Alþýðublaðið - 22.10.1950, Page 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÖ
Sunnuclagur 22. október 1950
Leifur
Leirs:-
PERPETUM MOBILE
Sumar
Vetur
sumar
minningar
lokað um hádegi
á laugardögum
sumarleyfi
yfirfull/.r rútubíll
veiðilaust
veiðivatn
kvef
sami sandurinn
í sömu pokunum
morgun
dagur
kvöld
vetur
skemmtanir
skammdegismyrkur
skólafólk
lambaslátur
alþingismenn
sviðahausar
Leifur Leirs.
Frú Dáríðui
Dulbeinui:
A ANDLEGUM VETTVANGI.
Komandi vetur:
Stjörnuafstaðan er býsna
skrýtin bæði innbyrðis og út-
byrðis; fastastjörnurnar hald-
ast að vísu nokkurn veginn
kyrrar á sínum stað, og bendir
það til þess, að gætnir og reynd
jr bitlingamenn megi vera ó-
hræddir í stöðum sínum. Hins
vegar eru reikistjörnurnar allar
é reiki, og gæti það þýtt los
mikið í pólitíkinni og siðferðis-
Iífi landsmanna. Einkum er
mikið rót og ringulreið um-
hverfi% Merkúríus; stjörnuhröp
og losarabragur, sem gæti þýtt
óreiðu og vesen í verzlunarlíf - ‘ j
inu; verðhækkanir, smákaup- '
mannagjaldþrot, vöruskort,
hamstur og spákaupmennsku.
Hins vegar er allt með kyrrum
kjörum í Hrútsmerkinu og ]
bendir það, á að allt verði í
stakasta lagi hjá S.f.S.
Þá er og talsvert los og ring-
ulreið á reikistjörnunum í
meyjarmerkinu, og er það
rauninni ekkert nýtt fyrirbæri
og þýðir sama og vant er, —
lausung og flangs og ósiðsemi.
Eitthvað er Marz að flækjast í
nánd við það merki, og gæti
það þýtt einhverjar kurteisis-
heimsóknir, — þarf ekki nauð-
synlega að þýða neitt annað
meira.
Satúrnus er í tólfta húsi, -—
bendir á stöðuveitingar fyrir
kunningsskap og pólitískar
tengdir og baktjaldamakk. Góð
ur vetur forstjórum opinberra
stofnana, miður svefnsamt hjá
æðstu mönnum einkafyrir-
tækja; bærilegur vetur brösk-
urum, en engin rifrildisafkoma
bó hjá öðrum en svartamark-
aðsmöngurum, smyglurum og
sannfæringarsölum.
Venus er í níunda húsi, en
Merkúríus í tíunda, en þessi ná
grennd þeirra virðist bsnda til,
að ást verði föl fyrir nylon-
sokka, stælskó og undirföt;
einnig að vandamál viðskipta-
lífsins, svo sem vöruskortur og
innflutningshömlur auki raun-
j hæf áhrif og afleiðingar ástar-
innar. Annars lauslæti.
Halastjarna er yfir fimmta
húsi, og virðist benda á góðan
vetur leikstarfsemi og leikur-
um, óvænt heimsókn gæti þó
gert það strik í reikninginn að
konu yrði þar ofaukið; hins
vegar skortur á meyjum, en
gnægð skuggasveina. Jólasvein-
ar á öllum sviðum. Revya at-
vinnuleikara við Austurvöll.
Stjórnarkreppa upp úr nýár-
inu og ekki eina kreppan, sem
þá verður við að glíma. Almenn
skókreppa á kvenfótum nr. 39
og þar yfir.
Jörðin fjarlægist sporðdreka-
merkið; — boðar mannslát
sundrung og erjur, en þó allt
ástúðlegt . . . bak við tjöldin.
Dáríður Dulheims.
