Alþýðublaðið - 24.10.1950, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1950, Síða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. október 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson I Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Fimm ára prófraun SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR geta í dag minnzt hins árlega dags síns, þess dags, er stofn- skrá þeirra gekk í gildi fyrir fimm árum, um leið og þær fagna langmesta sigrinum, sem þær hafa unnið í sögu sinni hingað til. Og sá sigur, sigur- inn í Kóreustríðinu, er því meiri og ör’agaríkari, sem þar hefur ekki aðeins verið barizt um framtíð einnar þjóðar, sem án hjálpar sameinuðu þjóð- anna hefði bersýnilega orðið ofbeldi og kúgun að bráð, heldur og um framtíð samein- uðu þjóðanna sjálfra — sem al- þjóðastofnunar til þess að halda uppi friði og rétti í heiminum. Kóreustríðið hefur því verið sannkölluð eldskírn sameinuðu þjóðanna. * Hvað sigur þeirra á ofbeldinu í Kóreu þýðir, má bezt sjá af 6amanburði við gamla þjóða- bandalagið, sem á sínum tíma reyndist ekkert bolmagn hafa til þess að standa á móti ofbeldi hinna fasistísku árásarríkja fyrir aðra heimsstyrjöldina og veslaðist upp þess vegna. Eftir þau sáru vonbrigði urðu for- göngumeftn þess að viður- kenna, að þjóðabandalagið væri ekki nema „friðartímastofn- un“, eins og þeir orðuðu það; en þar með var í rauninni sagt, að það væri ekki því hlut verki vaxið, sem því var að sjálfsögðu í upphafi ætlað, •— að vemda friðinn í heiminum og kveða niður hverja þá árás, sem á hann kynni að verða gerð. Enda fór bað svo, að þjóðabandalagið fékk ekki við neitt ráðið eftir að það hafði sýnt vanmátt sinn gagnvart árásum hinna fasistísku ríkja víðs vegar um heim; og afleið- ingin varð önnur heimsstyrj- öldin. Því er ekki að neita, að margir voru á fyrra helmingi þessa árs famir að óttast, að rvipuð örlög kynnu að bíða sameinuðu þjóðanna, . og að þriðja heimsstyrjöldin væri þess vegna óumflýjanleg. Kom múnistaríkin, með Rússland grátt fyrir járnum í broddi fylkingar, voru stöðugt að færa sig upp á skaftið, eins og fasistaríkin á árum gam’a þjóðabandalagsins; og jafn- framt var mönnum orðið það ljóst, að Rússland hafði með neitunarvaldi sínu í öryggis- ráðinu, sterka aðstöðu til þess að láma sameinuðu þjóðirnar gersamlega, þegar mest riði á að þær væru samtaka um að stöðva ágengni þess. Því betur tókst þó svo til, er hin lævísa árás Norður-Kóreu á Suður- Kóreu var hafin í sumar, að Rússland kom neitunarvald- inu, sökum fjarvista fulltrúa síns úr öryggisráðínu, ekki við, og að sameinuðu þjóðirnar gótu því komið Suður-Kóreu táfarlítið til hjálpar. Og síðan hafa þær sýnt það með fræki- legu átaki sínu, að það er hægt að stöðva ofbeldið, hvar sem það er reynt, og að það borgar sig ekki fyrir neitt ríki að ráðast á annað á okkar dögum. "Þetta er hinn mikilvægi lærdómur Kóreustríðsins. Og hans végfia eru menn nú bjart sýnni á það en fyrr, að hægt verði að komast hjá þriðju heimsstyrjöldinni. En að vísu er mönnum það nú ljóst, að ekki verður hjá því komizt, að gera nokkrar breytingar á stofnskrá sam- einuðu þjóðanna, ef þær eiga á hverjum tíma