HÁSKÓLAHÁTÍÐIN var í gær, og hófst þar með starfs- ár háskólans. Eru á þessu hausti fleiri stúdentar innrit aðir í skólann en nokkru sinni, og stafar það ekki ein- ungis af hinum vaxandi hóp nýrra stúdenta, er mennta- * skólarnir útskrifa á hverju vori, heldur einnig af erfið- leikum, er nú hafa orðið á vegi þeirra, sem sækja vilja erlenda háskóla. Úndanfarin ár hefur sá hópur verið mjög stór, en nú valda geng- islækkun og þrengri fjár- hagur því, að fleiri sitja heima og hefja nám í háskól anum hér. VONANDI tekur ekki að fullu fyrir námsferðir stúdenta til erlendra háskóla, þótt slíkar ferðir verði ekki eins tíðar og verið hefur undanfarin ár. Hitt verður þó að teljast eðlQegt, að allur þorri stúd- enta stundi nám hér heima, að minnsta kosti fyrri hluta námsferils síns, en sem flest ir geti síðan farið utan til framhaldsnáms eða í kynn- isferðir. Virðist fori'áðamönn um háskólans hér vera þetta fyllilega ljóst, enda er nú í undirbúningi að auka mjög fjölbreytni þeirrar kennslu, sem háskólinn hefur fram að bjóða. ti C> : -S.Ct y.i>nn.ú '* V'.t ' | MÖRGUM KANN að virðasþ EKKERT TYGGIGÚMMÍ! Bæjarstjórn hefur nýlega sam- þykkt nýjar reglur fyrir baðgesti í Sundhöll Reykjavíkur. * * * j,ar er stranglega bannað að nota tyggigúmmí innan dyra Sundhallarinnar. * * f Væri ekki leið fyrir stofnanir, ÚL 4j%nfs‘:' kvíkmySáahusin og sjoppurnar. að setja sömu regiur? > hJ HUNTLEY WOODCOCK hefur verið skipaður fiski- ráðunautur við íslenzka sendiráðið í London.ef* * ‘*TTJtan- áskrift hans er 31 Laceby Road, Grimsby. BARNABÓK UM ÍSLAND kemur út í Noregi í haust. * * * Er það „Ole Jakob opdager Island“ eftir Eli Erichsen og segir frá því, er Ole Jakob fer til íslands í sumarleyfi. HEILDARAFLI norsku síldveiðiskipanna við ísland í sumar nam 85 000 tunnum. * * * Er mikil eftirspurn eftir síld- inni og fá færri en vilja. BÆJARYFIRVÖLDIN sendu nýlega bréf ti! alíia þeirra, sem keypt hafa íbúíjir í Bústaðavegshúsununi, og minnti þá á að tappa af miðstöðvarkerfum húsanna í frostum. * * * Það furðulega er, að bærinn hefur enn ekki útvegað miðstöð í husin, og aðeins fimm húseigend- ur, sem sjálfir áttu miðstöðvar, eru búnir að fá þær í í- búðir sínar! Aftan við fjárlagafrumvarpið, sem liggur fyrir alþingi, er prentuð skrá yfir laun allra embættismanna ríkisins, eins og áætlað er að þau verði árið 1951. * * * Forseti íslands hef- ur að sjálfsögðu hæst laun, 91 535 krónur. * * * Næstur er prófastur einn ónefndur með 59.513 kr., þá ráðherrar með 56.925, hæstaréttardómarar með 56—57.000 kr., próféssorar tveir, sem jafnframt eru yfirlæknar, með 53.100 kr. og póst- og símamálastjóri með 53.100 kr. * * * Næstir þessum koma helztu forstjórar ríkisfyrirtækja, skrifstofustjórar ráðuneyta, dómarar, bæjarfógetar og sýslumenn og helztu „stjórar“, sem allir hafa 45—50.000 kr. árslaun. ARNULF ÖVERLAND sendir í haust frá sér nýja ljóðabók, „Fiskeren og hans sjel.“ NÝ FYRIRTÆKI: Hálsklútagerðin, eigandi Svava Jen- sen. * * * „Vera Trading Company“, ný heildsala, eigendur Sigurður Sigurðsson og Ingimar Jörgensson. SINDRI h.f. sækir um 10.000 fermetra lóð til iðnrekstrar. NORÐMENN sáu ekki aðeins bláa sól hér á dögun- um, heldur einnig grænan mána. * * * Þeir héldu fyrst, að orsökin væri ískrystallar í andrúmsloftinu. Það er æthm stjórnarinnar að ljúka þingstörfum mjög snemma, ef til vQl fyrir hátíðir. Háskólahátíðin. 