.^JFrank Yerby -------
HEITAR ÁSTRÍDUR
Nýtt tímarií I
er komið út. i
HUCUIU’S 1
brott. Hálfri klúkkustund síð-
ar;' reið“ haftri® &tigirfri^<h'éiöí'1 fið
óðalssétri sínu, í háni ‘stáðáf'' Við
hesthúsið og steig af baki. Ei
allt hefði verið með felldu,
mundi einhver negranna hafa
komið til móts við hann, tekið
Jiestinn í sínar vörzlur og ef
Laird hefði að einhverju leyti
verið svipaður Hugh Duncan,
mundi negrinn auk þess hafa
sýnt honum lotningu sína iheð
frukti og beygingum. En engu
slíku var til að dreifa. Það var
eins og ósýnileg girðing lægi
umhverfis cí'alssetrið, og inn
fyrir þau landamæri mátti
enginn svertingi stíga fæti sín-
um. Þetta var öllum verka-
mönnum hans ljóst, og þeir
gerðu hvorki að brjóta það boð
eða spyrja, um orsök þess.
Laird gekk hröðum skrefum
heim að húsinu og var ekki í
sem beztu skapi. Áður en langt
um liði, yrði hann að taka á
allri sinni stillingu til þess að
þola hvíta, subbulega og svifa-
seina vinnukonu í návist sinni,
og með söknuði minntist hann
hinnar laglegu, fjörlegu og
hreinlegu kynblendingsstúlku,
sem var vinnukona á heimili
foreldra hans áður en styrjöld-
in hófst. Hann bölvaði svert-
ingjahræðslu konu sinnar hátt
og í hljóði, en þegar honum
varð litið upp á veröndina, sá
hann hvar Sabrína kom til
móts við hann. Og hún þrosti.
Hún hafði megrazt síðan þau
komu heim til Plaisance. En
fögur var hún eins og áður, ef
til vill enn fegurri. Það var
eitthvað ójarðbundið við feg-
urð hennar og framkomu, eitt-
hvað, sem varð þess valdancli,
að margir, er litu hana, hugs-
uðu sem svo, að hún gæti ekki
orðið langlíf; þyldi ekki harð-
ýðgi hans og kröfur. En Laird
vissi ósköp vel að sú skoðun
var tilefnislaus. Sabrína var
gædd furðumiklum þrótti og
líkamshreysti, og sótti hún það
oflaust til skozkra forfeðra
sinna. Hún hresstist nú dag frá
degi, og það kom varla fyrír,
að hún gréti eða yrði óttasleg-
in.
. Ég ræð kynblendingsstúlku
fyrir vinnukonu áður en langt
um líður, hugsaði Laird, og
fari svo, að Sabrína óttist hana
ekki, er það öruggt merki þess,
að hún er í þann veginn að
verða albata.
Sabrína teygði granna, hvíta
armana á móti honum.
,,Ég var farin að óttast um
þig,“ mælti hún. „Ég hélt að
þú ætlaðir aldrei að koma aft-
ur“. Síðan lyfti hún andlitinu
svo að hann gæti kysst hana.
Laird laut að henni.
„Það kemur hingað gestur
innan skamms,“ sagði hann og
hikaði við. „Ástin mín . . .“
bætti hann við, eins.og honurn
hefði elcki þoít seímngn /fá',
fullkommn enqa, nema þau
orð fylgdu herini.
„Ástin mín,“ endurtók hún.
„Ef ég væri ástin þín en ekki.
aðeins ...“
„Aðeins hvað?“ spurði hann
og það var ekki laust við að
hörku kenndi í röddinni.
Sabrína starði á hann og
svjpur hennar var þrunginn
beirri harmrænu ástúð, þeirri
blíðu undirgefni við örlögin,
sem Laird þótti lakast að verða
að þola.
„Aðeins orsök þeirra mestu
vonbrigða, sem þú hefur orðið
fyrir í lífinu,“ hvíslaði hún.
„Eiginkona, sem aldrei getur
orðið þér eiginkona í þessa
orðs fyllstu merkingu, sökum
þess að þú óttast, að börn þau,
sem þú kynnir þá að geta við
þenni, erfðu brjálsemi hennar;
sé það þá orsökin ..Rödd
hennar brast skyndilega og
brúnu augun hennar lauguðust
tárum.
Laird lagði hendur sínar
blíðlega á axlir hennar.
„Þetta breytist allt áður en
langt um líður,“ mælti hann.
„Ég vil aðeins að þú verðir
orðin hress og hraust, fullkom-
lega hraust, áður en við hætt-
um á það, að þú verðir barns-
hafandi.“ Hann laut enn að
henni og snart varir hennar
léttum kossi. „Ég kem aftur
eftir eitt andartak,“ bætti
hann við og gekk á brott í átt-
ina til svertingjaskálans.