að vera við því búnar, að vísa árásurr} og oíbeldi á bug, eins og þær gerðu í Kóreu *í sumar. Eng- um dylst það til dæmis nú, að það munaði mjóu, að þær væru hindraðar í því af neit- unarvaldi Rússlands í öryggis- ráðinu í sumar; og þær geta ekki treyst á það, að fulltrúi Rússlands í öryggisráðinu verði fjarverandi í annað sinn, er svipuð viðbrögð þyrfti að sýna. Þess vegna er það, að verið er nú, að frumkvæði Bandaríkjanna, að gera þýð- ingarmikla breytingu á stofn- skrá sameinuðu þjóðanna, breytingu, sem heimilar, að allsherjarþing þess sé kallað saman með aðeins sólarhrings fyrirvara, ef friðurinn hefur einhvers staðar verið rofinn og öyggisráðið reynist ekki starf- hæft sökum neitunarvaldsins. Þessi breyting á stofnskrá sam einuðu þjóðanna hefur þegar verið samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða í stjómmálanefnd allsherjar- þingsins, sem nú situr á rök- stólum í New York, svo að enginn efi er á því, að hún muni ná fram að ganga. Þetta tvennt: Hinn glæsi- legi sigur þeirra í Kóreu og takmörkun neitunarvaldsins í öryggisráðxnu, spáir góðu um framtíð sameinuðu þjóðanna á fimm ára afmæli þeirra. Þær hafa á örlagastundu sýnt sig fullkomlega vaxnar því hiutverki, sem þeim var ætlað, í upphafi, — að kveða niður árásir og ofbeldi rikjání milli; og þær eru nú að tryggja' sig gegn því, að nokkurt ríki geti framvegis með neitunarvaldi orðið því til fyrirstöðu, að þær bregðist jafn skjótt við í ann- að sinn, ef nauðsyn krefur. Það er því með nýju trausti, sem menn líta til sameinuðu þjóðanna eftir fimm ára starfs feril þeirra í dag. . Þrír lýðræðissinnar kosnir á Ólafsfirði til Alþýðusambands þings. í VERKALÝÐS- og sjó- mannafélagi Ólafsfjarðar var viðhöfð alisherjaratkvæða- greiðsla við kjörfulltrúa á Al- þýðusambandsþing. B-listi, listi lýðræðissinna, hlaut 62 atkvæði og 3 menn kjörna, en A-listi, listi hinnar kommúnistisku stjórnar félags- ins, hlaut aðeins 44 atkvæði, og engna fulltrúa kjörinn. Fulltrúarnir, sem kjörnir vqtu, eru þessir: Gunnar Stein dórsson, Stefán Ólafsson og Magnús Stefánsson. Varafull- trúar eru: Baldvin Tryggva- son, Hulda Kristjánsdóttir og Vilmundur Rögnvaldsson. . .mí/bnud í-éi • Enn.um £un<Jarsókn al|>ingis}íyeimj§i.;: — Kona reynir sættir ög ber klæði á vonnin. KONA SKRIFAR: „f smá- grein í Alþýðublaðinu 13. okt. gerði ég að umtalsefni fundi í Kvenréttindafélagi íslands. Gat ég þess að ég saknaði þar full- trúanna tveggja, sem konur eiga á alþingi. Mér fyndist, að þær hlytu að hafa margt og mík ið að segja okkur konunum, ;if ýmsum þeim málum, sem þar eru rædd. F.innig gat ég þess, að mér fyndist, að þær ættu ekki að láta á sér standa að mæta á fundum félagsins, nema sérstök forföll hömluðu, því það væri mjög áríðandi að við konurnar mættum vel og dyggi Iega á fundum í félagasamtök- um okkar, sem hafa það að mark miði að berjast fyrir ýmsum hagsmuna- og réttindamálum kvenna, Því aðeins ná þau fram að ganga, að samtökin séu öflug. Og með aðstoð okkar kvenna komust þessar tvær konur á þing. Þetta var innihald grein- ar minnar. NÚ SÉ ÉG í Tímanum 15. okt. að háttvirt þingkona Reykvik- inga hefur reiðzt mér ákaflega út af því, að