5 Tvær íslenzkar kvik- myndir í Tjarnarbíó að fjöldi þeirra landsmanna, sem nú afla sér háskóla- menntúnar, sé ærið mikill fyrir svo fámenna þjóð. Þyk- ir mörgum sem núverandi emfaætti muni varla hrökkva til, og þessi vaxandi fjöldi því knýja á um myndun nýrra embætta og draga sig út úr beinum framleiðslustörfum. Svo var að heyra á ræðu rektors í gær, að honum og öðrum forráðamönnum skól- ans sé þetta einnig fyllilega ljóst. Er nú unnið að því að auka fjölbreytni náms við skólann, svo að hann geti séð kennarastéttinni fyrir sem fullkomnastri og beztri menntun. En rektor hvatti stúdenta einnig t.Q þess að leggja fyrir sig framleiðslu- störf, til dæmis landbúnað, og mundi það verða aukinn styrkur bændastétt landsins, ef stúdentar beindu starfs- kröftum sínum í þá átt í stað þess að setjast á skrifstofur og taka þátt í kapphlaupi um embætti í bæjunum. Svipað mætti segja um fleiri at- vinnugreinar. Haldi fjölgun stúdenta áfram eins og verið hefur undanfarin ár, verður sá háttur að komast á, að þeir láti sér stúdentspróf eða BA próf nægja og fari með það ágæta vegarnesti til fram- leiðslustarfa, en bætist ekki allir í hóp embættismanna og embættisumsækjenda. ÞAÐ ER GOTT, að forráða- menn háskólans gera sér þetta ljóst, og vilja beina þróun háskólans inn á þær brautir, að hann sé í sem nán ustum tengslum við þarfir þjóðarinnar, án þess að nokkru sé fórnað á sviði fræðimennsku og menntunar embættismanna, sem er hið fasta og forna aðalhlutverk háskólanna. Er þá vonandi, að þjóðin sjái sér fært að búa sem bezt í haginn fyrir þenn- an skóla, enda er hann og á að vera musteri íslenzkrar menningar. 5000 kr. gjöf iil siyrkfar bændum á óþurrkasvæðinu SPARISJÓÐUR AKRANESS hefur gefið fimm þúsund krón ur tQ söfnunarinnar, sem Stétt- arsamband bænda efnir nú til, vegna þeirra bænda, er harð- ast hafa orðið úti um heyskap í sumar á óþurrkasvæðinu aust- an lands og norðaustan. Pétri Ottesen, alþingismanni Borgfirðinga var afhent þessi gjöf. Fréttir berast um það, að hvrvetna bregðist menn vel við, ef til er leftað. — -íí um helgina TJARNARBÍÓ sýnir um bessa helgi tvær íslenzkar kvikmyridir eftir Osvald Knud oen. Önnur er af hrognkelsa- veiði í Skerjafirði, en hin nefn ist „Tjöld í skógi“ og byggist samnefndri drengjasögu eft- :r Aðalstein Sigmundsson. Myndirnar eru báðar í litum og tekur sýning þeirra um eina klukkustund. „Tjöld í skógi“ er tekin í Þrastarskógi, og koma fram í henni þrír drengir, þeir Björn Stefánsson, sem leikur Harald; G<u.ð:ón I. Sigurðsson er leik- ur Árna og Sigmundur Frey- steinsson er leikur Jón. Krist- ján Sólmundsson flytur text- arm í myndinni en Radio og raftækjastofan, Óðinsgötu 4, annaðist tónupptökuna. Myndin fjallar um sumar- dvöl drengjanna í skóginum, en þar eru þeir skógarverðir. Drengirnir grisja skóg, veiða silung og lax og fylgjast með fugla og skordýralífi skógar- ins. Myndin er falleg, en nokk- uð langdregin og líkir atburð- ir sýndir aftur og aftur. Myndin af hrognkelsaveið- um í Skerjafirði, hefur upp á meiri fjölbreytni að bjóða. Þar er sýnt athafnálífið í Gríms- staðavörinni á vorin um hrogn kelsatímann, og enn fremur veiðarnar á firðinum; einnig sjávargróðurinn og fuglalífið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.