Sabrína horfði á eftir hon-
um og lagði fingurgómana að
vörinni, þar sem varir hans
höfðu snortið hana rétt sem
snöggvast. Sú var tíðin, að
kossar þínir brunnu á vörum
mér, hugsaði hún og gekk
hægt inn í húsið.
Skömmu síðar stóð Laird við
nlið henni úti á svölunum til
þess að taka á móti Jim Demp-
ster og bjóða honum inn.
Slæði Jims voru gömul, höfðu
auðsjáanlega verið saumijð á
árunum fyrir styrjöldina, og
enda þótt þau væru strokin og
hrein, fóru þau honurn ekki
sem bezt. Hann gekk hægt og
þreytulega, og Laird minntist
þess ósjálfrátt, að það var eng-
in smáræðis leið á milli býl-
anna.
I,aird gekk niður stigann til
:nóts við hann, tók undir höncl
honum og leiddi hann upp á
svalirnar. Jim var sveittur og
göngumóður, eins og við var að
búast. Þegar hann kom upp á
svalirnar, nam hann skyndi-
lega staðar, eins og hann sæi
þar eitthvað yfirnáttúrlegt.
„Hamingjan góða hjálpi
:mér,“ varð honum ósjálfrátt að
orði.
Sabrína brosti og rétti hon-
umi hvíta hönd síná. En hann
hafði þá snúið sér að Laird. \
„Neí,'14,uMéshÁa6öÍ^‘í sagði
hann undraridi! „HÚri'er ekki
af holdi og blóði. Hvar fannst
þú hana, kunningi? í einhverri
ævintýrabók?"
Sabrína roðnaði upp í hárs-
rætur af barnslegri hrifni.
„Þakka yður fyrir gullhamr
ana, herra Dempster,“ mælti
hún feimnislega.
Jim þrýsti hönd hennar, sem
hvarf eins og lítið, hvítt blóm
í hrammstóra, dökka greip
hans.
„Það gleður mig að kynnast
vður, frú,“ sagði hann. „Ég
bjóst að vísu við því, að Laird
hefði ekki valið sér konu af
verri endanum, en satt að
segja hafði ég gert mér allt
aðra hugmynd um hana.“
„Og hvernig gerðuð þér yð-
ur í hugarlund að ég myndi
iíta út?“ spurði Sabrína.
Jim roðnaði, og þurfti þó
talsvert til svo að þess sæust
nerki, þar eð hann var að jafn
aði dimmrauður í andliti.
„Dálítið feitari," stamaði
hann, „dálítið ... ég á við ...
ekki alveg svona himnesk.“
Sabrína hló, en það var eng-
inn gleðiylur í hlátri hennar.
Jim skotraði augunum til
Laird, og veitti því athygli, að
augnatillit hans var kalt og
hvasst og brúnir hans hnykl-
aðar. Eitthvað er þettá öðru-
vísi en það ætti að vera, hugs-
aði Jim. Eitthvert ólag er á
sambúð þeirra, það bregzt mér
ekki. Og Jim brá ónotalega,
begar þetta vakti athygli hans.
Hver skrattinn sem það svo er,
bá . . .
Laird vísaði honum inn í
borðstofuna, svipkaldur og
'hlutlaus eins og andlitið væri
meitlað í stein.
„Þú færð ekki neinn hátíða-
mat,“ mælti hann við Jim.
„Þess verður eflaust langt að
bíða, að við höfum efni á því
að halda veizlur, hérna að
Plaisance.“
Jim brosti.
„Þið eruð þó betur á vegi
stödd en flestir aðrir hér um
slóðir“, varð honum að orði.
„Hér í sveit hafa fæstir efni á
því að éta.“
Sabrína bar þeim steiktan
fugl og kartöflur. Undir borð-
um hélt hún uppi samtalinu,
mælti hratt og brá á gaman, en
Laird neytti matarins svip-
gneypur og lagði fátt til mál-
anna. Hún óttast þögnina,
hugsaði Jim og hlustaði á hjal
hennar af meiri athygli, og
varð þess þá var, að hún óð úr
einu í annað, samhengislítið.
Það er eitthvað athugavert við
þetta, hugsaði hann enn; ann-
arhvor aðilinn finnur ekki
hinn. Hann virti Sabrínu fyrir