ég skyldi leyfa mér að nefna nafn hennar í dag blaði, og minnast á, að það hafi valdið mér vonbrigðum að sjá hana ekM á þeim fundum inn- an félagsins, sem ég sótti. Mér þykir afar leitt, að ég skuli ' hafa móðgað alþingiskonuna I svo hrottalega. En mikið erum | við ólíkar.. Ég hefði nefnilega tekið það sem liól, ef einhver I hefði sagt að hann saknaði mín [ — því þá hefði ég álitið, að ég væri alveg ómissandi. A fsakanir Tímans og dómur reynslunnar. * TÍMINN var á laugardaginn enn einu sinni að reyna að verja aíkvæmi Framsóknar- flokksins, gengislækkunina, bersýnilega í tilefni af ræðu þeij-ri, er Stefán Jóh. Stefáns- son flutti í fulltrúaráði Al- þýðuflokksins í vikunni, er leið, og rakin var hér í blað- inu. Grípur greinarhöfundur til þeirrar blekkingar að halda bví fram, að Stefán Jóh. Stefánsson hafi skilið þannig við stjórn landsins, að ekki hafi verið um annað að ræða en gengislækkun eða aðra slíka neyðarráðstöfun, ef ekki hafi átt að stefna fjármálum og atvinnulífi landsmanna í strand! SANNLEIKUR þessa máls liggur svo í augum uppi, að þessi lygi Tímans fellur um sjálfa sig dauð og ómerk. í stjórnartíð Stefáns Jóh. Stef- ánssonar nutu landsmenn nægrar atvinnu, enda var þá lögð áherzla á að halda dýr- tíðinni og verðbólgunni í skefjum. Það kostaði að vísu byrðarnar lagðar á efnastétc- irnar, en alþýðunni hlíft eins og framast var auðið. Niður- greiðslurnar voru forréttinda- mikið fé, en þess var aflað á sanngjarnan og réttlátan hátt, stéttunum mikill þyrnir í augum af skiljanlegum á- stæðum. Þeim var hætt, þeg- ar gengislækkuninni vár skelR á. En hún kostaðróvart- því sem næst helmingi meira en niðurgreiðslurnar, og þungi hennar var lagður jafnt á alla, svo að hann varð til- finnanlegastur fyrir alþýðu manna. Samanburðurinn á stjórn Stefáns Jóh. Stefáns- sonar og núverandi rilds- stjórn er líka næsta auðveld- ur. Þá var atvinna, nú at- vinnuleysi, og þá voru úrræði en nú öngþ'veiti. HÖFUNDUR Tímagreinarinn- ar reynir að endurtaka þann málflutning Eysteins Jóns- sonar í útvarpsumræðunum á dögunum, að erfiðleikarnir, sem nú steðja að, stafi ekki af gengislækkuninni, heldur hafi þeir komið til sögunnar þrátt fyrir hana. Hann fer að dæmi Eysteins og bendir á aflabrestinn. Jú, víst hefur afli brugðizt í valdatíð nú- verandi ríkisstjórnar. En síð- ast liðið sumar var sjötta sfldarvertíðin fyrir Norður- landi í röð, sem brást. Hins vegar var þetta fyrsta lífs- sumar núverandi ríkisstjórn- ar. Síldveiðin brást einnig öll sumurin, sem stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar sat að völdum. Henni var því mikl- um mun meiri vandi á höna- um vegna síldarleysis en nú- verandi ríkisstjórn, svo að þessi afsökun Tímans og Ey- steins fyrir hönd afturhalds- stjórnarinnar hrekkur næsta skammt,- ÓSTJÓRNIN innan lands í valdatíð núverandi ríkis- stjórnar er meginástæðan fyrir öngþveitinu, er nú blas- ir við, hvert se"m litið er. Höfundar gengislækkunarlag- anna fullyrtu, að framfærslu- kostnaðurinn vegna gengis- lækkunarinnar myndi aldrei hækka um meira en 11—13%. Hann hefur orðið helmingi hærri. En á sama tíma hefur framfærslukostnaðurinn i Noregi og Danmörku hækkað um 5% og í Svíþjóð og Bret- landi um 2%. Hvaða skýringu vill Tíminn gefa á þessari ó- heillaþróún? Eysteinn Jóns- son minntist ekki einu orði á þetta atriði í útvarpsumræð- unum á dögunum? Er hon- um kannski ókunnugt um þessar staðreyndir? Eða var hann að reyna að halda þeim leyndum fyrir þjóðinni í lengstu lög? TILRAUNIR Tímans til að verja gengislækkunina eru vonlausar. Nú eru liðnir sjö mánuðir síðan gengislækkun- in var sett og núverandi rík- isstjórn settist á valdastólana. Það er því fengin reynsla af þessari stefnu. Hún er sú, að gengislækkunin hefur leitt til öngþveitis. Afsakanir Tímans eru því ekki aðeins tilgangs- lausar, heldur hlægilegar, því aC þær eru i hróplegri mót- .sögn víð dóm reynslunnar. i ! ÉG GAT ÞESS í grein minni, að ég hefði sótt flesta — ekki I alla — fundi félagsins síðastl. i vetur. Ég hlýt að trúa því, að alþingiskonan hafi sótt fundi um | rædds félags vel og dyggilega, úr því hún gefur það í skyn. Fæ ég ekki skýrt „mistök“ mín á annan veg en þann, að ég er far- in að reskjast og sjónin að dapr ast. En heyrnin er prýðileg enn þá. Þess vegna hef ég víst ekki séð alþingiskonuna á mánaðar- legu mánudagsfundunum í stof unni í Aðalstræti 12 uppi. Og háttvirta alþingiskonan hefur verið hljóðlát á þessum óþreyttu fundum, því ég hef ekki heyrt til hennar þar. Á Iðnófundinum var ég. En mér fannst óþarfi að taka það fram í grein minni, að ég h-efði heyrt alþingiskonuna tala þar, því fundurinn var al- mennur kvennáfundur, og svo sjálfsagt að hún mætti svó fram arlega sem hún væri frísk. Og j hún talaði þar vel og rökfast, eins og hennar er vandi. . EN TILEFNI ÞESS, að :ég tek mér penna í hönd er það„að nú eru blessaðir karlmennirnir farnir að leiða saman hesta sína út af skrifunum um fundina í Kvenréttindafélagi íslands. Eru það hinir landskunnu menn Hannes á horninu og Starkaður gamli í Tímanum, Hannes er minn maður, og Starkaður gamli maðurinn alþingiskonunnar. Það er mikill styrkur fyrir okkur konurnar að eiga slíka þrýðis liðsmenn. En ég’ vil ekki láta þá fara í hár saman út af okk- ur. Skrif Starkaðs míns í dag, eru á góðri leið með að_ koma því til leiðar að ,,hasar“ sé í vændum. Til þess má ég ekki hugsa. '-fi VIL ÉG NÚ friðmælast, og koma á sáttum eins og góðra manna og kvenna er háttur. Sé : ég þá það ráð vænlegast, það er að segja ef stjórnin leyfir — að þe^sir tveir heiðursmenn komi saman á eínn mánudags- fund til að skemmta. Það getur verið tilbreyting, svona einu sinni, að sjá karlmenn á kven- réttindafundi. Hannes getur les ið upp fyrir okkur skemmtílega • sögu, og Starkaður gamli já, hvað getur hann nú gert? Jú, spáð í spil og frætt okkur um fjallagrasatínslu og tóvinnu í sveitum. Ég er viss um, að þetta yrði skemmtilegt prógram, og ætti að geta farið fram i frið- semd og einingu andans — og svo kaffisopi á eftir. ANNARS ER STARKAÐUR í slæmu skapi í dag. Pistill hans er helgaður ,,bréfkonunni“, og tekur hann málstað alþingiskon. unnar sinnar með miklum skör- ungsskap. Hann er alltaf góður og traustur vinur vina sinna. Og á honum vinrtur hvorki eltiur né i? í.iJJÍ;»..' ni-, ; (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.